Morgunblaðið - 22.11.1985, Side 29

Morgunblaðið - 22.11.1985, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 29 Mikail Gorbachev fundinum í gær. AP/Símamynd á blaðamanna- Einkasamtölin við Reagan voru „mjög, mjög lífleg“ — sagði Gorbachev á blaðamannafundi Geaf, 21. nóvember. Frí Önnu Bjnrnadéttur, fréttnriUra Morpmblaósins. MÍKAIL Gorbachev, leiðtogi Sovét- ríkjanna, hélt langan fund með fréttamönnum á fimmtudagsmorgun eftir að fundi hans með Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta, lauk. Hann flutti langa tölu áður en hann svaraði nokkrum spurningum frétta- manna. Hann gerði grein fyrir af hverju hann kom til Genfar og skoð- unum sínum, talaði um hin alvarlegu málefni, sem leiðtogarnir ræddu, í frekar léttum tón og hélt athygli hlustenda auðveldlega í yfir klukku- stund. Gorbachev staðfesti með frammistöðu sinni að hann er sannarlega af nýrri kynslóð í Sovétríkjunum. Hann þótti ekki standa sig neitt síður en Reagan gerir við svipuð tækifæri. Hann hljómaði sannfærandi og virtist hafa gaman af öllu saman. Gorbachev sagði að samræður leiðtoga stórveldanna hefðu verið orðnar bráðnauðsynlegar vegna ástandsins í vígbúnaðarmálum. Hann minntist ekki á geimvarnar- fyrirætlanir Reagans fyrr en vel var liðið á ræðuna en fór þá ekki í launkofa með að Sovétmönnum hefði ekki tekist að fá Reagan ofan af fyrirætlunum sínum. Hann sagði að Reagan hefði haldið áfram að tala um „geimvopnin" sem „varnarkerfi" og „hlífðar- skjöld" gegn kjarnorkuvopnum. Reagan tókst þó ekki að sannfæra Gorbachev, sem fullyrti að um nýja gerð vopna væri að ræða. Þess vegna hefði verið svo mikil- vægt að koma til Genfar og ræða vígbúnaðarmálin áður en ný hring- rás vopnakapphlaupsins hæfist og allir möguleikar á samkomulagi færu út um þúfur. Hann sagðist vera vongóður um framtíðina þrátt fyrir að þessi meginskoðana- munur væri áfram milli þjóðanna. Hann sagði að einkasamtölin þeirra Reagans hefðu verið lífleg, „stundum mjög, mjög lífleg," sér- staklega þegar þeir ræddu saman við arineldinn fyrri fundardaginn. Hann sagði að viðræðurnar hefðu veíið gagnlegar, þeir hefðu talað um ýmis málefni af mikilli hrein- skilni. Hann sagði að það hefði tekist að leysa mjög gagnleg störf af hendi í Genf og ræða hluti sem gátu ekki lengur beðið vegna ástandsins í heiminum og breyt- inga sem hafa átt sér stað í honum að undanförnu. Gorbachev minntist ekki á Afg- anistan eða mannréttindamál á blaðamannafundinum en hann út- skýrði að það væri ekki hægt að kenna Moskvu um allt sem færi úrskeiðis í heiminum og það hefði verið samþykkt fyrir fundinn „að vera ekki með slíkar „heimskuleg- ar yfirlýsingar". Hann sagðist ekki hafa neitt á móti að ræða svæðis- vandamál en það yrði að hafa rétt þjóða til að taka eigin ákvarðanir í huga. Gorbachev sagðist hafa bent Reagan á að Sovétmenn væru engir einfeldningar. Hann sagði að það væri misskilningur að halda að vopnakapphlaupið gæti farið svo illa með efnahagsástandið í landinu að þjóðarskipulagið myndi falla á endanum, eins og sumir halda fram. „Sagan hefur afsann- að slíkar kenningar, við búum yfir miklum möguleikum og þeir hafa ekki allir verið nýttir enn,“ sagði Gorbachev. „Við höfum alltaf get- að framleitt ný vopn sem svar við nýjum vopnum Bandaríkjamanna. Geimvopn myndu flækja málin en við myndum koma upp með eitt- hvað sem svar við þeim ef Banda- ríkjamenn framleiða þau.