Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 ÞéttsetiA Þjóðleikhúsið bar glöggan vott um mikinn almennan áhuga fyrir varðveislu og eflingu tungunnar. Ráðstefna um varðveislu og eflingu íslenskrar tungii: Sóknin er hafin Húsfyllir í Þjóðleikhúsinu á fullveldisdaginn „MEÐ hliðsjón af því hversu margir hlýddu kallinu í dag er ekki astaeða til annars en að vera bjartsýnn. Upphafið lofar sannarlega góðu,“ sagði Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins á ráðstefnu um varðveislu og eflingu tungunnar, sem haldin var í Þjóðleikhúsinu á fullveldisdaginn, 1. desember. Hvert sæti var skipaö í húsinu og af undirtektum ráðstefnugesta mátti ráða, að víðtækur áhugi er fyrír því að standa vörð um íslenska tungu. „Sóknin er hafin“ voru lokaorð menntamálaráðherra er hann sleit ráðstefnunni og var þeirri hvatningu tekið með dynjandi lófataki viðstaddra. Boðað var til ráðstefnunnar að frumkvæði menntamálaráðherra og í setningaræðu sinni sagði hann meðal annars: „Þessi samkoma er upphaf þeirra aðgerða sem menntamálaráðuneytið mun beita sér fyrir af sinni hálfu til að snúa því undanhaldi, sem mælt íslenskt mál er á nú um stundir, i sókn. í stórsókn, sem ekki mun heppnast nema víðtæk samvinna takist og almenn vakning verði.“ Sverrir Hermannsson sagði að af hálfu menntamálaráðuneytisins yrði nú im ráðum beitt sem tiltæk væru. ráði væri að efla kennslu í ís- lensku að því er varðar mælt mál, framburð og framsögn. Stefnt yrði að endurmenntun kennara og rík- isfjölmiðlum falin ný og stóraukin verkefni, þar sem þeir yrðu til fyrirmyndar um meðferð málsins. Ráðstefnustjóri var Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri, og frum- mælendur voru Sigurður Pálsson, formaður Rithöfundasambands, íslands, Sigríður Árnadóttir, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Ármann Helgason, fulltrúi Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri, Sigfús Karlsson, nemi í Verkmenntaskólanum á Akureyri, Magnús E. Sigurðsson, formaður Félags bókagerðarmanna, Bergur Jónsson, formaður orðanefndar rafmagnsverkfræðinga, Leifur Magnússon, formaður orðanefndar Flugleiða, Barði Friðriksson, full- trúi Vinnuveitendasambands ís- lands, Guðmundur Jóhannsson, háskólastúdent, Hulda Bragadótt- ir, nemi í Menntaskólanum á Isafirði, Gísli Víkingsson, nemi í Menntaskólanum á Egilsstöðum, Heimir Pálsson, formaður Banda- lags kennarafélaganna, Sigurður Svavarsson, formaður Samtaka móðurmálskennara, Sigrún Helga- dóttir, fulltrúi Skýrslutæknifélags íslands, Guðrún Kvaran, fulltrúi Orðabókar Háskólans, og Baldur Jónsson, formaður íslenskrar mál- nefndar. Á milli ávarpa var einsöngur og leikþættir. Elísabet Eiríksdóttir söng við undirleik Láru Rafns- dóttur, ólöf Kolbrún Harðardóttir söng við undirleik Jóns Stefáns- sonar og Kristinn Sigmundsson söng við undirleik Jónasar Ingi- mundarsonar. Þá var fluttur leik- þáttur í fjórum atriðum eftir Jón Hjartarson, þar sem fjallað var á gamansaman hátt um bögumæli og slettur. Höfundur leikstýrði og flytjendur voru Guðrún Þ. Steph- ensen, Karl Guðmundsson, Ragn- heiður Tryggvadóttir og Einar Jón Briem. Ráðstefnunni barst áskorun frá Bandalagi íslenskra listamanna svohljóðandi: „Ráðstefna Banda- lags íslenskra listamanna, haldin laugardaginn 30. nóvember 1985 um „Menningarstefnu stjórnvalda - sjálfsvitund listamanna", skorar á menntamálaráðherra, Sverri Skylt verði