Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 Jón Kjartansson forstjóri — Minning löng kynni vil ég með sanni taka undir þessi orð og gera þau að mínum. Að leiðarlokum vil ég þakka Jóni Kjartanssyni kaerlega fyrir sam- ferðina og alla vináttu í minn garð og fjölskyldu minnar og við send- um frú Þórnýju, börnum, tengda- börnum og barnabörnum einlægar samúðarkveðjur okkar í þeirra djúpu sorg. Erling Edwald Kveðja frá Hjálpar- stofnun kirkjunnar Sumir menn eru þeirrar gerðar að vera hvorutveggja í senn, kaup- sýslu- og athafnamenn á verald- lega vísu, og trúir andans menn. Foringjar tveggja, oft að því ér virðist, andstæðra póla. Einbeittir, harðir menn kaldrar rökhyggju og veraldlegrar ákvarðanatöku, en samtímis illa dyljandi stórt og heitt hjarta. Slíkur var Jón Kjartansson. Og þessvegna valdist hann til forystu Hjálparstofnunar kirkjunnar í upphafi, og gegndi því starfi um margra ára skeið. Ungum starfsmönnum reyndist hann hvorutveggja, tyftandi kenn- ari og agandi yfirmaður, jafnt sem hlýr og skilningsríkur samstarfs- maður. Til hans var gott að leita. Aldrei of önnum kafinn bæri mál- efni hjálparsveitarstarfsins heima eða heiman á góma. Við minnumst Jóns Kjartans- sonar einnig sem hins leitandi manns. Manns sem leitaði og krafðist svara. Við munum hann krefja svara um misskiptingu jarðargæða. Svara við ógn og - skelfingu hungurs, stríðs og ör- birgðar. Ástæðum þess að Guð tæki ekki f taumana. Hversvegna Guð benti ekki fleirum á ábyrgð sína fyrir meðbræðrum. Spurning- um um líf og dauða. Minnumst málamiðlunarinnar milli Guðs og manns, sem hann flutti okkur með orðum ritningarinnar, og hér skulu vera kveðjuorð okkar: „Fyrir því hef ég talað, án þess að skilja, um hluti, sem mér voru of undursamleg- irogégþekktieigi. Hlusta þú, ég ætla að tala: ég mun spyrja þig, og þú skalt fræða mig. Ég þekkt þig af afspurn, en nú hefur auga mitt litið þig.“ »• (Jobsbók) Guð blessi minningu Jóns Kjart- anssonar, og leggi ástvinum hans öllum líkn með þraut. Guðmundur Einarsson Með Jóni Kjartanssyni forstjóra er genginn mikill mannkostamað- ur. Við fráfall hans leita á hugann margar minningar. Aðrir munu í dag rekja æviferil Jóns. Ég vildi því aðeins koma á framfæri ör- fáum vanmegna kveðjuorðum með þakklæti fyrir löng og góð kynni, sem aldrei bar skugga á. Kynni okkar Jóns Kjartansson- ar hófust heima á Siglufirði, á þeim árum þegar sá staður var að verulegu leyti burðarás íslenzks efnahags- og atvinnulífs. Vinátta ríkti milli bernskuheimila okkar en vegna aldursmunar urðu kynn- in þó ekki náin fyrr en síðar eða eftir að Jón og fjölskylda hans fluttist til Reykjavíkur. Velferð Siglufjarðar og Siglfirð- inga var Jóni Kjartanssyni alla tíð hjartfólgið málefni. Minntist hann oft fyrri velmegunartíma bæjarfé- lagsins og þess heimsborgaralega andrúmslofts, sem þar ríkti og jók víðsýni íbúanna. Sem bæjarstjóri upplifði Jón, á áþreifanlegri hátt en flestir aðrir, þá hörmulegu breytingu, sem varð á Siglufirði, er síldin hvarf af miðunum við Norðurland. Barátta hans og annarra forvígismanna staðarins. til að leita lausnar á þeim vanda, sem þá skapaðist, mun mörgum verða lengi minnis- stæð. Þar lá Jón ekki á liði sínu frekar en endranær. Ekki dró úr ræktarsemi Jóns Kjartanssonar við átthagana eftir búferlaflutninginn og munu þeir ekki vera fáir Siglfirðingarnir, sem nutu liðsinnis hans á einn eða annan hátt hér syðra. Nú þegar leiðir skilja munu