Morgunblaðið - 22.11.1985, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.11.1985, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 Tók 8 tíma aö sigla 20 mflur Þorsteinn GK í vandræðum í veðurofsanum um helgina ÞORSTEINN GK 16 lenti í talsverðum hrakningum í veðurofsanum síðast- liðinn sunnudag. Er veðrið skall á átti hann 20 mílur ófarnar til Vest- mannaeyja og það tók áhöfn hans 8 klukkustundir að koma bátnum ti! hafnar í Eyjum. Útgerðarmaður Þorsteins átti ennfremur annan bát, Kóp GK 175, sem lenti í nokkrum vandræðum í veðrinu. Guðmundur Þorsteinsson í Grindavík, útgerðarmaður Þor- steins og Kóps, sagði í samtali við Morgunblaðið, að Þorsteinn hefði verið að koma frá Austfjörðum með 90 lestir af síld og ætlað til Grindavíkur. Síldina hefði hann fengið rétt fyrir fyrri óveðurs- hrynuna og legið hana af sér inni á fjörðum. Hann hefði svo verið 20 mílur frá Eyjum er síðari hryn- an brast á. Ekki hefði verið um annað að ræða en halda inn til Eyja og það tekið um 8 tíma með ærnum erfiðleikum. Skipið hefði um tíma lagzt á hliðina og nokkur sjór komizt niður í skipið. Þar sem mjög vel hefði verið frá aflanum gengið, hefði náðst að keyra skipið upp og koma því til hafnar. Tjón á skipinu hefði ekki verið teljandi og engin slys orðið á mönnum. Guðmundur sagði, að hann hefði átt annað skip, Kóp GK 175, sem lent hefði í vandræðum í sama veðri. Kópurinn hefði verið um 70 mílur út af Látrabjargi á netum er ósköpin dundu yfir og hefði hann verið 14 tíma til hafnar á Patreksfirði. Þosteinn er stálskip, sem bæði hefur verið lengt og yfirbyggt og er mjög gott sjóskip að sögn Guð- mundar. Skipstjóri á Þorsteini er Gunnar Gunnlaugsson og er hann nú á síldveiðum fyrir austan. 'O Drangur í Reykjavíkurhöfn. Drangur til Grænlands og Flórída FLÓABÁTURINN Drangur, sem er í eigu einstaklinga og sveitarfé- laga við Eyjafjörð, er nú á leið til Grænlands með vörubíla. Þaðan heldur Drangur til Bandaríkjanna í leigu og óvíst er að að hann komi aftur heim vegna erfiðra rekstrar- skilyrða hér. Drangur fór frá Reykjavík síðdegis á fimmtudag með tvo stóra vörubíla, sem ístak hefur leigt Kulusuk á austurströnd Grænlands, en þar verða þeir notaðir við flugvallargerð, en ístak hefur áður leigt þangað bíla. Einn bílanna, sem áður hafa farið til Grænlands, lenti í sjón- um við uppskipun og liggur þar á hafsbotni. ístak hefur keypt bílinn af tryggingafélaginu og hyggst reyna að ná honum upp með aðstoð Drangs, sem hefur mjög öflugan krana um borð. Að loknu þessu verkefni fer skipið til Florída í Bandaríkjun- um þar sem það verður á leigu um óákveðinn tíma. Akureyri: INNLENT Valt með 30 manns Akrane.si, 21. nóvember. LANGFERÐABIFREIÐ með starfs- menn Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga á leið til vinnu f morgun fauk út af veginum við Berjadalsá, rétt innan við Akranes. Tólf farþegar voru fluttir í sjúkrahús- ið á Akranesi, en flestir fóru heim að lokinni skoðun. Var talið að einn þeirra hefði hlotið umtalsverð meiðsli, jafnvel rifbeinsbrotnað. í bifreiðinni voru 30 manns. Slysið átti sér stað eins og áður segir rétt við Berjadalsá um klukk- an 07.15. Bifreiðin flytur starfs- menn til og frá járnblendiverk- smiðjunni á Grundartanga og er talið að sviptivindur hafi feykt henni útaf veginum, fyrst fram- hlutanum og síðan valt hún heilan hring og staðnæmdist á hjólunum. Er mikil mildi að ekki skuli hafa orðið alvarleg