Morgunblaðið - 22.11.1985, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 22.11.1985, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 21 Bágborin blaðamennska — eftirArna Brynjólfsson Katrín Bragadóttir, biaðamaður hjá DV, virðist hafa fengið það á heilann að ákvæðisvinnutaxtar iðnaðarmanna séu bæði óalandi og óferjandi eftir að Verðlagsráð samþykkti lítilsháttar hækkun á álagningu iðnmeistara, sbr. grein á baksíðu DV 5. nóvember sl. Einkum virðist blaðamanninum vera uppsigað við byggingameist- ara og telur hún að taxtar þeirra og taxtanefndir þurfi að endur- hæfa. Undirritaður hefði líklega látið þetta afskiptalaust ef ekki hefði komið sú árátta blaðamanns- ins að ljúka árásinni á smiðina með því að berja svolítið á raf- virkjum í leiðinni, án sérstaks til- efnis. Sú aðför var mestmegnis í get- sakastil sem stafaði af því að blaðamann skorti upplýsingar varðandi niðurfellingu ákæru verðlagsstjóra á hendur rafvirkj- um og rafverktökum, en hann kært aðila fyrir „að fjölga ákvæð- isvinnueiningum, án nokkurra tímamælinga og án nokkurs sam- þykkis stjórnvalda”, en saksóknari felldi þessa kæru niður, að undan- genginni itarlegri lögreglurann- sókn, en blaðamaður spurði aðeins einn málsaðila og fékk engin svör að eigin sögn. Undirritaður var svo bláeygur að halda að skortur á upplýsingum hefði háð rannsóknablaðamennsk- unni og færði hann því blm. þær upplýsingar um málið er hann hafði undir höndum, en á þeim mátti sjá að ákæran var byggð á röngum forsendum, sem var sann- reynt með nákvæmri könnun á vegum VSÍ, sem Bjarni Sivertsen tæknifræðingur gerði og byggði á útkomu verka fyrir og eftir endur- skoðun taxtans 1980. Nú mætti ætla að blm. hefði Árni Brynjólfsson „Sú aðför var mest- megnis í getsakastfl sem stafaði af því að blaða- menn skorti upplýsingar varðandi niðurfellingu ákæru verðlagsstjóra á hendur rafvirkjum og rafverktökum, en hann kært aðila fyrir „að fjölga ákvæðisvinnuein- ingum, án nokkurra tímamælinga og án nokkurs samþykkis stjórnvalda“, en sak- sóknari felldi þessa kæru niður, að undan- genginni ítarlegri lög- reglurannsókn. reynt að færa sér þessar upplýs- ingar í nyt og e.t.v. afla fleiri, en æst ræðir hún við verðlagsstjóra í DV 7. nóvember og heldur þar áfram að reka hornin í smiðina, en lætur sig ekki muna um í leið- inni að gera undirritaðan tor- tryggilegan vegna þess að hann hafði sagt að Akvæðisvinnunefnd rafvirkja hefði oddamann skipað- an af Iðntæknistofnun. Blm. ségir að enginn hjá Iðn- tæknistofnun kannist við að vera oddamaður i umræddri nefnd, en nákvæmni blaðamannsins er ekki meiri en svo að honum láðist að geta þess að i samningi um taxtann er eftirfarandi ákvæði í 2. gr.: Skipan ákvæðisnefndar. f ákvæðisnefnd eiga sæti fimm menn, skipaðir sem hér segir LÍR og RSÍ eða aðildarfélög hvort um sig tvo aðalmenn, og einn til vara til þriggja ára í senn. Samböndin og/eða félögin leita sameiginlega tilnefningar Iðntæknistofnunar Islands á fimmta nefndarmannin- um og skal hann jafnframt vera formaður nefndarinnar. Fyrrver- andi oddamaður nefndarinnar, Andrés Andrésson, lést í ágúst 1983 og nokkru seinna fór undirrit- aður ásamt formanni RSl á fund forstjóra Iðntæknistofnunar og óskaði eftir að hann tilnefndi mann í stjórnina, sem hann gerði og var málið þá þegar kynnt hon- um, en nefndin hefur aldrei komið saman síðan vegna þess að taxtan- um hefur ekki verið breytt. Blm. sá ekki ástæðu til að geta þessa. Það er illa farið þegar blm. er svo mikið í mun að berja á aðilum, sem honum er af einhverjum ástæðum í nöp við, að hann leitar ekki fullnægjandi upplýsinga, en reynir þess í stað að ófrægja með rakalausum skrifum. Höfundur er framkræmdastjóri Landssambands íslenskra rafrerk- taka. Föstudaginn 22. og laugardaginn 23. veröur víkingaskipið okkar í Blómasal drekkhlaðið villibráð. Tilvalið tækifæri fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt. Við bjóðum upp á: Hrelndýr - vllllgæs - önd - rjúpu - sjófugla - helðalamb - graflax - sllung o.fl. Borðapantanir í sima 22322 - 22321. HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUOLEIOA , T 'HOTEL Hvaöa jólasveinar erunú þetta? Jú, þetta eru jólasveinarnir á Þingeyri í Dýra- firöi. Þykjast þeir nú vera farnir aö framleiöa eitthvað líka? Já, já, dýrfirski vörubíllinn Dúi er smíöaöur hjá þeim. Dúarnir eru úr tré og eru bæöi stýr- anlegir og fjaörandi (þaö er nú meira en hægt er aö segja um suma!) Auk þess eru þeir meö númerum, skoöunarvottoröi og ég veit ekki hvaöog hvaö. Og hvaö er svona merkilegt viö þaö? Ekki nema þaö aö þeir eru aö reyna aö auka fjölbreytnina í atvinnulífinu hjá sér karlatetrin. Hvar fæst svo þessi blessaði Dúi? Auðvitaö fæst hann í öllum meiriháttar kaup- félögum og betri verslunum. Og ekki nóg meö þaö. Þeir sem vilja fá sérp- öntuö númer, t.d. fjölskyldubílnúmeriö, geta pantaö Dúa beint frá jólasveinunum sjálfum. Þeir hafa nefnilega síma þótt þeir séu ekki í símaskránni, karlagreyin. Jólasveinanúmerið þeirra er 94-8181. Sumir segja að Dúi verði jólagjöf barnanna íár. Hvað heldur þú? Leikfangasmiöjan Alda hf. Þingeyri, Dýrafiröi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.