þeir vera margir, sem sakna góðs vinar og leiðsögumanns. Fyrir ástvini Jóns Kjartanssonar er það huggun í sárum harmi, að geta litið til baka á drengilegan feril hans og vita um þann stóra hóp, sem minnist hans með virðingu og þakklæti. Við hjónin þökkum langa og órjúfanlega vináttu og flytjum Þórnýju og öðrum ástvinum Jóns Kjartanssonar innilegar samúðar- kveðjur. Gunnar Flóvenz Jóns Kjartanssonar minnist ég í þakklátri minningu, hugsa til hans með hlýleik og söknuði. Jón var fæddur í Siglufirði 5. júní 1917 af góðu og göfugu fólki. Faðir hans var Kjartan Jónsson, byggingameistari, móðir hans Jón- ína Tómasdóttir, mikilhæf mann- kostakona. Jón bar snemma í brjósti mikla menntaþrá, enda var hann gæddur ágætum námsgáfum. Um langskólanám var ekki að tala, en ungur hélt hann að heiman og settist í Samvinnuskólann og lauk þaðan ágætu prófi 1935. Æskuheimili Jóns varð mér meira virði en nokkuð annað heim- ili utan föðurhúsa minna. Þar var andrúmsloft víðsýnis og mennta. Fyrir áhrifin þaðan þakka ég nú. Jón var sérstaklega vinnusamur og hófsamur. Hann varði jafnan miklum tíma til að þjóna góðum málefnum og reyndist oft höfðingi þeim, sem hann taldi maklega stuðnings. Hann var gæddur frá- bærri kímnigáfu og var jafnan hrókur alls fangaðar á vinafund- um. Hjá honum fundu vinir hans það traust, sem ekki brást. Ég finn að hér er vinar að sakna, sem ég verð miklu snauðari eftir að hafa misst. Af meira en 65 ára kynnum og vináttu þykist ég mega fullyrða, að lífsskoðun hans hafi einkum birst í tvennu, annars vegar í því hve frábærlega fórnfús hann var, og hinsvegar í því hve mikill drengur hann var og einlægur vinur. Jón Kjartanson, forstjóri ÁTVR, fyrrum athafnamaður og bæjar- stjóri I Siglufirði, var flestum kunnur hér á landi. Þó er enginn efi á því, að átthagarnir hafa ekki átt marga betri eða nýtari þjóna á þessari öld, en Jón Kjartansson, ekki átt marga starfsmenn, sem neyttu meiri samviskusemi. Lét hann sér í öllum greinum annt um að hagur bæjarfélagsins og Sigl- firðinga, er honum var trúað fyrir, stæði með sem mestum blóma. Jón naut virðingar Siglfirðinga. Það þarf ekki annað en heyra Siglfirðinga minnast á Jón Kjart- ansson til þess að sannfærast um hve mikils hann er metinn meðal þeirra. Þeim þykir ekki aðeins vænt um, þeim þykir sæmd að því að hafa átt slíkan mann fyrir vin og mega njóta vináttu hans og frú Þórnýjar Tómasdóttur konu hans. Við Núra og dætur okkar þökk- um Jóni Kjartanssyni samfylgdina og biðjum Þórnýju og börnum og tengdabörnum allrar blessunar og vottum dýpstu samúð. Guð veri með vini mínum og æskufélaga. Hannes Guðmundsson Það var sárt að frétta að okkar elskulegi vinur og frændi væri lát- inn. Hann hef ég þekkt í fleiri tugi ára og maðurinn minn enn lengur, enda voru þeir náskyldir. Það var í gamla daga er Jón bjó á Siglufirði og ég á ísafirði að hvorki var hægt að fara akandi né fljúgandi til Reykjavíkur: Þá voru það bara strandferðaskipin sem treyst var á. Það var í einni slíkri ferð að ég hitti Jón fyrst. Ég var að koma um borð í Esjuna; auðvitað með eitthvað af börnum með mér eins og vant var. Þá víkur maður sér að mér og segir þýðum málrómi: „Komdu blessuð og sæl kæra tengdasystir." Hann kallaði mig það alltaf upp frá þvi. Ferðinni var borgið þrátt fyrir sjóveiki og krakkarnir voru yfir sig hrifin af þessum nýja frænda sínum. Seinna kynntist ég hans fallegu og góðu konu, Þórnýju. Þau lögðu stundum leið