Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 Vegna aukinnar eftirspurnar eftir olíu hefur verið gósentíö hjá útgerðum risaolíuskipanna. Á myndinni er danska risaolíuskipiö Kirsten Mærsk. Risaolíuskipin í önnum á nýjan leik ANNRIKIÐ á alþjóölega olíuflutn- ingamarkaöinum í síðustu viku var hiö mesta frá því áriö 1981. A sama tíma voru farmgjöldin einnig hin hæstu í fjögur ár. I vikunni voru ekki færri en 13 risastór olíuskip leigð fyrir milli- göngu skipamiðlara i London til að taka olíu á Persaflóasvæðinu einu, en að auki fóru þangað nokk- ur risaolíuskip milliliðalaust. Lengst af árinu 1985 hefur verið sáralítið að gera hjá þessum risum hafsins og farmgjöld hafa verið i algjöru lágmarki. Astæðan fyrir því er sú, að olíufélögin hafa keypt eins litla olíu og þau hafa komist af með, af því að forráðamenn þeirra gerðu ráð fyrir, að olíuverð lækkaði. A síðustu vikum hefur verðið hins vegar hækkað ört á hinum frjálsa markaði og þess vegna leggja olíufélögin nú kapp á að birgjasigupp. Félögin hafa keypt mikið af olíu til þess að geta orðið við eftir- spurninni i komandi kuldatíð. A hinn bóginn gleymdu þau að tryggja sig gagnvart skipafélögun- um og það kemur þeim nú i koll. Hefðu oliufélögin leitað eftir samningum fyrir einum mánuði hefðu þau bæði fengið olíuna og flutningana á hagstæðara verði en nú verður raunin á. Veturinn er þegar genginn í garð í Evrópu - og er nokkru fyrr á ferðinni en olíufélögin reiknuðu með. Sums staðar í álfunni hefur snjóað meira en nokkru sinni frá því á sjöunda áratugnum. Og það hefur aukið eftirspurnina umfram það, sem búist var við. Það sem af er nóvembermánaðar hefur verið gósentíð hjá útgerðum risaolíuskipanna. En það virðist vera skammgóður vermir, því að hvert skip getur í hæsta lagi farið tvær til þrjár ábatasamar ferðir á milli Persaflóa og Evrópu eða Bandaríkjanna. I vor dettur markaðurinn niður aftur, svo að um munar, og þá fá risar hafsins að búa við þröngan kost á nýjan leik. (Byggt á Jyllands-Posten) Rúmlega þúsund manns mynduðu samfellda keöju milli sendiriða Bandaríkjanna og Kovétríkjanna í Madríd um þaö leyti sem leitoga- fundurinn í Genf hófst á þriöjudag. Hreyfing sem berst fyrir friði, afvopnun og frelsi skipulagði þessa Skæruliðar í Nicaraguæ Fá banda- ríska bfla og flugvélar Waahington og Managua, N'icaragua, 20. nóvember. AP. FULLTRUADEILD Bandaríkjaþings samþykkti í gær málamiðlunarfnim- varp, sem heimilar ríkisstjórninni aö láta skæniliðum í Nicaragua í té flugvélar og bfla, svo fremi sem farartæki þessi séu ekki búin vopn- um. Frumvarpið, sem samþykkt var með 387 atkvæðum gegn 21, kveður einnig á um heimild til að fá skæruliðum í hendur fullkominn fjarskiptabúnað, en leggur áfram bann við, að bandaríska leyniþjón- ustan CIA aðstoði eða þjálfi skæruliðasveitirnar. Búist er við, að öldungadeildin afgreiði frumvarpið endanlega í þessari viku og verður það þá sent Ronald Reagan Bandaríkjaforseta til undirskriftar. I gær börðust hermenn sandin- istastjórnarinnar við skæruliða í fimm klukkustundir í borginni Santo Domingo, um 200 km austur af höfuðborginni, og nutu aðstoðar orrustuflugvéla, að sögn varnar- málaráðuneytisins í Managua. Um þrír tugir skæruliða féllu í átökun- um. I tilkynningu ráðuneytisins sagði, að stjórnarhernum hefði tekist „aö hrekja málaliðana á brott úr borginni". aðgerð til að undirstrika