Morgunblaðið - 22.11.1985, Síða 26

Morgunblaðið - 22.11.1985, Síða 26
26 MOHGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 Tveir flugmenn á 747-risaþotur A. NÝJASTA GERÐ HREYFLA • PW 4000 eAa GE CFG-80C2. • Nýjar hreyflafestingir og hreyfUhús. B. NVTT FARÞEGARÝMl • Meiri möguleikar en ádur á ad færa tii farþejjarými. • SUerri skápar fyrir handfaranjjur. ’ NÝJAOTAGERÐ ífTJÓRNBÚNAÐAR • T't'gio. m»nn» stjórnklea Þriggja manna ef óskað er. • Rafeinda og örtölvuUekni albráðandi. • Helmingi færri Ukkar, mælar og Ijóa en í B 747 gerö 200. K. LÉTTARIFLUGVÉL • BremMubúnaður samaeUur að hhiU úr kolefnum. • Léttar, sterkar álhlöndur meira notaðar enáður. Endurbætur sem Boeing hyggst gera á 747-risaþotunni rómuðu sjást á þessari teikningu. ___________Flug Gunnar Þorsteinsson Fyrirhuguð ný gerð risaþotunnar Boeing 747 verður útbúin stjórn- klefa fyrir aðeins tvo flugmenn. Þetta hefur mælst vel fyrir hjá flugfélögum vegna minni rekstrar- kostnaðar, en flugmannasamtök eru uggandi því almennt telja þau stjórnklefa fyrir aðeins tvo flug- menn stefna flugöryggi í hættu. Stjórnklefi nýju vélarinnar, sem verður nefnd Boeing 747-400, verður svipað útfærður og í nýju tveggja hreyfla þotunum frá Boeing, B 757 og B 767. Rafeinda- og örtölvutækni verður allsráð- andi og munu upplýsingarnar birtast á myndlömpum í stað hefðbundinna flugmælitækja. Mælar, takkar og ljós verða helmingi færri en eru nú í B 747-vélum af -200-gerð. Reiknað er með að mörg flugfélög velji tveggja manna stjórnklefa, en ef óskað er verður þriggja manna klefi á boðstólum. Skrokkur nýju vélarinnar verður jafn stór og -300-gerðar- innar, en sú síðarnefnda hefur stórt efra farrými eða „kryppu" eins og það er gjarnan nefnt. Endurbæturnar felast m.a. í nýj- um hreyflum og verða tvær teg- undir í boði. Annarsvegar Pratt & Whitney 4000 sem getur fram- leitt 25,4 tonna þrýsting (56 þús. pund) og hinsvegar General Electric CF6-80C2 sem á að geta framleitt 320 kílóum meiri þrýst- ing(700 pund). Hámarksflugtaksþungi vélar- innar er áætlaður 385,6 tonn (850 þús. pund). Til að létta hana hugðist Boeing nota nýja, sterka og sérlega létta álblöndu sem lítið hefur verið notuð í flugvél- um fram til þessa. Þannig átti að spara 5 tonn (11 þús. pund), en eftir ýmsa erfiðleika og vegna gífurlegs kostnaðar var horfið frá því og í staðinn verður notast við aðeins þyngri málmblöndur. Þrátt fyrir þetta reiknar Boeing með að ná að létta vélina um 3,6 tonn (8 þús. pund) með því að nota ýmsar aðrar léttar málm- blöndur sumstaðar og kolefna- blöndur í bremsubúnað. Boeing hefur einnig hannað rennilegri hreyflafestingar fyrir vélina sem áætlað er að dragi úr loftmótstöðu um rúmt prósent miðað við aðrar B 747-gerðir. Það, ásamt 6 tommu lengingu á hvorum vængenda, breytingu á ytri og aftari vænghluta og spar- neytnari hreyflum mun, að sögn Boeing, leiða til 9 prósentum minni eldsneytisneyslu miðað við sparneytnustu gerðina nú. Lengra flugdrægi -400-gerðar- innar, sem á að geta náð lengst 13 þúsund kílómetra í einum áfanga, fæst með því að bæta við eldsneytisgeymum í aftari hluta skrokksins. Miðað