Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985, Jón Kjartansson forstjóri — Minning Pæddur 5. júní 1917 Dáinn 21. nóvember 1985 Með Jóni Kjartanssyni er fallinn frá einhver sá mætasti maður, sem ég hef kynnst. Jón var mætur vegna eigin mannkosta. Hann var sannur drengskaparmaður. Jón var samvinnu- og félags- hyggjumaður af hugsjón. Hann kynntist því í verki í uppeldi og áratugastarfi í heimabyggð sinni, Siglufirði, að sameinaðir lyfta mennirnir Grettistaki. Honum var hins vegar ljóst, að engin samtök eru sterkari en einstaklingarnir, sem mynda þau, og mat því ætíð dugmikla og framtakssama menn. Kraftur og framtak var honum sjálfum í blóð borið og það sýndi hanníverki. Jón Kjartansson var um áratuga skeið í forystusveit framsóknar- manna. Hann sat lengi á vegum flokksins í bæjarstjórn Siglufjarð- ar og var bæjarstjóri í nálægt því áratug. Jón átti sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins frá 1946. Til Reykjavíkur fluttist Jón ásamt fjölskyldu sinni 1958, þegar hann lét af starfi bæjarstjóra. Árið 1961 varð hann forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins og gegndi því ábyrgðarmikla starfi til dauðadags. Eftir að Jón fluttist til Reykja- víkur, tók hann sem fyrr mikinn þátt í flokksstarfinu. Hann var meðal annars í framboði í Norður- landskjördæmi vestra og sat á tveimur þingum. Jón átti sæti í blaðstjórn Tímans og gegndi ótal fleiri trúnaðarstörfum fyrir flokk sinn, enda minnist ég þess aldrei, að Jón hafi neitað þegar til hans var leitað. En þótt Jón hefði ákveðnar skoðanir og væri þeim trúr, unni hann öðrum þess vel að hafa sínar. Hann var sjálfur hreinskilinn og þann kost mat hann við aðra, enda átti hann fjölda kunningja í öðrum flokkum. Hvenær sem saman komu félagar og vinir var hann hrókur alls fagnaðar. Svo var á samkomum flokksins og ekki síður, hygg ég, í hópi Siglfirðinga. Jóni Kjartanssyni kynntist ég einkum síðustu tvo áratugina og lærði að meta hann meir með hverju ári. Fyrir þau kynni er ég þakklátur. Ég þakka einnig mikil og góð störf fyrir Framsóknar- flokkinn. Með Jóni er genginn góð- ur drengur og félagi. Jón var mikill hamingjumaður í einkalífi sínu. Eiginkona Jóns, Þórný Tómasdóttir, börn þeirra og fjölskyldur eiga mína dýpstu samúð. Steingrímur Hermannsson Jón Kjartansson forstjóri er lát- inn. Skyndilega og óvænt var hann kallaður burt. Þegar ég nú sting niður penna til þess að minnast þessa vinar míns er mér sannar- lega harmur í huga. Er ég rek minningarnar um kynni mín af honum, sem hófust fyrir tæpum aldarfjórðungi, verður mér þrátt fyrir allt bjart fyrir sjónum. Um Jón Kjartansson lék ávallt birta drengskapar, prúðmennsku og glaðværðar. Vegna þessara eðlis- kosta naut hann meiri mannhylli en flestir aðrir sem ég hefi þekkt. Því kynntumst við best, sem lengst og nánast samstarf áttum við hann. Mér finnst að ég gæti skrifað langt mál um Jón Kjartansson. Svo vel tel ég mig hafa þekkt hann, en nokkur kveðjuorð verða að nægja að sinni. Ég rek ekki ætt hans eða uppruna, einnig sleppi ég að nefna hin mörgu og umfangs- miklu störf, sem hann gegndi á lífsleiðinni. Aðrir munu án efa verða til þess. Það er maðurinn Jón Kjartansson, sem ég vil minnast er ég kveð hann í síðasta sinn hér á