sína til ísafjarðar og voru miklir aufúsugestir. Mér fannst einhvernveginn að alltaf hafi verið sólskin er þau komu. Það var svo mikil birta og ylur, sem þessi yndislegu hjón báru með sér. Svo fluttum við öll suður. Var þá ekki að spyrja að gestrisninni á þeirra heimili, hún var þeim báðum í blóð borin. Þá var til fyrirmyndar hvernig þau hjón og börnin öll reyndust Jónínu móður Jóns. Hún var lengst af þar til heimilis og báru allir hana á höndum sér. Það var fagurt fordæmi. Það var ekki aðeins þar heima sem að góðar móttökur réðu ríkj- um. Fyrir tveim árum vorum við svo heppin að hitta þau hjón og Lollu suður á Ítalíu. Dásamlegri ferðafélaga var ekki hægt að kjósa sér. Og þar var gestrisnin enn í hávegum höfð. Kvöldið sem þau buðu okkur út gleymist aldrei né annað í sambandi við þá fjöl- skyldu. Það var sama hvar við hittum þau, alltaf sama fágaða framkoman. Eins var að biðja Jón einhverrar bónar, „sjálfsagt" var svarið. Hann var svo jákvæður, alveg einstakur maður. Það er óbætan- legt að sjá á bak slíkum öðlingi. Það kemur enginn í hans stað, tómarúmið verður stórt. Ég biö góðan guð að styrkja og styðja konu hans og börn. Við söknum hans öll, þökkum honum fyrir allt og biðjum honum guðs blessunar. J.B.I. Jón Kjartansson forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins lést skyndilega þann 21. nóv- ember sl. Þó að Jón hafi ekki gengið heill til skógar um nokkra hríð, þá kom andlát hans samt á óvart. Hann, sem alltaf var svo hress og kátur hafði nú orðið að hlýða kallinu óumflýjanlega. Við óvænta andlátsfregn þeirra sem maður telur sig eiga gott að gjalda, er sorgin oft blönduð dálít- illi sektarkennd. Var ég búinn að þakka honum eins og vert væri? Hafði ég endurgoldið í einhverju það sem hann hafði fyrir mig gert? Oft er það einmitt svo að við þiggj- um vináttu og ótalda greiða án þess að hugsa um vinarskuld. Jón var þannig maður að hann veitti af sjálfum sér með örlæti og gleði, sem voru svo sjálfsögð, að ekki var alltaf þakkað sem skyldi. Hér er ekki ætlunin að rekja starfsferil Jóns né afrek hans á viðburðaríkri æfi. Aðrir munu verða til þess. Ætlunin með þess- um fátæklegu orðum er að bera fram síðbúnar þakkir fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þessum hugljúfa manni og hafa við hann samskipti, þó að undirrit- aður væri þar ávallt þiggjandi. Minningar fjölskyldu minnar um Jón og fjölskyldu hans eru margar. Faðir minn kynntist Jóni þegar sá fyrrnefndi var ráðinn kennari að gagnfræðaskóla Siglu- fjarðar árið 1935. Með þeim tókst þegar traust vinátta sem varði meðan báðir lifðu. Talsverður samgangur varð síðan með fjöl- skyldunum. Jón var félagslyndur maður og barngóður. Hann hafði lag á því að veita minnstu þegnum þjóðfélagsins athygli sína. Oft ræddi hann við barnið mig sem fullorðinn væri og hlustaði á skoð- anir og rökræddi af jafn mikilli alvöru og við þá, sem meira áttu undir sér. Litlu munaði þá að honum tækist að gera sveininn unga að ólæknandi framsóknar- manni. Mínar eigin minningar um Jón eru þó sterkastar frá því tímabili er Jón kom sem gestur til Siglu- fjarðar eftir flutningana með fjöl- skyldu sína til Reykjavíkur. Þá var jafnan sóst eftir að fá Jón í heim- sókn á heimili foreldra minna, stundum til gistingar, en stundum, þegar mest gekk á í stjórnmálun- um, var ekki tími í meira en eina máltíð eða aðeins kaffisopa. Jón kom eins og hvirfilvindur, flytj- andi fréttir af mönnum og