meiðsl á mönnum. Að sögn lögreglunnar á Akranesi hefur oft áður komið fyrir, að bifreiðir hafi fokið út af veginum á þessum stað. Verkamenn neita að skipa upp frystum físki og rækju Akureyri, 21. nóvember. Hafnarverkamenn á Akureyri neituou í dag að vinna við uppskipun á frystum fiski úr frystitogaranum Frera RE, sem kom inn vegna smá- vægilegrar bilunar, en ætlunin var að skipa upp þeim 40 tonnum af frystum fiski sem um borð er. Hafnarverkamenn á Akureyri hafa verið mjög óánægðir með kjör við löndun á frosnum fiski og frystri rækju nú á annað ár og fyrir um það bil mánuði neituðu þeir að landa frosnum fiski úr frystitogaranum Akureyrinni. Það mál leystist að vísu hvað varðaði þá einu löndun með persónulegu samkomulagi við framkvæmda- stjóra útgerðarinnar, Þorstein Má ' Baldvinsson. Jón Helgason, for- maður Verkalýðsfélagsins Eining- ar, vann að því samkomulagi í trausti þess að fljótlega yrði reynt að leysa þessi mál í heild. Verkalýðsfélagið Eining sendi bréf til Vinnuveitendasambands- ins og Vinnumálasambands SÍS í febrúar á þessu ári þar sem óskað var eftir viðræðum um breytingar á gildandi samningi. Engar við- ræður fóru hinsvegar fram og óánægja hafnarverkamanna magnaðist. Vegna breytingar á tækni við uppskipun hefur kaup þeirra lækkað hlutfallslega en það byggist á tímakaupi að viðbættum premíum fyrir einingar. óánægja hafnarverkamannanna var eink- um vegna hinna erfiðari starfa við uppskipun, svo sem löndum á frosnum fiski og frystri rækju. Loks var ákveðinn viðræðufundur hinn 4. nóvember en af honum gat ekki orðið vegna deilna um bónus- mál og funda til lausnar þeim. Síðan hafa fundir af ýmsu öðru tagi tafið fyrir málinu en á meðan það leysist ekki neita hafnarveka- menn að vinna að þessari löndun, samkvæmt gildandi samningum, fyrr en bætt hefur verið úr ágöllum þeirra. Til skamms tíma munu launa- kjör við uppskipun hafa verið betri við uppskipun á Akureyri en í Reykjavík en á síðasta ári var gerður samningur við Dagsbrún og snerist málið þá við. Akur- eyringar vilja að minnsta kosti sambæriieg kjör og syðra. Málið er í biðstöðu og bíður samninga- funda sem sennilega komast á fljótlega. — Sv.P. Garður: Öllu starfsfólki Gerðarastar sagt upp skráðir atvinnulausir í Garðinum og væri það heldur meira en venju- lega á þessu árstíma. Atvinnu- ástandið væri ótryggt á staðnum eins og víðar vegna erfiðleikanna í sjávarútveginum. Reynt væri að vinna að úrbótum, en lítið sveitarfé- lag væri þess ekki megnugt að standa eitt í því. Heildarlausnar þyrfti' að leita, ætti árangur að nást. Hins vegar væri rétt að geta þess, að nú væri ísstöðin að hefja starfsemi sína að nýju eftir nokkurt hlé og væri það vissulega til bóta. í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkur: Efnt til samkeppni um Reykjavíkurlag I TILEFNI af 200 ára afmæli Reykjavíkur á næsta ári hefur afmælis- nefnd, í samvinnu við sjónvarpið, ákveðið að efna til samkeppni um lag tileinkað borginni. /Etlast er til að lögin séu í dægurlagastfl og skal texti fylgja hverju lagi og efni hans fjalla um Reykjavík, sögu borgarinnar fyrr eða nú, mannliTið eða atvinnuhætti, eða annað er tengist 200 ára afmælinu eða höfuðborginni sjálfri. Heildarverðlaun fyrir lag og texta nema 175 þúsund krónum, fyrstu verðlaun eru 100 þúsund krónur, önnur verðlaun 50 þús- und krónur og þriðju verðlaun 25 þúsund krónur. Lögum og textum skal skila í píanóútsend- ingu, eða