Morgunblaðið - 22.11.1985, Síða 36

Morgunblaðið - 22.11.1985, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 Matthías Bjamason í umræðum um okur: Okurmarkaðurinn blómstrar þegar innlánsvextir banka eru lágir UMRÆÐUM um okurmál var haldið áfram utan dagskrár í sameinuðu þingi í gær og lauk þeim ekki fyrr en um kvöldmatarleytiö. Þá var þingfundi slitiö og gafst því ekki tækifæri til að hefja umræöur um 18 mál, sem voru á prentaörí dagskrá. Páll Pétursson (F) var fyrstur á mælendaskrá og lét hann í ljós ánægju með að umræða um okur- málin færi fram á þinginu. Það væri tímabært. Hann kvað peninga- málastefnu ríkisstjórnarinnar hafa farið úr böndunum og vextir væru of háir. Háir vextir stuðluðu að vísu að peningalegum sparnaði, en braskararnir notfærðu sér þá ekki; þeir væru hins vegar stökkpallur sem okurfélög notuðu til að hækka vexti sina enn meir. Eðlilegt væri að hvati væri til staðar svo fólk legði fé fyrir, en svo háir raun- vextir, sem nú viðgengjust, væru ekki réttir. Okurstarfsemi hefði viasulega verið til staðar fyrir daga núverandi ríkisstjórnar og vaxta- stefnu hennar, en nú væri hún almennari og þróaðri en fyrr og það væri afleiðing vaxtastefnu stjórn- valda. Haraldur ólafsson (F) taldi að okurmálin hefðu vakið athygli á því að sjálft samfélagið væri ef til vill orðið sjúkt. Jöfnuður og réttsýni væri ekki það leiðarljós manna, sem áður var. Hann kvaðst hafa rætt við reyndan bankastjóra um það hvort eitthvað væri hæft í því að hér á landi væru tvær þjóðir, ríkir og fátækir. Bankastjórinn hefði sagt, að þær virtust vera þrjár. Um 20% hefðu nóg af öllu og jafnframt völdin í fjármálalifinu. Annar jafn stór hópur væri örsanuður og í stöðugum vandræðum. Þetta væri fólkið sem leitaði til bankanna og okurlánara. 60% þjóðarinnar væru svo milli fátæktar og bjargálna. Þessi hópur greiddi skattana og héldi uppi bæði hinum ríku og hinum fátæku. Þetta væri hópur- inn, sem byrðarnar bæri. Þegar svona væri komið málum ætti ríkis- valdið að spyrja; Hvað getum við gert til að korna í veg fyrir þetta? Hvað getum við gert til að koma á heilbrigðu viðskiptalífi og heil- tfftgðu þjóðlífi? Matthías Bjarnason (S), við- skiptaráðherra, sagði að framfylgja bæri af fullri hörku þeirri rann- sókn, sem nú stendur yfir á okurvið- skiptum. Hann taldi hins vegar að ummæli ýmissa þingmanna um vaxtamál væru til marks um póli- tískt ábyrgðarleysi. Menn yrðu að hafa í huga, að krafa um lækkun vaxta þýddi að innlánsfé í bönkum drægist saman og hagur sparifjár- eigenda versnaði. Án innlána væri heldur ekki hægt að veita einstakl- ingum og fyrirtækjum lán. Okur- lánastarfsemi blómstraði þegar fólk tæki fé sitt úr bönkunum vegna lágra vaxta á innlánum Hann vildi fá skýr svör þeirra þingmanna, sem gagnrýna vaxtastefnu ríkisstjórn- arinnar, við því hvernig þeir ætluðu að leysa þann vanda sem skapaðist þegar lánsfé drægist saman. Steingrímur Sigfússon (Abl.), sem upphaflega hóf umræðuna utan dagskrár, greindi frá því að þingmenn Alþýðubandalagsins hygðust innan skamms leggja fram frumvarp á þingi, sem miðaði að því að stöðva okurlánastarfsemi hér á landi. Hann óskaði eftir því að viðskiptaráðherra skýrði frá skilningi sínum á okurlögunum frá 1960, sem margir löglærðir menn teldu að fælu í sér bann við ýmsum þáttum þeirrar verðbréfasölu, sem nú fer fram hér á landi. Kvaðst hann jafnframt hlynntur opinberri rannsókn á starfsemi verðbréfa- markaðanna. Frá komu hollenskrar kafbátaleitarvélar til Keflavíkur 18. október sl. Keflvaíkurflugvöllur: Hversvegna hollenzk kafbátaleitarflugvél niMflci Ólafur Ragnar Grímsson (Abl.) hefur borið fram þrjár fyrirspurnir til utanríkisráðherra um dvöl hol- lenzkrar kafbátaleitarflugsveitar á Keflavíkurflugvelli. í fyrsta lagi spyr Ólafur Ragnar hvenær og hvernig ákvarðanir vóru teknar um að veita hollenzku herliði aðstöðu á Keflavíkurflug- velli; hvenær beiðni barst um hér- veru sveitarinnar (Orion P-3 flug- vél); hve oft beiðnin hafi verið rædd í ríkisstjórn; hvort beiðnin hafi verið kynnt utanríkismála- nefnd; hvort ráðherra telji að hann hafi formlega heimild til að ákveða einn breytingar á samsetningu herliðsins á vellinum? í öðru lagi spyr hann hver greiði kostnað liðs og liðsbúnaðar og hvort hollenzkir hafi rétt til að nota alla aðstöðu á vellinum, verzl- anir, skemmtistaði o.s.frv.? Hann spyr ennfremur hvort hollenzk eða bandarísk hernaðaryfirvöld hafi lögsögu yfir Hollendingunum og hvern veg sé farið hugsanlegum kröfum og dómsmálum (sbr. 12. gr. viðbætis samnings Islendinga og Bandaríkjamanna)? í þriöja lagi spyr þingmaðurinn hvern veg Hollendingar hafi rök- studd beiðni sína um aðstöðu hér og hvaða röksemdir, sem snerta hagsmuni íslands, hafi vegið þyngst þegar ákveðið var að sam- þykkjabeiðnina? Stuttar þingfréttir: Þorsteinn Pálsson, fjármáiaráðherra: Þjóðviljafrétt um hrossa- kaup um Hafskip og „kaí!ibaunamál“ tilhæfulaus ÞORSTEÍNN Pálsson, fjármálaráðherra, lýsti því yfir í umræöum utan dagskrár í Sameinuðu þingi í gær, að forsíðufrétt í Þjóðviljanum 9. nóvem- ber sl. um hrossakaup stjórnarflokkanna um að leysa Hafskipsmálið og „kaffibaunamál“ Sambands íslenskra samvinnufélaga, væri með öllu til- hæfulaus. Hann kvaðst hafa óskað eftir því að blaöið drægi ásökun sína til baka og bæðist afsökunar, en þeirri kröfu hefði verið hafnað. í frétt Þjóðviljans sagði, að samkvæmt áreiðanlegum heimild- um blaðsins hefði tekist um það samkomulag milli stjórnarflok- kanna að ríkissjóður hlypi undir bagga með Útvegsbanka íslands og greiddi að hluta skuldir Haf- skips hf., en á mófi yrði svonefnt „kaffibaunamár SÍS látið falla í gleymsku. Það mál er nú til at- hugunar hjá ríkissaksóknara. „Þetta eru býsna grófar ásakan- ir,“ sagði fjármálaráðherra. „Er nú svo komið, að þeir sem eru bornir sökum, verði að sanna sak- leysi sitt? Þessi frétt og sú aðstaða sem hún skapar hlýtur að vera okkur öllum umhugsunarefni." Ráðherra vakti athygli á því, að enginn af forystumönnum Al- þýðubandalagsins hefði tekið þetta mál upp og þingmenn flokksins ekki hreyft því á Alþingi. Ef ásök- un blaðsins hefði við minnstu rök að styðjast, bæri að ræða málið á þingi. Þorsteinn Pálsson sagði, að því miður færu sumir blaðamenn ógætilega í allri umræðunni um okurmál og önnur viðskiptamál, sem nú væru í brennidepli. Þetta gæti verið réttaröryggi í landinu hættulegt. Guðmundur Einarsson (BJ) í bréfi til viöskiptaráðherra: Krefst opinberrar rannsóknar á yfír- lýsingu bankastjóra Útvegsbankans GUÐMUNDUR Einarsson, alþingismaður (BJ), hefur kraflst tafarlausrar opinbcrrar rannsóknar á rökstuðningi og sannleiksgildi yfirlýsingar banka- stjóra Úvegsbankans frá því í júní sl. Þetta kemur fram í bréfi, sem hann sendi Mathíasi Bjarnasyni, viðskiptaráðherra, í gær. J bréfi þingmannsins segir orð- hann sjái ástæðu til aðgerða opin rett: „Þann 11. júlí sl. vakti ég athygli þáv. viðskiptaráðherra á þvi, að samkvæmt nýbirtri árs- skýrslu Hafskips hf. væri rík ástæða til að ætla, að fyrirtækið ætti ekki fyrir skuldum við Út- vegsbankann. I bréfi til ráðherra sagði