við gerð -300 eykst flugdrægið um tæpa 1700 kílómetra (900 sjómílur). Að sjálfsögðu verður farþega- rýmið einnig endurbætt og boðið allt það nýjasta sem völ er á. Nýr stíll, þægilegri salerni og stærri skápar fyrir handfarang- ur. Síðast en ekki síst verður flugfélögum gert kleift að aðlaga farrýmisskiptinguna betur að þörfum markaðarins því mun fljótlegra verður að færa til þil í farþegarýminu. Það er nefni- lega ekki svo einfalt mál í dag. Vélin mun rúma 412 farþega í hefðbundinni farrýmisskiptingu en 496 ef aðeins er ferðamanna- farrými. Undanfarna sjö mánuði hefur Boeing leitað að flugfélagi sem vildi ríða á vaðið með kaup á hinni nýju flugvélargerð. Það var bandaríska félagið Northwest Orient Airlines sem varð fyrst og pantaði 10 svona vélar í sept- embermánuði. Kaupsamningur- inn nam 2 tveimur milljörðum Bandaríkjadala en um leið voru pantaðar tíu eða þrettán aðrar flugvélar af öðrum gerðum. Northwest-félagið rekur nú 35 risaþotur af B 747-gerð. Tvö önnur flugfélög eru talin líkleg til að leggja inn pantanir mjög fljótlega, Singapore Air- lines og Air France. Stefna Singapore-félagsins er að hafa ætíð í flota sínum nýjustu og fullkomnustu vélar sem völ er á og reyndar hóf félagið að þrýsta á Boeing fyrir löngu um endur- bætur á B 747-vélunum. Hvað Air France varðar, þá hyggur félagið á stórsókn í fraktflugi um allan heim. Vegna þessara ástæðna og vegna rekstrarhag- kvæmni -400-gerðarinnar, nýju, eru þessi tvö félög talin mjög líkleg til að slá til á næstunni. Boeing 747-400 verður ellefta gerð þessarar annáluðu flugvélar síðan hönnun hófst árið 1966. Búist er við að hún fái flug- hæfnisskírteini árið 1988. Bætt flugsam- skipti stórvelda — „bein lína“ í þágu flugöryggis Líklega er mörgum enn í fersku minni þegar kóresk farþegaþota með 269 farþega innanborðs var skotin niður fyrir tveimur árum. Að hluta má rekja þá harmsögu til sambandsleysis flugstjórnarmið- stöðva á N-Kyrrahafi. Eftir átján mánaða viðræður náðist nýlega samningur milli Bandaríkjamanna, Sovétmanna og Japana þess efnis, að koma á beinu símasambandi milli flugstjórnarmiðstöðva land- anna á þessu svæði. „Beina línan", sem svo er nefnd, er einfaldlega til að fyrirbyggja, að hörmungarat- burðurinn frá 1983 endurtaki sig ekki. Ef flugvélar villast af áætlaðri leið yfir sovésku, bandarísku eða japönsku yfirráðasvæði á fyrir- hugað símasamband að hjálpa til við að auðkenna vélarnar og beina þeim aftur inn á rétta leið. Símalínan mun tengja flug- stjórnarmiðstöðvarnar í An- corage, Tókýó og Khabarovsk. Að vísu hefur samningurinn ekki hlotið formlega staðfestingu, en strax að því formsatriði loknu hefja tæknimenn viðræður um tæknihliðina. Á málinu er einnig önnur hlið. Viðræður þjóðanna þriggja eru hluti fundarhalda, sem Banda- ríkjamenn höfðu frumkvæðið að, til að reyna að bæta sambúð stór- veldanna. í þeim viðræðum lögðu Sovétmenn þunga áherslu á að fá lendingarleyfi fyrir ríkisflug- félagið, Aeroflot, í Bandaríkjun- um. Bandaríkjamenn sögðust vera reiðubúnir til viðræðna um það, ef Sovétmenn settust að samningaborði um aukið flugör- yggi á Kyrrahafi. Almennt