Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 r f 60____________ Jón Kjartansson forstjóri — Minning f að fara frá eftir hverja heimsókn, vegna þess hve skemmtilegur hann var. Ég kvaddi hann vanalega með það í huga, að við sæjumst fljót- lega aftur. En nú er svo komið að við sjáumst ekki aftur í þessu lífi. Þá ryðjast að manni minningarn- ar. Svo hafði um talast milli okkar Jóns Kjartanssonar, að sá skrifaði eftirmæli um hinn, sem eftir lifði. Er þessi samningur nokkurra ára gamall og var minnst á hann sein- ast fyrir um tveim mánuðum og haft í flimtingum, því lífsfjörið var svo mikið hjá báðum. Jón hlakkaði til að fara úr starfi á næsta ári, svo hann gæti helgað sig áhuga- málunum, sem voru mörg. Fjöl- skylda hans var honum þó næst; konan, börnin og barnabörnin, og svo heimilið og sumarbústaðurinn. Jón átti fagurt heimili, prýtt kjör- gripum, gömlum og nýjum. Enginn maður skapar þó svo fagurt heim- ili einn, til þess nýtur hann góðrar konu. Þau hjónin Þórný Tómas- dóttir og Jón Kjartansson skópu það saman. Ég var boðinn í fjöl- skylduboð á Háteigsveginn fyrir tveim árum. Kynntist ég þar mörgu af frændfólki þeirra hjóna, er ég aðeins hafði heyrt getið af afspurn. Jón Kjartansson var ættrækinn, frændmargur og átti fjöldann allan af vinum og kunn- ingjum um allt land. Hann var ör, opinn, vinnuþjarkur, sem gat talað í tvo síma i einu og haldið uppi samræðum samtímis. Jón Kjart- l ansson var maöur, sem gat sagt nei á svo þægilegan hátt, að allir undu vel við. Þeir eru nú orðnir legíó erlendu gestirnir, sem ég hefi farið með á fund Jóns Kjart- j anssonar. Stöðugt var sótt á Jón Kjartansson, ár eftir ár, að kaupa þessa tegund eða hina. Hann brást jafnan vel við, skyldi athuga málið, en oftast var þó, að málaleitan var að lokum hafnað. Það þarf sterk J bein til að vera undir slíku álagi, en Jón Kjartansson hafði þann vilja og sjarma, að menn tóku neitun hans með brosti á vör og jafnaðargeði, og höfðu að vegar- 4 nesti von um betri tíð. Þetta I þekktu menn yfirleitt ekki annars- staðar frá, þar sem viðskiptin eru ' ópersónuleg. Jón Kjartansson ; vann íslandi þannig ótalmarga erlenda vini með vingjarnlegri og skemmtilegri framkomu sinni. Jón Kjartansson var fróður og ,i. kunniþálistaðsegjafrá. Auðvitað í var Siglufjörður oft á dagskrá, en þangað lágu taugar Jóns alla tíð. Hann sagði frá síldinni, norsurum, ] svo frá vinum sínum jóskum og talaði jóskuna lýtalaust. Jón Kjartansson var pólitíkus, og hafði í gaman af leikfléttum stjórnmál- j anna. Svo gaman reyndar, að ég i held hann hafi stundum búið til » fléttu úr einföldu máli, bara svona eins og til að æfa sig og athuga, hvort hann væri ekki enn í stuði. Jón Kjartansson bar erfiðan sjúkdóm (sykursýki) með reisn, þótt oft væri honum brugðið, en vinnugleðin var svo mikil að hann gleymdi oft að halda aftur af sér. Er því svo komið að vinur minn, Jón Kjartansson, er fallinn frá, langt um aldur fram. Ég trega hann en hlakka jafnframt til end- * urfundanna hinum megin. Ég bið | hinn hæsta höfuðsmið að blessa Jón Kjartansson og fjölskyldu hans. Ragnar Borg Nokkur kveðjuorð ' Hæfileikamaður og vinur er lát- , inn og lífið breytir um svip. Minn- " ingar, skemmtilegar og ljúfar, hrannast upp í hugann frá liðnum ' tíma fyrr og síðar. Þegar Jón var bæjarstjóri á Siglufirði átti hann margar ferðir til Reykjavíkur í erindum bæjarfé- lagsins og gaf sér þá oftast tíma til að heimsækja okkur Maggý. Það var tilhlökkun að eiga von á honum og gleði þegar hann kom. Litla íbúðin okkar á Hraun- -■ teignum bókstaflega fylltist fersk- ....