Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 53 speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson Hér fjöllum við um hinn dæmigerða Bogmann. Allt fólk er hins vegar samsett úr nokkrum stjörnumerkjum og því undir áhrifum ffa öðrum þáttum. Lifandi athafnamaður Bogmaðurinn er lifandi at- hafnamaður, þarf hreyfingu, líf og fjölbreytileika. Honum er illa við 9—5 vanastörf, á erfitt með að sitja kyrr og fær innilokunarkennd í þröngum herbergjum. Hann þarf svigr- úm og frelsi. Bogmaðurinn tapar lífsorku ef hann er bundinn niður og þarf að fást við sömu handtökin, verður áhugalaus og leiður. Léttlyndur í skapi er hann hress og létt- ur, jákvæður, bjartsýnn og gamansamur. Eða eins og einn landskunnur Bogmaður segir gjarnan: „Verið hress, ekkert stress, bless, bless.“ Hann erlítill vandamálasmið- ur og reynir að horfa á já- kvæðu hliðar lífsins. Bog- maðurinn er opinn, hreinn og beinn og vingjarnlegur. Þekkingarleit Eitt sterkasta einkenni Bog- mannsins er frelsisþörf og fróðleiksþorsti. Hann vill kynnast heiminum og þráir þekkingu og yfirsýn. Hann ann því ferðalögum og al- mennri hreyfingu. Bogmenn eru oft lítið fyrir skólanám, eiga erfitt með að sitja kyrrir tímunum saman yfir sömu skruddunum. Athafnir, hreyfing, útivera og íþróttir eiga mun betur við þá. Þó eru þeir fróðleiksfúsir en vilja oft frekar læra í skóla lifsins. Ábyrgðarleysi Öllu ljósi fylgja einhverjir skuggar. Bogmaðurinn hefur sínar skuggahliðar, þó hann kjósi oft að horfa framhjá þeim. Það er einmitt vanda- mál hans. Hann vill vera hress og jákvæður, er illa við þyngsli og það að velta sér uppúr því neikvæða. Því hættir honum til að horfa framhjá vandamálum og vilja flýja erfiða ábyrgð. Hann getur því átt til að vera ábyrgðarlaus. Yfirborðið Bogmaðurinn þarf einnig að gæta þess að frelsisþörf og vilji til að fara eigin leiðir verði ekki að eigingirni og tillitsleysi. Önnur hætta er sú að eirðarleysi og þörf fyrir fjölbreytileika verði að yfir- borðsmennsku. Þegar farið er úr einu í annað öðlast hann smjörþef af mörgu en þekk- ingu á engu. Yfirsýn Ef Bogmanninum tekst vel upp höfum við mann sem hefur þekkingu á ólíkum mál- efnum og getur séð hvernig ólíkir þættir spila saman, hefur yfirsýn. Fjöllyndur í ástamálum er hinn dæmi- gerði Bogmaður fjöllyndur. Hann vill vera frjáls og þolir ekki að vera bundinn niður. Vísasti vegurinn til að missa af Bogmanni er að krefjast of mikils af honum. Ef honum finnst frelsi og hreyfanleika ógnað, lætur hann sig hverfa. A hinn bóginn er Bogmaður- inn skemmtilegur félagi. Hann er lifandi, hressandi og hugmyndaríkur. Jákvæð við- horf gera að hann er yfirleitt elskaður og vel liðinn. X-9 ~Pl4lL - KX/BÞO £#K/ &/Hc.u>e/6# ? //A/r/r S£6/$r///M 0JA£*/tt> EiNHeeBssT'ieAi JdP///6/r /ee>p þi/M/tT. ÍAó -- O ^ 'fls/ €> Klnfl Fcaturet Syndlcate. Inc World r iflhts rcMrvcd *SpPE//67(/ 7/á'P£>/. DYRAGLENS J ]Z-/& TOMMI OG JENNI P.ST tO.TQ«SPHtSbSiRVK:t..^ LJÓSKA JTTT* 1. ■'ur— i^ Nirimiiiiiu FERDINAND iiiwiiiiiniiiiiniiiiiiiniiiiinnwiiiiMiiiiiiiniinniiimijjijj!j;j}!jj;|||!i;!m;!!!;!|||!!!!j||!!!;;;»»M!!;!!!;!!!H!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! SMÁFÓLK I5NTTHATTHE JACKET 6RANPMA 6AVE VOU? IF YOU UNZIP THE SLEEVES, ITTURN5INT0 A VE5T... I THINK l*LL JUST UJEARTHE 5LEEVES.. Er þetta ekki jakkinn sem Ef þú rennir niður lásunum á Þú segir ekki? ammagafþér? ermunum verður hann vesti... Ég held að ég noti bara erm- arnar... BRIDS Umsjón:Guöm. Páll Arnarson Dálkahöfundur og Þorgeir Pétur Eyjólfsson komust sjálf- krafa í Botnavinafélagið fyrir frammistöðu sína í þessu spili. Það kom upp á sunnudaginn, í síðustu umferð undankeppni Reykjavíkurmótsins. Austur gefur; N/S á hættu. Norður ♦ - V10654 ♦ G7652 ♦ KG82 Vestur ♦ DG3 ¥ ÁKG93 ♦ 9 ♦ D1054 Austur ♦ Á876542 V82 ♦ D1084 ♦ - Suður ♦ K108 VD7 ♦ ÁK3 ♦ Á9763 Valgerður Kristjónsdóttir og Ester Jakobsdóttir voru í N/S: Vestur NorAur Austur Suður Vestur Norður Austur Suður — — 3spaðar 3 Krond 4 spaðar 4 t;rönd Pass Pass Pass Þetta eru nokkuð einkenni- legar sagnir þegar menn sjá allar hendur, en fjögurra granda sögn norðurs var meint sem láglitarsögn, en suður tók hana sem eðlilega. Því voru fjögur grönd pössuð þegjandi og hljóðalaust út. Vestur lyfti hjartakóngnum og skipti svo yfir í spaða. Suður fékk slaginn á kónginn, prófaði tígulinn, varð fyrir vonbrigð- um, spilaði laufi á gosann og varð aftur fyrir vonbrigðum. Niðurstaðan var óhjá- kvæmilega: fjórir niður á hættunni. 400 í A/V. A/V rifu skorblaðið hlakk- andi úr bakkanum til þess eins að sjá súlu af 420 í A/V fyrir fjóra spaða slétt staðna SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á Politiken-skákmótinu í Kaupmannahöfn í sumar kom þessi staða upp 1 skák ung- verska alþjóðameistarans Kar- olyi og Svíans Johnny Hector, sem hafði svart og átti leik. \mtwm Ui iil m m m ■ ■ ■ wm m mwm e. ■nBBAJ 18. — Rxc4! og Karolyi gafst upp, því 19. bxc4 er svarað með 19. — Hxe3! Svíinn tefldi þessa skák í skemmtilegum kaffi- húsastíl: Búdapestarbragð: 1. d4 - Rf6, 2. c4 — e5!?, 3. dxe5 - Rg4, 4. Rf3 - Rc6, 5. Rc3 - Bc5, 6. e3 — Rgxeö, 7. Be2 — 0-0, 8. 0-0 - a5, 9. b3 - Rxf3+, 10. Bxf3 - Re5, 11. Be4 — Ha6, 12. g3 - Hh6, 13. Re4 - Ba7, 14. Bg2 - d6, 15. De2 - He8, 16. f3 - Dg5, 17. Rc3 - ■ Dh5, 18. Bhl? og nú er staðan á stöðumyndinni komin upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.