að þýða á íslensku allan texta með sjónvarpsmyndum — segir í einni af þremur ályktunum sem samþykktar voru á ráðstefnunni í ÁLYKTUNUM, sem samþykktar voru á ráðstefnunni, er meðal annars þeim tilmælum beint til aðila vinnumarkaðarins, að beita sér fyrír kosningu málnefnda, sem freisti þess að finna íslensk orð yfir ný tæki og verkheiti. Þá segir að mikilvægt sé að gera kennarastörf eftirsóknarverð og lífvænleg á nýjan leik. Ennfremur að nauðsynlegt sé að setja í lög grein, þar sem kveðið er á um rétt tungunnar með þeim hætti að skylt verði að þýða á íslensku allan texta, utan sönglaga, sem dreift er með sjónvarpsmyndum. Ályktanirnar þrjár, sem samþykktar voru á ráðstefnunni, eru svohljóðandi: 1. Ráðstefna um varðveislu og eflingu tungunnar, haldin að til- hlutan Sverris Hermannssonar, menntamálaráðherra, í Þjóðleik- húsinu 1. desember 1985, ályktar: Vegna þeirrar áhættu fyrir tunguna sem fylgir því að taka ný tæki í notkun á vinnustððum og vegna þeirrar málblöndunar, sem þegar hefur átt sér stað, beinir ráðstefnan þeim tilmælum til for- ystumanna vinnumarkaðarins, einstakra vinnusvæða og almennt til starfandi fólks, að það beiti sér fyrir kosningu málnefnda hvert á sínu sviði, sem freisti þess að finna íslensk orð yfir tæki og verkheiti, sem eru ný af nálinni eða koma til sögu í framtíðinni og sjái til þess að hin nýju orð verði öllum kunn. Jafnframt þakkar ráðstefn- an þeim, sem þegar hafa komið upp málnefndum á sinum vett- vangi eða hafa þær í undirbúningi. 2. Ráðstefna um varðveislu og eflingu tungunnar, haldin að til- hlutan Sverris Hermannssonar, menntamálaráðherra, i Þjóðleik- húsinu 1. desember 1985, ályktar: Um leið og ráðstefnan vekur athygli á því, að íslensk tunga virðist á undanhaldi, einkum i töluðu máli, telur hún nauðsynlegt að hefja kennslu í upplestri á efri skólastigum og meðferð tungunnar í mæltu máli. Með skýrum og fal- legum framburði tungunnar næst fram sú undirstaða, sem gæti snú- ið okkur frá því undanhaldi, sem almælt er að nú riki. Mjög mikil- vægt er að gera kennarastörf eftir- sóknarverð og lífvænleg á nýjan leik. 3. Ráðstefna um varðveislu og eflingu tungunnar, haldin að til- hlutan Sverris Hermannssonar, menntamálaráðherra, í Þjóðleik- húsinu 1. desember 1985, ályktar: Vegna stóraukinnar sóknar er- lendra áhrifa við gjörbyltingu í fjölmiðlum ber að bregðast við nýjum vanda með laga- og reglu- gerðarsetningu um vernd tung- unnar. Er þá einkum vísað til sendinga á sjónvarpsefni um gerfi- hnetti. Nauðsynlegt er að setja í fjarskipta- eða útvarpslög grein, þar sem kveðið er á um rétt tung- unnar með þeim hætti að skylt verði að þýða á íslensku allan texta, utan sönglaga, sem dreift er með sjónvarpsmyndum á al- mennan vettvang. Með því móti yrði þýðingarskylda á erlendu efni ótvíræð. Morgunblaöið/RAX Frá ráöstefnunni um varðveislu og efiingu tungunnar í Þjóðleikhúsinu. Sigurður Pálsson er í ræðustól. Til vinstri eru Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri, Magnús E. Sigurðsson, Barði Friðriksson, Leifur Magnússon, Bergur Jónsson og Ás- mundur Stefánsson. Fyrir aftan ræðumann sitja Sigfús Karlsson, Ármann Helgason og Sigríður Arnadóttir. Hermannsson, að fylgja fast eftir yfirlýstum áhuga sínum á varð- veislu og eflingu íslenskrar tungu, meðal annars með því að gera nú stórátak til þess að auka fiutning og samningu hvers kyns innlends menningarefnis