Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 45 Rauði krossinn og Umferð- arráð dreifa 100.000 endur- skinsmerkjum ókeypis — aðeins 10% nota merkin hér á landi samkvæmt nýrri könnun RAUÐI kross Íslands hefur í sam- vinnu við Umferðarráð keypt 100.000 endurskinsmerki af hæsta gæðaflokki til dreifingar ókeypis, en í nýlegri könnun, sem gerð var á höfuðborgarsvæðinu á vegum í dag er til moldar borinn Kon- ráð Davíð Jóhannesson, sem lést hinn 21. nóvember sl. á Sjúkrahúsi Sauðárkróks, en þar var hann staddur á söluferðalagi. Fráfall hans bar brátt að og kom okkur starfsmönnum hans hjá Sóló sf. mjög á óvart. Þó hafði hann um árabil verið heilsuveill, en hann kvartaði aldrei, og var jafnan glaðlyndur og hress I viðmóti. Okkur starfsmönnum sínum var hann einstaklega góður og eigum við dýrmætar minningar um sam- skipti við hann fyrr og síðar, sem við viljum þakka honum að leiðar- lokum. Fjölskyldu hans og ástvin- um öllum sendum við okkar ein- lægustu samúðarkveðjur, við viss- um vel hve vænt honum þótti um þau öll. Við biðjum góðan Guð að styrkja þau í hörmumþeirra. Óli Geir og Óli Þór. Við óvænt fráfall Konráðs Dav- íðs Jóhannessonar forstjóra verða ásæknar margar hugljúfar minn- ingar liðinna ára. Veraldargengi hans var svipult og oft storma- samt, en góðvildin ætíð hin sama. Um fjölda ára mun engin sú jóla- hátið hafa farið í hönd án þess að Konráð birtist á sjúkrahúsum og öðrum stofnunum með góðgæti það, sem hann verzlaði með, til þess að gefa og gleðja eins marga og hann frekast megnaði. Taldi hann þetta beztu fjárskiptin fyrir sjálfan sig, og vonandi hefur hon- um orðið eða verður að þeirri trú sinni. Vinum sínum var Konráð traustur og trúr. Hann var þeim mikill gleðigjafi. Þegar í nauðir rak, var hjálp hans og hlýhugur einstök. Verða margir til að sakna vinar í stað. Nokkru áður en Konráð féll frá, hafði hann á orði, hversu vænt honum þætti um þá ástúð, sem hans nánustu sýndu honum og gleðina, sem hann hefði af barna- y\uglýsinga- síminn er 2 24 80 beggja aðila, kom í Ijós að aðeins 10% notuðu endurskinsmerki á meðan 30% Norðmanna nota merk- in samkvæmt könnun sem gerð var þar í landi og þykir þátttaka þar lítil. börnum sínum. Þeim eru öllum sendar hugheilar samúðarkveðjur úr Garðabæ. pÁS Ungmennahreyfing Rauða krossins gerði könnunina fyrir stuttu. Taldir voru þeir sem báru á sér merkin og um leið var aldur notenda kannaður og hvar helst menn báru merkin á sér. Talningin náði til 2.507 manna og af þeim notuðu 253 endurskinsmerki. Af þeim sem báru merkin voru börn 49% sem staðfestir að erfitt reyn- ist að fá fullorðið fólk til að bera merkin á sér, að sögn óla H. Þórð- arsonar framkvæmdastjóra Um- ferðarráðs. Tæplega helmingur þess fólks, sem bar merkin, hafði þau á röngum stað á klæðum sín- um, en talið er að rétt staðsett endurskinsmerki fjór- eða fimm- faldi sjónlengd ökumanns. Æski- legast er að notendur hafi merkin hangandi á báðum hliðum. Björn M. Björgvinsson fulltrúi hjá Umferðarráði sagði að á mark- aðinum i dag væri til fjöldinn allur af merkjum m.a. hangandi merki, lím- og saummerki, skokkbelti og endurskinsmerki á hross og hunda. Þá hafa margir fataframleiðendur sett endurskinsefni á utanyfir- fatnað og á stígvél. Neytendasamtökin gerðu könn- un á endurskinsmerkjum þeim sem voru í notkun sl. vetur og reyndist aðeins ein gerð þeirra fullnægja ströngustu gæðakröfum. Rauði krossinn keypti endurskins- merkin frá Noregi og hafa þau helmingi meira endurskin en lág- markskröfur ségja til um í ná- grannalöndunum, að sögn Jóns Asgeirssonar framkvæmdastjóra Rauða krossins. Heildarkostnaður við kaup merkjanna nemur einni milljón króna og verður þeim dreift á næstu dögum. Deildir félagsins, 48 að tölu um landið allt, munu annast dreifinguna auk ung- mennahreyfingarinnar og lögreglu í Reykjavík. Einnig verður merkj- um dreift gegnum Félagsstarf aldraðra hjá Reykjavíkurþorg og safnaðarstarf í Reykjavíkurpróf- astdæmi. Önnur merki fást nú í flestum apótekum um allt land og einnig í nokkrum matvörubúðum og ritfangaverslunum. Jón Ásgeirsson sagði að ánægja væri með samstarf þetta við Umferðarráð á þessu sviði. „Ef við sameiginlega getum komið því áleiðis að fleiri taki upp notkun endurskinsmerkja, er takmarkinu náð. Undanfarin ár höfum við talað fyrir daufum eyrum varð- andi notkun endurskinsmerkja. Að meðaltali deyja tveir í um- ferðinni í mánuði og hefur mörg- um mannslífunum mátt bjarga með því einu að bera endurskins- merki.“ VeröáSurkr. 11.250,- Jólatilboö kr. 9.950,- ÁRMÚLA11 SlMI 81500 ÚTSÖLUSTAÐIR: REYKJAVÍK: Þór hf„ Ármúla 11 HAFNARFJÖRÐUR: KEFLAVlK: VESTMANNAEYJAR: SELFOSS: HVOLSVÖLLUR: Bókabúð Braga við Hlemm Kf. Hafnfirðinga Stapafell hf. Kjarni sf. Radio & Sjónvarpsstofan Kf. Rangæinga HÖFN: EGILSSTAÐIR: REYÐARFJÖRÐUR: SEYÐISFJÖRÐUR: HÚSAVlK: Kf. Austur- Skaftfellinga Kf. Héraðsbúa Kf. Héraðsbúa Stélbúðln Bókav. Þórarins Stefánssonar AKUREYRI: SAUÐÁRKRÓKUR: BLÖNDUÓS: ISAFJÖRÐUR: BOLUNGARVlK: BORGARNES: AKRANES: KEA - Hljómdeild Kf. Skagfirðinga Kf. Húnvetninga Pólllnn Ljósvakinn Kf. Borgfirðinga Bókaskemman Minning — Konráð Davíð Jóhannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.