jörðu. Árið 1961 urðu mikil þáttaskil í lífi mínu og fjöl- skyldu minnar. Við hjónin stóðum þá frammi fyrir því að eldri börnin okkar voru að komast á legg. Við bjuggum úti á landi. Ef við ætluð- um að veita börnunum þá mennt- un, sem hugur okkar og þeirra stóð til, var um tvennt að velja — senda þau burt á viðkvæmasta aldri eða fylgja þeim og flytja til Reykjavík- ur. Við völdum þann kostinn. Mér bauðst starf hjá Áfengis- og tób- aksverzlun ríkisins, en þá var verið að sameina tvö ríkisfyrirtæki, Tób- akseinkasölu ríkisins og Áfengis- verzlun ríkisins. Jóni Kjartanssyni var falið að veita þessari stofnun forstöðu en hann hafði þá gegnt starfi forstjóra Áfengisverzlunar ríkisins um nokkurra ára skeið. Þegar samstarf okkar Jóns hófst hafði ég aldrei séð hann fyrr — aðeins heyrt hans getið. Mér var kunnugt um að við vorum pólitísk- ir andstæðingar. Jón hafði verið harður og áhrifamikill foringi fyrir Framsóknarflokkinn á Siglu- firði, þar sem baráttan var óvægin á þeim árum. Ég hafði líka tekið þátt í stjórnmálabaráttunni í Vestur-Skaftafellssýslu fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þar voru átökin ekki síður hörð, sýslan ein- menniskjördæmi og barist um hvert atkvæði. Ég hafði því ekki mikla ást á framsóknarmönnum. Ég var ekki laus við kvíða, þótt ég þættist þá þegar orðinn all veraldarvanur. Mér var ekki mögu- legt að gera mér grein fyrir því, hvernig mér mundi falla við ókunnan forstjóra og nýtt starf. Ég átti tal um þetta við mann mér nákominn, sem verið hafði á Siglufirði á árunum, sem Jón Kjartansson var verkstjóri hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. Þessi maður sagði: „Þú mátt treysta því, að Jón Kjartansson er góður drengur. Ég þekki það af eigin reynslu, og þú átt eftir að kynnast því.“ Ég hef fengið að kynnast því í nánu samstarfi í 24 ár og þremur mánuðum betur. Góður drengur — það er falleg mannlýsing. — Hana átti Jón Kjartansson með réttu. Hann sagði mér seinna, að sér hafi verið líkt farið og mér. Hann hafði verið dálítið tortrygginn á þennan nýja mann. Sá uggur, sem við báðir bárum í brjósti í upphafi, hvarf þó fljótt. Pólitískur skoðanamunur varð aldrei að ásteytingarsteini okkar í millum, hvorki innanhúss eða utan. Þó höguðu forlögin því þann- ig, að oftar en einu sinni sátum við báðir á Alþingi samtímis, Jón fyrir Framsóknarflokkinn en ég Sjálfstæðisflokkinn. Þegar leiðir okkar Jóns Kjart- anssonar lágu fyrst saman hafði hann lengi verið í fararbroddi fyrir mörgum nytjamálum Siglufjarðar og bæjarstjóri frá 1949-1958. Ég varð þess fljótt var, að hugur hans leitaði oft til æskustöðvanna á Siglufirði og hann fylgdist grannt með því, sem þar gerðist þótt hann hefði ærinn starfa hér syðra. Allt, sem viðkom Siglufirði, var honum kært. — Staðurinn, fólkið, athafnir þess, afkoma og örlög. Þar átti hann fjölda vina og þekkti hvern mann. Margir voru þeir Siglfirðingar, sem til hans leituðu fyrr og síðar — sumir í neyð vegna áfalla í lífinu af ýmsum toga, aðrir með hin ólík- ustu erindi. Öllum var tekið með sömu ljúfmennskunni, háum sem lágum og vandinn leystur ef þess var kostur. En það voru fleiri en Siglfirðingar, sem báðu Jón Kjart- ansson liðsinnis. Menn vissu að hann átti víða innangengt þar sem