í hinu ríkisrekna sjónvarpi og hljóðvarpi “ Ráð- stefnunni lauk svo með samþykkt þriggja ályktana, þar sem kveðið er nánar á um framgang og mark- mið þeirrar sóknar sem nú er hafin til varðveislu og eflingar íslenskr- ar tungu. Hér er um tilveru- rétt íslenskrar þjóðar að tefla Ávarp Sverris Hermannssonar, menntamálaráðherra, við setningu ráðstefnunnar UNDANFARINN hálfan annan áratug hafa ýmsir þættir, sem varða móðurmálið, verið til um- ræðu á hinu háa Alþingi. I vax- andi mæli hefir íslenzkri tungu verið gefinn gaumur í þeim sölum og ályktanir gerðar henni til varð- veizlu og eflingar. Er það vel, en ýmsum hefir ekki þótt nóg að gert í framkvæmdinni og þeirra á meðal er sá sem hér talar. Fyrir því var einsýnt að ég myndi beita mér enn frekar í málinu, þegar mér hafði veríð skákað í þá stöðu sem nú gegni ég. Þessi samkoma er upphaf þeirra aðgerða sem Menntamálaráðuneytið mun beita sér fyrir af sinni hálfu til að snúa því undanhaldi, sem mælt íslenzkt mál er á nú um stundir, í sókn. I stórsókn, sem ekki mun heppnast nema víðtæk samvinna takist og almenn vakning verði. Það er raunaleg staðreynd að mjög margir skella skollaeyrum við þeirri alvarlegu staðreynd að erlend máláhrif á íslandi færast mjög í vöxt. Af þeim vonda draumi þarf að vekja þjóðina. Um þetta þarf ekki að deila. Dæmin glymja í eyrum daglangt. Þarf ekki að skunda á vinnu- svæði flugliða til að færa sönnur á þá köldu staðreynd. Af hálfu Menntamálaráðu- neytisins verður nú þeim ráðum beitt sem tiltæk eru. Fyrst og fremst verður það á vegum skóla og fjölmiðla. Kennsla í íslenzku í skólum verður aukin og efld að því er varðar mælt mál, fram- burð og framsögn. Til þess að árangurs megi vænta þarf að endurmennta kennarastéttina og verður Kennaraháskólinn að gegna þar forystuhlutverki. Fjöl- miðlum, útvarpi og sjónvarpi, verða falin ný og stóraukin verk- efni, þar sem þeir verða til fyrir- myndar um meðferð málsins og opna íslenzkar bækur, fornar og nýjar, fyrir ungu fólki. Það er að vísu nægilegt vald í mínum höndum til að gefa fyrir- mæli um það sem ég nú hefi nefnt. En „skipað gæti ég væri mér hlýtt“ var orðtak í ögurvík. Hætt er við að verk þessi verði Morgunblaflii/RAX Sverrir Hermannsson, mennta- málaráðherra, í ræðustóli við setn- ingu ráðstefnunnar í Þjóðleikhús- inu. Að baki honum má sjá Sigríði Árnadóttur fréttamann og Sigurð Pálsson formann Rithöfundasam- bands íslands. ekki unnin með valdboði einu saman. Hið fyrsta er að gera sér grein fyrir alvöru málsins, að hér er um tilverurétt íslenzkrar þjóðar að tefla. Að svo búnu verða allir reiðubúnir að leggja sig fram af fremsta megni að snúa vörn í sókn. Þá mun sá samhugur verða sem fleyta mun okkur léttilega fram til sigurs. Að vísu ekki endanlegs sigurs. Baráttunni linnir aldrei meðan íslenzk þjóð byggir landið. lslenzk tunga á í vök að verj- ast. Enn mun að henni sótt af auknu afli þegar grúi vígahnatta tekur að sveima yfir höfðum okkar og spú yfir okkur lág- menningu ómældri á erlendum tungum. En — það hefir áður verið sótt að íslenzkri tungu. Það er með ólíkindum að hún skyldi standast raun sex alda erlendrar yfirdrottnunar og embættis- mannaskara. Kannski gerði hún enn betur. Kannski reis íslenzk tunga upp undan þeirri ásókn, auðugri og fegurri en nokkru sinni. Svo mun enn verða ef við viljum. Ráðstefnan er sett.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.