ég m.a.: „Hér vakna spurn- ingar um aðild ríkisbanka, trygg- iné:ar fyrir lánum og áhættu ríkis- sjóðs og skattborgara. Með tilliti til þess er ráðherra spurður, hvort berra aðila svo sem bankaeftirlits af þessu tilefni og hvort hann muni beita sér fyrir þeim í umræðum á Alþingi þann 18. júní sl. vakti ég síðan athygli á málinu og spurði ráðherrann framangreindrar spurningar. I svari ráðherra segir orðrétt: „Háttvirtur þingmaður vék að reikningum þessa ákveðna fyrir- tækis og las út úr reikningunum ákveðna niðurstöðu, sem ég skal ekki dæma um. En þar verðum við að gera greinarmun á útkomu fyrirtækisins annars vegar og svo þeim tryggingum sem bankinn hefur hins vegar. Nú hafa banka- stjórar þessa banka opinberlega gert grein fyrir því, að bankinn hafi tryggingu fyrir þeim lánum sem hann hefur veitt, í eignum fyrirtækisins og eignum hluthaf- anna, þannig að reikningar fyrir- tækisins þurfa ekki að sýna og sýna ekki samkvæmt þessu, þær tryggingar sem bankinn hefur fyrir þeim skuldum, sem fyrirtæk- iðer í.“ Samkvæmt orðum ráðherrans á háttvirtu Alþingi var yfirlýsing þessi án fyrirvara eða nokkurra efasemda um að hagsmuna bank- ans væri vandlega gætt. Því verður vart trúað, að bankastjórar Út- vegsbankans hafi vísvitandi farið með rangt mál í yfirlýsingu sinni. í ljósi þess hins vegar að einung- is fimm mánuðum síðar er augljóst samkvæmt fregnum, að fyrirtækið á ekki fyrir skuldum, krefst ég taf- arlausrar opinberrar rannsóknar á rökstuðningi og sannleiksgildi yfirlýsingar bankastjóranna frá í júní.“ A þessu þingi verður lagt fram frumvarp um Seðlabanka Islands, sagði Matthías Bjarnason, ráðherra bankamála, í fyrirspurnatíma á Al- þingi fyrir skemmstu. Hann vitnaði til fyrirheita um þetta efni í þjóð- hagsáætlun fyrir næsta ár. Matthías Bjarnason viðskiptaráð- herra upplýsti ennfremur að von væri á stjórnarfrumvarpi um verð- bréfamarkað, frumvarpi til breyt- inga á lögum um bann við okri (nr. 58/1960) og frumvarpi um dráttarvexti „þar sem mið er tekið af breyttum aðstæðum í vaxtamál- um“. I þjóðhagsspá, sem ráðherra vitnaði til, stendur: „Ljóst er að Seðlabankinn mun aðeins hafa óbein áhrif á vextina, m.a. með viðskiptum sínum á verðbréfa- þingi sem tekur til starfa innan skamms". Verðtryggð skuldabréf Aðspurður um vexti á verð- tryggðum skuldabréfum sagði við- skiptaráðherra: „Af verðtryggðum skuldabréf- um miðað við lánskjaravísitölu eru vextir ákveðnir af Seðlabanka ís- lands og gilda fyrir allar innláns- stofnanir. Af þeim bréfum, sem eru til innheimtu hjá viðskipta- bönkum og sparisjóðum, eru inn- heimtir vextir þeir sömu hjá öllum á árinu 1985. Hin 1. október sl. vóru vextir verðtryggðra skuldabréfa miðað við lánskjaravísitölu allt að 2,5 ár 4,0% p.a. og verðtryggðra lána minnst 2,5 ár 5,0% p.a.“ Jöfnun orkukostnaöar Guðmundur Búason (F) hefur flutt tillögu til þingsályktunar um jöfnun orkukostnaðar lands- manna, hvar sem þeir eru búsettir á landinu. Fyrirspurnir Eiður Guðnason (A) spyr sjávar- útvegsráðherra, hvort ríkisstjórn- in hafi rætt þann möguleika að ísland segi sig úr Alþjóðahvalveið- iráðinu og beiti sér ásamt öðrum fyrir því að komið verði á fót nýrri alþjóðastofnun á þessu sviði? Geir Gunnarsson (Abl.) spyr iðn- aðarráðherra, hve miklum fjár- hæðum launagreiðslur nemi til íslenzkra aðila í rekstri íslenzka álfélagsins hf. í dollurum á hverju einstöku ári 1970—1984: launa- greiðslur í heild, meðaltimalaun, meðalheildarlaun á starfsmann o.sv.fv.?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.