Morgunblaðið - 22.11.1985, Síða 47

Morgunblaðið - 22.11.1985, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1986 47 - II Úr Hskvinnslu. Morgunblaðið/Friðþjófur. gera sem fyrst úttekt á aldurs- dreifingu íslenskra fiskiskipa og þeim endurbótum sem á þeim hafa verið gerðar. Stjórn Fiskifélags íslands kynni þær niðurstöður stjórnvöldum, alþingismönnum og almenningi öllum. Hafrannsóknir Staðreynd er, að hafrannsóknir hér við land eru í algjöru lágmarki miðað við þörf fyrir þær, þar sem lífsafkoma þjóðarinnar byggist fyrst og fremst á fiskveiðum. Vegna þeirrar staðreyndar bein- ir 44. Fiskiþing því til alþingis og ríkisstjórnar að veitt verði stór- auknu fé til Hafrannsóknastofn- unar og geri þannig auknar rann- sóknir á hafsvæðum umhverfis landið og lífríkinu þar mögulegar. 1. 44. Fiskiþing fagnar þeirri samvinnu sem fram fór á árinu milli Hafrannsóknastofnunar og togarasjómanna og hvetur til að slík samvinna rannsókna- manna og sjómanna verði aukin í framtíðinni. Þingið þakkar sérstaklega forstjóra Hafrann- sóknastofnunar Jakob Jakobs- syni fyrir nána samvinnu við aðila sjávarútvegsins. 2. 44. Fiskiþing telur nauðsynlegt að í stærstu verðstöð landsins Vestmannaeyjum verði stofnað útibú frá Hafrannsóknastofn- uninni. 3. Fiskiþing hvetur til að gerð verði víðtæk leit og rannsóknir á skelveiðisvæðum fyrir Norð- urlandi og víðar, og fram fari frekari rannsóknir á rækjumið- um bæði á djúp- og grunnslóð umhverfis landið. 4. Fiskiþing mælir með því að fram fari skipulögð síldarleit árlega og liggi niðurstöður fyrir í upphafi síldveiðitímabils. 5. 44. Fiskiþing felur stjórn Fiski- félagsins, að beita sér fyrir því, að merkingar á laxi verði stór- auknar og í framhaldi af því verði gerðar tilraunaveiðar er kanni útbreiðslu hans og lífs- hætti í íslenskri fiskveiðilög- sögu. Hringormavandamál 44. Fiskiþing vekur athygli á, að sýking helstu nytjafiska af hringormi hefur aukist mikið. Fiskiþing telur, að þetta vanda- mál snerti ekki fiskiðnaðinn einan, heldur þjóðina alla, og beinir þeirri áskorun til stjórnvalda, að leggja fram fé, til að draga úr sýkingu. Fiskiþing telur nauðsynlegt að lögð verði mikil áhersla á upp- finningu tækja og búnaðar til sjálfvirkrar hreinsunar á hring- ormi úr fiski, vegna þess mikla kostnaðar sem þetta er þegar farið að valda fiskiðnaðinum. Fiskiþing vekur athygli á störf- um Hringormanefndar og þakkar þau. Jafnframt beinir þingið því til aðila sjávarútvegsins og stjórn- valda að efla stórlega störf Hring- ormanefndar með auknum fjár- framlögum. Gæði og meðferð afla 44. Fiskiþing hvetur alla sem með sjávarföng fara að tryggja verðmætara hráefni og betri með- ferð sjávarafla á sjó og í landi með því að stuðlað verði að eftirfar- andi: 1. Að árangursríkasta leiðin til að auka gæði hráefnis er að örva sjómenn til bættrar meðferðar og verður það best gert með hækkun verðs á góðum fiski. 2. Að loknum samanburði matsað- ferða verði allt gæðamat á ferskum fiski fært til svonefnds punktakerfis, sem talið er virk- ari aðferð en núverandi sjón- mat. 3. Að við mat á ísuðum fiski úr kössum eða körum, skal hvetja til þess að fiski sé raðað og kviðurinn snúi niður. 4. Að stefnt skuli að því að allur fiskur komi að landi vel ísaður í kössum eða körum, og sé lest- arrými fiskiskipa vel útbúið á hagkvæman hátt með tilliti til þessa. Þess vegna samþykkir Fiskiþing að fela tæknideild Fiskifélagsins að hanna í sam- vinnu við útvegsmenn hag- kvæma lausn á breytingum lesta fiskiskipa, og fiskigeymsl- um í landi til góðrar geymslu á fiski í kössum eða körum. 5. Að tvöfalt matskerfi á útflutn- ingsafurðum sé óþarft og eigi þvi afskipti ríkismatsins að hverfa nema sem úrskurðarað- ili, þar sem sölusamtökin hafa byggt upp eigin eftirlits- og matskerfi. 6. Þá telur þingið að langur tog- tími og útivistartími skipa hafi afgerandi áhrif á gæði aflans til hins verra. 7. Þingið leggur til, að við næstu fiskverðsákvörðun verði sjó- menn skyldaðir til að dag- merkja allan fisk, sem er í kössum eða körum. Fisk- og laxeldismál 44. Fiskiþing skorar á ríkis- stjórn og alþingi að samþykkja framkomna tillögu til þingsá- lyktunar nr. 764 um að sjávarút- vegsráðuneytið fari með fisk- ræktar- og fiskeldismál. KJARABRÉFIN eru stýrmerk rýjung. Aháfuán hafa pau skilad eipendum sfnum 26,8% ÁRSÁVÖXTUN UMFRAM VERÐTRYGGINGU' Sérfræðingar Verðbréfasjóðsins leitast við að ná hámarksávöxtun á kjarabréfum með því að velja saman hagkvæmustu verðbréfm á hverjum tíma. Með stöðugri endurskoðun á samvali verðbréfa, yfirsýn og þekkingu á verðbréfa- markaðnum tryggja sérfræðingarnir eigendum kjarabréfa hámarksávöxtun. Kjarabréfin eru stórmerk nýjung: ■ Þú færð hámarksávöxtun en tekur lágmarks áhættu. ■ Þú getur innleyst kjarabréfin hjá Verðbréfasjóðnum með nokkurra daga fyrirvara. ■ Þú lætur sérfræðinga í verðbréfaviðskiptum vinna fyrir þig. ■ Þú sparar tíma og fyrirvara. ■ Þú veist alltaf hvert verðgildi kjarabréfanna er, vegna daglegrar gengisskráningar þeirra. ■ Nafnverð kjarabréfanna er kr. 5.000 og 50.000, þannig geta allir verið með. ■ Kjarabréfin eru handhafabréf. ■ Þú getur keypt kjarabréf í næsta pósthúsi eða í Verðbréfa- markaði Fjárfestingarfélagsins, Hafnarstræti 7, Reykjavík. ÖSA/SlA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.