Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 Alusuisse — ísland 4K) — eftir Hjöríeif Guttormsson Steingrímur með frá byrjun Nú, þegar fram er komið á Alþingi frumvarp til laga um stað- festingu á 4. viðauka við álsamn- ingana frá 1966 hljóta menn að spyrja, hvort það sé náttúrulögmál að íslendingar fari alltaf halloka í samskiptum sínum við Alusuisse. Upphaflegi álsamningurinn, sem gerður var árið 1966, var afar umdeildur og greiddu Alþýðu- bandalagið og Framsóknarflokk- urinn atkvæði gegn honum. Einn af fáum framámönnu í Framsókn- arflokknum á þessum tíma, sem studdu álsamninginn, var Stein- grímur Hermannsson. Fyrsti viðauki við samninginn frá 1%6 var gerður 1969. Sam- kvæmt honum fékk Alusuisse heimild til að stækka álbræðsluna í 77 þúsund tonna ársframleiðslu, án þess að nokkuö kæmi í staðinn íslandi í hag svo sem breyting á hinu lága raforkuveri. Ósigurinn 1975 Annar viðauki við álsamninginn var lögfestur 1975. Samkvæmt Aðalsmerki Flugleiða er góð þjónusta. Aukin umsvif landsmanna krefjast góðrar flutningaþjónustu. Þess vegna bjóða Flugleiðir fraktþjónustu alla 7 daga vikunnar til meginlands Evrópu. FLUGLEIDIR FLUGFRAKT honum var enn heimiluð stækkun á ÍSAL, nú um ’/y í 88 þúsund tonna heildarframleiðslu á ári. Nokkur leiðrétting fékkst á raf- orkuverði til Landsvirkjunar, þó með mjög takmarkaðri verðtrygg- ingu, en á móti var fallist á kröfu Alusuisse um nýjar reglur um skattgreiðslur. Ýmsar fleiri breytingar voru þá gerðar Alusuisse í vil. Þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks taldi þessar breyt- ingar í heild mjög hagstæðar fyrir ísland. Þegar ríkisendurskoðun gerði á því tölulega úttekt fyrir iðnaðarráðuneytið í ársbyrjun 1983 hvað tapast hefði vegna breyttra skattareglna á árunum 1975-1982 kom í ljós að sú upphæð var ívið hærri en greiðslur vegna hækkunar á raforkuverði á sama tíma. Önnur atriði voru öll hag- stæð Alusuisse, svo að heildamiður- staðan var ótvírætt Alusuis.se stór- lega í vil. Sterkri stööu glutraÖ niður í tíð ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen var byggð upp mjög sterk samningsstaða gagnvart Alusuisse. Sýnt var fram á stór- fellt misferli Alusuisse, sem haldið hafði a.m.k. 60 millj. Bandaríkja- dala utan við framtalinn hagnaö á árunum 1975-80 að mati Coopers & Lybrand. Á Alusuisse stóð í ársbyrjun 1983 vel rökstudd krafa um greiðslu á 10 millj. dollara viðbótar- skatti í ríkissjóð. Ríkisstjórnin ósk- aði á árunum 1980-81 eftir heildar- endurskoðun álsamninganna og kröfur íslendinga voru efnislega undirbúnar í framhaldi af því. Almenn viðurkenning fékkst á því að raforkuverð vegna núverandi bræðslu í Staumsvík þyfti að hækka í a.m.k. 15-20 millidali eða þrefald- ast miðað við verðlag í júlí 1982. Núverandi ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar hefur glutrað þessari samningsstöðu niðurstigaf stigi. Með bráðabirgðasamningi í september 1983 var settur rammi um væntanlegt samkomulag aðila, sem ljúka átti fyrir 1. apríl 1984. Fallist var á kröfu Alusuisse um að taka skattadeiluna út úr gerðar- dómi og setja upp flókið dóm- nefndakerfi í staðinn. Fallist var á að stefna að 100% stækkun ÍSAL í tveimur áföngum og heimila Alusuisse að selja þriðja aðila 50% hlutafjár í ÍSAL. Á móti sam- þykkti Alusuisse 47% hækkun raforkuverðs til 9 mánaða! Alusuisse í tapstööu fyrir geröardómi í júlí 1984 stóð Alusuisse frammi fyrir gertapaðri stöðu í skattadeilunni vegna ársins 1980 fyrir gerðardómsnefnd í New Ýork. Þá fyrst opnaði auðhringur- inn fyrir hækkun á raforkuverði til frambúðar gegn „sáttum" í skattadeilunni. í framhaldi af því tókst Alusuisse að kljúfa upp samninga um endurskoðun, þar sem frambúðarskattakerfi var skilið eftir, en ýmsum breytingum í skattareglum var samt þröngvað í gegn, sumum á síðustu stundu fyrir undirskrift samnings 5. nóv- ember 1984. Raforkuverö í lágmarki Þessi þriðji viðauki við álsamn- inginn var síðan lagður fyrir Al- þingi og samþykktur sem lög af þingmönnum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks svo og Banda- lags jafnaðarmanna, en aðrir stjórnarandstöðuflokkar stóðu sameinaðir á móti samningnum. Látið var að því liggja af formæl- endum þessa þriðja viðauka, að með honum væri tryggt grunnverð á raforku sem næmi 15 mill. Á því ári, sem síðan er liðið, hefur raf- Hjörlcifur Guttormsson „Meö þessum og mörgum fleiri ákvæöum Alusuisse í vil hefur auöhringnum tekist að strika út úr aðalsamn- ingi og fylgisamningum um álverið í Straumsvík nær öll þau atriði sem veiktu stöðu Alusuisse í gerðardómsmálinu í New York 1983-84.