Morgunblaðið - 22.11.1985, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 22.11.1985, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 Minning: Gísli Jóhannes- son frá Bláfeldi Fæddur 31. mars 1902 Dáinn 14. nóvember 1985 Það var þungbúinn nóvember- morgunn þegar ég frétti lát mágs míns Gísla Jóhannessonar frá Blá- feldi. Fréttin kom ekki á óvart, hann hafði verið sjúkur um nokk- urt skeið og síðasta árið ekki haft fótavist m.a. af völdum slyss er hann varð fyrir, fyrir fáum árum. Gísli var fæddur í Hagaseli í Stað- arsveit, sonur hjónanna Kristínar Jónsdóttur og Jóhannesar Gísla- sonar. Hann ólst upp i Hagaseli ásamt fjórum systkinum og var næstelstur þeirra. Faðir Gísla mun hafa verið fyrsti organisti í Stað- arstaðarkirkju oggegndi því starfi um árabil ásamt hreppstjórnar- störfum í Staðarsveit. Heimilið hefur verið menningarheimili. Gísli byrjaði snemma að taka til hendi við bústörfin, og um mikla skólagöngu var ekki að ræða. Áhugi og meðfæddar gáfur hafa hjálpað mörgum fátækum manni til mikils þroska. Fróðleiksfýsnin fékk útrás við lestur bóka, enda kom bókasafn snemma í Staðar- sveit. Gísli stundaði sjómennsku margar vertíðir suður með sjó, og hefur áreiðanlega lagt til heimilis- ins eins og ungir menn gerðu gjarnan. Árið 1927 festi Gísli kaup á jörðinni Bláfeldi í sömu sveit og fluttist þangað ásamt foreldrum sínum og hóf þar búskap. Bláfeldur var betri jörð til ábúð- ar og óviða er náttúrufegurð meiri á Snæfellsnesi. Tignarleg fjöll í norðri og jökullinn trónar við vesturhimin. Grónar hraunbreiður og fallegir iækir. Hinn ungi bóndi mun hafa tengst staðnum órjúf- andi tryggðarböndum. Á uppvaxtarárum var Gísli mjög virkur í Ungmennafélagshreyfing- unni enda félagslega sinnaður. Hann tók snemma virkan þátt í framfaramálum sveitar sinnar og átti sæti í sveitarstjórn árum saman. « Ég kynntist ekki Gísla fyrr en hann var kominn á miðjan aldur, er hann og Guðrún Fjóla Lúthers- dóttir, systir mín, hófu hjúskap. Fjóla er ættuð frá Bergsholti í Staðarsveit. Ég var þá raunar barn að aldri, en fyrstu kynni voru ljúf og mér óhætt að fullyrða að aldrei bar skugga á samband okkar þó oft væri vík milli vina. Nokkur aldursmunur var á þeim Fjólu og Gísla, en eftir því tók ég aldrei nema maður væri minntur á það af öðrum. Fyrstu minningar mínar tengd- ar Gísla eru, að ég sé hann fyrir mér á þeysireið á ljósum hesti. Slíka gæðinga átti Gísli, að draum- urinn um að fá að fara á bak hestinum fallega var ótímabær svo ungum strák sem ég var þá. Árið 1946 brugðu þau hjón búi og fluttu til Reykjavíkur. Margar ástæður munu hafa verið fyrir því, einkum þó, að húsakostur var orðinn lélegur og þau talið betri afkomumöguleika í höfuðborginni. Gísli hóf störf við trésmíðar og hygg ég að hann hafi haft af því mikla ánægju. Fáa menn þekki ég, sem faglærðir eru, er hafa haft jafn mikinn faglegan áhuga og Gísli hafði. Á skömmum tíma ávann hann sér virðingu sam- starfsmanna sinna fyrir færni í starfi. Því miður lauk hann ekki löggiltu iðnnámi, en hann öðlaðist kunnáttu, sem kom honum að góðu gagni síðar. Dvölin í Reykjavík varð skemmri en margir bjuggust við. Húsnæðisskortur var þá öllu meiri en nú, lítið framboð og að- gangur að fjármagni takmarkaður til húsnæðiskaupa. Um tíma flutti fjölskyldan að Laxnesi og starfaði Gísli við kúabúið þar. Þau hafa örugglega verið sammála um það hjónin að flytjast aftur að Bláfeldi þrátt fyrir fyrirsjáanlega örðug- leika, uppbyggingu húsa og ræktun lands, og ekki mun fjárhagslegur ávinningur hafa orðið af þessum búferlaflutningum. Með aidraðri móður Gísla og syninum Jóhannesi Lúther er fæddist ári áður en þau fluttu til Reykjavíkur hófu þau hjón uppbyggingu útihúsa og reistu myndarlegt íbúðarhús. Lítill munur var gerður á nóttu og degi og mun eiginkonan unga hvergi hafa dregið af sér. Nú kom sér vel fengin reynsla Gísla við húsabygg- ingar. ósjaldan heyrði ég Gísla minnast með hlýhug allra þeirra mörgu er lögðu þeim hjónum lið við uppbygginguna. Þar voru ná- grannarnir fremstir í flokki og held ég að á