Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 59 tunnurnar og þá fengu flestir krakkar vinnu viö að velta þeim af skipsbryggjunni og á plönin. Við eignuðumst þá nokkra aura eða krónur, allt eftir úthaldi og vorum þá ánægð og rík. Þegar síldarsöltunin byrjaði, fylltist allt af aðkomufólki og bæjarbúar týnd- ust alveg í mannfjöldanum. En þetta var samt afskaplega skemmtilegur tími. Það var afar gott að alast upp á Siglufirði á þessum árum þegar mikil gróska var í bæjarfélaginu. Þar var mikið af glöðum og heil- brigðum dugnaðarbörnum. Við vorum félagslynd og samhent í leik og störfum, enda athafnasam- ir unglingar. Margir af þessum unglingum hefur sem fulltíða fólk unnið og vinnur enn fjölmörg trún- aðarstörf fyrir þjóðina. Jón Kjart- ansson var svo sannarlega einn af þeim. Hann var léttur í lund, orð- heppinn og sístarfandi. Og kímni- gáfuna sem hann var svo þekktur fyrir, þroskaði hann með sér í uppvextinum. Þó að leiðir okkar skildu, slitn- uðu aldrei vinaböndin. Þegar við töluðum saman síðast ákváðum við að rífja upp minningar bernsku- áranna. Það gerum við ekki héðan af, en svona var æska okkar í stór- um dráttum. Hafi hann þökk fyrir trygga vináttu í gegn um árin. Eiginkonu og fjölskyldu sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Nanna Þormóðs Kveðja frá stjórn Þróunarsamvinnustofnunar íslands Jón Kjartansson hafði mörg járn í eldi um ævina og hamraði þau af einurð og list í mörgum smiðjum. Hann varði miklum tíma til starfa að velfarnaði annarra, var m.a. einn brautryðjenda að skipu- legum stuðningi fslendinga við fátækari þjóðir heims. Vildi hann að þeim, eins og íslendingum, tækist að brjótast úr örbirgð til bjárgálna — sækja fram til vel- megunar. Störf hans að þessum málum áttu sér djúpar rætur í mannlegri hlýju sem var svo rík i fari hans og setti raunar einnig sterkt svipmót á störf hans í þágu heimabyggðar og þjóðmála. Þörf náungans var hans þörf og náungi hans sá sem hjálpar var þurfi — líka þótt fjarri byggi. Störf með Jóni — svo traustum og velviljuðum — voru einkar ánægjuleg. Þegar í stað fannst glöggt að þar fór maður mikillar reynslu og ráðhollustu sem ástæða var til að leggja eyrun við hvað fram vildi færa. Þaulvanur fund- um hafði hann lag á að lífga og örva umræður með hressileika sínum, græskulausri kímni og frá- sögn af atvikum frá litríkum stjórnmála- og embættisferli. Ná- vist hans og þátttaka var í senn til gagns og ánægju. Þess fengu margir að njóta og þess er og verður mörgum ljúft að minnast. Sá fáni sem í dag á kveðjustund er dreginn í hálfa stöng mun lengi blakta við hún yfir góðum verkum þessa mæta manns. Ólafur Egilsson Jón Kjartansson var mikill Sigl- firðingur. Sú taug, sem batt hann æskustöðvunum, varð ekki að blá- þræði í tímans rás; miklu fremur að hún yrði veigameiri með árun- um. Ekkert var Siglufirði of gott eða Siglfirðingum heima og heim- an. Þeir eðlisþættir, sem standa mörgum vinum hans skýrast fyrir hugskotssjónum, eru án efa góð- vildin og hjálpfýsin. Mér er í barnsminni að á orði var haft um hann ungan hversu góður hann væri móður sinni en hún hafði orðið að sjá á bak manni sínum á besta aldri. Slíkur var hann og vinum sínum ævina alla. Ég hef líklega verið sex vetra þegar Jón og Kristján Dýrfjörð tóku mig inn í tóbaksbindindis- félagið Gunnar. Oft hafði ég orð á því við hann að þeir Dýrfjörð, ásamt frú Þóru Jónsdóttur, hefðu bundið mig hugsjóninni um „ver- öld án vímu“ það rammlega að engar tískusveiflur fengju þar nokkru um þokað. Síðar á ævinni varð það hlut- skipti Jóns Kjartanssonar að stýra Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Ég hygg hann hafi gert sér ljósa ábyrgð sína og þann reginmun sem