Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 Verkakvennafélagið Framtíðin í Hafnarfirði 60 ára: Hafnfirzkar konur fóru í fyrsta kvennaverkfallið í upphafi þessarar aldar jókst útgerð og fiskverkun að miklum mun í Hafnariirði, og um leið fjölgaði fbúum bæjarins ört. I»eir voru 525 árið 1902, en sex árum síðar voru þeir 1469. Með fólksfjölguninni sköpuðust skilyrði fyrir því, að verkafólk í bsnum byndist samtökum. Um þetta leyti voru hagsmunamál hafnfirzks verkalýðs í miklum ólestri. Vinnutíminn var óákveð- inn og nánast ótakmarkaður, og þá þekktist ekki, að kallað væri til matar eða í kaffi. Mörg dæmi voru þess, að unnið væri samfleytt í 36 klukkustund- ir eða lengur, t.d. við afgreiðslu skipa. Sama kaup var greitt, hvort heldur unnið var að nóttu til eða degi, og lengi vel fékkst kaupið ekki greitt í peningum, hcldur varð verkafólkið að taka það út í vörum. I»ótt kjör verka- manna væru bágborin, voru þó kjör verkakvenna enn verri. Þær urðu að strita baki brotnu við sömu vinnu og karlmenn, salt- og kolaburð o.fl., en fyrir mun lægra kaup, 12'/2 eyri á tímann, meðan karlmenn fengu 20 aura. Verkamannafélagið Hlíf stofnað í febrúar 1907, og voru hafnfirzkar verkakonur í félaginu frá upphafi. Það auglýsti kaup- taxta, skömmu eftir að það var stofnað, og féllust atvinnurekend- ur á hann, að því er kaup karl- manna áhrærði, en neituðu að greiða það kaup, sem konurnar fóru fram á. Þær lögðu þá niður vinnu, en þessi fyrsta vinnustöðv- un íslenzkra verkakvenna, sem sögur fara af, stóð aðeins skamm- an tíma, því að atvinnurekendur féllust á að greiða konum það kaup, sem þær settu upp. Þessi kauptaxti gilti til ársins 1912. Þá auglýsti Hlíf nýjan taxta, og fór sem fyrr, að atvinnurekendur vildu ekki fallast á kauptaxta verka- kvenna. Þær gripu þá til þess ráðs að leggja niður vinnu, og stóð verkfallið í sex vikur. Þá náðu koifurnar fram flestum kröfum sínum. Enn kom til verkfalls árið 1916, en þá lögðu bæði karlar og konur niður vinnu. Alloft hafði borizt í tal á fundum í Hlíf, hvort ekki myndi vera heppilegt að skipta félaginu í deildir. Var þá gert ráð fyrir, að daglaunamenn væru sér í deild, handverksmenn í annarri og konur í hinni þriðju. Ekkert varð úr þessu, en þó fór svo um síðir, að verkakonur hugðu hagsmunum sínum vænlegra að vera í sérstöku félagi. Töldu þær, að þær myndu beita sér betur í hagsmunamálum stéttar sinnar, ef þær væru út af fyrir sig. Stofnfundur vekakvenna- félagsins var haldinn 3. desember 1925 í húsi Hjálpræðishersins við Austurgötu. Fundarstjóri var Sig- urrós Sveinsdóttir. Félagið hlaut nafnið Framtíðin, og voru stofn- félagar þess 83. Ekki voru hafn- firzkar konur einar í ráðum um tilhögun félagsins og fyrstu göngu þess, því að stjórn Verkakvennafé- lagsins Framsóknar í Reykjavík lét þær njóta af reynslu sinni. Tvær konur úr stjórn Framsóknar sóttu stofnfundinn, þær Jónína Jónatansdóttir formaður og Karó- lína Siemsen ritari. í fyrstu stjórn Verkakvennafélagsins Framtíðar- innar áttu sæti Sigrún Baldvins- dóttir (formaður), Guðlaug Narfa- dóttir Bachmann (ritari), Guð- finna Ólafsdóttir (gjaldkeri), Jón- ína Sigurðardóttir (fjármálarit- ari) og Sigurrós Sveinsdóttir (varaformaður). Af þeim er ein á lífi á 60 ára afmæli