öðrum voru lokaðar dyr, og hann gat naumast neitað nokkrum manni um bón, sæi hann einhvern möguleika til að verða við henni. Mér fannst stundum hann slíta sér út fyrir aðra, jafnvel suma þá, sem reynt höfðu fyrr að leggja stein í götu hans. Áfengis- og tóbaksverzlun ríkis- ins hefur ávallt verið umdeild stofnun — ríkiseinkasala og efast margir um ágæti hennar. Stað- reyndin er þó sú, að þetta fyrirtæki hefur frá öndverðu verið drjúg tekjulind fyrir sameiginlegan sjóð landsmanna. Það er því engan veginn sama hvernig haldið er þar á spilum. Forstjórastarfið er vandasamt og ekki alltaf þakkað. Svo er raun- ar um flest opinber störf, sem mikil ábyrgð fylgir. Margir sjálfskipaðir sérfræð- ingar koma þar við sögu, vita allt betur en forstjórinn og eru jafnan tilbúnir að gefa ráð og leiðbeining- ar. Dagblöðin eru oftast vettvang- urinn, og skrifin þá ekki alltaf sanngjörn eða vinsamleg. Fyrr á árum var þetta ekki sjaldgæft, hvað Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins varðaði. Jón Kjartansson brá þá á það ráð, að boða til blaða- mannafunda. Þetta gerði hann nokkrum sinnum. Á fundum þess- um lágu frammi öll gögn, sem til- tæk voru viðkomandi rekstri stofn- unarinnar. Jafnframt var blaða- mönnum leyft að spyrja eins og þá lysti. Þetta var mjög vel þegið og miður vinsamleg blaðaskrif til- heyra liðinni tíð, því sem betur fer eru þeir í miklum meirihluta, sem vilja hafa það er sannara reynist. Eg gat þess í upphafi, að ég mundi sleppa allri ættfræði í þess- um minningarorðum. Mér er þó vel kunnugt um það, að Jón Kjartansson var kominn af merkum ættum sunnanlands og norðan. Hann bar þess líka merki, bæði að ytra útliti og í háttum. Hann var höfðinglegur í sjón og raun, svipurinn heiður og drengi- legur og handtak hans þétt og hlýtt. Jón Kjartansson var bæði vin- margur og vinfastur. Hann var félagslyndur og hafði ánægju af að umgangast fólk. Samkvæmis- og gleðimaður var hann, en gekk þó jafnan hægt um gleðinnar dyr. Hann var veitull svo af bar og kunni lag á að láta öllum líða vel þar sem hann var veitandinn. Hinir mörgu vinir hans og kunn- ingjar fengu að reyna hve nærgæt- inn hann var og skilningsríkur á annarra hagi. Hann var ótrúlega minnugur á hátíðis- og gleðidaga í lífi vina sinna og lét þá finna, að hann gladdist með þeim. Þegar svo sorg og erfiðleikar steðjuðu að, var Jón fyrstur á vettvang til þess að sýna samúð, hugga og hjálpa ef mögulegt var. Ég fer hér ekki með ýkjur vegna þess að ég er að mæla eftir látinn vin og húsbónda. Þetta er sann- leikur, sem blasti við okkur öllum, sem áttum samleið með Jóni Kjartanssyni gegnum árin. Það var oft gaman að starfa með honum. Dagurinn hófst ósjaldan með því að hann kallaði fleiri eða færri starfsmenn inn á skrifstofu sína og bauð í kaffi. Þar voru mál dagsins rædd. Oft lauk þessum umræðum með því að Jón reis úr sæti, gekk um gólf og sagði: „Nú hef ég eina góða handa ykkur“. Síðan kom nýjasta gamansagan, sem hann hafði heyrt. Jón Kjart- ansson kunni kynstrin öll af gam- ansögum og lék þær er hann sagði frá. Það lá við að okkur fyndist að fundirnir enduðu snubbótt ef ekki kom saga í lokin. Jóni lét ekki vel að sitja negldur við skrifborðið allan daginn. Hann vildi vinna í skorpum og drífa verkin