er á ríkiseinkasölu áfengis og frjálsum leik gróðaafla með heilsu og hamingju manna þar sem sala þessa vímuefnis er með öðrum hætti. — Hann sagði í ræðu í samkvæmi starfsmanna fyrsta árið sem hann gegndi forstjóra- starfinu að í stofnuninni mætti helst enginn vinna er þætti áfengi betra en blek. Og leyfist mér að bæta við: Enginn ætti að hafa ábata af því að sala áfengis aukist; ef eitthvað væri þá hið gagnstæða. Jón Kjartansson átti mikilhæfa móður og hann eignaðist einnig hina ágætustu konu, Þórnýju Tóm- asdóttur. Vinir þeirra hjóna, þeir sem forðum áttu heima að Hlíðarvegi 19, senda henni og ástvinum henn- ar hugheilar samúðarkveðjur um leið og þeir minnast góðs drengs með virðingu og þökk._ Ólafur Haukur Árnason Jón Kjartansson var einstakur öðlingur, enda vinmargur og vin- sæll. Ungur varð hann athafnasamur og hygginn bæjarstjóri á Siglu- firði, síðar ötull baráttumaður fyrir margvíslegum þjóðþrifamál- um, er hann fékkst við stjórnmál, farsæll og traustur forstjóri um- svifamikillar ríkisstofnunar, at- kvæðamikill í stjórnum, nefndum og ráðum á sviði atvinnu-, menn- ingar- og mannúðarmála. En minning hans verður ekki einungis tengd athöfnum hans og afrekum á opinberum vettvangi heldur einnig og ekki síður persónu hans og mannlegum eðliskostum. Þar ber hæst vingjarnlegt viðmót, umhyggju og umburðarlyndi, ein- staklega skemmtilegt skopskyn og fágæta frásagnargáfu. Hvar sem hann fór var hann hrókur alls fagnaðar, kunni ó- grynni gamansagna sem hann var óspar á að segja bæði af samferða- mönnum og sjálfum sér. Mælskur var hann og rökviss, og ræður hans rómaðar. En eitt þótti honum meira virði en flest annað. Uppruni hans og æskustöðvar. Jón var Siglfirðing- ur, fæddur og uppalinn í nyrsta kaupstað landsins. Við bæinn tók hann sérstöku ástfóstri og lagði Sigiufirði og Siglfirðingum allt það lið sem hann gat. Brottfluttir bæjarbúar eru mjög fjölmennir á höfuðborgarsvæðinu. Eftir að síldin hvarf af miðunum fyrir norðan land flutti fjöldi manna sig um set, suður yfir heið- ar í atvinnuleit og ílentist þar. Ungt fólk fór brott til framhalds- náms og skilaði sér ekki aftur í heimahagana nema að litlu leyti. Fábreytni í atvinnulífi nyrðra varð til þess að það haslaði sér völl á höfuðborgarsvæðinu. Þar stofnaði Jón ásamt fleirum Siglfirðingafélagið i Reykjavík og nágrenni haustið 1961. Hann var kjörinn fyrsti formaður þess og gegndi því embætti í fimmtán ár. Siglfirðingafélagið varð snemma eitt öflugasta átthagafélag í Reykjavík og Jón leiðtogi hópsins jafnt innan félags sem utan og fylgdist með framgangi mála hjá Siglfirðingum hér syðra af föður- legri umhyggju. Félagið hefur í samræmi við tilgang sinn eflt kynni og samstarf Siglfirðinga og annarra velunnara Siglufjarðar í Reykjavík og nágrenni, unnið að menningarmálum á Siglufirði og styrkt tengsl félagsmanna við Siglufjörð. 1 félaginu er ekkert kynslóðabil því ungt fólk tekur ekki síður þátt í starfinu en hinir eldri. Skráðir félagsmenn eru á annað þúsund. Jón var kjörinn fyrsti heiðurs- félagi Siglfirðingafélagsins og kom það í minn hlut sem eftirmanns hans í formannsembætti að af- henda honum skjal þessu til stað- festingar í janúarmánuði 1978. Þá gafst tækifæri til að þakka honum áhuga hans, elju og giftudrjúg störf í þágu Siglfirðingafélagsins og Siglufjarðar um langt árabil. Við Jón störfuðum saman á fleiri sviðum og áttum margar ánægju- stundir allt fram til síðustu sam- funda okkar. Svolítið svipleiftur kemur upp í hugann. Jón kemur í heimsókn til mín i nýliðnum nóvembermánuði. Hann er geislandi af glaðværð og lífs- krafti sem endranær. Slegið er á létta strengi, sagðar fréttir og Jón flytur hamingjuóskir í tilefni af nýjum