- um blæ og áhyggjuleysi þegar hann birtist og þegar hann fór var maður meiri en maður sjálfur. Eitt sinn er Jón kom á þessum árum var hann ekki eins léttur i skapi og venjulega, heldur svip- mikill og þúngbúinn í senn. Þegar við höfðum sest sagði hann okkur, erindi sitt til Reykjavíkur að þessu sinni væri að kaupa togara fyrir Siglufjarðarkaupstað. Undirtektir valdhafa voru dræmar. Það var lítið í kassanum, ábyrgð þurfti fyrir öllu kaupverð- inu umfram áhvílandi lán. Við Siglufirði blasti stórfelldur fólks- flótti og atvinnuleysi, þar sem síld- veiðar höfðu brugðist ár eftir ár. Hér var um brýna nauðsyn að ræða en ekki seiling. Ríkið hafði jú skyldum að gegna gagnvart Siglfirðingum. Það átti þar aðalat- vinnutækin og var eitt fært um að veita þá aðstoð sem þurfti. Ég er ekki hættur, sagði Jón, og fer ekki heim fyrr en togarinn er eign Siglfirðinga. Svo fór að togarinn var seldur Siglfirðingum og má þakka það vafalaust harðfengi Jóns og samningalipurð. Jón Kjartansson var maður framkvæmda og gleði. Hann hafði yndi af að standa í stórræðum og efldist við hverja raun. Störf Jóns verða ekki rakin hér, hvorki félags- leg né embættisleg, til þess eru þau altof viðamikil. Þetta eru bara kveðjuorð. Jón Kjartansson kunni að gleðj- ast og gleðja aðra, enginn gerði það betur en hann en hann kunni einnig að hryggjast með hryggum, svo að til fyrirmyndar var. Aragrúi fólks kom til Jóns Kjartanssonar í von um að fá hjá honum úrræði til lausnar á vand- kvæðum sínum. Það mátti segja um hann eins og Njál forðum „hann leysti hvers manns vand- ræði, sem á hans fund komu“. Úrlausnarefnin voru mörg og margvísleg og menn fóru léttari í lund en þeir komu og stundum skifti hjálp hans sköpum fyrir þá, sem á fund hans gengu. Stundum tala karlmenn um sinn betri helming og eiga þá við konu sína. Jón Kjartansson dáði eigin- konu sína og taldi hana sinn betri helming, enda var sambúð þeirra með ágætum. Hún bjó honum stórt og fallegt heimili og hann endur- galt það með sinni sérstöku nær- gætni og hugulsemi í hvívetna. Hvorugt þeirra bar hitt ráðum. Kæran mág minn kveð ég að sinni og þakka fyrir alla hluti, sem hann hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu. Hann vildi ávallt hjálpa og gleðja. Mun ekki Guð veita honum náð til að hjálpa þeim, sem hjálpar eru þurfi í nýj- um heimi. Sig. Tómasson I dag er til moldar borinn vinur og velgjörðarmaður sem við viljum minnast nokkrum orðum, þó efni hrökkvi ekki til að það sé gert á þann hátt sem verðugt væri. Jón Kjartansson var fæddur 5. júní 1917 á Siglufirði. Stærstan hluta ævi sinnar var Jón á sinn hógværa hátt frammámaður í opinberu lífi og félagsmálum og liggur eftir hann drúgt og óeigin- gjarnt starf á þeim vettvangi. Lífsstarfi Jóns geta aðrir gert gleggri skil en við, en mannkostum hans og vináttu kynntumst við og nutum alla tíð frá bernsku. Maður- inn Jón Kjartansson var öðlingur, í bestu merkingu þess orð. Honum var í blóð borinn eðlilegur alþýð- leiki og einstök hjálpsemi sem ásamt glæsimennsku og höfðings- lund gerðu hann að einstökum manni og eftirsóttum tryggum vin. Hvar sem hann fór var hann sjálf- sagður til forystu. Manngreinar- álit eða oflát voru honum jafn garri og nízka var Brandi hinum rva, sem er sá maður fórnbók- menntanna sem Jóni verður helst líkt við. Fegurð himinsins eða ys borgar- lífsins breytast ekki við fráfall Jóns Kjartanssonar en