Morgunblaðið - 03.12.1985, Page 29

Morgunblaðið - 03.12.1985, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 29 tíðin á tvö orlofshús, annað í Ölfus- borgum, en hitt í Húsafelli. Fram- tíðin gekk í Alþýðusamband ís- lands 12. marz 1926. Á sl. ári var formaður félagsins, Guðríður El- íasdóttir, kosin 2. varaforseti ASÍ. Framtíðin var einn af stofnendum fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði árið 1943. Félagið er aðili að Verkamannasambandi tslands, og það var einn af stofn- endum Bandalags kvenna í Hafn- arfirði árið 1972. Framtíðin gerðist aðili að Sparisjóði alþýðu árið 1964 og síðar Alþýðubankanum. Einn merkasti þátturinn í starf- semi Verkakvennafélagsins Fram- tíðarinnar er rekstur dagheimilis. Forgöngu um það hafði Sigríður Erlendsdóttir, og tók dagheimilið til starfa vorið 1933. Forstöðukona þess var Þuríður Guðjónsdóttir kennari. Fyrstu tvö árin var dag- heimilið til húsa í gamla barna- skólanum við Suðurgötu, en vorið 1935 var reist hús yfir það á Hörðuvöllum. Starfsemi dagheim- ilisins lá niðri á stríðsárunum, en hún hófst aftur árið 1945. Fram til haustsins 1948 starfaði dag- heimilið aðeins á sumrin, en frá þeim tíma hefur það verið opið allt árið. Á árunum 1956—57 var hús dagheimilisins stækkað. Nú eru rúmlega 40 börn á dagheimil- inu. Þar eru tvær deildir, önnur fyrir börn á aldrinum 2—4 ára og hin fyrir 4—6 ára börn. Núverandi forstöðukona dagheimilisins er Rebekka Árnadóttir, og hefur hún gegnt því starfi frá 1974. Að henni meðtalinni starfa á heimilinu sjö konur í fullu starfi og fjórar í hiutastarfi. Til ársins 1981 fór dagheimilisnefnd með stjórn dag- heimilisins. Formenn nefndarinn- ar voru Sigurrós Sveinsdóttir 1935—39, Sigríður Erlendsdóttir 1939—63 og Guðbjörg Guðjóns- dóttir 1963—81. Formennsku í Verkakvennafé- laginu Framtíðinni hafa gegnt Sigrún Baldvinsdóttir 1925—28, Sigurrós Sveinsdóttir 1928—36 og 1939—67, Sveinlaug Þorsteinsdótt- ir 1936—39 og Guðríður Elías- dóttir frá 1967. Alls hafa 44 konur átt sæti í stjórn félagsins síðastlið- in 60 ár. Lengi vel var sá háttur hafður á við kosningu stjórnar fé- lagsins, að á aðalfundi þess var stungið upp á konum til stjórnar- starfa, og ef stungið var upp á fleiri en einni til sama embættis, var kosið á milli þeirra. Á seinni árum hefur stjórnarkosningu verið háttað þannig, að stjórn og trúnað- armannaráð félagsins hafa lagt fram á aðalfundi tillögu um skipan stjórnar, og hefur listinn jafnan verið samþykktur samhljóða. Verkamannaféiagið Framtíðin hefur þá sérstöðu meðal hérlendra verkalýðsfélaga, að aldrei hafa farið þar fram almennar stjórnar- kosningar milli tveggja eða fleiri lista, eins og algengt var í öðrum verkalýðsfélögum á árum áður. í tilefni af 60 ára afmæli Verka- kvennafélagsins Framtíðarinnar kemur út í dag á afmælisdegi fé- lagsins, 3. desember, afmælisrit, sem Ásgeir Guðmundsson tók saman. Þar er rakin saga Framtíð- arinnar sl. 60 ár. Sunnudaginn 15. desember verður afmælisins minnzt með opnu húsi í félags- heimilisálmu íþróttahússins við Strandgötu, og hefst það kl. 15. Hamföng — ljóðabók eftir Rúnar Bergs RUM sem stœkka með v JM\S FURUHILLUR BORNUNUM \SKAPAR Eigum til á lager þessi fallegu og sérstaklega hand- hœgu barnarúm, sem hœgt er að lengja úr 140 cm í 175 cm. Mjög hagstœtt verð. Fallegar furuhillur og skápar. Hentugt í bamaherbergið eða sumarbústaðinn. Húsgögn fyrir þá er unna furuhúsgögnum. SENDUM í PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT. Sími 68 51 80 FURUHÚSGÖGN Smiðshöfða 13 Þitt eigið heimili á Spáni frá kr. 550.000,00 Sól og hiti alltárið. Hvaö finnst þér um sól og hita allt áriö? Suomi Sun Spain hefur fjöldann allan af til- boöum fyrir þig sem vilt búa hluta af árinu suðuráSpáni. í T orrevijea suöur af Alicante byggjum viö raöhús; bungalows og einbýlishús sem full- nægja kröfuhöröum íslendingum. Einn af bestu stöðum Spánar Sólin skín 315 daga á ári. Þitt annað heimili stendur viö Costa Blanca-ströndina á Spáni viö Miöjaröarhafiö. Þessi hluti Spánar býöur uppá besta fáanlega vatn á Spáni. Auk jDess golfvelli, tennisvelli, sundlaugar, smábátahöfn, matsölustaöi og útimarkaöi. r Kynningarferð:-------------- Farið verður í sólarhrings kynningarferð 8. des. og komiö til baka aöfaranótt9. des. Verðið er ótrúlegt Okkar nýjasta tegund af húsum heitir Noreg- ur. Þaö eru raöhús 45 m2 á einni hæö og kosta 550.000,00. Einnig bjóöum viö uppá 30 aörar tegundir af húsum frá 45 m2 upp í 283 m2 sem kosta allt upp í 3,5 millj. isl. kr. Húsin afhendast fullbúin þ.m.t. ísskápur, eldavél, fataskápur, eldhúsinnrétting, full- búiö baöherb., flísar á gólfum og fullfrágeng- inngaröur. (JT ER komin ljóðabókin Ham- föng eftir Rúnar Bergs. Þetta er önnur ljóðabók höfundar, en hann gaf út ljóðabókina Hvarf- leir 1981. Bókin er 64 prentaðar síður og er gefin út á kostnað höfundar. Ath. Öllum velkomiö að líta inn í dag, sunnudag milli kl. 13.00 og 18.00 þar sem veittar verða nánari uppJýsingar. Ath. reglugerð Seðlabanka íslands varðandi gjaldeyrisyfir- færslu. Umboðsskrifstofa SuomiSunSpain Síöumúla4. Símar: 687975 — 687976. Hafðu samband strax.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.