er búist við að Reagan Bandaríkja- forseti samþykki lendingarleyfi fyrir Aeroflot í Bandaríkjunum á fundi hans og Gorbachev, sem fyrirhugaður er í Genf í nóvem- ber nk. Bandaríkjamenn riftu loft- ferðasamningi við Sovétmenn eftir að herlög voru sett í Pól- landi árið 1981 og árið 1983 eftir að Sovétmenn skutu niður kór- esku þotuna. Pan American, flugfélagið bandaríska, hætti áætlunarflugi til Moskvu árið 1975 vegna fjárhagsörðugleika og hefur félagið ekki í hyggju að hefjaþaðflugáný. Fréttir af Aeroflot eru sjald- gæfar og fyrst félagið, á annað borð, var nefnt að framan er ekki úr vegi að geta þess að það sló met í farþegaflutningum árið 1984. Að sögn aðstoðarflugmála- ráðherra Sovétríkjanna, þá voru fluttir 112 milljón farþegar og varð hagnaður um 110 milljón rúblur, en það samsvarar 6,6 milljörðum ísl. króna. Talið er að Aeroflot hafi skilað hagnaði undanfarin átta ár. Leiðarkerfi félagsins er hið stærsta í heimi og spannar rúm- lega eina milljón kílómetra og eru 3.600 viðkomustaðir innan- lands og 120 utanlands. Morgunbladið/Gunnar Þorsteinsson Boeing 747-vöruflutningaþota sem Cargolux hefur á leigu. Eftir mörg erfid ár hjá félaginu er reksturinn loks tekinn að skila hagnaði. Hagur Cargolux vænkast Hagnaður af rekstri Cargolux- vöruflutningafélagsins í Lúxem- borg nam á sl. ári 81 milljón Lúx- emborgarfranka, jafngildi 62,5 millj. ísl króna. „Ár kreppu og erfiðleika virð- ast að baki,“ segja talsmenn Cargolux. Það er ljóst að hagur félagsins vænkaðist verulega á sl. ári, en þó hagnaður hafi orðið, Morgunblaðið/Gunnar Þorsteinsson. Sovétmenn vilja ólmir fá á ný lendingarleyfi í Bandarfkjunum og eru loksins reiðubúnir að koma á beinu símasambandi flugstjórnarmiðstöðva á Kyrrahafi, sem m.a. á að koma í veg fyrir að farjiegaflugvélar verði skotnar niður eins og fyrir tveimur árum þegar Sovétmenn skutu niður þotu frá Kóreu. A Ijósmyndinni sést þota frá sovéska ríkisflugfélaginu, Aeroflot, við hlið Flugleiðaþotu á Findel-flugvelli í Lúxemborg. er hann aðeins brot af miklu tapi sem félagið varð fyrir árin áður. Árið 1984 jókst heildarvelta Cargolux um 22% og varð 6.320 milljón Lúxemborgarfrankar (LFR), eða jafngildi 4,9 milljarða ísl. króna. Fjöldi floginna tonn- kílómetra jókst um 31 % og frakt- flutningarnir jukust um 22%. Félagið flutti 79.934 tonn saman- borið við 59.672 tonn árið áður. Þessi mikli vöxtur varð til þess að 81 milljónar LFR hagnaður varð eftir að fjármagnskostnað- ur hafði verið dreginn frá. Árið áður varð 230 milljóna LFR taprekstur, sem jafngildir 177 milljónum ísl. krónum. Cargolux á 15 ára afmæli á þessu ári. Hjá félaginu starfa nú rúmlega 300 manns og rekur fé- lagið tvær Boeing 747-200F- flutningaþotur á áætlunarleiðum milli Lúxemborgar og ýmissa staða í Austurlöndum nær og fjær og fimm borga í Bandaríkj- unum. Auk þess er Cargolux með eina Boeing 747F-þotu og eina Douglas DC 8-þotu fyrir tilfall- andi leiguflug um allan heim. Flugleiðir eiga 3,5% hlutafé í félaginu að nafnvirði 24,7 millj- ónir LFR eða um 19 millj. talið í ísl. krónum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.