Morgunblaðið - 03.12.1985, Page 12

Morgunblaðið - 03.12.1985, Page 12
12 MORGUNBLAÐÍD, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1985 Peningaupphæð, fallinn engill og sjálflýsandi rass Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Kurt Vonnegut: GUÐ LAUN HERRA ROSEWATER eða Perlur fyrir svín. Sveinbjörn I. Baldvinsson þýddi. Almenna bókafélagið 1985. Kurt Vonnegut er þekktastur fyrir hina kaldhæðnislegu skáld- sögu sína Sláturhús 5, bók um miklar hörmungar, loftárásirnar á Dresden í lok heimsstyrjaldarinn- ar síðari. Þar segir hann frá eigin reynslu, en hann var stríðsfangi Þjóðverja þegar ósköpin dundu yfir, borg breyttist í logandi víti. Segja má að Vonnegut fjalli um þessa ógnaratburði af vissri léttúð, en það er nú einu sinni aðferð hans. Skop hans er af ætt gálga- húmorsins, hann varast alla til- finningasemi. Fyrir Sláturhús 5 er Vonnegut víðkunnur og hann komst í tísku eftir að skáldsagan kom út 1969. Það var einkum ungt háskólafólk í Bandaríkjunum sem dýrkaði Vonnegut, en aðdáunin náði lengra. Eins konar Vonnegut- æði greip um sig. Hippakynslóð og friðarsinnar voru meðal þeirra sem tóku hinn þýskættaða Banda- ríkjamann upp á sína arma. Þýðing Sveinbjörns I. Baldvins- sonar á Sláturhúsi 5 kom út 1982 og var í senn lipur og hugvitsam- leg. Nú hefur Sveinbjörn enn á ný lagt til atlögu við hinn vandmeð- farna texta Vonneguts. Afrakstur- inn er Guð laun herra Rosewater og nær Sveinbjörn ekki síðri árangri með þessari þýðingu en hinni fyrri. Guð laun herra Rosewater er sagan um auðmanninn og furðu- fuglinn Eliot Rosewater, en eins og segir í upphafi skáldsögunnar koma fleiri við sögu: „Peningaupp- hæð er ein aðalsöguhetjan í þessari sögu um fólk, rétt eins og hunang gæti verið ein aðalsöguhetjan í sögu um býflugur." Rosewaterauðurinn er semsagt upphaf og endir sögunnar. Sonur skapara samnefndrar stofnunar, Eliot Rosewater, hefur tekið við sem forseti þegar sagan byrjar og er sagður brjálæðingur. Norman Mushari, ungur lögfræðingur, kemst að því að samkvæmt stofn- skrá mega geðveikir menn ekki fara með völd í stofnuninni. Hann hyggur gott til glóðarinnar og hugsar: „Það verður að koma þessu eintaki fyrir rétt.“ Mushari er svo lýst: „Hann var einn metri og sextíu sentímetrar á hæð. Hann var með óhemjulega stóran rass sem var sjálflýsandi ef hann var ber.“ Eliot fær einnig hátignarlega lýsingu: „fyllibytta, draumóra- maður, fallinn engill, stefnulaus asni“. Svona skrautlegar persónur hljóta að fara vel í sögu. Það kemur líka á daginn að frásögnin af þeim verður litrík. Sífullur stundar Eliot líknar- starfsemi í nafni Rosewaterstofn- unarinnar, kjörorð: „Hvað getum við gert fyrir þig?“ Enginn er svo vesæll að hann eigi ekki athvarf hjá þessu stóra hjarta. Eitt af áhugamálunum er slökkvistarf, sú hugsjón að vera sjálfboðaslökkvi- liðsmaður. Meðal grátbroslegra persóna er kona Eliots, Sylvía, fegurðardís frá París. En það er fullt af skrýtnum persónum þótt þær skyggi ekki á aðalhetjurnar. Guð laun herra Rosewater er skáldsaga sem er fremur laus í böndunum, opin saga eins og flest verk Vonneguts. Með því að vera óhátíðlegur í framsetningu, kjaft- for, að því er virðist ábyrgðarlaus, kemst háðfuglinn langt