Morgunblaðið - 22.11.1985, Page 19

Morgunblaðið - 22.11.1985, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 19 t— Guðmundur L. Friðfinnsson ingur á alla grein* segir Guðmund- ur svo kunni að hafa orðið »vegna næringarskorts í bernsku, sjúk- dóma eða rangrar meðhöndlunar*. Um hjón ein segir Guðmundur: »Munnmælasögur herma að aldrei ættu þau undirsæng í rúm sitt en hvíldu alla stund á heydýnu.« Þetta var undir lok átjándu aldar. Þegar leið á nítjándu öld virðist hvort tveggja hafa skánað nokkuð: efnahagur og þá um leið húsakost- ur og viðurværi. Lifsbaráttan hélt þó áfram að vera hörð. Hins vegar var mjög tekið að rætast úr á fyrri hluta þessarar aldar þegar kynslóð Guðmundar var að vaxa úr grasi. Enda bjart yfir minningunum þegar hann horfir um öxl: »Eiginlega finnst mér að tilver- an hafi verið ákaflega góð í sér og blæbrigðarík á þeirri tíð ... mann- fólkið gaf sér tíma til að fara í heimsóknir til að spila og smakka á jólatertunni á nágrannabæjun- um. En krakkar undu sér vel við að skrefa stjörnulýst svell á skaut- um eða renna sér á sleða, kannski bara á rassinum, ef sleði var ekki til. Því var tjaldað sem til var.« Báðir voru foreldrar Guðmund- ar hneigðir til bóklestrar. En tími var naumur til þess háttar, sem og annars munaðar. Vinnan varð að ganga fyrir. En fólk tók þá líka eftir og festi í minni það sem það sá, heyrði og las. Þeim, sem mætur hafa á þjóð- legum fróðleik, eru Örlög og ævin- týri kærkomin lesning. Guðmund- ur L. Friðfinnsson er næmur fyrir »ölduróti timans* (svo stuðst sé við orðasamband hans sjálfs) og því ágætur sögumaður. Hann hef- ur þess háttar notalegt, illkvitnis- laust skopskyn sem alltaf hefur þótt fremur sjaldgæft á landi hér. Og merkilega vel hefur honum tekist að tengja saman hina sund- urlausu þætti í þessu riti sínu. Haldi hann áfram og segi frá því sem drifið hefur á daga hans sjálfs gæti það orðið ekki síðri lesning. Nafnaskrá (yfir mannanöfn), sem fylgir þessu síðara bindi rits- ins, fyllir hvorki meira né minna en sextán síður, þéttprentaðar með smáu letri. Það er því vel mann- margt í þessum frásögnum Guð- mundar svo ekki sé fastar að orði kveðið. Saga úr dópstríðinu Myndbönd Árni Þórarinsson Bandaríski leikstjórinn James Bridges hefur ekki fram til þessa náð að komast í fremstu röðina vestur í Hollywood, en myndir hans hafa yfirleitt vakið nokkra athygli. Bridges er persónulegri leikstjóri en margir starfsbræður hans vestra að því leyti að hann skrifar jafnan handrit sín sjálfur. Hins vegar eru vinnubrögð hans býsna hefðbundin, þótt vönduð séu og smekkleg. Við- fangsefnin eru stundum í djarfara lagi, — eins og fyrsta mynd hans The Baby Maker (1970) sem fjallaði um efni sem undanfarið hefur kom- ist inn í opinberar umræður, þ.e. konu sem lánar líkama sinn hjónum til að þau geti eignast barn, og vin- sælasta og þekktasta mynd Bridges, The China Syndrome (1979) var tímabært innlegg í vangaveltur um hættur kjarnorkuvera. Aðrar myndir Bridges hafa daðrað létt við afþrey- ingariðnaðinn eins og The Paper Chase (1973), gamansöm mynd um háskólalíf, og Urban Cowboy (1980), þar sem John Travolta var ætlað að kynvæða bandarískar kúrekakrár og tókst það. Nýjasta mynd Bridges, blaðamannaþrillerinn Perfect sem einnig teflir fram Travolta, er á hinn bóginn eitt mesta „flopp“ í kvik- myndaframleiðslunni í Bandaríkjun- um þetta árið. Næsta mynd James Bridges á undan Perfect heitir Mike’s Murd- er. Hún hefur litla athygli vakið og fengið dræma dreifingu. Hingað er hún hins vegar komin á mynd- böndum undir merkjum Warner Home Video. Mike’s Murder er gerð 1984 og á ýmsan hátt óvenju- leg mynd og forvitnileg, þótt í heild sé hún misheppnuð. Debra Winger, sú ágæta unga leikkona sem Bridges „uppgötvaði" í Urban Cowboy, leikur ósköp venjulega stúlku í Los Angeles sem í gegnum kynni sín af gömlum kærasta, nefndum Mike í titli myndarinnar, kemst í tæri við þann harðsnúna og hættulega ofbeldisheim sem útbreidd dópneysla hefur skapað neðanjarðar í borginni. Þegar nefndur Mike hverfur og er myrtur reynir Winger að komast að örlög- um hans og á sjálf fótum sínum fjór að launa. Mike’s Murder veitir hnýsilega innsýn í úrkynjun og örvæntingu þessa mannlífs, en Bridges hefur því miður gleymt að veita mynd- inni klára dramatíska byggingu. Hún er frekar róleg í tíðinni af amerískri mynd að vera og tekst að skapa alveg ljósa stemmningu og umhverfislýsingu, en hún veit ekki hvað hún á að gera við sögu sína. Persóna Wingers er aðlað- andi og vel túlkuð, en dóplýðurinn er vægast sagt þokukenndur, ekki síst drifkraftur sögunnar, nefndur Mike. Aftur á móti er félagi hans einn, sturlaður af dópáti, ansi magnaður og ógeðfelldur í túlkun óþekkts leikara, Darrel Larson að nafni. Þegar Mike’s Murder er lokið er maður litlu nær um til- ganginn með þessari sögu úr dóp- stríðinu. En hún var svo sem áhugaverð á meðan á henni stóð. Stjörnugjöf: Mike’s Murder * * Greiðslukorta- viðskipti Nú getaauglýsendur Morgunblaðsins greitt auglýsingar sínar meö VISA og EUROCARD. Auglýsendur geta hringt inn auglýs- ingar, gefið upp kortnúmer sitt og veröur þá reikningurinn sendur kort- hafa frá VISA og EUROCARP. V/SA E Um leiö og þessi þjónusta er tekin upp veitum viö þeim sem staögreiöa aug- lýsingar 5%afslátt. JMtogtntftfiiftUÞ Auglýsingadeild TIL: Sjálfstæðísmanna FRA: Stuðníngsmönnum MAGNÚSAR L. SVEINSSONAR, forseta borgarstjórnar VARÐAR: Prófkjör vegna borgarstjórnar- kosninganna í Reykjavík f ÞaÓ er míkílvægt að forsetí borgar- stjórnar komi sterkur út úr próf- kjörínu. Kjósum því Magnús L. Sveínsson, forseta borgarstjórnar, í 2. sætið. STUÐNINGSMENN & 84988

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.