tilveran og þessi þjóð eru góðum drengskapar- manni fátækari, og margir munu þeir og víða sem staldra við og hugsa með þakklæti og hlýju til þessa ágæta drengs. Við kveðjum Jón Kjartansson í dag með virðingu og hlýhug í full- vissu þess að lífshlaup hans og verk skipa honum sjálfkrafa í sveit hjartahreinna í nýjum heimkynn- um. Þórnýju og öðrum aðstandend- um vottum við dýpstu samúð. Stefán, Guðmundur og Sigurjón Benediktssynir Jón Kjartansson, fyrrum bæjar- stjóri í Siglufirði, er allur. Með honum er genginn góður drengur í þeirra orða fornu merkinu. Það er einkum þrennt sem leitar á hugann þegar horft er um öxl til samferðar með Jóni Kjartans- syni. Það fyrsta er, hve góður hann var móður sinni á hennar efri árum, hlýr umhyggjusamur og nærgætinn. í annan stað hlýhugur hans og órofa tryggð í garð heimabyggðar hans, Siglufjarðar, sem sagði sí- fellt til sín, bæði meðan hann vann henni heilshugar, þar búandi og eftir að hann settist að hér syðra. Norðan heiða fór hann fyrir sam- borgurum sínum í samátaki þeirra við að skjóta nýjum stoðum undir tilveru byggðarlagsins, en þessi höföustaður síldariðnaðar í landinu á fyrri hluta þessarar aldar var nánast í atvinnulegri og efnaghagslegri rúst eftir hrun síld- arstofnsins. Hér syðra var hann lengi formaður Siglfirðingafélags- ins og lífið og sálin í þeim félags- skap. Siglfirðingar, heima og heiman, horfa nú á bak einlægs vinar og stórhuga forystumanns. Það þriðja var hve leiftrandi skemmtilegur hann var alla jafna og hafði gott lag á því að tendra sól í sinni. Hann kætti margan samferðarmann sinn en grætti engan. Kfmni hans og græskulaust gaman hafði þann tilgang einan að auka á lífsgleði fólks. Það þrennt, sem hér er staldrað við, segir sitt um ágæti ljúfmenn- isins Jóns Kjartanssonar. Hér verður hvorki rakinn ætt- bogi Jóns heitins Kjartanssonar né starfsferill. Það gera aðrir. Þessum fáu orðum er ætlað það hlutverk eitt að árna honum góðr- ar ferðar til austursins eilífa og þakka honum samstarf, kynni og vináttu. Frú Þórnýju og börnum þeirra hjóna sendi ég hugheilar samúðar- kveðjur. Siglfirðingar, heima og heiman, verða með ykkur í dag, á sorgar- og kveðjustund, í tregafull- um en þakklátum huga. Stefán Friðbjarnarson Kveðja frá framsóknar- mönnum í Siglufírði Jón 21. nóvember sl. á heimili sonar síns í Hamborg. Jón fæddist á Siglufirði 5. júní 1917 sonur Kjartans Jónssonar bygginga- meistara og konu hans frú Jónínu Tómasdóttur kaupkonu. Jón ólst upp á Siglufirði og tók próf frá Samvinnuskólanum árið 1935, það ár varð hann verkstjóri hjá Sildarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði og var það til ársins 1942, að hann tók við skrifstofu- stjórn hjá Þormóði Eyjólfssyni hf. Jón hafði á þessum árum auk þess margvísleg önnur störf á hendi, hann var umboðsmaður Samvinnutrygginga, Flugfélags íslands, rak síldarsöltun og tók þátt í útgerð ofl. Jón tók mjög virkan þátt í starfi Framsóknarfélags Siglufjarðar á þessum árum. Hann var kosinn formaður í félaginu í febrúar 1948 og formaður trúnaðarráðs 1949. Það ár var Jón ráðinn bæjar- stjóri Siglufjarðar og gegndi hann því starfi í tvö kjörtímabil. Það voru erfið ár, eftir hvarf síldarinnar, við þær ytri aðstæður, þegar að Siglufjörður var ekki lengur sú gillkista landsmanna, sem hann hafði verið undanfarna áratugi. Bæjarbúar voru þá á fjórða þús- undið og kreppa í atvinnulífinu. Reyndi þá mjög á Jón og sýndi hann þá einstakan dugnað, ósér- hlifni og útsjónarsemi við endur- reisn