í greiningu sinni á bandarísku samfélagi. Vonnegut er ádeilugjarn, en ádeila hans er af því tagi sem hefur í sér fólgna alvöru undir gervi skopsins. Þó er dálítið erfitt að taka hann Kurt Vonnegut alvarlega og verstur er hann á þeim stöðum þar sem glittir í siða- prédikarann vandlega falinn. Það gerist sem betur fer sjaldan. Margir lesa Kurt Vonnegut sem alvarlega afþreyingu og það verður að segja eins og er að hann er ekki leiðinlegur þótt skemmtileg- heitin gangi stundum út í öfgar. Hann getur verið framúrskarandi hnyttinn og segir þá oft það sem máli skiptir í fáeinum orðum, einkum með því að búa til aðstæð- ur sem eru á mörkum fáránleik- ans, stundum fáránleikinn sjálfur. Svo mörg eru dæmi þessa í Guð laun herra Rosewater að látið verður nægja að benda væntanleg- um lesendum á að kynna sér þau. Þýðandinn gengur nokkuð langt í sumum staðfærslum sínum, en vonandi særir það engan að sjá til dæmis kunnan texta eftir Hall- grím Pétursson í óvæntu sam- hengi. Það er ekki hægt að þýða Vonnegut nema með skáldaleyfum á stöku stað. Bandaríska skáldsagan er eins og menn vita ólík hinni evrópsku. Hún hefur tileinkað sér annars konar frelsi en sú skáldsaga sem reyndi að gera uppreisn gegn hefð- bundnu mynstri. Og tókst það sjaldan. Þótt mönnum þyki bandaríska skáldsagan oft léttvæg er óþarfi að hafna henni. Hún er einn möguleiki af mörgum. Jóhann Hjálmarsson Bréfúr sveitinni Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Bolli Gústavsson í Laufási: LITIÐ ÚT UM UÓRA Þættir Bókaútgáfan Skjaldborg Akureyri 1985. Séra Bolli Gústavsson í Lauf- ási er kunnur fyrir margar ágæt- ar blaðagreinar og leiklistar- gagnrýni auk þess sem hann hefur haslað sér völl sem rit- höfundur og skáld með eftirtöld- um bókum: Fjögur skáld í för með presti (1978), Ýmsar verða ævirnar (1980) og Vorganga i vindhræringi (1982). Bolli lítur í bókstaflegri merk- ingu út um ljóra í nýjustu bók sinni Litið út um ljóra. Hér er á ferð ýmiskonar efni úr syrpum hans, allt þættir sem vilja stuðla að aukinni menningu og víðsýni í andlegum efnum þótt deila megi um hvernig tekst. En Bolli Gústavsson er einn þeirra manna sem gott er að hafa samfylgd með. Svo jákvæður er hann í afstöðu sinni að hann getur jafn- vel sannfært hina efasömustu um að það sem í fyrstu virðist fremur smávægilegt sé af hinu góða, að minnsta kosti lofsverð viðleitni. Vera má að mönnum þyki Bolli of umburðarlyndur, sérstaklega í umfjöllun sinni um skáldskap, en þá má svara sem svo að umburðarlyndi saki ekki. Ég hef lítið annað en gott að segja um þætti Bolla Gústavs- sonar. Það má að vísu fallast á það að þættirnir eru ekki allir til þess fallnir að birtast í bók, þeir njóta sín líklega best í blöð- um og tímaritum. Nokkrir þeirra eru dæmigerð bréf úr sveitinni, en minna má á að margir snjallir höfundar hafa skrifað bréf af því tagi. Það sem vantar er á köflum sjálfstætt mat. Of mikið er um sjálfsagða hluti. Bolla er í mun að frægja góða menn og hann verður ekki gagnrýndur fyrir það. En sem betur fer er hægt að vera ósammála honum. Ég nefni nokkur slík dæmi. í þættinum A tímamótum er Ólafur Jóhann Sigurðsson kall- aður til vitnis um að „aðeins einum manni hefur þó tekist að þýða ljóð eftir