Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 13 Bolli Gústavsson. En að gefa það í skyn, eins og Kristján gerir, að Steini hafi þótt lítið koma til allra íslenskra skálda nema eins, er að mínum dómi hneyksli að setja á prent. Bolli Gústavsson gerir sér að sjálfsögðu grein fyrir því hve markvert skáld Steinn Steinarr var, en ég vil benda honum á að það er tómur misskilningur að túlka það sem Steinn sagði um Davíð þegar hann talaði um „bil- legan og forheimskandi áslátt" þannig að Steinn hafi átt við einlægan trúartón Davíðs „sem sífellt varð sterkari og hreinni". Steinn átti við annað. Hann gat vel unnt Davíð að herma frá trú- arreynslu. En honum þótti eins og fleirum nóg um endurtekning- ar hins merka skálds, ljóð sem voru fremur vel orðaðar yfirlýs- ingar en skáldskapur. Skemmtilegt þótti mér að lesa það sem Bolli Gústavsson skrifar um frænda sinn, Karl ísfeld. En þó verð ég að mótmæla matinu á Svörtum morgunfrúm, einu ljóðabók Karls. „Virðist svo sem þetta ljóðakver hafi ekki orðið láta Alþýðublaðið nægja. En mál- efnin gátu líka verið minni, t.a.m. hvort rita skyldi vírus, víra eða veira. Vilmundur barðist eins og ljón fyrir veirunni, hjó á báðar hendur og hlífði ekki einu sinni alúðarvinum. Og eins og oftar fór hann með sigur af hólmi. Eins og að líkum lætur lét Vil- mundur landlæknir heilbrigðismál allmjög til sín taka, þó að engan veginn væri hann sá skörungur, sem fyrirrennarar hans sumir voru, enda til mikils að jafna. Hann samdi, átti þátt í að semja og flutti meðan hann sat á alþingi mörg lagafrumvörp, t.a.m. lækn- ingaleyfislögin 1932, lög um heilsu- verndarstöðvar. Þá samdi hann frumvarp „um að heimila í viðeig- andi tilfellum aðgerðir á fólki, er koma í veg fyrir að það auki kyn sitt". Hér birtast nokkrar þing- ræður hans í tengslum við þessi mál. Þá er hér hluti frumvarps- greinargerðarinnar „Afkynjanir og vananir" og hinn víðkunni rit- gerðabálkur hans „Straumur og skjálfti og lögin í landinu". Hið fyrrnefnda er einstaklega vel samin og vel hugsuð ritgerð. Hið síðarnefnda er hvasst og hnit- rniðað deilurit, þar sem hann átti í höggi við ritsnjalla mótherja. Þá dróst Vilmundur inn í Kleppsmálið fræga á sínum tíma og háði þá grimmilega orrahríð við kollega sína. Fjárveitinganefnd alþingis lét hann eitt sinn í té langa umsögn um tillögu þingmanns eins um „að veita þingeyskum gullsmið, vél- stjóra og hlaupalækni" laun úr ríkissjóði í viðurkenningarskyni fyrir það að hafa fundið upp iyf við sjúkdómi einum. Umsögn Vil- honum til vegs og valdið honum nokkrum vonbrigðum," skrifar Bolli. Ég vil ráðleggja Bolla að lesa Svartar morgunfrúr á ný og íhuga gildi bókarinnar. Það eru fleiri ljóð í frúnum en það sem ort er í orðastað ritdómara. Bók- in er á margan hátt betri en menn hafa viðurkennt. Ég er þeirrar skoðunar að hún sé veru- lega góð. Ekki mega menn gleyma því að Karl lsfeld var einn af okkar bestu þýðendum. Það gerir Bolli vitanlega ekki. Þýðingar Karls á Kalevala eru afrek og ekki spillir viðbót konu hans, Sigríðar Einarsdóttur frá Munaðarnesi. Liðin tíð við Laxagötu nefnist kafli í Litið út um ljóra. I þessum kafla ræðir Bolli Gústavsson við Hafliða Hallgrímsson tónlistar- mann. Efnið er einkum bernska Hafliða á Akureyri. í viðtali af þessu tagi er einkum stefnt að því að lesandi fái innsýn í það sem mótar listamann og situr í honum. Þetta kemur ekki nægi- lega vel fram hjá Bolla, ekki síst vegna þess að hann gerir Björg- vin Guðmundsson