Morgunblaðið - 22.11.1985, Side 28

Morgunblaðið - 22.11.1985, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 Leiðtogafundurinn í Genf Gagnlegir fundir þrátt fyrir ágreining í mikilvægum málum — segir í sameiginlegri yfirlýsingu Reagans og Gorbachevs Genf, 21. nóvember. Frá Önnu Bjarnadóttur, „FUNDIRNIR voru opinskáir og gagnlegir. Alvarlegur skoðanamunur ríkir enn um nokkur meginmálefni,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu leid- toga Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna eftir fund Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta, og Mikails Gor- bachev, leiðtoga Sovétríkjanna, í Genf 19. og 20 nóvember. Yfirlýsingin var afhent frétta- mönnum skömmu áður en leiðtog- arnir komu fram saman í alþjóða- fundasetrinu í Genf á fimmtudags- morgun, fluttu stutt ávörp og George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Edward She- vardnadze, utanríkisráðherra Sov- étríkjanna, undirrituðu samninga sem stórveldin höfðu sæst á. Leið- togarnir stóðu fyrir aftan utan- ríkisráðherrana þegar þeir skrif- uðu undir samningana og klöppuðu með viðstöddum að athöfninni Iokinni. Þeir kvöddust skömmu seinna eftir að hafa skálað í kampavíni og flugu frá Genf skömmu eftir hádegið. Leiðtogarnir fengu tækifæri til að skilja afstöðu hvors annars til heimsmála á fundinum í Genf, samkvæmt sameiginlegu yfirlýs- ingunni, um leið og þeir könnuðust við muninn á viðhorfum þeirra varðandi alþjóðamál. Þeir voru sammála um nauðsyn þess að bæta samskipti Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna og alþjóðasamskipti yfirleitt. Mikilvægi áframhaldandi viðræðna var staðfest á fundinum og sýnir sterka löngun til að finna sameiginlegan grundvöll til lausn- ar ágreiningsefnum. Leiðtogarnir ákváðu að hittast aftur fljótlega og báðir þáðu boð hins um að heimsækja Bandaríkin og Sovét- ríkin. Starfsmenn utanríkisþjón- ustu landanna munu skipuleggja heimsóknirnar og finna rétta tím- ann fyrir þær. Samkomulag um málefni náðist á ýmsum sviðum. Leiðtogarnir voru sammála um að enginn gæti sigrað í kjarnorkustíði og það mætti aldrei verða háð. Þeir sætt- ust á að reyna ekki að ná yfir- burðum á hersviðinu. Þeir sam- Eiginkonur leiðtoganna eru ólíkar um flest Sviðsljósid á við Raisu Genf, 21. nóvember. AP. NANCY bauð Raisu upp á möndlute og smákökur en Raisa gæddi Nancy á kavíar og rússneskum kálrétti. Eiginkonur þjóðarleiðtoganna eru ólíkar um flest. Þsr klsðast hvor á sinn hátt og haga orðum sínum á ólíkan veg. Þær Nancy og Raisa hafa hist tvisvar og farið vel á með þeim þótt ólíkar séu. Nancy hæglát og virðuleg en Raisa ræðin og örugg með sig. Nancy lætur fátt eftir sér hafa opinberlega en Raisa lætur flest flakka og er ekki feimin við að spyrja, stundum dálítið barna- legra spurninga um það, sem fyrir augu ber. Raisa minnir fréttamennina í Genf mest á þann, sem kemur út fyrir landsteinana í fyrsta sinn og hrífst af öllu því, sem fyrir augu ber. Vitað er, að hún hefur farið með manni sínum til Frakklands og Ítalíu en að öðru leyti mun hún lítt hafa ferðast utan Sovétríkj- anna. fréttaritara Mbl. þykktu að hraða samningaviðræð- um um kjarnorku- og geimvopn í Genf, sem stórveldin sættust á að halda í janúar sl., og reyna að ná samkomulagi um hvernig skuli koma í veg fyrir vopnakapphlaup úti í geimnum og hætta því á jörðu niðri. Þeir vonuðust eftir fram- förum á sviðum sem þjóðirnar eru meira eða minna sammála um og bentu á tillögur beggja um 50 pró- sent kjarnorkuvopnafækkun og tillögur um fækkun meðaldrægra kjarnorkuvopna í því sambandi. Leiðtogarnir lýstu ánægju með reglulegt samband þjóðanna varð- andi takmörkun útbreiðslu kjarn- orkuvopna og sögðust ætla að halda því áfram. Þeir endurtóku vilja beggja þjóðanna að banna efnavopn og eyðileggingu birgða af þeim. Þeir voru sammála um að hraða gerð alþjóðasamþykktar varðandi efnavopn. Reagan og Gorbachev voru enn- fremur sammála um nauðsyn þess að þjóðirnar myndu eiga regluleg- ar viðræður um hin ýmsu málefni sem oftast. Viðræðum embættis- manna um svæðisvandamál mun haldið áfram. Þjóðirnar munu vinna með Japan að auknu öryggi Eftir að undirritaðir höfðu verið ýmsir samningar, sem gerðir voru á leiðtogafundinum, tókust þeir í hend- ur, Reagan og Shevardnadze, utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna, og Gorbachev og Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Heilsuðust þeir í kross eins og sjá má og þótti það og annað vera einkennandi fyrir óformleghcitin og einlægnina á leið- togafundinum. Að baki þeim stendur sovéskur túlkur og er erfitt að sjá