Hjalmar Gullberg án þess að það glataði þeim sér- stæða tóni, sem einkennir þetta frábæra, sænska skáld." Orð ól- afs Jóhanns gilda um þýðingu Sigurbjörns Einarssonar biskups á ljóði Hjalmars Gullberg Og ég mun láta yður verða mannaveið- ara, sem birtist í Lesbók Morgun- blaðsins. Þýðing Sigurbjörns Einarssonar er góð eins og fleiri þýðingar hans, reyndar betri en við eigum að venjast þegar um þýðingar á verkum merkra er- lendra skálda er að ræða. En að hann túlki Hjalmar Gullberg betur en Magnús Ásgeirsson er ekki skoðun sem á skilið að sjást á prenti. Annað mál er það að Bolli sýnir ágætlega að stíll bisk- upsins er þannig að áður en hann veit af er hann farinn að yrkja, í honum býr skáld. Og flestir munu taka undir með Bolla þegar hann segir að Sigurbjörn hafi „fært Játningar Ágústínusar kirkjuföður í svo glæstan búning íslensks máls, að ekki verður betur gert.“ í þætti um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi er ómaklega veg- ið að höfuðskáldi: Steini Stein- arr. Kristján frá Djúpalæk vitn- ar um það að kynni hans af Steini hafi ekki verið „uppörv- andi“. Það er auðvitað hans mál. Af blöðum Vilmund- ar landlæknis Bókmenntir Sigurjón Björnsson Med hug og orði: Af blöðum Vil- mundar Jónssonar landlæknis. Fyrra og síðara bindi. Iðunn, 1985. 379 -t- 378 bls. Þórhallur Vilraundarson sá um útgáfuna. í þessum tveimur bókum er birt safn ritsmíða Vilmundar Jónsson- ar. Ekki er þar þó öllu er hann ritaði til skila haldið. Undan eru felldar ritgerðir hans um íslenska lækningasögu, sem gefnar voru út í tveimur bindum árið 1969. Þá er hér ekki heldur rit hans um Lækn- ingar — Curationes — Þorkels Arngrímssonar og óprentuð er saga læknakennslu á íslandi. Sendibréfin sem hér eru birt eru þá varla nema lítið sýnishorn af einkabréfum Vilmundar. Margra grasa kennir á þessum hálft áttunda hundrað blaðsíðum og kemur meiri hluti þess nú á prent í fyrsta sinn. En einnig er hér gamla kunningja að finna, ritsmíðar sem eitt sinn vöktu umtal og ollu jafnvel hörðum deil- um. Lesandinn fær hér allglögga mynd af Vilmundi Jónssyni. Hvort tveggja er að skrifin spanna langt tímabil, eða allt frá menntaskóla- árum hans og til síðustu æviára, og efnið er hið fjölbreytilegasta. Hér er að finna bernskuminning- ar, minningabrot frá læknisárun- um austur á Langanesi og vestur á ísafirði. Frásagnir eru af ýmsum mönnum sem Vilmundur kynntist og urðu honum hugstæðir. Þá eru ferðasögubrot. Allmargir sagna- þættir eru hér, sumir frá löngu liðnum tímum, aðrir úr samtíð höfundar. Sumt af því tók hann saman fyrir vin sinn Þórberg Þórð- arson og birtist það í Gráskinnu. Þá eru hér einu eftirmælin, sem Vilmundur birti (— Eitt sá tómt helstrið ), og eru þau vissulega eftirminnileg. Kafli einn nefnist Laust og bundið og er þar bæði skáldskapur, gátur, gamanþættir og sitthvað fleira. Undir titlinum fslenzkt mál eru frægar greinar, s.s. Vörn fyrir veiru, Thorvaldsen og Oehlenschláger, Skinnsokkur og skotthúfa o.fl. Þá er kafli sem hefur að geyma stjórnmálaskrif, einkum frá fyrri árum Vilmundar, þegar hann stóð í stjórnmála- amstri fyrir Alþýðuflokkinn. Að vonum er langur kafli um heil- brigðismál. Síðast í texta eru all- mörg sendibréf. En bókunum