engan sé hallað þó ég nefni Leif Þorleifsson á Hólkoti sem alltaf var fyrstur á vettvang og oftast óbeðinn. Vinátta þeirra Gísla var byggð á gagnkvæmu trausti, nánast eins og um fóst- bræður væri að ræða. Skömmu eftir að fjölskyldan fluttist í nýja húsið dvaldi ég á Bláfeldi um tíma til þess að reyna að hjálpa til við að mála og þ.h. innanhúss. Þá kynntist ég Gísla mági mínum að nokkru ráði. Gísli hafði einstakt lag á að umgangast unglinga. Góð- látlegt grin og hófleg alvara skipt- ust á. Ábendingar um það sem betur mátti fara, án þess að draga kjark úr þeim er til var talað. Ég hef síðan fundið það á dóttur minni og syni, sem bæði hafa dvalið á Bláfeldi öllum sumrum frá því þau voru um 5 ára aldur, að þannig hafa þau skynjað nær- veruna við Gísla. Þau eru mörg börnin, sem dval- ist hafa á Bláfeldi sér til ánægju og þroska. Þar var ekki einungis um að ræða systkinabörn hjón- anna, heldur börn víða að. Því miður fer þeim börnum fækkandi, sem eiga þess kost að dveljast á sumrin í sveit. Það eru nánast forréttindi þeirra, sem eiga ætt- ingja til sveita og þá undir skiln- ingi þeirra komið og manngæsku að taka börn til dvalar. Sonin Sæmund eignuðust þau hjón 1954, hann er bókhaldari að atvinnu og er kvæntur Erlu Sig- valdadóttur meinatækni. Jóhannes Lúther hefur tekið við búsforráðum á Bláfeldi og þykir hinn efnilegasti bóndi. Hjá Fjólu og Gísla ólst einnig upp systurdóttir Gísla, Guðbjörg Guðmundsdóttir. Gísli var heilsuveill hin síðustu ár og ekki bætti þar um, er hann varð fyrir alvarlegu slysi fyrir 3 árum. Hann náði sér aldrei alveg eftir það og dvaldist langdvölum á sjúkrahúsum. Hugurinn var samt á Bláfeldi og við búskapinn. Vilja- styrkurinn var mikill og eitt sinn fór hann heim af sjúkrahúsinu án þess að vera útskrifaður, því hon- um þótti batinn koma of seint. Fjóla átti einnig við vanheilsu að stríða og svo fór að þau vistuðust bæði á Élliheimilinu Grund í byrj- un þessa árs. Þar andaðist Gísli sem áður segir þann 14. þ.m. Við hjón munum alltaf minnast ánægjustunda á Bláfeldi. í eld- húsinu bar margt á góma, bæði gaman og alvöru, Gísli var einkar fróður um menn og málefni. At- burðir á Snæfellsnesi urðu ljóslif- andi í frásögn hans, en hann var einnig spurull, sérstaklega við þá sem komu langt að og höfðu ferð- ast erlendis. Eitt atvik er mér sérstaklega minnisstætt. Bjarta sumarnótt urðum við vitni að því að fyrsti maðurinn steig fæti sínum á tungl- ið og í þessu sama eldhúsi urðu heimspekilegar umræður um þann atburð. Gísli hafði margt til mál- anna að leggja og kom þá greini- lega í ljós hin styrka trú hans. Þessar fátæklegu línur eru eng- inn minnisvarði um Gísla Jóhann- esson, heldur skrifaðar af þakklæti fyrir umhyggju hans og vináttu. Við hjónin sendum Fjólu inni- legar samúðarkveðjur svo og son- um og tengdadóttur. Börn okkar eiga dýrmætar minningar um Blá- feld og húsbóndann þar. Guð blessi minningu Gísla Jó- hannessonar. P.B.L. Þann 14. nóvember 1985, andað- ist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, bróðir minn, Gísli Jóhann- esson frá Bláfeldi Staðarsveit. Það var oft erfitt síðustu árin eftir að hann varð veikur og þurfti hann oft að dvelja á sjúkrahúsum. En mesta gleði hans var er hann komst heim um tíma þar sem fjöl- skyldan og sveitin voru hans bezta hlutskipti. Gísli var bóndi á Bláfeldi í Stað- arsveit. Hann keypti jörðina af móðurbróður sínum, Guðmundi Jónssyni. Gísli ræktaði tún og engjar og byggði fallegt íbúðarhús. Þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni Fjólu Lúthersdóttur og eignuðust þau tvo syni, Jóhannes Lúther, fæddur 16. ágúst 1945, og Sæmund Kristinn Bláfeld, fæddur 7. febrúar 1953. Jóhannes Lúther er nú bóndi á Bláfeldi og hefur verið foreldrum sínum stoð og styrkur í starfi. Sæmundur fluttist til Reykjavíkur, útskrifaðist úr Verzlunarskóla íslands. Hann er giftur Erlu Sigvaldadóttur, meina- tækni, og hafa þau hjónin verið þeim Gísla og Fjólu yndisleg er þau þurftu að dvelja hér fyrir sunnan. Ég á Gísla og hans konu, Fjólu, mikið að þakka. Þau fóstruðu