Morgunblaðið - 03.12.1985, Page 27

Morgunblaðið - 03.12.1985, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 27 Tvö leikrit Aristófanesar Bókaútgáfa Menningarsjóós hef- ur gefið út bókina Tvö leikrit um konur og stjórnmál, eftir gríska fornskáldið Aristófanes (um 447 til um 385 f.Kr.) í Ijóðaþýðingu Krist- jáns Arnasonar, en efni hennar eru skopleikirnir Lýsistrata (411) og Þingkonurnar (393 eða 392). Birtast þýðingar þessar hér í fyrsta sinni á prenti, en þær hafa báðar verið fluttar á leiksviði áður og önnur tvívegis í sjónvarpi. Fréttatilkynningu frá útgefanda segir: „Eftir Aristófanes hafa varðveist níu leikrit auk Lýsiströtu og Þingkvennanna, en þau eru: Akarningar, Riddarar, Skýin, Vesp- urnar, Friðurinn, Fuglarnir, Kvennahátíðin, Froskarnir og Plút- ós. Aristófanes er kunnastur af grísku skopleikjahöfundunum fornu og einn af máttarstólðum heimsbókmenntanna. Lýsistrata hermir hvernig konurnar í Aþenu þvinga karlmennina til að semja frið með því að svelta þá kynferðis- lega, en Þingkonurnar segja frá því er kvenfólkið þar tekur völdin og kemur á sameignarþjóðfélagi. Þykja leikrit þessa meistara skír- skota furðulega beint til okkar i dag. Aristófanes dregur einatt áhorfendur inn í hinar ævintýra- legustu kringumstæður, oft á þann hátt að snúa við þeim sem fyrir eru, og þannig verða þessar kring- umstæður einatt prófsteinn á veruleikann og tilefni til að beina skeytum að því i samtíð höfundar sem honum var verst við.“ Efnisskrá bókarinnar skiptist í fjóra þætti. Fyrst er inngangur um skáldskap Aristófanes, þá þýð- ingarnar á Lýsiströtu og Þingkonun- um og loks athugasemdir og skýr- ingar við báða leikina. Tvö leikrit um konur og stjórnmál eru 200 bls. að stærð. Bókin er sett, prentuð og bundin í Prentsmiðju Hafnar- fjarðar. Bókarauki er myndir frá sýningu Þjóðleikhússins á Lýsi- strötu haustið 1972 undir leik- stjórn Brynju Benediktsdóttur. (Or fréttatilkynninjíu) Frásagnir af Suðurnesjum Guðmundur A. Finnbogason hef- ur skrifað og gefíð út bók, sem heit- ir „I bak og fyrir — frásagnir af Suðurnesjum". Bókin skiptist í þrettán kafla. Þeir heita: Hjónin í Króki, Eyjólf- ur Þorgeirsson og Guðný Jóhann- esdóttir og ættfólk þeirra. Systkini Eyjólfs í Króki, Mársbúðir, Njarð- vík-fyrsti mótorbátur í eigu Njarð- vikinga, þáttur af Guðrúnu Páls- dóttur skáldkonu, Frá Ólafi V. Ófeigssyni og Guðmundi Gott- skálkssyni, Yfirsetumaðurinn Ein- ar Jónsson I Miðhúsum. Ýmsar sagnir skráðar eftir frásögn Finn- boga Guðmundssonar, Frásagnir Jórunnar Jónsdóttur í Innri- Njarðvík, Þorkelína heilluð af huldukonu, Minningar Finnboga Guðmundssonar útvegsbónda í Tjarnarkoti, Rósa Jónsdóttir — síðasta manneskjan í Njarðvíkum er sett var niður á sveit og síðasti kaflinn heitir Skiptapinn frá Tjarnarkoti og dulheyrn Klemens- ar. Bókin í bak og fyrir er 175 