Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 48 Ráðstefna um alnæmi í Mið-Afríku: Alnæmi er kynsjúkdómur og smit- ast ekki við daglega umgengni Frá vinstri Jórunn Vidar, Guðrún A. Kristinsdóttir, Hólmfríður Sigurðardótt- ir, Ingibjörg Marteinsdóttir, Þorgeir J. Andrésson og Matthildur Matthías- dóttir. Tónleikar í Norræna húsinu Utbreiðslan í Kinshasa svarar til þess að 220 íslendingar væru með alnæmi ÚTBREIÐSLA alnæmis í sumum borgum Mið-Afríku er mun meiri en á nokkrum öðrum stöðum í heiminum. I Kinshasa, höfuðborg Zaire, greinist alnæmi á hæsta stigi hjá 90 manns af hverjum 100 þúsund íbúum á árí. Tíðnin er svipuð í Kigali, höfuðborg Ruanda. Þetta samsvarar því að á íslandi greindust um 220 tilfelli árlega. Nýgengi í Bandaríkjunum eru 4-5 alnæmissjúklingar á hverja 100 þúsund íbúa á ári. Þessar upplýsingar fengust hjá hugaðar hafa verið í Ruanda, og í SÖNGSKÓLINN í Reykjavík efnir nú á næstunni til þrennra opinberra tónleika í Norræna húsinu í Reykja- vík þar sem nemendur úr fram- haldsstigum skólans koma fram. Fyrstu tónleikarnir í þessari tónleikaröð verða í kvöld 3. des- ember kl. 20.30. Þar koma fram söngvararnir Ingibjörg Marteins- dóttir sópran, Matthildur Matt- híasdóttir alt, Þorgeir J. Andrés- son tenór og píanóleikararnir Guðrún A. Kristinsdóttir, Hólm- fríður Sigurðardóttir og Jórunn Viðar. Flutt verða lög eftir Jón Þórar- insson og Pál ísólfsson, ljóð eftir Schubert, Brahms og Beethoven og ljóðaflokkurinn Sea-pictures eftir E. Elgar. Ennfremur verða fluttar aríur úr Cavalleria Rustic- ana og La Gioconda. Kaffistofa Norræna hússins verður opin að tónleikum loknum. (FrétUlilkynaínf) smitsjúkdómalæknunum Sigurði B. Þorsteinssyni, Landspítala, og Haraldi Briem, Borgarspítala, en þeir sátu nýlega alþjóðlega ráð- stefnu í Brussel um alnæmi í Afríku. „Alnæmi er ekki skráninga- skyldur sjúkdómur í Afríku og það er mjög erfitt að fá upplýsingar um útbreiðslu hans þar. Það er því hæpið að alhæfa út frá þessum tölum að útbreiðslan sé alls staðar í Afríku af þessari stærðargráðu, en hún er sennilega allmikil," sagði Sigurður. Alnæmi er mjög útbreitt meðal vændiskvenna í Afríku. Mótefni alnæmisveirunnar hefur fundist í blóði 88% vændiskvenna sem at- tæplega 60% vændiskvenna í Nair- obi, höfuðborg Kenýa. Árið 1980 greindust mótefni veirunnar að- eins í 7% vændiskvenna í Nairobi. Alnæmi leggst nokkurn veginn jafnt á karla og konur í Afríku, þótt karlar séu þar í litlum meiri- hluta. Þá eru börn stór hópur alnæmissjúklinga, um 20%. Skýr- ingin er sú að mikið af konum eru sýktar og börnin smitast af þeim, ýmist í móðurkviði eða með brjóstamjólk. Sigurður sagði að á ráðstefnunni hefðu menn dregið í efa þá kenn- ingu að alnæmisveiran hafi fyrst komið upp í Afríku og breiðst þaðan til Vesturlanda. Rannsóknir á gömlum blóðsýnum virtust gefa SKIPSTJÓRNARMENN ATHUGIÐ! Það getur valdið mörgum hugarangri og kvíða þegar skip heimilisföðurins er beðið að tilkynna sig strax til næstu strandstöðvar Landssíma íslands. til kynna að veiran hefði náð fót- festu þar í kringum 1970, en frek- ari athuganir benda til að svo sé ekki. „Sú kenning að alnæmisveir- an sé stökkbreytt afbrigði af veiru sem finnst í grænum öpum í Afr- íku er þó ekki þar með hrakin, en allar athuganir á útbreiðslu veik- innar benda til að hún hafi komið nánast samtímis upp í Afríku og Bandaríkjunum," sagði Sigurður. „Þá eru menn sífellt að sann- færast betur og betur um það að alnæmi er fyrst og fremst kynsjúk- dómur,“ sagði Haraldur. „Faralds- fræðilegar athuganir sýna að veir- an berst ekki með moskító eða skordýrum. Svo virðist sem menn smitist aðeins við kynmök eða ef um beina blóðblöndun er að ræða. Það hefur ekki fundist ótvírætt dæmi þess að maður hafi sýkst vegna daglegrar umgengni við alnæmissjúkling. Allviðamikil bandarísk könnun á fjöldskyldum 35 alnæmissjúklinga, samtals 88 manns, sem fylgst hefur verið með í 35 mánuði að meðaltali, sýnir ekki eitt einasta dæmi um smit. Þó hafa heilbrigðir fjöldskyldu- meðlimir notað sömu búsáhöld, jafnvel sömu tannbursta og rak- vélar og hinir sýktu. Að sögn Haraldar er nú um tugur íslendinga sem vitað er með vissu að hefur sýkst af veirunni, og þar af eru fjórir með forstigs- einkenni veikinnar. Fyrir u.þ.b. tveimur vikum var byrjað að skima allt blóð sem Blóðbankanum berst, og verður það gert í framtíð- inni. Fyrst um sinn annast Borg- arspítalinn þessa skimun, en stefnt er að því að Blóðbankinn fái fljótlega nauðsynlegan búnað og annist þá mótefnamælinguna sjálfur. Fundurum starfsemi Siglingamála- stofnunar HIÐ ÍSLENSKA sjórétUrfélag gengst fyrir fræðslufundi í Lögbergi, húsi Lagadeildar Háskóla fslands, í dag, þriðjudag. Fundurinn verður haldinn í stofu 102 eg hefst kl. 17. Magnús Jóhannesson, siglinga- málastjóri, flytur erindi er hann nefnir Starfsemi Siglingamála- stofnunar ríkisins. Að loknum erindum verða fyrirspurnir og umræður. Fundurinn er öllum opinn og eru félagsmenn og aðrir áhugamenn um sjórétt og siglinga- málefni hvattir til að mæta. Fréttatilkynning REYNSLAN SÝNIR AÐ EKKERT KEMUR ( VEG FYRIR SLYS Á SJÓ NEMA ÁRVEKNI, DÓMGREIND OG KUNNÁTTA SJÓMANNA SJÁLFRA. ÖRYGGISMÁLANEFND SJÓMANNA Er þörf fyrir sálgæslu á sjúkrahús- um? SAMTÖK presU og lækna gangast fyrir fundi um efnið: Er þörf fyrir sálgæslu á sjúkrahúsum? Fundurinn verður haldinn í matsal Landspítalans í dag, þriðjudaginn 3. desember, kl. 20.30. Framsögumenn eru Árni Björns- son yfirlæknir og séra Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur. Fundurinn er opinn læknum og læknanemum, svo og prestum og guðfræðinemum og deildarhjúkr- unarfræðingum. midas (Kréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.