Morgunblaðið - 22.11.1985, Page 9

Morgunblaðið - 22.11.1985, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 9 Við undirrituð sendum hjartans kveðjur og þakkir til barna, tengdabarna og öllum þeim sem glöddu okkur með heimsóknum, blómum, gjöfum og hlýhug á 50 ára hjúskaparafmæli okkar. Guðblessiykkuröll. 0 TT .... ..... Salome Halldorsdottir, Þóröur Sigurðsson. DAS í Hafnarfirði. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA í REYKJAVÍK 24. OG 25. NÓVEMBER 1985 Armáhöld — neistagrindur — vidarkörfur. Nýkomid í miklu úrvali. ÁFRAM „Allar vildu meyjamar með Ingólfí ganga“ Framsóknarflokkurinn hefur setið lengi samfellt í ríkisstjórnum, bæði með Sjálfstædisflokki og vinstri flokkum. Það skiptir Fram- sóknarflokkinn ekki meg- inmáli með hverjum hann situr í ríkisstjórn, heldur hitt, að sitja þar. Framsókn- arflokkurínn befur ekki haft á móti því, þvert á móti, að deila völdum með Sjálfstæðisflokknum. Það hefur veríð keppikefli hans gegn um tíðina. En það eru fleiri um hituna! „Allar vilja mcyjarnar með Ingólfi ganga." Og það er grunnt á afbrýðisseminni. Alþýöubandalag og Al- þýðuflokkur hafa tamið sér samskiptahætti hunds og kötts, ef nota má þá samlík- ingu. Nú horfir þó til sátta milli þeirra, ef marka má orð Þórarins Þórarinsson- ar, gamalreynds hug- myndafræðings og stefnu- vita Framsóknarflokksins. Hann hefúr boðskap sinn í NT með þessum orðum: „Margt bendir nú til þess að samstarf milli Al- þýðuflokks og Alþýðu- bandalagsins muni aukast í náinni framtíð. Það, sem mest dregur þessa flokka saman, er sameiginlegur áhugi beggja á þátttöku í ríkisstjórn með Sjálfstæðis- flokknum eftir næstu þing- kosningar." Jón Baldvin og Þröstur Þórarinn Þórarinsson segir orðrétt: „Af hálfu beggja flokk- anna hafa komið fram ákveðnar yfirlýsingar um að stefna beri að stjómar- samvinnu við Sjálfstæðis- flokkinn. Jón Baldvin Hannibalsson hefur marg- sagt, að hann kjósi helzt samvinnu við Sjálfstæðis- flokkinn einan, en geti sætt sig við að Alþýöubandalagiö taki einnig þátt í stjórninni. Þröstur Olafsson hefur lýst i Þórarinn Þórarinsson skrifan Samvinna virðist vera að takast milli Alþýðuflokks og Alþýðubandalags j Sameiginlegt markmið er ný nýskópunarstjóm Árásir NT á Sjálfstæðisflokkinn Málgagn Framsóknarflokks og forsætisráöherra, NT, ræöst viku eftir viku og dag eftir dag aö samstarfsflokknum, Sjálfstæöis- flokknum, af blindri þráhyggju. Ekki dugöi minna en tvær forystu- greinar í gær; önnur til höfuös Þorsteini Pálssyni, formanni Sjálf- stæöisflokksins, en hin var helliregn rætni í garö samstarfsflokks- ins yfir höfuð. Hver er undirrót þessara óheilinda? Máske hittir Þórarinn Þórarinsson, fyrrum ritstjóri Tímans, naglann á höfuðiö í grein í NT í gær. Þar heyrist rödd beint úr flokkskvikunni, sem segir mikiö meira en höfundur sjálfur ætlaöist til. Gluggum lítiö eitt í þessagrein - og óttann í undirgöngum Framsóknarflokksins. yfir, að hann myndi fagna samstjórn þessara flokka og sætti þetta engum at- hugasemdum á nýloknum landsfundi Alþýðubanda- lagsins. Þjóðviljinn virðist