atvinnulífsins. Stofnuð var Bæjarútgerð Siglu- fjarðar keyptur annar togari og Skeiðsfossvirkjun stækkuð um helming svo nokkuð sé nefnt. Fleyg urðu sum samskipti Jóns við stjórnvöld á þessum árum svo aðgangsharður gat hann verið við þau, því ekkert var Siglufirði of gott. Á Jón hlóðust margháttuð störf hann var í miðstjórn Framsóknar- flokksins frá 1946, sat i stjórn Síldarverksmiðja ríkisins frá 1947. Varaþingmaður á 9 þingum og eftir fráfall Skúla Guðmundssonar 1969 þingmaður Norðurlandskjör- dæmis vestra til 1971. Árið 1957 flytur fjölskyldan til Reykjavíkur og tekur Jón við for- stjórastarfi Áfengisverslunar rík- isins sem síðar verður Áfengis- og tóbaksverslun rikisins, sem hann sinnti til dauðadags. Hlóðust á hann margháttuð störf, hann var í blaðstjórn Tím- ans, Blaðaprents hf., formaður í Siglfirðingafélaginu, ræðismaður Finnlands svo nokkuð sé nefnt. í dagsins önn var gott að hitta Jón, alltaf var hann með hugann við Siglufjörð, fólkið heima eins og hann gjarna tók til orða, at- vinnulifið og mannlífið allt. Ekkert var honum óviðkomandi sem snerti Siglufjörð. Fjölmargir Siglfirðingar sem fluttust til Reykjavíkur fengu hjá honum hvatningu og uppörvun auk ann- arrar hjálpsemi við búsetuskiftin, þar er nú skarð fyrir skildi. Ég minnist hans i haust þegar endurbygging S.R. 46 var tekin i notkun og loðnuveiðar hófust, hversu glaður hann var þegar viss áfangi var tekinn í notkun og S.R. 46, verksmiðjan sem hann sá risa varð tæknivæddasta verksmiðja landsins. Hann hafði óbilandi trú á islensku hugviti og dugnaði. Hann var ætíð fullur bjartsýni, góðvild og hjálpsemi voru hans bestu eiginleikar, þannig minn- umstvið hans. Um leið og ég þakka fyrir per- sónuleg kynni og samstarf, vil ég fyrir hönd Framsóknarfélaganna í Siglufirði senda eftirlifandi konu hans, frú Þórnýju Tómasdóttur og ástvinum hugheilar samúðar- kveðjur. Sverrir Sveinsson Það var vor við Siglufjörð, þegar sólin fyllir fjörðinn geislum sínum og varpar ljóma yfir allt og alla. Sköpun Guðs og mannanna verk eru umvafin birtu sólarljóssins svo sterklega, að bjarmi hennar merk- ir mannlífið. Þannig vekur sólin mönnum von og kraft, djörfung og framtak. Það var vor við Siglufjörð, þegar Jón Kjartansson fæddist þar 5. júní árið 1917. Það var líkt og vorið byggi í Jóni alla tíð, hugmynda- auðgi, fyrirætlanir og framtaks- semi stórbrotin og krafturinn og áhuginn mikill, þegar tekist var á við hin ólíkustu verkefni, skipu- lagshæfileikar frábærir, verkefnið skoðað frá öllum hliðum, allir hugsanlegir möguleikar athugaðir og reiknað með óvæntum stefnum, sem málið kynni að taka og þær íhugaðar. Forystuhæfileikar Jóns og útsjónarsemi voru ótvíræð. Komu þeir eiginleikar vel fram bæði í margvíslegum störfum, sem, hann gegndi um æfina og í þjón- ustu við land og lýð. Það var vor við Siglufjörð. Siglu- fjörður var Jóni alltaf mjög kær enda borinn þar og barnfæddur. Hann helgaði einnig þeim stað alla starfskrafta sína um árabil. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur, fylgdist hann grannt með öllu sem gerðist fyrir norðan og lagði þeim málum lið eftir mætti, sem til heilla horfði fyrir byggðarlagið og íbúa þess. Hugur hans til Hvann- eyrarkirkju var hlýr og djúpstæð- ur og sýndi hann þakklæti sitt í verki til hennar, þakklæti fyrir mikilvægar stundir og heillavæn- lega mótun, sem streymir frá kirkjunni inn f samfélagið og líf hvers einstaklings. ó, skapari, hvað skulda ég? Ég skulda fyrir vit og mál. Mín skuld er stór