af. Lengi fram eftir ævi gat hann verið mjög afkastamikill og skjótur í ákvarðanatökum. Hin allra síðustu ár fann maður hins- vegar, að snerpan var ekki eins og fyrrum, enda var hann þá farinn að kenna heilsubrests. Hann bar sig þó jafnan vel og ég hygg, að fáir hafi fundið á honum nokkurn bilbug utan þeir, sem umgengust hann daglega. Jón Kjartansson var góðum gáf- um gæddur. Hafði mikla stjórnun- arhæfileika og átti að baki langa reynslu í stjórnun er leiðir okkar lágu saman. Átján ára gamall varð hann verkstjóri hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði. Frá því hafði hann óslitið á hendi margskonar stjórnunarstörf og mannaforráð. Þótt Jón Kjartansson væri mörgum og góðum kostum búinn, var hann ekki óskeikull fremur en aðrir dauðlegir menn. Það vissi hann sjálfur og viðurkenndi hik- laust. Honum gátu orðið á mistök rétt eins og öðrum. En það var andstætt eðli hans að viðurkenna þau ekki. Aldrei hefði hvarflað að honum að reyna að kenna undir- mönnum sínum um það er miður fór ef hann átti þar hlut í máli. í slíkum tilvikum sagði hann gjarn- an: „Þarna gerði ég skyssu eða þetta var vanhugsað hjá mér, þetta var mín sök.“ Fyrir þetta og margt annað í fari Jóns, sem lýsti drengskap og heilindum, átti hann óskipta virð- ingu og vináttu starfsfólks síns. Hans er því sárt saknað í þeirri stofnun, þar sem hann svo lengi var búinn að vera húsbóndi. Það liggur í augum uppi, hvernig heimilisfaðir maður með hjartalag Jóns Kjartanssonar var. Hann átti glæsilegt heimili og góða fjöl- skyldu, sem hann breiddi sig yfir með þeirri umhyggju og ástúð, sem hann var svo ríkur af. Harmur hennar er því mikill og söknuður- inn sár. En hamingjustundirnar, sem hann gaf sínum nánustu, voru líka ómældar. Þess vegna eru minningarnar bjartar og þær eru auðlegð, sem hvorki mölur eða ryð fær grandað. Jón Kjartansson var einlægur trúmaður. Það er mér vel kunnugt um. Hann unni kirkju og kristin- dómi og efaðist ekki um líf bak við hel. Góður maður er genginn og lagður upp í þá ferð, sem öllum mannanna börnum er búin. Við, sem eftir stöndum enn um sinn, kveðjum Jón Kjartansson með virðingu og þökk. Guð blessi fjölskyldu hans og alla þá er syrgj a og sakna. Ragnar Jónsson Kveðja frá Siglufirði Fimmtudaginn 21. nóvember sl. varð Jón Kjartansson fyrrum bæjarstjóri í Siglufirði bráðkvadd- ur. Með Jóni Kjartanssyni er geng- inn einn mætasti sonur Siglufjarð- ar, sem ætíð var reiðubúinn að fórna kröftum sínum fyrir málefni Siglfirðinga og Siglufjarðar. Þegar fréttin um lát þessa trausta og góða vinar Siglfirðinga barst til bæjarins, var fólki efst í huga söknuður og þakklæti. Sökn- uður vegna vinar í stað, sem ætíð leit á Sigifirðinga sem eina heild, hvort sem var heima eða heiman og þakklæti fyrir öll þau fórnfúsu og óeigingjörnu störf sem hann innti af hendi í þágu bæjarbúa allt sitt líf. Jón Kjartansson var fæddur 5. júní 1917, og var því 68 ára er hann féll frá. Fyrstu 40 ár ævi sinnar átti hann heima í Siglufirði, eða þar til hann gerðist forstjóri Áfengis- verslunar ríkisins árið 1957. Á Siglufjarðarárum sínum gegndi Jón margvíslegum störfum, þar til hann gerðist bæjarstjóri Siglfirðinga árið 1949. Bæjarstjórastarfinu gegndi hann til ársins 1958. Á þessu tímabili