Morgunblaðið - 03.12.1985, Page 67

Morgunblaðið - 03.12.1985, Page 67
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 67 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11.30 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS VT íþróttir — Knattspyrnuáhugamaöur skrifar: Nýverið réð knattspyrnudeild KR til sín tvo erlenda þjálfara. Framtak KR-inga er lofsvert og verður örugglega til að bæta knatt- spyrnu félagsins. Það verður hins vegar að teljast nokkuð vafasamt að lög KSÍ skuli leyfa erlendum leikmönnum að spila með íslensk- um félagsliðum eftir aðeins 3 mán- aða dvöl á landinu. Það er vitað mál að erlendis eru margir knatt- spyrnumenn sem glaðir myndu spila á Islandi gegn borgun. Gildir þá einu hvort þjálfun fylgir með í kaupunum. Með þessu er verið að leggja drög að atvinnumennsku á íslandi. Sýnist einsýnt að efnuð- ustu félögin geti ráðið til sín út- lendinga sem eru yfirburðamenn á íslenskan mælikvarða og þannig í raun keypt sér Íslandsmeistaratit- ilinn. Hvað er þá orðið af áhuga- mennsku Islendinga? Augljóslega þarf að setja einhverjar takmark- anir á þátttöku útlendinga í íþrótt- um innanlands. Atvinnumennska eins og að ofan atvinna eða áhugamál Knattspyrnufélag Reykjavíkur í leik gegn Vfði í Garði. greinir var reynd í körfunni um árið og setti félögin nær því á hausinn auk þess sem spurningin var ekki hver væri með besta liðið heldur hver hafði efni á að kaupa besta leikmanninnn." Virðingarfyllst Steinþór Skúlason Símaframkvæmdir víða á undan áætlun Svava S. Guðmundsdóttir, Görð- um í Staðarsveit á Snæfellsnesi, skrifar Velvakanda bréf um síma- mál 23. nóvember sl. og beinir nokkrum spurningum í því sam- bandi til póst- og símamálastjóra. Bréfritari segist ekki hafa verið sáttur við að bíða á þriðja mánuð eftir fjölsímatæki þegar allt annað var tilbúið og símtækin sjálf komin. „Þurfa framkvæmdirnar að ganga svona fyrir sig?“ spyr hann. Þessu er til að svara að sjálfvirk símstöð að Gröf í Miklaholtshreppi var tekin í notkun 18. apríl í fyrra og þjónar hún íbúum í Kolbeins- staðahreppi, Miklaholtshreppi, Staðarsveit og í Breiðuvíkur- hreppi. Á áætlun um sjálfvirkan síma í sveitum var stefnt að því að ljúka framkvæmdum á árinu 1985. Framkvæmdir við lagningu sjálfvirks síma í sveitir landsins hafa gengið vel. Víða eru þær á undan áætlun eins og fyrrnefnt dæmi sýnir. Þegar ákveðið var að flýta fram- kvæmdum um eitt ár miðað við fyrri áætlun sem gerð var 1981, þá var ekki unnt að hraða öllum þáttum verksins jafnt, t.d. var ekki hægt að fá afgreiðslutíma styttan hvað varðaði tækja- og vöruinn- kaup. Hagkvæmt er að vinna við jarðsímalagnir á sumrin, en teng- ingar og innilagnir á vetrum. Oft annast sömu starfsmenn báða verkþætti. Bréfritari segir að ekki sé allt fengið þótt kominn sé sjálfvirkur sími á heimilið, kvartar yfir því að ekkert betra sé að ná sambandi nú en áður fyrr og segir það von- laust á mestu annatímum. Það er staðreynd að langlínu- kerfi milli stöðva og landshluta hefur ekki nægjanlega afkastagetu á aðalálagstímum. Víða er þörf á fjölgun lína í langlínukerfi. Þess Unnið við að plægja símastrengi niður. skal getið að nýlega var fjölgað vallínum um 10 milli Borgarness og Reykjavíkur. Einnig nefnir bréfritari í bréfi sínu til Velvakanda svokallað vit- laust val, þ.e.a.s. fólk fær annað númer en það hefur hringt í þótt rétt hafi verið valið. Samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni Helgasyni umdæmis- stjóra Pósts og síma í Umdæmi 1, hafa stöðvarnar á sunnanverðu Snæfellsnesi, í Borgarfirði og Borgarnesi verið sérstaklega próf- aðar vegna kvartana um skakkt val. Engin bilun hefur fundist í stöðvunum. Að lokukm talar bréfritari um hve bagalegt sé að símum skuli vera lokað 10. þess mánaðar sem reikningar eru sendir út. Sím- reikningar eru sendir út um mán- aðamót og eindagi er 10. byrjaðs mánaðar. Miðað er við að það taki einhvern tíma að senda greiðslu til símstöðvanna, ekki síst frá þeim stöðum þar sem póstsamgöngur eru ekki jafn tíðar og annars stað- ar. í Staðarsveit eru þrjár póst- ferðir í viku. Þar sem landpóstar sjá um dreifingu pósts eins og tíðkast í strjálbýli taka þeir við greiðslum á símreikningum eins og um gjaldkera á póst- og síma- stöð væri að ræða, enda annast þeir alla almenna póstþjónustu. Greiðslan á því að komast fljótt og örugglega til skila. Eins og bréfritari bendir rétti- lega á er síminn öryggistæki og er óhætt að fullvissa hann og aðra símnotendur um það að Póst- og símamálastofnunin vinnur sífellt að því að bæta þjónustu sína of er eins og fyrr var drepið á síðu en svo á eftir áætlun í því efni. Jóhann Hjálmarsson, blaðafulltrúi Pósts og síma. Vendi úlpan frá NORTHLAND, sem hæqt er að breyta á sex mismunandi vegu. Ur 100% bómull og fóðruð með gæsadúni. Litir: Blár/hvítur blár/grár rauður/grár. Stærðir: 140 cm. (9 ára) 176 cm. S XL. Verð frá 3.995 kr. Róstsendum samdægurs! EUROVISA *5% STADGR.AFSL. HUMMELSPORTBUOIN ARMULA 38 SIMI: 83555 1 AUGLST BJARNA D

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.