Morgunblaðið - 22.11.1985, Síða 35

Morgunblaðið - 22.11.1985, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 35 Sóknarnefnd Reykholtskirkju ásamt sóknarpresti. unni varðveittir merkilegir leg- steinar úr kirkjugarðinum, sem lengi hafa legið undir skemmdum. „Snorrastofa“ t Reykholt koma árlega þúsund- ir gesta, innlendir og útlendir. Flestir koma þeir fyrst í kirkjuna áður en þeir ganga um staðinn. Fæstir fá þeir nokkra fræðslu um staðinn og söguna. í því skyni að ráða bót á þessu og sinna gestrisni- skyldu á staðnum, jafnframt því að hafa frumkvæði að því að koma upp aðstöðu fyrir þarfa og veglega starfsemi, er gert ráð fyrir hliðar- húsi við hina nýju kirkju. Þetta Ný kirkja byggð í Reykholti Sóknarpresturinn í Reykholti, sr. Geir Waage, við líkan hinnar nýju kirkju. SÓKNARNEFND Reykholtskirkju í Borgarfirði hefur beðiö Morgun- blaðið að birta eftirfarandi fréttatil- kynningu um nýja kirkju í Reykholti: Margir áratugir eru síðan byrjað var að tala um að byggja nýja kirkju í Reykholti. Snemma á þriðja áratug aldarinnar markaði sóknarnefnd t.d. þá stefnu, að spara skyldi viðhald kirkjunnar sem reist var 1886-1887, en safna þess í stað í sjóði til nýbyggingar kirkjunnar. Þrátt fyrir þetta hefur kirkjan fengið verulegar viðgerðir bæði á 5. og6. áratug aldarinnar. Um 1980 var svo komið að sýnt var, að ekki gæti dregist lengur að taka verulega á viðhaldi kirkj- unnar, sem var orðin mjög illa farin. Þá komu strax upp raddir um að rétt væri að byggja heldur nýja kirkju, er svaraði betur nýj- um kröfum og breyttum aðstæðum en sú gamla gætí*nokkurn tíma, þótt endurbyggð yrði. Að frumkvæði sóknarnefndar- innar var kirkjan metin og henni lýst. Var urinin rækileg greinar- gerð um þetta efni. Það verk vann Hjörlerfur Stefánsson arkitekt. Lagði hann til, að kirkjan yrði endursmíðuð í upphaflegri gerð. Taldi hann líklegt að kosnaður við þá smíði yrði ekki minni en ný- smíði álíka húss. Sá kostur að gera upp kirkjuna var talsvert skoðað- ur. Jafnframt að stækka hana nokkuð og koma þar fyrir nauðsyn- legri aðstöðu, sem nú vantar í kirkjuna. Fljótlega lá hins vegar fyrir að hvorttveggja væri óheppilegt og ófært að bregða á það ráð, bæði vegna stíls og gerðar hússins, og eins hins, að þröngt er um kirkjuna i kirkjugarðinum; grafið að henni á alla vegu. Ákveðið að byggja nýja kirkju Hjörleifs Stefánssonar, sem var lesin og rædd svo og tillaga frá sóknarnefnd um að byggja skyldi nýja kirkju á staðnuln „í hefð- bundnum íslenskum kirkjubygg- ingastíl". Skyldi þess óskað 'við húsameistara ríkisins, að hann teiknaði kirkjuna. Skoðað var þó, hvort rétt væri að efna til sam- keppni um teikningar, en frá því fallið vegna kostnaðar. Undir- búningsnefnd kirkjubyggingar- innar átti marga fundi með húsa- meis'tara þar semJýgt var óskum um gerð hússins og þá aðstöðu sem þar þyrfti að vera. í samræmi við þessar óskir lagði húsameistari fram frumteikningar síðastliðið vor. Jafnframt var smíðað líkan eftir þessum frumteikningum. Hugmýndir þessar voru síðan lagðar fyrir aðalsafnaðarfund í byrjun vetrar. Var þeim vel tekið og samþykkt, að áfram yrði unnið úr þeim hugmyndum, sem fyrir liggja. Áformuð kirkja Kirkjan sjálf er krossbyggð út- brotakirkja með stöpli og stúkum í norður og suður. Hún er 325 m’ að gólffleti. Þar af er forkirkjan um 40 mz. Gert er ráð fyrir 136 sætum í kirkjuskipi auk 22ja sæta í útbrotum og suðurstúku, þar sem gert er ráð fyrir hliðaraltari.'For- kirkjan er lítið aðgreind frá kirkjuskipinu og er þar unnt að bæta við mörgum lausum sætum við fjölmennar athafnir. í norður- stúku er gert ráð fyrir söngkór og orgeli og líkkapellu í útbroti norð- an við kórinn en sacristu eða skrúðhúsi að sunnanverður. Lagt skal upp úr hljómburði í húsinu, að það henti vel til tónlistarflutn- ings. Kórinn er rúmgóður svo og kórdyr og hentar það vel athöfn- um, jafnframt því að fjölmennir kórar geta staðið í kórdyrum þegar tónleikar eru. Gert er ráð fyrir að koma fyrir yfirlitssýningu um sögu Reykholtsstaðar í forkirkju á sumrum, þannig að þar geti gestir lesið