Morgunblaðið - 22.11.1985, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 22.11.1985, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 Kirkjan í Neskaupstað og safnaðarheimilið. Morgunbla4ift/Sigurbj«rg Góðar gjafír til Norðfjarðarkirkju Neskaupstaó. NÝLEGA voru Norðfjarðarkirkju gefnir stólar í kór kirkjunnar til minningar um hjónin Lárus Ás- mundsson og Dagbjörtu Sigurðar- dóttur. 1 ár eru liðin 100 ár frá fæðingu þeirra. Gefendur eru börn þeirra hjóna. Kvenfélagið Nanna færði nýlega Safnaðarheimili kirkjunnar fé til kaupa á borð- og húsbúnaði, en kvenfélagið hefur áður gefið safn- aðarheimilinu borðbúnað. Þá gaf Verkalýðsfélag Norðfjarðar safn- aðarheimilinu myndbandstæki. í haust var endanlega lokið frá- gangi á safnaðarheimilinu og umhverfi þess. Vert er að geta þess í því sambandi að allur frá- gangur og umhirða í kringum þessar fallegu byggingar eru til mikils sóma. - Sigurbjörg „Það er best að segja satt“, Albert Guðmundsson — eftir Bryndísi Víglundsdóttur I þingfréttum sem birtar eru í Morgunblaðinu 8. nóvember sl. er haft eftir Albert Guðmundssyni, fyrrverandi fjármálaráðherra, að Þroskaþjálfaskóli íslands hafi fengið aukafjárveitingu 14. októb- er sl. úr hendi hans. Þetta er rangt Þroskaþjálfaskóli íslands leigir húsnæði af Gísla Gestssyni, Víð- sjá, Skipholti 31. Húsaleiga hefur verið greidd samkvæmt gildandi samningi sem undirritaður var 9. febrúar 1982. Samningurinn var gerður til ársins 1997 og í honum eru engin uppsagnar- eða endur- skoðunarákvæði. Samkvæmt hon- um greiðir ríkissjóður miklu hærri leigu fyrir húsnæði ÞSÍ en greitt er fyrir skólahúsnæði almennt. Húseigandi krafðist meiri peninga en samið var um en samningur heimilaði ekki breytingar sam- kvæmt úrskurði fjárlaga- og hag- sýslustofnunar. Albert „spilaði einleik“ og í krafti ráðheraemb- ættis fyrirskipaði hann stórkost- lega hækkun leigugjalda. Skólinn fær ákveðna upphæð á fjárlögum til að greiða húsaleigu. Var ráðherra gerð grein fyrir að peningar væru ekki til í sjóði skól- ans fyrir þeirri hækkun, sem hann fyrirskipaöi. Þá ákvað ráðherra að skólanum, réttara sagt húseiganda Gísla Gestssyni, skyldu veittar kr. 350 þús. fram að áramótum úr ríkiskassanum. Um framhaldið, þ.e. viðbót á útgjöldum skólans í framtíðinni vegna þessa „einleiks ráðherra“, hefur ekki verið til- kynnt. Samantekt Aukafjárveiting kom ekki til Þroskaþjálfaskóla íslands. Albert Guðmundsson afhenti Gísla Gests- syni eiganda þess húsnæðis, sem skólinn legir fyrir starfsemi sína fjármuni úr ríkiskassanum, fjár- muni almennings en segir Alþingi og alþjóð að þeir fjármunir hafi verið aukafjárveiting til skólans. Af ofanskráðu sést að upplýsing- ar þær sem Albert Guðmundsson gaf Alþingi og alþjóð um þetta mál eru rangar. En „það er best að segja satt, Albert". I skjalasafni skólans eru bréf skrifuð til stjórnvalda vegna máls þessa og verða þau birt síðar ef með þarf. Höfundur er skólastjóri Þroska- þjálfaskóla íslands. Kvæði og stökur eftir Jón Bjarnason frá Garðsvík ÞETTA HAFA VERIÐ ÆVINTÝRALEGIR HAUSTDAGAR ANDVÖKURÍM heitir Ijóðabók eftir Jón Bjarnason frá Garðsvík, sem Bókaútgáfan Skjaldborg á Akureyri hefur gefið út. Þetta er þriðja ljóðabók Jóns. Þær fyrri voru Þingeyskt loft og Meira loft. Þá hefur Jón skrifað minningabækur þannig að And- vökurím er níunda bókin frá hans hendi. í bókinni eru 90 kvæði og tæp- lega 180 lausavisur, „ortar undir ýmsum hughrifum". Andvökurím er 143 blaðsíður, unnin í Prentsmiðju Björns Jóns- sonar. Jón Bjarnason TVÖHUNDRUÐ 0G FJÖRUTÍU ÞÚSUND MANNS HAFA KOMIÐ í IKEA- VERSLUNINA Á ÞEIM ÞREM MÁNUÐUM SEM LIÐNIR ERU SÍÐAN VERSLUNIN VAR 0PNUÐ Við þökkum „öilum landsmönnum" kærlega fyrir komuna og vonumst til að sjá þá alla aftur fyrir jól. Opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10.00 - 18.30, á föstudögum frá kl. 10.00 - 20.00 og á laugardögum frá kl. 10.00 - 16.00. Þar sem peningar skipta ekki öllu máli. Húsi vcrslunarinnar, Kringlunni 7, 108 Reykjavík. Sími 686650. „ V íkingslækjarætt“ 2. bindi komið út BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá hefur gefið út annað bindið af nýrri útgáfu af Víkingslækjarætt, niðjatali Guð- ríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Hall- dórssonar, hreppstjóra á Víkingslæk. Þetta er verk Péturs Zophoníassonar ættfræðings, en það var ekki gefið út nema að hluta til á sínum tíma, fjög- ur hefti 1939—1943 og eitt hefti 1972. í frétt frá útgefanda segir m.a.: „Drög Péturs Zophoníassonar að síðara hluta niðjatalsins, sem til eru í vélriti Zophoníasar sonar hans, verða nú fullunnin og búin til prentunar, svo að allt verkið verði gefið út, eins og ætlunin var. í þessu bindi eru b-, c-, d-, e- og f-liðir ættarinnar, niðjar Hös- kulds, Brands, Eiríks, Lofts og Jóns eldra Bjarnasona. 1 fyrsta bindinu, sem út kom 1983 var a- liður ættarinnar, niðjar Halldórs Bjarnasonar. Ætlunin er að út komi þrjú bindi í viðbót, g-liður, niðjar Jóns yngra Bjarnasonar, í þriðja bindi, h-liður, niðjar Stef- áns Bjarnasonar, í fjórða bindi og i-, k- og 1-liðir, niðjar Ólafs og Gizurar Bjarnasona og Kristinar Bjarnadóttur, í fimmta bindi." Víkingslækjarætt II er 455 bls. að stærð, þar af 183 bls. myndir. Bókin var filmuunnin og prentuð í Steindórsprenti hf. og bundin í Bókfelli hf. g Áskriftarsíminn er 83033
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.