blað- síður, prentun og setningu annað- Guðmundur A. Finnbogason ist Prentberg hf. og Félagsbók- bandið hf. batt bókina. Lífshættir í Reykjavík 1930—40 ERT ÞÚ BÚIN AÐ FARA í SKOÐUN ? Bókaútgáfa Menningarsjóðs hef- ur gefíð út sjöunda bindi í ritröðinni Sagnfræðirannsóknir, Studia histor- ica, sem Sagnfræðistofnun Háskóla íslands og Menningarsjóður standa að, en ritstjóri hennar er Bergsteinn Jónsson. Nefnist bók þessi Lífs- hættir í Reykjavík 1930-1940 og er eftir Sigurð G. Magnússon. „í fréttatilkynningu frá útgef- anda segir, að höfundur bregði upp mynd af fimm fjölskyldum í höfuð- borginni á þessum árum, tveimur vel megandi, tveimur vel bjargálna og einni sem hélt við örbirgð. Efni bókarinnar er á þá lund að höfundur rekur tilefni hennar í formála en fjallar síðan í inngangi um kreppuástandið á þeim tíma er frá segir. Þá tekur við megin- kaflinn þar sem greinir frá híbýl- um, húsmunum og daglegum lifn- aðarháttum fjölskyldnanna fimm, en þar er lýst heimilum Kristinar Guðmundsdóttur og ólafs Þor- steinssonar læknis á Skólabrú 2, Oddrúnar Sigurðardóttur og Helga Magnússonar kaupmanns i Bankastræti 7, Margrétar Gísla- dóttur og Guðmundar Gislasonar skipasmiðs á Vesturgötu 30, Vil- borgar Jónsdóttur og Aðalsteins Guðmundssonar verkamanns að Hofsvallagötu 15 og Ragnars Jóns- sonar verkamanns og fjölskyldu hans í Bjarnaborg og Pólunum og á fleiri stöðum. Loks flytur bókin niðurstöður höfundar, svo og skrá yfir tilvisanir, heimildaskrá og nafnaskrá. Myndir, uppdrættir og töflur fylgja einnig efninu til skýr- ingar.“ Lífshættir í Reykjavík 1930-1940 er 160 bls. að stærð. Bókin er unnin í prentsmiðjunni Eddu. Lífskjarasáttimli, sátt um hvað? MÁLFUNDAFÉLAG félagshyggju- fólks gengst fyrir fundi um efnið „Lífskjarasáttmáli; sátt um hvað?“ á Hotel Borg í kvöld og hefst hann kl. 20.30. Bryddað hefur verið upp á nýjum hugmyndum við gerð kjarasamn- inga. Rætt er um lífskjarasáttmála sem ríkisvaldið ábyrgðist. Vakna þá spurningar um hvort þetta sé vænleg leið til að bæta kjör launafólks eða hvort búið sé að færa gömlu „félags- málapakkana" í nýjan búning. Þeir sem munu hafa framsögu um þetta á fundinum verða: Ólafur Davíðsson, frkv.stj. Félags íslenskra iðnrek- enda, Þröstur Ólafsson, frkvstj. Dagsbrúnar, Birgir Árnason, hag- fræðingur, og Þorlákur Helgason, hagfræðingur. SKOÐUNARSTAÐIR: Daglega: Leitarstöð Krabbameinsfélagsins Skogarhlið8. sími: (91) 621515 Vikulega: Akureyri sími. (96) 21592 Akranesi sími: (93) 2311 Mánaðarlega: ísafjörður sími: (94) 3811 Keflavík sími: (92) 4000 Selfoss sími: (99) 1300 Konur búsettar á öðrum stöðum, hafi samband við heilsugæslustöð í sínu umdæmi. ÁRANGUR OKKAR BYGGIST Á ÞÁTTTÖKU YKKAR. Krabbameinsfélagið fltaogtmMnfcffe Áskriftarsíminn er 83033 FrétUtilkynninj; 8b 40

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.