málefn- um, og reytti af sér gamansögurn- ar. Þessar stundir undir borðum voru sannar gleðistundir og stálp- aður unglingurinn fylgdist af að- dáun með þessum glaðværa heims- manni. Þegar til Reykjavíkur kom gerð- ist Jón óopinber sendiherra Sigl- firðinga þar. Þá, eins og alltaf, var hann boðinn og búinn að leysa hvers manns vanda. Ég varð var við það nokkrum sinnum á þessum árum, að faðir minn þurfti, eins og fleiri, að leita á náðir Jóns vegna erinda eða málareksturs í Reykjavík. Ég vissi að honum var óljúft að þurfa að leggja byrðar á vin sinn en jafnan var hann glaðari eftir þeirra tveggj a tal. Þegar ég fluttist svo sjálfur til höfuðborgarinnar var ómetanlegt að eiga slíkan mann sem Jón var að bakhjarli. Hann var sá sem ekki brást. Það var líka ánægjulegt að fá að vera þátttakandi í nokkr- um gleðistundum á heimili þeirra Þórnýjar og Jóns á Háteigsvegin- um, en ekki var síður ánægjulegt að fá þau sem gesti á gleðistundum okkar. Síðan hef ég sjálfur nokkrum sinnum þurft að leita á náðir Jóns og alltaf hefur vináttan verið sú sama og örlætið jafn mikið. Ég vil að endingu ítreka þakkir mínar og fjölskyldu minnar. Við vottum Þórnýju, börnum þeirra hjóna, tengdabörnum og barnabörnum innilegustu samúð okkar. Megi hinn hæsti varðveita þau og minn- ingu Jóns Kjartanssonar. Jóhann Heiðar Jóhannsson Við sviplegt fráfall Jóns Kjart- anssonar er mér efst í huga ára- tuga vinátta hans við föður minn, sem lést í marz sl. Þeir höfðu verið vinir í meira en fimmtíu ár og aldrei borið skugga á. Þeir mátu hvor annan mikils og umgengust ætíð af þeirri hlýju og gagnkvæma trausti sem einkennir sanna vin- áttu. Og svo voru þeir báðir svo skemmtilegir menn. Jón Kjartansson mun hafa kynnst föður mínum veturinn 1934-1935 en þann vetur dvaldi hann meira og minna hjá Lovísu og Lárusi Fjeldsted í Reykjavík, en þau voru föðurforeldrar mínir. Lovísa og Jónína móðir Jóns Kjartanssonar höfðu kynnst á Siglufirði ungar konur og þótt 10 ára aldursmunur væri með þeim, hélst sú vinátta ævilangt. Synir þeirra, Lárus og Jón, náðu því að lengja enn frekar þau vináttubönd. í minningargrein um föður minn lýsir Jón kynnum sínum af æsku- heimili hans á einstaklega næman oghlýjan hátt. Ég man eftir Jóni Kjartanssyni frá því að ég var barn að aldri. Hann og Þórný kona hans bjuggu á Siglufirði, en þegar ég var að vaxa úr grasi var Jon bæjarstjóri þar. I heimsóknum til Reykjavíkur kom hann oft við hjá foreldrum mínum og var þar hrókur alls fagnaðar en gaf sér samt alltaf tíma til þess að spjalla við næstu kynslóð, eins og til þess að treysta böndin og tryggja að tengslum yrði haldið við. Hann var óvenju- mikill húmoristi og orðheppinn maður og sagði skemmtilegri sög- ur en flestir aðrir menn. Faðir minn stóð honum þó oft fyllilega á sporði og tóku þeir oft bakföll af hlátri saman yfir sögum hvors annars. I áðurnefndri minningar- grein um föður minn segir Jón: „Meðan ég bjó fyrir norðan þurfti ég oft að fara til Reykjavík- ur ýmissa erinda fyrir Siglufjarð- arkaupstað. Kom ég þá oft á Lauf- ásveg 35. Eftir stutta viðdvöl þar eitt vetrarkvöld spurði ég hvort ég mætti nota símann, dagurinn hafði ekki enst mér til útréttinga. — Það var sjálfsagt. — Samtölin urðu bæði mörg og löng og ég bað afsökunar þegar þessum ósköpum létti. „Þetta er allt í lagi“, sagði Lárus af sinni alkunnu hógværð, en bætti þó við. „Ef þú hefur í huga, Jón minn, að taka þér ættar- nafn finnst mér að