og ýmsa aðra Akureyringa of fyrirferðarmikla í viðtalinu. Sá sem vill fræðast um Hafliða Hallgrímsson (undir- ritaður meðal þeirra) fær mest að vita um aðra menn. Best tekst Bolla að draga upp mynd manns á borð við Bjarna Jónsson frá Gröf og í stuttum hugvekjum um menningarmál: Helgisetur og Orð eru alltaf til reiðu. Sem prestur leggur Bolli Gúst- afsson sitt af mörkum í Litið út um ljóra. í þætti um Pétur Sigur- geirsson biskup er til dæmis birt þýðing biskupsins á norskum höfundi, Sven Ellingsen að nafni. Þýðingin sýnir að orðhagir menn sitja enn á biskupsstóli og er það vel. Ég held að ég hafi áður farið lofsamlegum orðum um teikn- ingar Bolla Gústavssonar. En um teikningarnar í Litið út um ljóra hæfir að gerast ekki margorður. Því miður eru þær flestar stirð- legar og ekki til vitnis um að myndlistarmanninum hafi farið fram. Ég undanskil þó teikningu af Stephani G. Stephanssyni. Hún er afbragðsgóð. Skáldið og bóndinn talar beint til okkar í dráttum Bolla Gústavssonar. mundar er bráðsnjallt ritverk og er þar fínt og beitt háð ekki sparað. A síðari æviárum virðist hugur Vilmundar hafa beinst meir og meir að málrækt og nýyrðasmíð. Og þar stóð hann framarlega i flokki. Er enginn efi á að hann hafði mjög mikil áhrif til hins betra á ritmál lækna og gaf lækn- isfræðinni og skyldum greinum mikinn fjölda góðra nýyrða, sem festst hafa í málinu. Svo var raun- ar orðið fyrir lokin að margir litu á Vilmund sem eins konar hæsta- rétt í þeim málum. í þessum bók- um eru góð sýnishorn þessarar merku starfsemi. Línum þessum lýk ég með að þakka fyrir að hafa fengið tæki- færi til að kynnast Vilmundi Jóns- syni landlækni á þennan hátt. Hann var vissulega eftirminnileg- ur maður. Maður mikillar gerðar. Fjarri fer því að maður geti alltaf verið honum sammála, og stundum finnst manni hann jafnvel vera ótuktarlega ósánngjarn. Og það hefur svo sannarlega ekki verið notalegt að eiga hann að andstæð- ingi. En samt er ekki hægt annað en virða hann og að vissu leyti dá fyrir ritsnilli hans, einurð og fjöl- hæfar gáfur. Mjög vel eru þessar ritsmíðar úr garði gerðar af hálfu útgefenda. Hverri grein og greinaflokki fylgja fáein gagnleg inngangsorð og skýr- ingar eru þar sem þess þarf með. Allmargar myndir prýða bækurn- ar. Prófarkalestur er með ágætum. Prófessor Þórhallur, sonur höf- undar, hefur annast þetta verk af alkunnri vandvirkni sinni og smekkvísi. Útlit bókanna er fagurt JÓLASKEIÐIN 1985 / tilefni af 300 ára ártíð Bachs Hándels og Scarlattis er jólaskeiðin frá GUÐLAUGI í ár tileinkuð þessum meisturum kirkju- og orgeltónlistar. Við minnum á að upplag jólaskeiðar- innar er mjög takmarkað. Guðlaugur A. Magnússon Laugavegi 22 a Sími 1 52 72 KOMDU KRÖKKCJNUM Á ÓVART! Farðu til þeirra um jólin Mömmur, pabbar, systur, bræður, afar, ömmur, frændur, frænkur, synir, dætur og vinir geta nú brugðið undir sig betri fætinum og farið sjálf með jólapakkana og hangikjötið til útlanda. Ástæðan er auðvitað hin hagstæðu jólafargjöld sem Flugleiðir bjóða til Morðurlandanna. Fargjöld báðar leiðir eru sem hér segir: Kaupmannahöfn kr. 13.230.- Gautaborg kr. 13.350.- Stokkhólmur Osló London Luxemborg kr. 15.400.- kr. 12.320.- kr. 11.760.- kr. 11.620.- Barnaafsláttur er 50%. Fargjöldin taka gildi 1. des. Cpplýsingar um skilmála og ferðamöguleika veita söluskrif- stofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofurnar. FLUGLEIDIR MHMMi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.