ogskelfileg, ég skulda fyrir líf og sál Ég skulda fyrir öll mín ár og allar gjafir, fjör og dáð, í skuld er lán, í skuld er tár, í skuld er, Drottinn, öll þín náð. Þessi sálmvers Matthíasar Joch- umssonar voru á vörum Jóns einu sinni, þegar hann hvarf á fund í Hjálparstofnun kirkjunnar, en þar var hann stjórnarformaður fyrstu tíu ár starfseminnar og átti sinn þátt í því að beina henni inn á þær farsælu brautir, sem hún hefur fetað síðan. Þessi orð sálmaskálds- ins, fannst Jóni, skýra eðli og veru hjálparstofnunar, sem kirkjan starfrækir, en um leið lýsa þau mannskilningi Jóns, lífsskoðun og stefnu, enda var Jón ötull að leggja góðum málum lið. Þannig gekk hann um veg lífsins, að lífið er gjöf Guðs, sem hverjum og einum er trúað fyrir, því er ábyrgð mannsins mikil á lífi sinu og umhverfi og honum ber að ávaxta vel sitt pund. Jóni var ákaflega ljóst mikil- vægi þess arfs, sem fortíðin hefur lagt okkur í skaut og nauðsyn þess að varðveita þennan dýrmæta arf. Að Jóni stóðu stórar og merkar ættir, frændgarður því mikill að vöxtum, sem hann rækti vel og mat mikils. Honum var mikið í mun, að arfurinn, sem hann hlaut, flyttist áfram, arfur menningar og lífsskoðunar, sem er undirstaða þeirrar þjóðmenningar, sem fs- lendingar byggja á í samtímanum. Jón var mikill lánsmaður í fjöl- skyldulífi sínu, var kvæntur fram- úrskarandi myndarlegri konu, Þórnýju Tómasdóttur, sem bjó manni sinum og börnum þeirra fjórum einstaklega hlýlegt og fal- legt heimili, og þangað sótti Jón endurnýjun og endurnæringu til nýrra átaka. Naut ríkulega sam- vista við fjölskyldu sína, tengda- börn og barnabörn. Leið honum jafnan best, þegar þau voru öll saman og voru það ávallt stórar stundir í huga hans, þegar þau settust til borðs og mikil hátíð. Það var vor og það var hátíð að vera með Jóni Kjartanssyni, mað- ur veitull, gestrisinn og rausnaleg- ur, hlýlegur í viðmóti og aðlaðandi. Þau hjónin voru ákaflega samhent í þvi að taka vel á móti gestum sínum og búa tækifærinu þann ramma, sem hæfði, Jón skemmt- inn og skrafhreifinn, orðheppinn og hnyttinyrtur, litríkur og fylginn sér. Það hefur stórt skarð og vand- fyllt myndast. Jón var það stór i huga þeirra, sem kynntust honum, enda setti hann mikinn svip á umhverfi sitt og samtíð. Hans verður minnst og saknað. Efst í huga mér og fjölskyldu minnar er þakklæti fyrir vináttu, elskulegheit og stuðning. Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins. (Job 1:21). Fegurð vetrarnæturinnar og friður voru mikil er gengið var úr kirkju eftir að Jón hafði verið þangað borinn, hann var kominn heim og náttúrarn skartaði. Megi friður og fegurð ríkja í minningunni um Jón Kjartansson. Tómas Sveinsson í dag er til moldar borinn Jón Kjartansson forstjóri, er lést fimmtudaginn 21. nóvember síð- astliðinn á 69 aldursári. Jón Kjartansson var fæddur í Siglufirði 5. júní 1917, sonur Jón- ínu Tómasdóttur og Kjartans Jónssonar byggingameistara. Hann ólst upp í Siglufirði og hlaut þar haldgott veganesti. Prófi lauk hann frá Samvinnuskólanum vorið 1935. Síðar leitaði hann sér frekari þekkingar í Danmörku og Noregi. Með Jóni Kjartanssyni er fallinn svipmikill atorkumaður samtíðar okkar. Það sópaði að honum hvar sem hann fór, svo vakti athygli samferðamanna, þessvegna víða kvaddur til trúnaðar og forystu- starfa. Hér verða ekki rakin öll þau störf í atvinnu-, félags- og menn- ingarmálum sem Jón Kjartansson tók þátt í heldur færðar þakkir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.