voru miklir erfiðleikar hjá bæjarfélaginu, vegna brotthvarfs síldarinnar, og þeirra áfalla sem bæjarfélagið varð fyrir þegar atvinnulífið hreinlega lagðist í rúst. í störfum sínum sem bæjarstjóri sýndi Jón hversu gífulegur bar- áttumaður hann var, er hann barðist fyrir enduruppbyggingu og endursköpun atvinnulífs bæjarins á þessum tíma. Hann hafði forgöngu af hálfu bæjarfélagsins um togaraútgerð og að frystihúsrekstur og fisk- vinnsla var hafið, sem sókn til nýrrar atvinnuuppbyggingar, á þessum tíma. Sá sem þetta skrifar minnist skemmtilegrar frásagnar Jóns, af ótrúlegri baráttu hans í Reykjavík, þegar hann fór suður, eins og sagt var, til þess að sækja togarann Hafliða. Síldarverksmiðjur ríkisins, fyrsta stóriðjan á íslandi, hafa verið og eru, stærsti aflgjafi at- vinnulífsins í Siglufirði. Þessu fyrirtæki tengdist Jón snemma, fyrst sem sendisveinn, en innan við tvítugt orðinn verkstjóri. I stjórn þessa fyrirtækis hefur hann átt sæti um árabil, og síðari ár sem varaformaður stjórnarinn- ar. í stjórnarstörfum sínum hjá þessu stóra fyrirtæki, sýndi hann eins og endra nær í störfum sínum, dugnað, árvekni og fyrirhyggju, og fullyrða má að starfsemi Síldar- verksmiðja ríkisins væri ekki með þeirri reisn sem nú er, hefði Jóns Kjartanssonar ekki notið við. Það var því örugglega með mik- illi' ánægju, sem þessi sanni vinur Siglufjarðar ræsti nýja tölvu- stýrða vélbúnaðinn hjá S.R. í haust við hátíðlegt tækifæri, og þar með eina fullkomnustu verksmiðju í heimi á þessu sviði. Með þessum fáu og fátæklegu orðum vil ég fyrir hönd Bæjar- stjórnar Siglufjarðar og Siglfirð- inga allra þakka Jóni Kjartanssyni öll þau ómetanlegu störf, sem hann hefur innt af hendi í þágu Siglu- fjarðar. Siglfirðingar sakna vinar i stað. Þórnýju, börnum, tengdabörn- um og barnabörnum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Bogi Sigurbjörnsson, forseti bæjarstjórnar. Fjallasýn þykir einstaklega fög- ur í Biskupstungum, þegar komið er upp á Torfastaðaheiði og horft til norðurs. Lengst i vestri er Laugarvatnsfjall, en Bláfell lengst í austri. í góðu skyggni blasir Langjökull við i fjallahringnum, eins og tignarlegt hvitt ský mitt í bláma himinsogjarðar. Stórbrotnast fjalla og hæst sunnan jökuls er Hlöðufell, en skammt þar frá er Rótasandur, þar sem Brúará á upptök sín. Raunar eru aðalupptök hennar i Brúarárskörðum, þar sem hún sprettur fram í djúpu gili. Ekki er hún mikil að vöxtum við upptök sín, en fljótlega breiðir hún úr sér og liðast þannig áfram sem stór- fljót milli grösugra bakka sinna, unz hún sameinast Hvitá, skammt fyrir neðan Skálholt. Á leið sinni til ósa rennur hin sögufræga elfa um land Syðri- Reykja, en þar hafði Jón Kjartans- son ásamt fjölskyldu sinni reist sér sumarbústað á bökkum árinn- ar. Það er ekki of djúpt i árinni tekið, þó að sagt sé, að Jón og Þórný kona hans hafi tekið ást- fóstri við þennan stað, sem Jón nefndi gjarnan elliheimilið sitt í gamansömum tón. Það var ekki aðeins umhverfið, hinn stórbrotni fjallahringur og áin, sem dró þau að, heldur einnig áhuginn á trjá- og gróðurrækt, sem sumarbú- staðaland þeirra ber glöggt vitni. Sem næsti nágranni Jóns hafði ég stundum orð á því við hann, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.