Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 51 Eigendaskipti urðu um síðustu mánaðamót á tískuverzluninni Bóbó sem er á Laugavegi 61. Nýju eigendurnir eru tveir, Jóhanna Guðnadóttir og Guðrún Björnsdóttir. Tískuverslunin Bóbó mun eins og áður vera með herra- og kvenfatnað á boðstólum. Á myndinni frá vinstri eru Fríða Methúsalemsdóttir afgreiðslustúlka og nýju eigendurnir, Jóhanna Guðnadóttir og Guðrún Björnsdóttir. Aðalfundur Félags íslenzkra rithöfunda AÐALFUNDUR Félags íslenskra rithöfunda var haldinn 23. nóvem- ber á Hótel Esju, Reykjavík. Vara- formaður félagsins, Baldur Óskars- son, setti fundinn. Fundarstjóri var Indriði G. Þorsteinsson og fundar- ritari Indriði Indriðason. Áður en gengið var til dagskrár minntist varaformaður fjögurra félaga sem létust frá því síðasti aðalfundur var haldinn. Þeir eru Axel Thorsteinsson, Guðmundur G. Hagalín, Haraldur Á. Sigurðs- son og Jónas Guðmundsson, sem var formaður félagins. Fundar- menn vottuðu hinum látnu virð- ingu. Að loknum aðalfundarstörfum ræddu fundarmenn málefni fé- lagsins og rithöfunda og tóku margir til máls. Félag fslenskra rithöfunda er stéttarfélag rithöf- unda og er samningsaðili fyrir fé- lagsmenn. Undanfarið hafa all- margir rithöfundar gengið í félag- ið og nú eru í því rúmlega 80 starf- andi rithöfundar. í stjórn Félags íslenskra rit- höfunda voru kosnir: Sveinn Sæmundsson formaður, Baldur Óskarsson varaformaður, Ármann Kr. Einarsson gjaldkeri, Indriði Indriðason ritari, Gunnar Dal, Ingimar Erlendur Sigurðsson og Indriði G. Þorsteinsson. Varamenn Jón Björnsson og Steingrímur Sigurðsson. Endurskoðendur Magni Guðmundsson og Stefán Ágúst Kristjánsson. Félag íslenskra rithöfunda mun að vanda halda uppi öflugu félags- starfi yfir veturinn og verður fyrsta bókmenntakynning félags- ins 12. desember nk. á Hótel Esju. (FrétUtilkynniiig) Kirk aðmiráll (William Shatner) og dyggir fórunautar hans berjast fyrir sál doktors Spock í Star Trek III. Bullað í geimnum Kvikmyndir Árni Þórarinsson Regnboginn: Geimstríð III: Leitin að Spock — Star Trek III: The Search For Spock irk Bandarísk. Árgerð 1985. Hand- rit: Harve Bennett. Leikstjóri: Leonard Nimoy. Aðalhlutverk: William Shatner, DeForest Kelley, James Doohan, Robin Curtis. Þá er gamla skrapatólinu, geimskipinu Enterprise ýtt úr vör rétt einu sinni og aldurhnigin áhöfn þess reyrð í þrönga geim- farabúningana; hún sýgur bumb- urnar inn og tjaslar andlitsfarða í sprungurnar. Og svo hefst mælaborðahasarinn á ný með tilheyrandi blossum og veltingi. Þessi Star Trek-ævintýri, sem áður voru sögð hundruðum sam- an í amerísku sjónvarpi og nú tróna þriðja sinni á hvíta tjald- inu, eru öll eins. Þreytumerkin voru mikil í annarri myndinni sem sýnd var í Háskólabíói um 8vipað leyti í fyrra. En þótt efnis- lega sé ekki farið inn á nýjar brautir í þessari mynd hefur tekist að blása í lífsneistann svo kviknar dramatískt bál hér og hvar. Það er aðallega að þakka leikstjóranum, Leonard Nimoy sem farið hefur með annað hlut- verkið í þessum myndum, geim- kanínunnar doktors Spock. Nimoy nær upp all tignarlegum epískum blæ á þessu ævintýri í samvinnu við myndatökustjóra sinn og tónskáldið James Horner sem stælir viðamiklar geimsin- fóníur Johns William af tölu- verðri tilfinningu. Sjónræn og hljóðræn áhrifabrögö eru einatt ágætlega af hendi leyst. Eins og titill myndarinnar gefur til kynna segir hér frá því hvernig Kirk aðmíráll á Enter- prise og áhöfn hans leita að sál doktors Spock um víðáttur geimsins: í síðustu mynd lést Spock en sálin flakkar óhindrað og dagar uppi á nýfæddri reiki- stjörnu Genesis að nafni. Á leið Enterprise til Genesis og í vegi tilrauna til að veiða sál Spocks verður sveit ófélegs skítapakks sem Klingonar kallast. Semsagt algjört bull. En það er betur bullað en áður. SIEMENS - örbylgju - plús - ofninn getur allt! bakar — steikir — glóðar — sýður bæði fljótt og vel með: • örbylgjum eingöngu • yfir- og undirhita • yfir- og undirhita ásamt örbylgjum • glóðarhitandi með samtímis örbylgjunotkun Orku- og tímasparnaður allt að 80°/o! >microwelle plus< SIEMENS — einkaumboð: SMITH & NORLAND H/F Nóatuni 4 sími 28300 ER EINHVERJUM KALT? Sterkbyggðir rafmagnsofnar til notkunar ( t.d. skipum, bílskúrum og útihúsum. Stærð 575-1150 W. Geislaofn til notkunar f iðnaðartiúsnæði samhliða almennri upphitun. Stærð 4.5 kw. Flytjanlegur hitablásari með rofab. — stillanlegu loftmagni. Stærð 9 kw. Hitablásari með innb. rofabúnaði fyrir fasta staðsetningu og einnig flytjanlegur. Stærð 3-5 og 9kw. Hitablásari fyrir alhliða notkun án rofabúnaðar, ekki flytjanlegur. Stærð 5-30 kw. -4— L „Thermozone" hitablásarar sem hindra kælingu, dragsúg og raka, fyrir ofan dyr eða afgreiðsluop. Vifta til notkunar í iðnað- l arhúsnæði sem dreifir \ heitu lofti niður á við. \ Stórkostlegur sparnað- S ur f upphitun. Orkunotk- 4 un 120 W. 1 .JTRÖNNINi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.