baráttu- mál sín. Frammámenn samtak- anna afhentu bréf í báðum sendi- ráðunum þar sem þess er óskað að samþykkt um afvopnunarmál verði gerð á leiðtogafundinum. Aðgerðin fór að öllu leyti friðsam- lega fram. Helle Konga-Nielsen, fyrsta konan sem ráöin er stöðvarstjóri hjá SAS SAS: Kona ráð- in sem stöðvar stjóri á Arlanda- flugvelli KONA hefur nú í fyrsta sinn verið ráöin sem stöðvarstjóri hjá SAS, og er það Svíinn Helle Konga-Nielsen sem tekur viö stöövarstjórastarfinu hjá SAS á Arlandaflugvelli þann 2. desem- ber nk. Helle Konga-Nielsen hefur ekki starfað lengi hjá SAS, því hún hóf störf þar 1983, en hafði þá í mörg ár starfað fyrir hin ýmsu fyrirtæki sem ráðgjafi. Hún hóf störf hjá stjórnunar- deild SAS og varð fljótlega yfirmaður þeirrar deildar, þannig að frami hennar hjá SAS hefur verið skjótur. Hún segist hafa ýmsar hugmyndir varðandi nýja starfið, en bætir því við að hún geri sér fulla grein fyrir því að stórfyrirtæki eins og SAS verði ekki breytt á einni nóttu. Tveir pólskir unglingar flúðu til Svíþjóðar Stokkhólmi, 20. nóvember. AP. TVEIR pólskir unglingar flúöu til Svíþjóðar meö því aö leynast í 26 klukkustundir í undirvagni flutn- ingabfls, sem fór meö ferju frá Swinoujscie í Póliandi til Ystad í Suður-Svíþjóö, aö því er sænska fréttastofan TT sagöi frá í dag. Drengirnir, sem eru 14 og 15 ára gamlir bræður, komu til Svíþjóðar fyrir u.þ.b. mánuði og báðu um pólitískt hæli þar, að sögn TT. Þeir áttu heima í sveitaþorpi fyrir utan Krakov og flúðu án þess að ráðgast fyrst við fjölskyldu sína. Tóku þeir járnbrautarlest til Swinoujscie og földu sig siðan í bílnum, sem beið á hafnarbakkan- um eftir ferjunni til Svíþjóðar. Drengirnir voru óhreinir og örþreyttir þegar til Ystad kom og fóru í heitt bað og fengu hressingu hjá lögreglunni, áður en þeir voru yfirheyrðir. Þeir kváðust ekki hafa neina löngun til að búa í Póllandi, af því að þar væri fók ofsótt fyrir að taka ekki þátt í hátíðarhöldum 1. maí og hundelt af minnsta tilefni. Sáttmáli gegn ofbeldisverkum GEIR Hallgrímsson, utanríkisráö- herra, undirritaði í gær, miðvikudag, sáttmála, sem koma á í veg fyrir ofbeldisverk og óeirðir á íþróttaleik- vöngum, einkum þó á knattspyrnu- leikvöngum. Segir frá þessu í frétt frá Evrópuráðinu. f samningnum er kveðið á um ýmsar ráðstafanir til að draga úr ofbeldisverkum. Er þar minnst á aukna löggæslu, að þeir, sem brjóti af sér verði saksóttir og dæmdir til viðeigandi refsingar, að þeim verði ekki hleypt inn á leikvangi, sem eru undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna og ýmsar aðrar aðgerðir. Þjóðþing nokkurra Evr- ópuríkja hafa nú þegar staðfest þennan samning og önnur munu gera það á næstunni. Geir Hallgrímsson undirritaði einnig Evrópusáttmála um stjórn- un sveitarfélaga að viðstöddum Gaetano Adinolfi, aðstoðarfram- kvæmdastjóra Evrópuráðsins. Madríd: 1.000 manns mynda keðju milli sendiráða Madríd, Spáni, 21. nóvember. AP. í sjóferð, ert þú þá með það á hreinu hvar allur björgunarbúnaður skipsins er staðsettur og hvort öll siglingatæki eru virk? Það er góð regla f upphafi hverrar sjóferðar, að glöggva sig á staðsetningu og ástandi öryggisbúnaðar skipsins. REYNSLAN SÝNIR AÐ EKKERT KEMUR I VEG FYRIR SLYS Á SJÓ NEMA ÁRVEKNI, DÓMGREIND OG KUNNÁTTA SJÓMANNA SJÁLFRA. ÖRYGGISMALANEFND SJÖMANNA mldas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.