Morgunblaðið - 22.11.1985, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 22.11.1985, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 Nýr skólastjóri Hússtjómarskóla Reykjavlkur: „Fallegur og góður vinnustaður“ — segir Ingibjörg Þórarinsdóttir nýráðin skólastjóri Ljósmyndari Morgunblaðsins, Ragnar Axelsson, tók þessa mynd á matreiðslunámskeiði Hússtjórnarskóla Reykjavíkur eitt kvöldið nú fyrir skömmu. Ingibjörg Þórarinsdóttir nýráðin skólastjóri er lengst til hægri. NÝR skólastjóri hefur tekið við starfi við Hússtjórnarskóla Reykja- víkur, en Ingibjörg Þórarinsdóttir var ráðin skólastjóri við skólann 1. september síðastliðin. Tók hún við af Jakobínu Guðmundsdóttur sem gegnt hafði starfinu undan- farin tíu ár. Jakobína kennir enn við skólann og sér um vefnaðar- kennslu sem þar fer fram. „Nei, ég hef enn ekki staðið fyrir neinum breytingum á rekstri skólans, eða öðru sem honum viðkemur," sagði Ingi- björg Þórarinsdóttir, er blaða- maður Mbl. ræddi við hana nú fyrir skömmu. „Ég vonast fyrst og fremst til þess að nemendur haldi áfram að sækja skólann eins og þeir hafa gert hingað til, en kennslan hér fyrri hluta vetr- ar byggist upp á námskeiðum." Hvers konar námskeið eru í boði? „Við erum með dag- og kvöld- námskeið í matreiðslu og fata- saumi og námskeið í vefnaði. Dagnámskeiðin í matreiðslu eru stutt, í tvo til þrjá daga, og er þá meðal annars kenndur ger- bakstur, tilbúningur veislumatar og tilbúningur grænmetisrétta. Einnig eru dagnámskeið haldin í tilbúningi á smurðu brauði, fiskréttum og ýmsu öðru. Oft koma til okkar hópar vina, fé- lagasamtaka og eins starfsfélaga og hafi þeir sérstakar óskir um innihald námskeiðsins er reynt að koma til móts við þær óskir. Kvöldnámskeiðin í matreiðslu eru lengri, fimm til sex vikur og er þá kennt tvisvar í viku og farið út í almenna matargerð og annað sem tengist henni. Þessi nám- skeið eru mjög vinsæl af karl- mönnum og ég verð að segja eins og er að þeir hafa reynst alveg hreint frábærir nemendur." Hvað um fatasaumsnámskeiðin? „Þau hafa einnig verið mjög vel sótt, sérstaklega af konum. Þetta eru sex vikna löng nám- skeið og eru þau bæði á kvöldin og á daginn, ýmist einu sinni eða tvisvar í viku. Vefnaðarnám- skeiðin eru sjö vikna löng og er kennt þrisvar sinnum í viku. Við höfum núna mjög góða aðstöðu fyrir þá sem þegar kunna að vefa, og geta þeir komið hingað og fengið aðstöðu í vinnustofunni og einnig leiðsögn ef með þarf.“ Hvernig er starfsemi skólans háttað eftir áramót? „Eftir áramót hefst fimm mánaða langt námskeið í hús- stjórn og eru þá kennd hin hefð- bundnu heimilisstörf, mat- reiðsla, þjónustubrögð, hirðing heimilisins og þvíumlíkt og einn- ig fatasaumur, prjón og vefnað- ur. Hafi nemendur mikinn áhuga á einhverju sérstöku er tekið tillit til þess þannig að kennslan mótast einnig svolítið af nem- endunum sjálfum. Rúmlega 20 manns geta verið á þessu nám- skeiði og við höfum ennfremur heimavist fyrir þá sem þess óska. Á þessu námskeiði eru einnig kennd bókleg fög, svo sem nær- ingarfræði, vörufræði og heimil- ishagfræði." Hvað finnst þér um heimilis- fræðikennsluna í grunnskólum? „Ég tel þá kennslu jafn mikil- væga og annað sem kennt er í grunnskólanum. Það er mikil- vægt fyrir ungt fólk að læra til verka á heimilinu og ég tala nú ekki um nú á dögum þegar allir eru að flýta sér, þá er gott að geta skipulagt vel þau störf sem þarf að leysa af hendi." Ingibjörg kenndi við Hús- stjórnarkennaraskóla íslands áður en hún tók við skólastjóra- stöðunni við Hússtjórnarskóla Reykjavíkur, en hún kennir þar matreiðslu ásamt þeim Guðríði Halldórsdóttur og Áslaugu Sig- urgrímsdóttur. Sigríður Gísla- dóttir kennir á fatasaumsnám- skeiðunum og einnig Helga Frið- riksdóttir. Hússtjórnarskóli Reykjavíkur er til húsa á Sólvallagötu 12 og hann var stofnaður árið 1942 og hét þá Húsmæðraskóli Reykja- víkur, nafninu var síðan breytt fyrir nokkrum árum. „Þetta er fallegur og góður vinnustaður og skólastjórastarfið leggst vel í mig,“ sagði Ingibjörg Þórarins- dóttir í lok samtalsins. Frá saumanámskeiði Hússtjórnarskólans. KONU í 2.SUTI Kosningaskrifstofan í Lækjargötu 2 3. hæð (Nýja bíó) er opin klukkan 16-22 og 10-22 um helgina. Símar 11933 og 621808 Stuðningsmenn Einar Kristjánsson Sjötta bindi af ritsafni Einars frá Hermundarfelli GÓÐRA vina fundur heitir sjötta og síðasta bindið af Ritsafni Einars Kristjánssonar frá Hermundarfelli, sem Bókaútgáfan Skjaldborg á Akureyri hefur gefið út. Á bókarkápu segir m.a.: „í þessari bók hverfur Einar á fornar slóðir, eins og eftirfarandi kaflaheiti sanna: 70 ára ung- mennafélagsstarfsemi í Þistilfirði, Vetrardagar í Presthólum, Minn- ingar um Seljaheiðina, Skyggnst um í heiðalöndum Þistilfjarðar, Níl bernskunnar, Bóndi í Efri- Hólum og Fólkið í Víkunum. Þá eru í bókinni þrír leikþættir, þar á meðal þátturinn Frá horfinni öld, samtalsþáttur með söngvum, sem sýndur var á aldarafmæli Akureyrarbæjar 29. ágúst 1962. Þá eru einnig sýnishorn af ljóðum Einars, sem flest eru tækifærls- ljóð, flutt í afmælisveislum." Bókin er 206 blaðsíður, unnin í Prentsmiðju Björns Jónssonar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.