“ orkuverðið hins vegar verið í lág- marki eða aðeins 12,5 mill og er það óverðtryggt gagnvart alþjóðlegri verðbólgu. Með sáttagerðinni um skattadeiluna voru ekki aðeins gefnir eftir fjármunir heldur um leið létt af þeim þrýstingi sem skattadeilan lagði á Alusuisse. Samningnum um nýjar skatta- reglur átti að ljúka fyrir 1. júní sl., en var fyrst undirritaður 11. nóvember 1985. Fjórði viðauki við álsamninginn liggur nú fyrir Al- þingi „til staðfestingar", og gefst þinginu aðeins kostur á að sam- þykkja hann eða synja honum í heild. Samkomulagið, sem felst í þessum viðauka, er síst skárra en fyrri samningar og satt að segja með ólíkindum hvernig Alusuisse hefur enn á ný tekist að leika á samningamenn og ráðherra í ríkis- stjórn. f stað knýjandi leiðréttinga á fyrir skattareglum liggja fyrir á grundvelli þriðja og fjórða viðauka breytingar sem flestar eru Alu- suisse stórlega í vil og veikja stöðu íslands til eftirlits og aðhalds að ÍSAL sem skattþega. Sverrir Hermannsson undirrit- aði þann 18. júlí sl. meginatriði þessa sammkomulags og geipaði að vanda um niðurstöðuna, sem mikinn ávinning fyrir f sland. Lægri skattar framvegis? Þegar samningurinn birtist almenningi fullgerður og sam- þykktur af ríkisstjórninni kemur allt annað í ljós. Miklar líkur eru á að skattgreiðslur ÍSAL verði lægri í framtíðinni samkvæmt þessum samningi en ef eldra kerfi hefði haldist óbreytt. Á það einkum við ef álverð hækkar verulega eins og ríkisstjórnin og meirihluti Al- þingis virðist hafa stólað á, þegar samið var um raforkuverð í fyrra. Alusuisse er leyst undan skyldum um bestu kjör á hráefnum til ISAL, en heldur samt óskertri tækni — og söluþóknun upp á 3,7% alls af veltu, sem draga má frá hagnaði fyrir skatta. ísland afsalar sér um leið mögu- leikum á eftirliti á verði á rafskaut- um frá Alusuis.se til ÍSAL, sem látið er nægja að endurskoðendur, „sem Alusuisse tilnefnir og hafa aðgang að bókum Alusuisse, staðfesta gagnvart ríkisstjórninni eftir lok ársins". Hér er fallist á tilhögun, sem jafngildir því að íslendingar afsali sér fullveldi í skattalegu tilliti. Öryggi fyrir Alusuisse Réttur fslands til eftirlits með bókhaldi ÍSAL er einnig þrengdur á mörgum fleiri sviðum, t.d. er aðeins svigrúm til athugasemda við reikninga ÍSAL af hálfu ríkis- stjórnarinnar í fjóra mánuði og fsland afsalar sér öllum rétti til skattmats og athugasemda aftur í tímann. Með þessum og mörgum fleiri ákvæðum Alusuisse í vil hefur auð- hringnum tekist að strika út úr aðalsamningi og fylgisamningum um álverið í Straumsvík nær öll þau atriði, sem veiktu stöðu Alusuisse í gerðardómsmálinu í New York 1983-84. Samkvæmt frumvarpinu, sem nú liggur fyrir Alþingi, var markmiðið að tryggja eðlilegar skatttekjur af ÍSAL og gera regl- urnar um skattheimtu „skýrari og öruggari í framkvæmd". Bæði þessi atriði ganga Alusuisse í vil og öryggið er þeirra megin gagnvart deilum og endurskoðun. Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar og samninganefnd undir forystu Jóhannesar Nordal setur Alþingi enn á ný í þá stöðu að samþykkja eða synja samningi, þar sem Alusuisse hefur skorað mörkin við samningaborðið. Ríkis- stjórnin hefur sett sjálfa sig að veði og heimtar nú að stuðningslið hennar rétti upp hendurnar. Þrívegis hefur álsamningurinn frá 1966 verið endurskoðaður og breytingarnar, sem í heild hafa fallið Alusuisse í vil, verið innsigl- aðar sem lög frá Alþingi. Nú er það þingmanna að skera úr um hvort leiknum á að ljúka 4:0 fyrir Alusuisse. Höíundur er alþingismaður Al- þýðubandalags tyrir Austurlands- kjördæmi. WtírÆÍf' m m Morgunblaðid/Ævar Sæljónið SU á leið til hafnar með fullfermi. 67 þúsund tonn af loðnu á land KskiflrAi 27. nírember. STANSLAUS loðnulöndun hefur verið hér síðustu tvo sólarhringa. Landað hefur verið úr 11 skipum í þessari törn og hafa þau öll verið með full- fermi. Hefur þá alls verið landað um 67 þúsund tonnum hér síðan loðnu- veiðar hófust í haust. Það hafa aðal- lega verið sjö skip, sem hafa flutt þennan mikla afla hingað, það eru heimaskipin Jón Kjartansson, Sæborg og Guðrún Þorkelsdóttir og svo Svan- ur RE, Sæborg og Júpiter og Kap II. Nú síðustu daga hafa fleiri skip bæst í hópinn. Bræðslan hér bræðir um 700 tonn af loðnu á sólarhring. Mjölið er skipað út í hverri viku og í gær fór skip með 1400 tonn af mjöli. Ævar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.