áfanga í útgáfurekstrinum. Hann segir þau Þórnýju vera á förum til Þýskalands til að heim- sækja son þeirra, Tómas Óla og fjölskyldu hans á nýjum starfs- vettvangi. Tilhlökkunin leynir sér ekki. Hann ræðir framtíðaráform sín, segist ætla að hverfa úr for- stjórastólnum hjá ÁTVR á sumri komanda og fara að sinna ýmsum áhugamálum sínum meira en tími hafi leyft frá önnum, þar á meðal ættfræðiathugunum og ritstö.rf- um. Hann er uppfullur af hug- myndum og horfir fram á veginn. Nokkrum dögum síðar fer hann utan. Það varð hans hinsta för. Litríku lífsskeiði var lokið, stunda- glasið runnið út. Samúðarkveðjur eru sendar Þórnýju og fjölskyldu hennar. Vinir og kunningjar harma fráfall góðs drengs og þakka samfylgdina. Það er lán okkar að hafa fengið að kynnast Jóni Kjartanssyni. Hann auðgaði líf þeirra sem um- gengust hann. Glaðværðin og hlýj- an mun geymast í minningunni um svipmikinn samferðamann, — meistara á sviði mannlegra sam- skipta. Ólafur Ragnarsson Það er gömul og ný reynsla, að dauðinn gerir ekki alltaf boð á undan sér. Hann kemur þá okkur grunar síst og tekur frá okkur ást- vini og góða samferðamenn, hvernig sem högum manna kann að vera háttað. Þannig var það um andlát Jóns Kjartanssonar, forstjóra, en hann lést á heimili sonar síns í Hamborg þann 21. nóvember sl., þar sem hann var á ferð ásamt konu sinni. Án efa hefur marga sett hljóða, er þeim barst fregnin um hið óvænta fráfall h^ns, því svo mjög var hann vinsæll og virtur af vin- um sínum og samferðamönnum og svo víða kom hann við sögu í at- vinnu- og félagslífi þjóðarinnar um langt skeið, svo trygglyndur var hann við gamla vini og félaga frá fyrri árum, og svo sterkum böndum ræktarsemi og átthaga- tryggðar var hann bundinn við æskustöðvar sínar í Siglufirði. Jón fæddist í Siglufirði 5. júní 1917. Foreldrar hans voru þau hjónin Kjartan Jónsson, bygginga- meistari í Siglufirði, en hann var sonur Jóns Jónssonar, síðast próf- asts að Hofi í Vopnafirði, en móðir Jóns Kjartanssonar var Jónína Tómasdóttir Bjarnarsonar, prests að Hvanneyri í Siglufirði, en síðast að Barði í Fljótum. Jón átti til góðra að telja í báðar ættir. Hann ólst upp í Siglufirði og kóm þar mjög við sögu fyrri hluta ævi sinnar. Hann lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum í Reykjavík 1935. Að námi loknu hóf hann strax störf í athafnalífi Siglufjarðar. 18 ára gamall var hann ráðinn verk- stjóri hjá Síldarverksmiðjum rík- isins í Siglufirði, og þótti sumum hann vera nokkuð ungur til þess að honum væru falin slík störf. Það var ekki vandalaust að gegna slíku starfi, en Jón vann sér strax traust og vinsældir, enda sýndi hann bæði festu og lipurð í starfi. Það má segja, að þetta hafi verið upphafið að opinberri þjónustu hans í ýmsum vandasömum störf- um síðar á ævinni. Reyndar byrj- aði hann ungur sem sendisveinn hjá Síldarverksmiðjunum. Sann- aðist hér að mjór er mikils vísir, því Jón átti síðar eftir að verða í stjórn Síldarverksmiðjanna um árabil. í þessum störfum kynntist hann vel mikilsverðum þáttum í íslensku atvinnulífi, og um leið störfum og lífskjörum þeirra manna, sem unnu daglega hin nauðsynlegu og þýðingarmiklu framleiðslustörf. Það yrði of langt mál að rekja hér öll þau störf, sem Jón Kjart- ansson hafði með höndum í lífinu, mörg þessara starfa voru erfið og vandasöm. Það var t.d. enginn leikur að vera bæjarstjóri í Siglu- firði á árunum 1949—58, þegar atvinna fór minnkandi og bæjar- búum tók að fækka ár frá ári. Þegar Jón svo tók við forstjóra- starfi við Áfengis- og tóbaksversl- un ríkisins, var þar engu síður um vandasöm störf að ræða, þótt öðru- vísi væru en þau, sem hann hafði áður haftáhendi. Þá var Jón alllengi alþingismað- ur