Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 27 Tvö leikrit Aristófanesar Bókaútgáfa Menningarsjóós hef- ur gefið út bókina Tvö leikrit um konur og stjórnmál, eftir gríska fornskáldið Aristófanes (um 447 til um 385 f.Kr.) í Ijóðaþýðingu Krist- jáns Arnasonar, en efni hennar eru skopleikirnir Lýsistrata (411) og Þingkonurnar (393 eða 392). Birtast þýðingar þessar hér í fyrsta sinni á prenti, en þær hafa báðar verið fluttar á leiksviði áður og önnur tvívegis í sjónvarpi. Fréttatilkynningu frá útgefanda segir: „Eftir Aristófanes hafa varðveist níu leikrit auk Lýsiströtu og Þingkvennanna, en þau eru: Akarningar, Riddarar, Skýin, Vesp- urnar, Friðurinn, Fuglarnir, Kvennahátíðin, Froskarnir og Plút- ós. Aristófanes er kunnastur af grísku skopleikjahöfundunum fornu og einn af máttarstólðum heimsbókmenntanna. Lýsistrata hermir hvernig konurnar í Aþenu þvinga karlmennina til að semja frið með því að svelta þá kynferðis- lega, en Þingkonurnar segja frá því er kvenfólkið þar tekur völdin og kemur á sameignarþjóðfélagi. Þykja leikrit þessa meistara skír- skota furðulega beint til okkar i dag. Aristófanes dregur einatt áhorfendur inn í hinar ævintýra- legustu kringumstæður, oft á þann hátt að snúa við þeim sem fyrir eru, og þannig verða þessar kring- umstæður einatt prófsteinn á veruleikann og tilefni til að beina skeytum að því i samtíð höfundar sem honum var verst við.“ Efnisskrá bókarinnar skiptist í fjóra þætti. Fyrst er inngangur um skáldskap Aristófanes, þá þýð- ingarnar á Lýsiströtu og Þingkonun- um og loks athugasemdir og skýr- ingar við báða leikina. Tvö leikrit um konur og stjórnmál eru 200 bls. að stærð. Bókin er sett, prentuð og bundin í Prentsmiðju Hafnar- fjarðar. Bókarauki er myndir frá sýningu Þjóðleikhússins á Lýsi- strötu haustið 1972 undir leik- stjórn Brynju Benediktsdóttur. (Or fréttatilkynninjíu) Frásagnir af Suðurnesjum Guðmundur A. Finnbogason hef- ur skrifað og gefíð út bók, sem heit- ir „I bak og fyrir — frásagnir af Suðurnesjum". Bókin skiptist í þrettán kafla. Þeir heita: Hjónin í Króki, Eyjólf- ur Þorgeirsson og Guðný Jóhann- esdóttir og ættfólk þeirra. Systkini Eyjólfs í Króki, Mársbúðir, Njarð- vík-fyrsti mótorbátur í eigu Njarð- vikinga, þáttur af Guðrúnu Páls- dóttur skáldkonu, Frá Ólafi V. Ófeigssyni og Guðmundi Gott- skálkssyni, Yfirsetumaðurinn Ein- ar Jónsson I Miðhúsum. Ýmsar sagnir skráðar eftir frásögn Finn- boga Guðmundssonar, Frásagnir Jórunnar Jónsdóttur í Innri- Njarðvík, Þorkelína heilluð af huldukonu, Minningar Finnboga Guðmundssonar útvegsbónda í Tjarnarkoti, Rósa Jónsdóttir — síðasta manneskjan í Njarðvíkum er sett var niður á sveit og síðasti kaflinn heitir Skiptapinn frá Tjarnarkoti og dulheyrn Klemens- ar. Bókin í bak og fyrir er 175 blað- síður, prentun og setningu annað- Guðmundur A. Finnbogason ist Prentberg hf. og Félagsbók- bandið hf. batt bókina. Lífshættir í Reykjavík 1930—40 ERT ÞÚ BÚIN AÐ FARA í SKOÐUN ? Bókaútgáfa Menningarsjóðs hef- ur gefíð út sjöunda bindi í ritröðinni Sagnfræðirannsóknir, Studia histor- ica, sem Sagnfræðistofnun Háskóla íslands og Menningarsjóður standa að, en ritstjóri hennar er Bergsteinn Jónsson. Nefnist bók þessi Lífs- hættir í Reykjavík 1930-1940 og er eftir Sigurð G. Magnússon. „í fréttatilkynningu frá útgef- anda segir, að höfundur bregði upp mynd af fimm fjölskyldum í höfuð- borginni á þessum árum, tveimur vel megandi, tveimur vel bjargálna og einni sem hélt við örbirgð. Efni bókarinnar er á þá lund að höfundur rekur tilefni hennar í formála en fjallar síðan í inngangi um kreppuástandið á þeim tíma er frá segir. Þá tekur við megin- kaflinn þar sem greinir frá híbýl- um, húsmunum og daglegum lifn- aðarháttum fjölskyldnanna fimm, en þar er lýst heimilum Kristinar Guðmundsdóttur og ólafs Þor- steinssonar læknis á Skólabrú 2, Oddrúnar Sigurðardóttur og Helga Magnússonar kaupmanns i Bankastræti 7, Margrétar Gísla- dóttur og Guðmundar Gislasonar skipasmiðs á Vesturgötu 30, Vil- borgar Jónsdóttur og Aðalsteins Guðmundssonar verkamanns að Hofsvallagötu 15 og Ragnars Jóns- sonar verkamanns og fjölskyldu hans í Bjarnaborg og Pólunum og á fleiri stöðum. Loks flytur bókin niðurstöður höfundar, svo og skrá yfir tilvisanir, heimildaskrá og nafnaskrá. Myndir, uppdrættir og töflur fylgja einnig efninu til skýr- ingar.“ Lífshættir í Reykjavík 1930-1940 er 160 bls. að stærð. Bókin er unnin í prentsmiðjunni Eddu. Lífskjarasáttimli, sátt um hvað? MÁLFUNDAFÉLAG félagshyggju- fólks gengst fyrir fundi um efnið „Lífskjarasáttmáli; sátt um hvað?“ á Hotel Borg í kvöld og hefst hann kl. 20.30. Bryddað hefur verið upp á nýjum hugmyndum við gerð kjarasamn- inga. Rætt er um lífskjarasáttmála sem ríkisvaldið ábyrgðist. Vakna þá spurningar um hvort þetta sé vænleg leið til að bæta kjör launafólks eða hvort búið sé að færa gömlu „félags- málapakkana" í nýjan búning. Þeir sem munu hafa framsögu um þetta á fundinum verða: Ólafur Davíðsson, frkv.stj. Félags íslenskra iðnrek- enda, Þröstur Ólafsson, frkvstj. Dagsbrúnar, Birgir Árnason, hag- fræðingur, og Þorlákur Helgason, hagfræðingur. SKOÐUNARSTAÐIR: Daglega: Leitarstöð Krabbameinsfélagsins Skogarhlið8. sími: (91) 621515 Vikulega: Akureyri sími. (96) 21592 Akranesi sími: (93) 2311 Mánaðarlega: ísafjörður sími: (94) 3811 Keflavík sími: (92) 4000 Selfoss sími: (99) 1300 Konur búsettar á öðrum stöðum, hafi samband við heilsugæslustöð í sínu umdæmi. ÁRANGUR OKKAR BYGGIST Á ÞÁTTTÖKU YKKAR. Krabbameinsfélagið fltaogtmMnfcffe Áskriftarsíminn er 83033 FrétUtilkynninj; 8b 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.