Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 «lg«l Umv.rtal Pr.ii Svnd.tol.__________________~ 'V tiEn stórkostiegt! Ég get vorla íylgst me&öllum t?essum taekninýungum nútímcms.* Áster... ... óviðjafnanleg gleði. TM Rra. U.S. Pat. Off.-all rights reserved «1Æ5 Los Angeles Times Syndlcate | Þetta klæðir þig, skal ég segja! Kommúnismi ekki saklaus fluga Kæri Veivakandi. Ég ætlaði fyrir löngu að vera búin að þakka ykkur Morgunblaðs- mönnum fyrir góðan leiðara á örlagastund. Eins og alþjóð er kunnugt var fundur haldinn hér á landi um síðustu mánaðamót með sovéskum aðilum. Þar skyldu ræddir mögu- leikar á því að Sovétmenn gerðust hluthafar í Stálfélaginu sem er íslenskt fyrirtæki. Þessi fáranlega frétt kom eins og sprengja yfir þjóðina. Maður trúði varla sínum eigin eyrum. Morgunblaðíð brá skjótt við og birti skelegga ritstjórnargrein þar sem varað var alvarlega við þessu frumhlaupi. Sem betur fer varð ekkert af samningum. Blessaður iðnaðar- ráðherrann lét svo um mælt að Mogginn hefði skotið af fallbyss- um á flugu. En sú samlíking stenst ekki þvi að kommúnisminn er alls engin saklaus fluga. Hann er flárátt skrímsli sem stefnir að heimsyfir- ráðum. Undir yfirskyni frelsis og framfara teygir hann krumlur sínar um allar álfur og hremmir heilu þjóðirnar, sem hann kúgar síðan og þjakar og sleppir aldrei úr greipum sér. Eg þakka ykkur Morgunblaðs- mönnum snögg viðbrögð á réttum tíma. Mætti öll íslenska þjóðin halda vöku sinni. Jórunn Halla Víkverji skrifar Þegar Víkverji varð til ÚR DAGLEGA LÍFINU Blómaþjófar. ÞAÐ ERU ekki ýkja mörg ár síðan, að ekki var hœgt að fá að vera í friði með skrautblóm görðum. Þeim var að jafnaði rænt, eða þau voru trömpuð niður. Bæjarbúum er minnis- stætt er ræktaðir voru tulipan- ar eitt sumarið við Dómkirkj- una og einn morguninn voru þeir allir farnir. Blöðin skrifuðu um þennan blómaþjófnað og fordæmdu hann og almenningsálitið í bæn um var svo sterkt á móti blóma þjófunum, að þeir sáu sitt ó- vænna og hættu að stela blóm- um. Síðan hafa skrautblóm feng- ið að vera nokkurnveginn í friði í görðum einstaklinga og hins opinbera til fegurðarauka og augnagamans fyrir alla. • Nýjar tilraunir. KVÖLD EITT í vikunni sem leið voru nokkrir menn í bíl hjá Austurvelli seint um kvöld. Þeir tóku eftir nokkrum ungl- ingum, sem voru að slita upp lóm á vellinum og skreyta sig irlitið á þjóðvegunum. Jeg tal- aði við einn lögregluþjón. sem var á Þingvallavegi um helg- ina. Hann sagði mjer, að um- ferðin hefði að vísu verið minni en undanfarnar helgar, en það hefði samt greinilega mátt sjá, að ökumenn fóru varlegar, en þeir hafa áður gert í sumar. Þetta er einmitt leiðin. Það verður að halda áfram að vara menn við hættunum. Næsta skrefið verður að setja upp við- ' vörunarmerki á vegum úti. — Merkja staði, þar sem slys hafa orðið. • Einn tekinn. EFTIRLITSMAÐURINN á Þingvallavegi sagði mjer frá einum ökumanni, sem fór ó- gætilega og hefði hæglega get- að valdið slysi á sunnudaginn var. Ökumaður þessi ók farar- tæki sínu á mjög hraðri ferð upp brekku og ætlaði að kom- ast fram úr fjórum bilum í einu. Það var