hafa samþykkt þessa stefnu Þrastar með þögn- Stefnuskrám A-flokka breytt! En mikið skal til mikils vinna, stendur þar. Og Þór- arinn hefur ekki talað út Hann hnykkir á og stað- hæfir „Til þess að undirbúa þátttöku þessara flokka í væntanlegri nýsköpunar- stjórn hefiir verið unnið markvisst að því að breyta stefnuskrám þeirra til samræmis við það, að þær stangist ekki of mikiö á við stefnu Sjálfstæðisflokksins, sem er taumlaus markaðs- hyggja." Og enn segir Þórarinn: , Jón Baldvin Hannibals- son befur haft forustu um þetta, en Ólafúr Kagnar Grímsson hefur beitt sér fyrir því, að Alþýöubanda- j lagið færí í slóðina." Reímleíkar í Framsóknar- flokknum Þórarinn Þórarinsson hefur tekið umbúðirnar utan af ótta Framsóknar- flokksins, sem er hagvanur orðinn í ríkisstjórnum, og kýs heldur lögheimili á höfuðbóli en hjáleigu. Þeg- ar þessi ótti hefur þann veg verið kunngjöröur, sem Þórarni einum er lagið, verður sibylja ónota NT í garð samstarfsflokksins skiljanlegri. Hún er mann- leg en ekki stórmannleg. Hin hliðin á hnútukasti NT er að draga athygli frá reimleikunum í Framsókn- arflokknum. Þar er um auðugan garð að gresja. Ályktanir Sambands ungra framsóknarmanna gegn Jóni Helgasyni, dóms- og landbúnaðarráðherra. Hug- myndir innan Framsóknar- flokksins um að sýna annað andlit, væntanlega grímu- klætt, i Reykjavíkur- og Reykjaneskjördæmum (F-lista) en í öðrum kjör- dæmum (B-lista). Ekki má gleyma gagnkvæmum skráningar-metingi for- j manns og þingflokksfor- manns um það hvor þeirra sé sjaklnar veðurtepptur heima á Fróni. Sitthvað fleira mætti tína til úr inn- ansveitarkróniku Fram- sóknarflokksins, en rými þessara dálka hlýtur að takmarka þá upptalningu. Samnings- flötur þjóðmálanna Þórarinn Þórarinsson býr að langri reynslu og töhiverðrí yfirsýn þegar þjóðmál okkar eiga í hhit Hann hefur nú, að eigin sögn, fundið samnefnara fyrir Alþýðuflokk og Al- þýðubandalag, þessa gömlu fjandvini íslenzkra stjórn- mála, það er áhuga beggja á stjórnarsamstarfí við Sjálfstæðisflokkinn. Sjálf- stæðisflokkurinn er sum sé, að dómi Þórarins, samn- ingsflötur fyrir A-flokkana. Á þessum „sammnings- fleti“ situr Framsókn fyrir - og ber ugg í brjósti vegna ásóknar annarra. „Allar viklu meyjarnar með Ing- ólfi ganga“ var eitt sinn sagt Og oft er það gott sem gamlir kveða. Við skorum á allt Sjálfstæðisfólk að kjósa HILMAR GUÐLAUGSSON í 4. sæti í prófkjöri flokksins og tryggja þar með áframhaldandi veru hans í borgarstjórn Reykjavíkur SÍMI Á SKRIFSTOFU STUDNINGSMANNA HILMARS ER 33144 I • / í Reykjavík Viö stuöningsmenn Guömundar Hall- varössonar, formanns sjómannafé- lags Reykjavíkur, hvetjum ykkur til aö tryggja honum öruggt sæti í borgar- stjórn. Guðmundur er varaborgarfulltrúi, varafor- maöur Hafnarstjórnar, stjórnarmaður í Sjó- mannasambandinu og fulltrúi fyrir félag sitt í miðstjórn ASi. Þá á hann einnig sæti í stjórn Sjómannadagsráðs og Hrafnistu- heimilanna. Fulltrúi sjávarútvegs- siglinga- og félagsmála á erindi í borgarstjórn. Stuðningsmenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.