skrifaðri laglínu með bókstafahljómum eða fluttum á tónsnældu. Lög og textar skulu vera i lokuðu umslagi merktu dulnefni. I því sama umslagi fylgi umslag merkt hinu sama dulnefni, þar sem í er nafn höf- undar ásamt símanúmeri, nafn- númeri og heimilisfangi. Dómnefnd velur fimm lög úr þeim sem berast, sem keppa síð- an til úrslita í sjónvarpinu í mars á næsta ári. Dómnefnd skipa Svavar Gests, hljómlistar- maður, sem jafnframt er formað- ur nefndarinnar, Birgir ísleifur Gunnarsson alþingismaður og fyrrverandi borgarstjóri, Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerð- armaður, Gunnlaugur Helgason dagskrárgerðarmaður og Kristín Á. Ólafsdóttir leikkona. Afmælisnefndin áskilur sér rétt til að gefa út eða ráðstafa til útgáfu á hljómplötu og/eða tónsnældu fimm efstu lögunum án frekari viðbótargreiðslu en um getur í töxtum Stefs varðandi hljómplötuútgáfu. Lög og textar sendist afmælisnefnd Reykjavík- ur, Austurstræti 16, fyrir 31. janúar 1986. Niðursuðuverksmiöjan Gerðaröst í Garði sagði fyrir nokkru upp öllu starfsfólki sínu, 10 alls, og hefur það allt látið skrá sig atvinnulaust. Upp- sögnin stafar fyrst og fremst af hrá- efnisskorti og erflðu gengi fyrirtækis- ins. Gerðaröst er aðallega í niðursuðu á rækju og í sumar voru um 60 manns í vinnu þar, þegar mest var. Guðrún Blöndal er ein þeirra, sem sagt var upp. Hún segir ástand- ið á staðnum hrikalegt og enga aðra atvinnu að hafa. Svartsýni sé ríkjandi meðal fólks og lítið sem ekkert gert til að styrkja atvinnulíf- ið. Ellert Eiriksson, sveitarstjóri í Garði, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að Gerðaröst væri búin með rækjukvóta sinn við Eldey og svo virtist, sem eigendur fyrirtækisins treystu sér ekki til að halda uppi vinnu með niðursuðu á Rússarækj- unni svokölluðu. Ellert sagði, að nú væru 15 manns Vinsældalisti rásar 2: Elton John enn í fyrsta sæti Vinsældalisti rásar 2 er sem hér segir: 1. (l)Nikita...........EltonJohn. 2. (8)Waitingforan Answer______ herra. Davíð Oddsson borgarstjóri ..........,......Cosa Nostra. 8agði í ræðu sinni að samkvæmt 3. (4)Can’t Walk Away.......... bókun borgarritara, sem hann Úr borgarstjórn: Stjórnarkjör í Granda gagnrýnt Á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi kom fram að minnihlutinn hefur leitað úrskurðar félagsmálaráðherra vegna stjórnarkjörs í útgerðarfyrirtækinu Granda, sem er í eign Reykjavíkur- borgar og eigenda ísbjarnarins hf. Sigurjón Pétursson sagði í ræðu sinni að engin grein hafi verið gerð fyrir kjöri í stjórn fyrirtækisins. Sigurjón sagði að hin „gerræðis- legu“ vinnubrögð borgarstjóra í sambandi við þetta stjórnarkjör hafi verið „siðlaus" og standist ekki lög, því hafi minnihlutinn lagt inn beiðni um fyrrnefndan úrskurð ráð- ..Herbert Guðmundsson. 4. (-)I’mYourMan................Wham. 5. (10)The Power of Love.Jennifer Rush. 6. (2)This is the Night....Mezzoforte. 7. (3)White Wedding.........Billyldol kynnti, þá hafi á borgarráðsfundi komið skýrt fram að borgarstjóri færi með fullt umboð borgarsjóðs í þessu máli. Engin athugasemd hafi 8. (5)Cherie Cherie Lady.'ZZ.........1 verið við það gerð. Sömu vinnubrögð .................Modern Talking. voru ennfremur viðhöfð í sambandi 9. (6)Election Day............Arcadia. við þátttöku borgarinnar í Isfilm 10. (13)We Built This City.......Starship. og fleiri dæmi mætti taka.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.