hvort honum líkar betur eða verr. flugmála á Norður-Kyrrahafs- svæðinu. Fulltrúar þeirra hafa þegar hafið samningaviðræður um að flugsamgöngur hefjist að nýju milli landanna og samkomulag náðist um að opna aðalræðis- mannaskrifstofur landanna í New YorkogKiev. Utanríkisráðherrarnir undirrit- uðu samkomulag um samband og AP/Símamynd samskipti þjóðanna á tækni-, menntunar- og menningarsviðum og viðræður verða haldnar á næsta ári um samstarf landanna varð- andi umhverfismál. Eftir að útfæra ýmislegt sem fram kom á leiðtogafundiniim“ — segir Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra „ÞAÐ ER enginn vafi á því að leið- togafundurinn hefur slakað á spenn- unni og gefið nýjar vonir um að stór- veldin séu eitthvað að nálgast hvort annað,“ sagði Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, í saratali við Morgunblaðið eftir fund Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta, með leiðtogum ríkja Atlantshafsbanda- lagsins. „Reagan skýrði frá viðræðunum við Gorbachev með 15—20 mín- útna frásögn. Það var ágæt grein- argerð og það sem vakti athygli manns var að hún var mjög per- sónuleg. Hann sagði að ekki hefði verið gert ráð fyrir svona löngum tíma í tveggja manna tal þeirra, en viðræðurnar hefðu æxlast þannig að þeir hefðu lengt sam- ræður sín á milli. Hann var léttur í lund og ánægður með árangurinn, það leyndi sér ekki. Það var líka mjög athyglisvert að allir viðstaddra lýstu ánægju sinni með skýrslu Reagans og árangur fundarins. Hins vegar er það ljóst að eftir er að útfæra ýmislegt sem fram kom í viðræð- unum. Enda þótt báðir hafi til dæmis orðið sammála um að stefna að 50% fækkun kjarna- vopna. þá er eftir að semja um hvernig framkvæmdinni skuli háttað og hvaða skilyrðum skulli fullnægt í því sambandi. Það kom skýrt og greinilega fram að ekkert samkomulag var um geimvarnaráætlun Banda- ríkjamanna, en Reagan undir- strikaði það að hér væri aðeins um að ræða rannsóknir og farið yrði að öllu leyti eftir ABM-sáttmálan- um. Á blaðamannafundi Gorba- chevs kom fram að Reagan hefði ekki tekizt að sannfæra hann um að þetta væri heilladrjúgt spor og að það gæti staðist að unnt væri með geimvarnaáætlun að útrýma kjarnavopnum. Hins vegar kom það líka mjög skýrt fram í máli Reagans að þótt hvorugur þeirra hefði skipt um skoðun varðandi geimvarnaáætlunina og þótt Gor- bachev væri henni mjög mótfall- inn, þá væri alveg ljóst að Genf- arviðræðum stórveldana, m.a. um takmörkun og fækkun meðal- drægra eldflauga, yrði haldið áfram," sagði Geir. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, um leiðtogafundinn: Tekizt hefur ad draga úr tortryggni AP/S(mamynd Geir Haligrímsson, utanríkisráðherra og forseti Atlantshafsráðsins, og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra á fundi NATO-ríkjanna í gær, þar sem Reagan gerði grein fyrir viðræðum sínum við Gorbachev í Genf. „REAGAN virtist vera ánægður með leiðtogafundinn og sagðist vera bjartsýnn. Hann taldi miklu meira hafa komið út úr fundunum en hann hafði þorað að gera sér vonir um,“ sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, í samtali við Morg- unblaðið eftir fund Reagans Banda- ríkjaforseta með leiðtogum ríkja Atlantshafsbandalagsins í Brussel í gær. „Þetta hefur verið ákaflega eft- irminnilegur dagur. Við fylgdumst með beinum sjónvarpssendingum frá Genf, m.a. blaðamannafundi Gorbachevs. Það var mjög fróðlegt að hlusta á forsetann. Hann var mjög opinskár í frásögn sinni og skýrði frá einkafundum þeirra, sem urðu lengri en gert hafði verið ráð fyrir. Hann lagði ákaflega mikla áherzlu á að lykillinn að árangri væri að draga úr þeirri tortryggni sem ríkir á milli stór- veldanna og það virðist hafa náðst töluverður árangur í þeim efnum. Að vísu náðist ekki ákveðið samkomulag um eitt eða annað, enda var aldrei gert ráð fyrir því, heldur lagður grundvöllur að áframhaldandi vinnu og á honum var að skilja að Iíkur á samkomu- lagi á ýmsum sviðum hafi stórlega aukizt. Hann lagði mikla áherzlu á að sér hefði tekizt að leiðrétta ýmiss konar misskilning Gorbach- evs um vilja og tilgang Banda- ríkjamanna í afvopnunarviðræð- um. Það var reyndar hið sama að heyra á Gorbachev í beinni útsend- ingu frá blaðamannafundi hans. Eg verð að segja að ég kem frá þessum fundi miklu bjartsýnni á að tekizt hafi að snúa við þeirri slæmu þróun, sem verið hefur í sambúð stórveldanna. Ég segi hiklaust að þessi fundur leiðtog- anna getur reynzt sá mikilvægasti sem haldinn hefur verið milli stór- veldanna um langan tíma,“ sagði Steingrímur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.