Símsen gæti komið til greina". — úr þessu varð mikill hlátur." Jón segir frá þessu til þess að lýsa húmor föður míns en mér finnst það ekki síður bera þess vitni hvernig Jóni lét að segja brandara á eigin kostnað. Það er fáum gefið. í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins 1. desember sl. er Jóns minnst á þann veg sem best má vera og augljóst að höfundur hefur þekkt Jón Kjartansson vel. Á skilnaðarsundu vil ég fyrir hönd fjölskyldu minnar þakka mannkostamanninum, húmorist- anum og vininum Jóni Kjartans- syni fyrir samfylgdina og vona að vinátta megi haldast milli þessara tveggja fjölskyldna um ókomin ár. Þórnýju og börnum hennar votta ég samúð mína. Blessuð sé minn- ing Jóns Kjartanssonar. Katrín Fjeldsted Hann Jón Kjartansson leik- bróðir minn er dáinn. Frá því ég man eftir mér, lékum við Nonni okkur alltaf saman. Foreldrar okkar voru vinir og stutt á milli heimilanna. Þar var skólabalinn, stór, sendinn bali sem náði frá barnaskólanum að Aðalgötu. Inni á þessum bala, rétt hjá heimili Nonna, stóð gamla kirkjan sem flest okkar krakkanna voru fermd í. Þó að kirkjan væri þarna, var skólabalinn aðalleiksvæði okkar barnanna á eyrinni og seinna allra skólabarna. Þetta var sannkallað- ur unaðsreitur, þó að alveg vantaði þar gróðurinn, af því að þarna flæddi sjórinn eitthvað yfir flest árin. Við upplifðum það meira að segja einu sinni að vera ferjuð á báti í skólann, þó að vegalengdin væri aðeins fáir metrar. Á veturna var ákaflega snjó- þungt og nutum við krakkarnir þess innilega. Við byggðum okkur snjóhús út um allan balann og tróðum götur á milli húsanna og heimsóttum svo hvort annað. Ein- hver átti kertisstubb sem kveikt var á til hátíðabrigða. Stundum áttum við kökubita eða kleinur til að bjóða gestunum, eða eitthvað annað góðgæti. Alltaf var glatt á hjalla og aldrei skorti okkur um- ræðuefni, það man ég. Mikið var skrafað og margt framkvæmt þessi ár. Við stofnuðum bindindis- félag og héldum alltaf álfabrennu og dans á gamlárskvöld eða strax og veður leyfði. Á hverjum jólum hélt „Kvenfélagið Von“ ball fyrir börnin á Siglufirði og minnist ég þess þegar verið var að vefja okkur úr teppunum þegar komið var I Samkomuhúsið, því það var oftast vitlaust veður og varð því að halda á okkur alla leiðina. Snjóskaflarn- ir á Siglufirði voru svo háir suma vetur að maður varð að klofa yfir símalínurnar. Við fórum líka oft upp á þak á leikfimishúsinu og klifruðum þaðan upp á sjálft skólahúsið og stukkum niður I stóran skafl sem flesta vetur myndaðist fyrir framan skóia- gluggana. Stundum fór einhver á bólakaf á skaflinn og þurfti þá að hafa snör handtök til að krafla hann lausan. Við fórum á skíðin við hús- dyrnar og gengum þaðan fram í fjörð; þar voru brattar og góðar brekkur til skíðaiðkana. Skíðafé- lag Siglufjarðar fékk norskan skíðakennara og frá Siglufirði komu bestu skiðastökkmenn landsins. Þegar frysti mynduðust góð svell á polla og tjarnir á eyr- inni og það notuðum við okkur óspart. Og svo voru sparksleðarnir vinsælir þegar hjarn var í hlíðun- um. Þá fórum við hátt upp í brekk- ur fram í firði, og brunuðum niður á miklum hraða svo sleðinn stans- aði ekki fyrr en hinum megin við fjörðinn. Það var afar gaman, en ansi langt að ganga til baka. Þegar svo síldin var væntanleg, færðist heldur betur líf í bæinn. Byrjað var á að undirbúa plönin. Síðan komu tunnuskipin með tómu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.