Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 3. DESEMBER1985 ÍllLtLlJ L , . L Ut'LLlU erflutt í nýja húsið Fjölbreyttari og betri þjónusta en áður var. Næturhólf — geymsluhólf. Öll innlend og erlend bankaviðskipti. MELAÚTIBÚ HÓTEL SÖGU V/HAGATORG SÍMI 18140 fHittgtiiiMiifrlfr Áskriftarsíminn er 83033 Lokaverkið um Andra Haraldsson Bókaúlgáfan Punktar sendir frá sér nýja skáldsögu eftir Pétur Gunn- arsson sem heitir Sagan öll. í fréttatilkynningu frá Punktum segir: „Sagan öll er lokaverk í bálkin- um sem hófst með Punktur punkt- ur komma strik. í Sagan öll segir af tilraunum Andra Haraldssonar til að fóta sig í nútímanum og örvæntingarfullri leit hans að sjálfum sér. Leikurinn berst frá Kaupmannahöfn til Konstantinóp- el þar sem örlögin grípa í taumana. En jafnhliða því sem saga Andra er rakin áfram, er hún rakin upp. í ljós kemur að Andri Haraldsson er ekki allur þar sem hann er séð- ur, á bak við hann leynist fyrir- mynd: Guðmundur Andri Haralds- son, kallaður Manni. Hann er heimilisfaðir og sagnfræðingur sem þjáist af minnisleysi og á í brösum með að koma veröldinni heim og saman. Með vasabók að vopni reynir hann að fá dagana til að nema staðar og fortíðina til að enduróma í ritvélinni..." Sagan öll er fimmta bók Péturs Gunnarssonar, 273 bls. og fæst bæði innbundin og í kilju. Bók um furðufugla Frjálst framtak hf. hefur sent frá sér bókina Heimsins mestu furðu- fuglar eftir Mike Parker í íslenskri þýðingu Karls Birgissonar. í fréttatilkynningu frá útgef- anda segir ennfremur: Heimsins mestu furðufuglar fjallar um fólk sem hefur á einhvern hátt skorið sig rækilega úr fjöldanum. Af einstökum frásögnum bókarinnar má geta kafla um John Merricks, sem þekktur var undir nafninu Fílamaðurinn, en um hann og ævi hans var gerð kvikmynd, og kafla um Síamstvíburana Eng og Chang og sagt frá fólki sem hafði afbrigðilegt tölvuminni og gat leyst flóknustu þrautir á svip- stundu og getið um sterkasta fólk, sem sögur fara af, feitasta fólkið, hávaxnasta fólkið, minnstu dvergana, hár- og skeggprúðasta fólkið, úlfabörn og uppvakninga svo að nokkur dæmi séu nefnd. Heimsins mestu furðufuglar er sett, umbrotin, filmuunnin og prentuð í Prentstofu G. Bene- diktssonar en bundin hjá Bókfelli. Kápu gerði Sigurður Valur. Heimsins mestu FURÐUFUGLAR Bernharður Guðmundsson í hinni nýju verslun sinni, Blómahorni í Garðabæ. Garðabær: Blómahornið, ný blóma- og gjafavöruverslun Ný blóma- og gjafavöruverslun hefur verið opnuð í Garðabæ, sem ber heitið Blómahornið. Kigendur Blómahornsins eru hjónin Guðrún H. Jóns- dóttir og Bernharður Guðmundsson. Verslunin er í miðbæjarkjarna Verslunin er opin mánudaga til Garðabæjar við Garðatorg 3 og er föstudaga frá kl. 9.00 til 21.00 og í sama húsnæði og ljósritunaratof- um helgar frá kl. 11.00 til 21.00. an Ljósrún. Sími verslunarinnar er 651722.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.