hreinasta mildi, oð ekki skyldi verða slys af þessu tiltæki ökumannsins. eglan sl^ðvarti nkiitæki við ekki að kvarta. Og það er gömul regla, að menn gleyma fljótt illviðrunum þegar góða veðrið loksins kemur. Það vantar ekkert nema meiri síld til þess að allir sjeu ánægðir með lifið á þessu sumri. • Lítið bólar á síldinni. JÁ, ÞAÐ bólar lítið á síld- inni. ennþá. Síldveiðamar eru mikið áhættuspil, eins og allir vita. Hún getur gert einstak- linga og þjóðina í heild ríka ef hún veiðist og hún getur gert efnaða menn að fátæklingum. Síldarleysið í ár kemur við hvern einasta mann i landinu. Það býðir, að draga verður til mun úr innflutningnum til landsins, þvi á sildveiðunum vory gjaldcyrisvonir bygðar. Það er að vísu ekki öll nótt úti enn, eins og einhvernstað- ar stóð á prenti. En vonin mink ar með hverjum degi, sem líð- ur, á meðan ekki veiðist síld. Verðum að herða ólina. ÞAÐ FER ekki hjá eftirlvar Guðmundsson New York. að var einkar ánægjulegt, að sjá gamla Víkverja endurbor- inn í dálkum Morgunblaðsins á dögunum, eftir 34 ára dvala og vel það. Ef ég man rétt var það í júní, eða júlí 1951, að hann sofnaði sínum langa Þyrnirósarsvefni. Þeim fer nú vafalaust fækkandi, sem muna gamla Víkverja. Þau, sem voru rétt að byrja að stauta sig fram úr dagblaðinu er Víkverj- inn lagðist í dvalann, eru nú komin á fimmtugsaldur og hin, sem voru komin til vits og ára flest gengin veg allrar veraldar. En svo sveifl- aði einhver minnugur eða grúskari aftur í tímann töfrasprota og sjá, Víkverjinn reis úr dáinu. Ég man það einsog það hefði skeð í gær en Víkverji varð til — fæddist — í ísafoldarprentsmiðju fyrir 45 árum, eða eru þau kannski fleiri? Við Valtýr Stefánsson vor- um að ganga frá blaðinu, síðla kvölds einsog vant var. Hann var að lesa próförk af grein, sem hann hafði skrifað. Er hann var búinn að lesa og leiðrétta það, sem þurfti, rétti hann mér próförkina og sagði: „Já, við skulum láta þetta fara." Ég tók eftir því, að þessi grein- arstubbur, naumast heill dálkur að lengd, var settur á „petite“- letur, sem er hvað minnsta letur- stærð, sem notuð er í dagblöðum. Þetta var óvenjulegt. Greinina hafði hann merkt með stöfunum Fp. En það var skammstöfun á hnjóðsyrði, sem pólitískir and- stæðingar hans höfðu gefið honum og ætlað til háðs og óvirðingar. En Valtýr greip skeytið á lofti og sendi það til baka til heimahús- anna, með brosi á vör, og hæddist þannig að háðfuglunum. „Ætlarðu að fara að minnka letrið á blaðinu?" varð mér að orði. „Ónei,“ svaraði Valtýr, „ekki trúi ég að það yrði vinsælt og allra síst meðal sjóndapra! Þetta smáletur er eingöngu ætlað fyrir rabbgrein- ar einsog þessa. Ég kynntist þess- um smáletursgreinum í erlendum blöðum og hafði gaman af þeim. Þetta er svo sérstaklega hentugt form í rabb-greinar. Mig hefir lengi langað til að reyna þennan blaðamennskurithátt í Morgun- blaðinu, en hefi aldrei gefið mér tíma til að láta verða af því að staðaldri." Svo leit hann á mig með þessu einstaklega áhrifamikla augna- ráði, undir þykkum augnabrúnum, hallaði aðeins undir flatt, einsog honum var gjarnt er hann leit á mann til íhugunar. „Af hverju spreytir þú þig ekki á þessu? Ha, því ekki það?