lýkur á 30 bls. nafnaskrám. Ekki er auðhlaupið að því að setja saman umsögn um svo efn- ismikið og fjölbreytilegt ritverk. Það sem hér verður sagt ber ein- ungis að skoða sem fyrstu viðbrögð lesanda við nokkuð hröðum lestri. Þegar mér bárust þessar tvær þykku bækur í hendur sleppti ég öðru lesefni og datt ekki í hug að grípa til þess, fyrr en lesið hafði verið til enda. Vilmundur sleppti mér ekki fyrr en hann hafði sagt sitt síðasta orð. Hann var að mörgu leyti maður að mínu skapi. Mér leiddist ekki í návist hans. Hygg ég að svo muni um fleiri — og að svo hafi verið meðan hann var ofan moldar. Hvað veldur? Eins og margir vita var Vil- mundur með afbrigðum ritfær maður. Þar fór saman mikil smekkvísi á íslenskt mál, rökfræði og oft á tíðum djúp og viturleg hugsun og mikil og einörð mála- fylgja, þegar henni þurfti að kosta. Viðhorf hans voru og á marga lund einkar aðlaðandi. Hann var húm- anisti, mannhyggjumaður, gæddur næmri réttlætiskennd og raun- særri, heilbrigðri skynsemi. Höf- undur sem slíka kosti hefur, verður Vilraundur Jónsson landlæknir aldrei leiðinlegur. Hann veitir jafnan nokkra listræna ánægju og af honum má sitthvað læra. Og sé hann jafnframt húmoristi, eins og Vilmundur var, sér hann einnig fyrir nokkurri skemmtan. Því lengur sem ég las í þessum bókum þvi skýrari varð mynd mín af Vilmundi Jónssyni. I aðra rönd- ina virðist mér hann hafa verið nokkuð viðkvæmur og hlýr maður. En hann brynjaði sig ytra með nokkuð hrjúfum skráp. Við- kvæmnin, hlýjan og skilningur á öðrum mönnum, einkum smæl- ingjum, kemur glöggt fram víða í skrifum hans: minningarþáttum, frásögnum af mönnum og í sendi- bréfum. Og skrápurinn, stundum vafinn í hjúp siðferðislegrar vand- lætingar, jafnvel hroka, er einnig víða sýnilegur. Annað greinilegt auðkenni Vilmundar er fastheldni, viss íhaldssemi og mikil tryggð bæði við menn og málefni. Hann var að því leytinu kjarnakarl. En Vilmundur var einnig ódeig- ur bardagamaður. Og þar var hann svo sannarlega kappsfullur. Lík- legt þykir mér af lestri sumra greina hans að dæma að honum hafi reynst afar þungbært að bíða lægri hlut. Sumar deilugreinar hans eru hrein meistarasmíð. Þarf maður alls ekki að vera honum sammála til þess að geta metið þær sem slíkar. Fimi hans með orðsins brandi var einstök. Af snilldar- legri rökvísi og sannfæringar- krafti gat hann hagrætt hverju máli svo að lesandanum virtist sem rétt væri. En þegar mest lá við gat hann einnig gerst æði orðhvatur og illskeyttur. Og við bar að hann skyti spjótum sínum undir beltisstað. Hygg ég að sumir þeir sem þannig voru lagðir hafi seint eða aldrei fyrirgefið. Mér er nær að halda að Vilmundur hafi stundum haft svo gaman af bar- daganum að litlu skipti hvert mál- efnið var. Oft taldi hann sig þó vera að verja heiður læknastéttar- innar. Sú vörn var raunar oftar en hitt fólgin í all föðurlegum umvöndunum og aðfinnslum, sem kollegar hans áttu bágt með að una. Þeir kunnu því ekki alltaf ýkja vel að vera teknir á kné og hirtir. Um þverbak keyrði þegar hann gerðist svo ósvífinn að líkja læknum við veðurfræðinga. Þá var sjálfum landlækni úthýst um sinn úr læknablaðinu og varð hann að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.