Morgunblaðið - 22.11.1985, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 22.11.1985, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 41 Fáskrúðsfjörður: Jólabasar til styrktar dvalar- heimili aldraðra FáNkrúðsfírdi, 20. nóvember. SAMSTARFSHÓPUR kvenna um öldrunarmál á Fáskrúðsfirði undirbýr nú af kappi jólabasar til styrktar dvalarheimili aldraðra sem verið er að byggja hér á staðnum. Basarinn verður haldinn 24. nóvember í Grunn- skólanum, og veröur þar einnig kaffi- sala. Er þetta fjórði jólabasarinn sem konurnar efna til. Á síðastliðnu ári tóku þær sig til og gáfu einangrun í dvalarheimilið og límdu hana sjálfar upp í húsið. Var það verk- efni sem metið var á 100 þúsund krónur. - Albert Ráðstefna um stöðu hús- verndunar RÁÐSTEFNA Torfusamtakanna um stöðu húsverndunar verður haldin 23. nóvember 1985 í Litlu Brekku á Bern- höftstorfu. (Bankastræti 2). Á nokkrum seinustu árum hafa Torfusamtökin einbeitt sér að við- gerð og endurbyggingu húsanna á Bernhðftstorfunni og minna hefur farið fyrir virku almennu félags- starfi en áður var. Lítil umræða hefur farið fram um húsaverndunarmál á þessum árum og um tíma virtist sem húsverndun- arstefna hefði aukist mjög mikið fylgi í kjölfar þess að húsin á Bern- höftstorfu voru endurbætt og opnuð almenningi. Nú bendir hins vegar ýmislegt til þess að við höfum lagt rangt mat á stöðuna. Húsafriðunarsinnar hafa senni- lega blundað á verðinum því nú er boðað stórfelldara niðurrif gamalla húsa í miðbæ Reykjavíkur á næstu árum en menn óraði fyrir. Fjalakötturinn, eitt stærsta og sér- stæðasta timburhús í miðbænum, var rifinn fyrir fáeinum dögum og tugir annarra húsa virðast eiga að fylgja í kjölfarið á næstu árum. Torfusamtökin bjóða nú af þessum sökum öllum þeim sem áhuga hafa á því að ræða stöðu húsverndunar- og húsafriðunarmála til eins dags ráðstefnu laugardaginn 23. nóvem- ber nk. Dagskrá ráðstefnunnar er sem hér segir: Formaður Torfusamtakanna setur ráðstefnuna kl. 10.00. Hjörleif- ur Stefánsson. íslensk húsfriðunar- stefna: Hörður Ágústsson listmálari. Viðhorf arkitekta til endurnýjunar gamalla húsa: Þorsteinn Gunnarsson arkitekt. Umræður. Matarhlé. Stefna borgaryfirvalda í varðveislu gamalla bæjarhluta: Þorvaldur S. Þorvalds- son forstöðumaður Borgarskipulags. Hvernig tryggja má varðveislu gamallar byggðar: Guðrún Jónsdótt- ir arkitekt. Umræður. Basar í Hjúkr- unarskólanum Hjúkrunarskóli Islands gengst fyrir basar í skólanum á Eiríksgötu 34, föstudaginn 22. nóvember á tíma- bilinu frá klukkan 13.00 til 18.00. Til sölu verða jólakort, kerti, kökur, jóla- rósir o.fl. heimili landsins! ; fHargmifrlafrifr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.