fyrir Framsóknarflokkinn í Norðurlandskjördæmi vestra og sat á 9 þingum alls, ýmist sem varaþingmaður flokksins eða al- þingismaður. Þá var hann í all- mörg ár vararæðismaður Finna á Norðurlandi og aðalræðismaður Finnlands eftir að hann flutti hingað suður. Þá var hann formað- ur í stjórnarnefnd Hjálparstofn- unar íslensku kirkjunnar í áratug, 1969—79, og einlægur stuðnings- maður kirkjunnar. Af þessu má nokkuð ráða, að hinir ólíkustu menn báru traust til Jóns Kjart- anssonar og svo um áhugamál hans, hve fjölþætt þau voru. Það þótti hverju máli mikill styrkur að njóta starfskrafta hans og full- tingis. Hann var óvenju vinsæll maður. Hann hafði ölí einkenni ættar sinnar um lipurð og ljúf- mennsku. Hann var félagslyndur í besta lagi, tryggur í lund og hjálpsamur. Hann var hrókur alls fagnaðar í samkvæmum og á mannfundum og gestrisinn heim að sækja, og sló oft á strengi meinlausrar fyndni og hafði gott auga fyrir hinu broslega í kringum sig. Hann var þó innst inni alvöru- maður, viðkvæmur í lund og trú- hneigður og var gott að hafa hann nálægt sér á alvörustundum. Margir eiga honum skuld að gjalda fyrir hjálpsemi hans og fyrir- greiðslu og hann taldi ekki eftir sér neina fyrirhöfn í þeim efnum. Siglufjörður og Siglfirðingar áttu löngum hauk í horni þar sem hann var. Hann vann trúlega að velferð- armálum Siglufjarðar bæði á meðan hann var bæjarstjóri og meðan hann sat á Alþingi. Hann var í mörg ár formaður Siglfirð- ingafélagsins hér í Reykjavík og átti þvi mikinn þátt í því að auka ræktarsemi burtfluttra Siglfirð- inga við heimabyggðinga og halda sem bestum tengslum við þá. Við hjónin teljum það mikinn ávinning að hafa átt vináttu Jóns Kjartans- sonar, bæði á Siglufjarðarárum okkar og eftir að við komum hing- að suður, og vissulega eru þær gleðistundir margar sem við höf- um átt með honum og fjölskyldu hans, og elskulegrar móður hans, frú Jónínu Tómasdóttur, meðan hennar naut við. Fyrir þetta erum við innilega þakklát, þegar litið er til baka. Nánustu ástvinir Jóns nutu kærleika hans og umhyggju í rík- um mæli, því leitun mun hafa verið að betri heimilisföður en hann var. Hann kvæntist 17. júní 1945, Þornýju Tómasdóttur, ættaðri úr Skagafirði, og eiga þau 4 börn; Jónínu Helgu, húsfreyju í Reykja- vík, Tómas Óla, framkvæmda- stjóra hjá skipadeild Sambandsins í Hamborg, Kjartan, deildarstjóra Norðurflutningadeildar Eimskips í Reykjavík, og Ólöfu Guðrúnu, sem er í foreldrahúsum. Jón Kjartansson mun lengi verða vinum sínum minnisstæður sökum ljúfmennsku, hjálpsemi og glaðværðar meðal vina. En í raun og veru var þó alvaran veigamikill þáttur í lífsskoðun hans, og því studdi hann heilshugar mörg þau velferðarmál, sem kirkjan hafði með höndum. Þegar. Jón Kjartansson er kvaddur í dag, fylgir honum þakk- látur hugur frá mörgum vinum og samferðamönnum á lífsleiðinni. Við blessum öll minningu hans og biðjum honum fararheilla, og ástvinum hans biðjum við huggun- ar og styrks og vottum þeim dýpstu samúð í sambandi við hið óvænta fráfall hans. Vissulega munum við minnast hans, er við heyrum góðs manns getið. Óskar J. Þorláksson Það er alltaf erfitt að kveðja góðan vin, sérstaklega þann sem reynst hefir manni einstaklega vel á lífsleiðinni. Vin, sem erfitt var Blömastofa FriÖjinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- elnnig um helgar. Skreytlngar við öll tilefni. Gjafavörur. Legsteinar Ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiöjan Helluhrauni 14 sími 54034 222 Hafnarfjöröur. Legsteinar Framleiðum alfar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um 12 S.HELGASON HF I STEINSfnlÐJA ■ SKEMMUVEGI 4S SlMI 76877
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.