“ George Shultz í blaðamannafundi: Nýtt skeið í sam- skiptum þjóðanna? Genf. 21. nóvember. FráÖnnu Bjarnadóttur, fréttaritara Mbl. Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, hitti Mikail Gorbachev, leidtoga Sovét- ríkjanna, í Genf til að hefja nýjan kafla í sam.skiptum stórveldanna. „Ég held að honum hafi tekist að hefja nýtt skeið í samskiptum þjóðanna," sagði George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi með frétta- mönnum á fimmtudagsmorgun. „Ég held að við sem unnum með leiðtogunum tveimur séum sam- mála um að við höfum fundið leið sem getur leitt til stöðugra og gagnlegra sambands. Auðvitað á það eftir að koma í ljós, eins og báðir leiðtogarnir leggja áherslu á. Við munum sjá á næstu mánuðum og árum hvað gerist í rauninni. En við höfum alltjent hafið nýja byrjun," sagði Shultz. ^eimvarnaráætlanir Banda- ríkjáforseta voru ræddar í smá- atriðum á leiðtogafundinum. Shultz sagði að Reagan væri jafn viss um og áður um að það sé hægt að finna leið til að setja upp varnarkerfi gegn langdrægum kjarnorkuvopnum úti í geimnum og hann hefði ekki gefið nokkuð eftir á því sviði. Hann sagði að Reagan vildi láta rannsaka þetta atriði og ef jákvætt svar fyndist ættu allir að setjast niður og ræða saman um varnarkerfið. Shultz sagði að leiðtogarnir hefðu rætt lengi saman um mann- réttindamál en vildi ekki segja neitt frekar um það. Hann sagði að Afganistan hefði verið rætt lengi og önnur svæði, sem stórveld- in eru ósammála um, hefðu einnig verið rædd. Shultz kvað svæðis- málin hluta af hernaðarjafnvægi þjóðanna og það þyrfti að minnka spennuna á þessum svæðum. Veður víða um heim Lagil Hæit Akureyri 7 alskýjaó Amstsrdam +1 1 rigning Aþwia 14 17 skýjaó Barcelona 8 miatur Berlín BrQaael +3 +1 »kýi»a vantar Chicago -a +3 rigning Dublfn 3 7 rigning Faneyjar 4 •kýjaó Frankfurt +2 +2 rigning Genl +2 +0 ikýjaó Helaínki «4 +1 akýjaó Hong Kong 21 22 rigning Jarúaalam 13 22 haióakírt Kaupmannah. 0 25 •kýjaó Laa Palmaa 22 •kýjaó Liaaabon 7 14 akýjaó London 3 5 ikýjaó Loa Angalaa 8 21 heióikfrt Lúxemborg +3 anjókoma Malaga 15 lóttikýjaó Mallorca 12 akýjaó Miami 25 27 •kýjaö Montreal 5 18 akýjað Moakva +• +8 akýjaó Naw York 16 24 rigning Oalú +11 3 akýjað Paria +2 1 akýjað Peking 0 5 heiðakírt Raykjavik 8 rigning Rió dó Janeiro 20 32 akýjað Rómaborg 11 13 rigning Stokkhólmur +1 0 akýjaö Sydnay 17 22 akýjaó Tókýó 7 17 haióakírt Vinarborg 0 0 akýjaó Þórahðfn 7 akýjaó NÁMSKEIÐ í SÖLUSÁLFRÆÐI OG SAMSKIPTATÆKNI HAGRÆÐING hf heldur námskeið í sölusálfræði og samskiptatækni dagana 23. og 24. nóvember 1985 kl. 9-16 báða dagana. Efni: Opin og leynd samskipti og mikilvægi þeirra við kaup og sölu. Atferlisgerðir og áhrif þeirra á kaup og sölu. Samtalstækni. Ákvarðanataka og sölumennska. Tilboðsgerð. Samningar og hin ýmsu stig þeirra. Skipulagning söluferðar. Hlutverk sölumanns, þjónusta og viðskiptavinir. Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað sölufólki, innkaupastjórum, verslunar- stjórum, afgreiðslufólki og „andlitum fyrirtækja út á við". Leiðbeinandi: Bjarni Ingvarsson, skipulags- og vinnusálfræðingur. Nánari upplýsingar og tilkynningar um þátttöku í sima 28480 milli kl. 13 og 17 alla virka daga. r HAGRÆÐING HF STARFSMENN stjórnun skipulag ÞÓR UNN GESTSDÓTTIR Bladamaöur Varaborgarfulltrúi og formaður Landssambands sjálfstœðiskvenna Tryggjmn Pórunni öruggt sæti í borgarstjórn Reykjavíkur. Stuðningsmenn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.