upp elstu dóttur mína, Guðbjörgu Guðmundsdóttur, til fimmtán ára aldurs og systkini hennar voru þar nokkur sumur líka við leik og störf. Að Bláfeldi var alltaf gott að koma til að njóta hvíldar og hress- ingar. Að endingu vil ég þakka Fjólu það mikla líknarstarf sem hún er búin að inna af hendi, að fylgja bróður mínum og dvelja á sjúkra- húsinu Grund, honum til huggun- ar. Fjóla, Lúlli, Sæmi og Erla, ég votta ykkur innilega samúð. Guð blessi framtíð ykkar. Sólveig D. Jóhannesdóttir í dag, 22. nóvember verður frændi okkar, Gísli Jóhannesson frá Bláfeldi, kvaddur hinstu kveðju frá Neskirkju kl. 13.30. Hann lést að Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund, fimmtudaginn 14. nóvember. Gísli var fæddur í Hagaseli í Staðarsveit, sonur hjónanna Kristínar Jónsdóttur og Jóhannes- ar Ólafs Gislasonar hreppstjóra og organista Staðarkirkju í mörg ár. Þau fluttu að Bláfeldi 1927 og bjó Gísli með þeim til 1942, en þá tók hann við búinu og hóf búskap með eftirlifandi konu sinni, Guð- rúnu Fjólu Lúthersdóttur frá Bergsholti í Staðarsveit. Það beið þeirra mikið verk að byggja öll húsin á jörðinni og rækta landið. Þau eignuðust tvo drengi, Jó- hannes Lúther, sem hefur annast búið í mörg ár og verið foreldrum sínum styrk stoð, og Sæmundur Kristinn Báfeld, menntaður frá Verslunarskólanum, kvæntur Erlu Sigvaldadóttur meinatækni, bú- sett í Reykjavík. Þegar við fréttum af láti Gísla hrannast upp minningar og þakk- læti í huga okkar um þetta yndis- lega heimili, sem var eins og okkar annað heimili á þeim árum sem börn eru sem leir í mótun og þau áhrif voru okkur mikil blessun. Á Bláfeldi var oft gestkvæmt eins og á svo mörgum íslenskum sveitaheimilum og tóku húsráð- endur vel á móti öllum sem að garði bar. Sóttu börnin í að vera þar. Gísli og Fjóla hafa haft mörg börn í sveit sem gefur að skilja eftir 40 ára búskap, og urðum við bræður þar með og dvaldi Sölvi þar einnig tvo vetur, svo það er margs að minnast. Alltaf þegar við erum á ferðinni er komið við á Bláfeldi og ekki síst þegar veður er ótryggt og alltaf er okkur tekið jafn vel. Gísli varð fyrir því slysi að fót- brotna illa haustið ’82, og náði sér aldrei eftir það, svo þau hjónin fluttu suður á Elli- og hjúkrunar- heimilið Grund þar sem honum var hjúkrað af bestu getu og gat Fjóla því verið hjá honum þar til yfir lauk. Gott var fyrir þau að eiga Sæma og Erlu búsett í Reykjavík þegar þau fluttu suður. Um leið og við kveðjum Gísla með hlýjum endurminningum vottum við og fjölskylda okkar ykkur Fjólu, Lúlla, Sæma og Erlu einlægar samúðarkveðjur. Tryggvi og Sölvi Konráðssynir. + Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaöir og afi, HENRIK SV. BJÖRNSSON, andaöist íBorgarspítalanum fimmtudaginn 21. nóvember. Gróa Torfhildur Björnsson, Sveinn Björnsson, Guöný Hrafnhildur Björnsson, Helga Björnsson, tengdabörn og barnabörn. Í WALTER SEEBER, f. 1919, varareeöismaöur íslands í Mílanó, er iátinn. Fyrir hönd aöstandenda, Einar Ágústsson sendiherra. + Eiginkona mín, GRETHE HELBÆK, andaöist 14. nóvember. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey. Aage Helbæk. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi VÍKINGUR JÓHANNSSON fyrrv. tónlistarskólastjóri og amtsbókavöröur, Tangagötu 13, Stykkishólmi, sem varö bráökvaddur þann 15. nóvember sl., veröur jarösunginn frá Stykkishólmskirkju iaugardaginn 23. nóvember kl. 14.00. Sigurborg Skúladóttir, Jóhann Víkingsson, Guöný K. Óladóttir, Guðrún L. Víkingsdóttir, Viðar Vésteinsson, Skúlí Víkingsson, Ingibjörg Kaldal, Halldór Víkingsson, Ingvar Víkingsson, og barnabörn. + Systir mín, ELÍN GUÐNADÓTTIR, Bárugötu 8, veröur jarösungin frá Frikirkjunni í Reykjavík föstudaginn 22. nóvemberkl. 13.30. Þórdís G. Bridde. Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningar- greinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudags- blaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargrein- um skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgun- blaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.