“ Og þannig varð Víkverji til í dálkum Morgunblaðsins. XXX að var makalaust gaman, að fást við þessa Víkverjadálka „Úr daglega lifinu" einsog þeir voru kallaðir. Ekkert mannlegt var dálkahöfundi óviðkomandi. Þarna var hægt að fjasa um hvað sem var, alvarlegt efni eða grín og hvort heldur það var um „skítinn í kirkjunni, eða skötuna, sem rak á Þyrli“. Eða óþrifin í bænum. Einu sinni rétt fyrir bæjarstjórn- arkosningamar er Bjarni heitinn Benediktsson var borgarstjóri var mér sagt, að Bjarni hefði fundið Valtý að máli og spurt hann hvort hann ætlaði „að láta strákinn hann ívar setja meirihlutann í bæjar- stjórninni í hættu með þessu bann- setta kjaftæði um skítinn á götun- um“. Ég hafði gaman af að minnast á þessa sögu síðar er Bjarni var ritstjóri Morgunblaðs- ins og reyndist helsti frumkvöðull að því, að blaðið birti jöfnum höndum greinar með og móti í pólitískum ágreiningsmálum og jafnt þótt þau væru í andstöðu við þá pólitísku stefnu, sem blaðið studdi. Þar urðu merkileg þátta- skil í íslenskri blaðamennsku. Bjarna til heiðurs og samverka- mönnum hans, einsog svo margt annað til framfara í okkar þjóð- félagi, sem hann lagði á gjörva hönd. Lesendur tóku Víkverjadálkun- um vel og hjálpuðu til að gera dálkana fjölbreytta með ábending- um um hitt og þetta. Dálkarnir urðu þó aldrei lesendabréf, sem birt voru óköruð. Hér var líka hætta á ferðum. Því það fór ekki hjá því, að einstaklingar þættust sjá sér leik á borði til að koma að efni í dálkum Víkverja sér til hags, eða öðrum til óhags eða vanvirð- ingar. Stundum urðu leiðindi ef tekið var öðruvísi í strenginn, en viðmælendur höfðu ætlast til. En venjulega tókst að forðast vand- ræði með því, að athuga hvert mál ofaní kjölinn og gæta þess að láta ekki hafa sig, eða Víkverjadálkana, að leiksoppi. XXX Nú sé ég, að það er boðað í upphafsgrein við endurkomu Víkverja, að sennilega verði það „enginn einn höfundur" sem sér um Víkverjadálkana í framtíðinni og að Víkverji verði nafnlaus — grímuklæddur. Guð láti gott á vita! Það er sennilega gert með það í huga, „að betur sjá augu en auga“. Og að sameiginlegt átak verði einstaklingum í hópi léttara, en ef hann verður einn að bera þunga dagsins. Það var ýjað að því í sömu grein, að svona hefði það verið áður fyrr hjá Víkverja. En það er ekki rétt. Það var aðeins einn Víkverji á meðan hann var og hét. Það var aldrei sameiginlegt átak við skriftirnar og aðeins einn maður allan þann tíma, sem Vík- verjanafnið var notað. Það fór ekki dult hver Víkverji var og hvað hann hét. Það skifti vitanlega ekki höfuðmáli, nema fyrir Víkverja sjálfan, sem taldi sig vera persónu, sem ekki var til skiftana með öðrum, hvað dálkana snerti. En það kemur maður í manns stað — eða menn. Ég óska hinum nýja Víkverja allra heilla og vinsælda í framtíðinni. Gamli Víkverji Morgunblaðsins heilsar honum og biður hann velkominn sem bróður. Ég vona að hann gleymi ekki kríunni þegar hún kemur aftur á Tjörnina, sennilega kringum 12. maí, að vori.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.