sig gegnum sögu staðarins af spjöldum, myndum og textum á nokkrum tungumálum. Jafnframt yrðu þar eða annars staðar í kirkj- hús stendur norðan kirkju, sam- tengt henni með gangi, sem er sameiginlegur inngangur beggja húsanna. Upp af þessum gangi rís klukkuturn með opnu porti fyrir klukkur. í húsi þessu er áformað að hafa rúmgóða snyrtiaðstöðu fyrir gesti og gangandi, aðstöðu til sérsýn- inga ýmiss konar, er varða sögu og menningu íslendinga. Athugað verður, hvort samkomulag næst um að hafa þar bókhlöðu, er nýtist bæði skólanum og almenningi, og þar verði gott safn fræðibóka um tungu og sögu. Brýnt er, að söguhelgi staðarins verði betur sinnt en verið hefur. Ekki er áhugi á að gera það með minnismerkjum, heldur aðstöðu þar sem lifandi starf er unnið; aðstöðu sem gæti nýst í þágu bóka- menningar, sögufræðslu, kynning- ar á íslenskri menningu í fortíð og nútíðog hagnýtrar þjónustu við innlenda og erlenda gesti. Með þvi átaki, sem nú stendur yfir varðandi endurbætur og við- reisn húsa Héraðsskólans, verður í Reykholti ágæt aðstaða til að þjóna gestum á sumrum. Jafn- framt því fást brýnar úrbætur í starfsaðstöðu skólans. Fyrirhuguð hliðarbygging við nýja kirkju í Reykholti hefur verið nefnd „Snorrastofa" í virðingarskyni við arfinn frá Snorra Sturlusyni. Henni er ætlað að veita skjól hvers kyns iðkun og ræktun þessa arfs, jafnframt því að vera aðstaða til að sinna gestum, sem sækja Reyk- holt heim vegna þessarar arfleifð- ar og söguhelgi. Það er skoðun sóknarnefndar og safnaðar að með tilkomu þessa húss, sé bætt úr brýnni þörf, séð fyrir þörfum safn- aðarins um leið og staðurinn fái fallega og reisulega kirkju, er honum hæfi. Sex breskir tónlistar- unncndur hér á landi: Sigruðu í spurninga- keppni um ísland og íslenska tónlist SEX breskir tónlistarunnendur dvelja hér á landi um helgina í vegum Flugleiða, Steinars Records og Hollyvrood en ferðina hingað til lands hlutu þeir í verðlaun fyrir sigur í spurningakeppni um ísland og is- lenska tónlist í breska danstónlistar- ritinu „Blues & Soul“. Spurningakeppnin var haldin sérstaklega vegna kynningar nýrr- ar safnplötu, Funkin Marvellous sem Steinar gaf út í Bretlandi fyrir stuttu. Á plötunni er danstónlist sem samin er og flutt af Mezzef- Plötusnúðurinn CJ. Carlos orte, Shady Calver (áður Owens), Chris Cameron, French Impres- sion, Street Beat og Jakob Magnús- syni, sem öll eru á sámningi hjá Steinar Records (UK) Ltd. Breskur plötusnúður, C J. Carlos er með í för og mun hann snúa plötum í Hollywood um helgina. Hann mun vera einn kunnasti plötusnúður Englands í dag. Blaðamaður frá „Blues & Soul- ritinu“ er einnig með i förinni. Sá heitir Mark Webster, og mun hann skrifa um skemmtanalífið í Reykjavík í blað sitt auk þess sem hann tekur viðtal við meðliA/i Mezzoforte í ferðinni. Fundur um málið var haldinn 14. ág. 1983. Þar lá fyrir skýrsla WAGNER- n sjálfstýringar Wagner-sjálfstýringar, komplett meö dælusettum 12 og 24 volt, kompás og fjarstýringum fram á dekk, ef óskað er, fyrir allar stæröir fiskiskipa og allt niöur í smá trillur. Sjálf- stýringarnar eru traustar og öruggar og auöveldar í uppsetningu. Höfum einn- ig á lager flestar stæröir vökvastýrisvéla. Hagstætt verð og greiósluskilmálar. Atlas hf "Borgartún 24 — Sími 26755. Pósthólf 4S3, Reykjavík Nýjar gardútur á 50 krónur! Ef gardínurnar þínar þola vatn þá þola þær líka Bio-tex - undraþvotta- efni sem gerir gömlu gardínurnar sem nýjar á 15 mínútum. Þú setur ylvolgt vatn í bala eða baðker og 1 dl af bláu Bio-tex í hverja 10 1 af vatni. Þegar duftið hefur blandast vatninu leggur þú gardínurnar í. Eftir að hafa dregið gardínurnar fram og til baka í vatninu í u.þ.b. 10 mín. skolar þú þær í hreinu vatni og hengir til þerris. Árangurinn er augljós, gardínurnar verða sem nýjar og íbúðin fyllist ferskara lofti. Blátt Bio-tex í allan handþvott og grænt Bio-tex í þvottavélina (forþvottinn). Undraefni í allra hendur. Fæst í næstu verslun. Halldór Jónsson hf. Dugguvogi 8-10, sími 686066 s I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.