félagsins, Sigurrós Sveinsdóttir. Brýnasta verkefni hins nýstofn- aða félags var að ná samningum við atvinnurekendur um kaup og kjör félagsmanna. Samningavið- ræður hófust í ársbyrjun 1926, og gekk erfiðlega að komast að sam- komulagi. Atvinnurekendur neit- uðu algjörlega að fallast á kröfur félagsins, og lögðu konurnar þá niður vinnu til að leggja áherzlu á kröfur sínar. Vegna skorts á heim- ildum er nokkuð óljóst, hverjar málatyktir urðu, en þó virðist svo sem konurnar hafi orðið að sætta sig við tilboð atvinnurekenda, að því er snerti kaup í tímavinnu. í árslok 1926 var farið að huga að kjarasamningum á nýjan leik, og tókust samningar við atvinnurek- endur seint í febrúar 1927 í kjölfar vinnustöðvunar. Voru félagskonur yfirleitt ánægðar með samning- ana, bæði að því er laut að kaup- gjaldinu og ekki síður hitt, að fé- lagið var viðurkennt sem samn- ingsaðili. Þá var það ákvæði í samningunum, að konur úr verka- kvennafélaginu og þær, sem bú- settar voru í bænum, skyldu sitja fyrir vinnu. Félagið hlaut fullnað- arviðurkenningu atvinnurekenda i ársbyrjun 1931. Þá var m.a. um það samið, að ekki fengju aðrar en félagskonur að stunda dag- launavinnu í bænum, og var þetta mikill sigur fyrir félagið. Eftir að Verkakvennafélagið Framtíðin hafi endanlega fest sig í sessi og hlotið fullnaðarviður- kenningu atvinnurekenda árið 1931, snerist starfsemi félagsins um það fyrst og fremst að halda í horfinu og reyna eftir föngum að bæta kjör félagsmanna, en að því var ekki hlaupið á kreppuárun- um. Þegar heimsstyrjöldin síðari skall á, breyttust allar aðstæður í kjaramálum. Þá var næga atvinnu að hafa, en jafnframt jókst dýrtíð- in að miklum mun. Samningar um kaup og kjör urðu með öðrum hætti en áður. Samkeppnin um vinnuaflið var svo hörð, að oft var verkafólki greitt hærra kaup en kauptaxtar sögðu fyrir um. Verka- kvennafélagið Framtíðin auglýsti tvívegis kauptaxta, og greiddu atvinnurekendur kaup eftir þeim athugasemdalaust. Eftir að styrj- öldinni lauk, hefur starf Verka- kvennafélagsins Framtíðarinnar snúizt um það að halda í við vax- andi dýrtíð og reyna eftir mætti að bæta kjör félagsmanna. Gekk á ýmsu í kjarabaráttunni, eins og oft vill verða. Ýmist voru samning- ar framlengdir átakalítið, stund- um óbreyttir, stundum með misjafnlega miklum kauphækkun- um, eða þá að samningaviðræður urðu langar og strangar, og oft var farið í verkfall, sem gat staðið frá einum degi og upp í margar vikur eftir atvikum. Lengi vel samdi fé- lagið sjálft við hafnfirzka atvinnu- rekendur, en hin síðari ár hefur það háð kjarabaráttu sína innan vangi og St. Jósefsspítala í félagið, og seinna samdi það um kaup og kjör kvenna, sem starfa á gæzlu- völlum og barnaheimilum. Eitt helzta baráttumál Verka- kvennafélagsins Framtíðarinnar allt frá því að það var stofnað árið 1925, var að konur fengju sama kaup og karlar fyrir sömu vinnu. Þetta mál bar fyrst á góma í félag- inu í febrúar 1926 og síðan alltaf öðru hverju næstu áratugina. Framtíðin náði fyrsta áfanganum að launajafnrétti á árunum 1954 —55. Þá var samið um, að greiða skyldi karlmannskaup fyrir fiskþvott, fyrir að kasta fiski upp á bíla og hengja fisk á trönur og við vinnu við alla blautskreið. Fé- lok funda kvæði og smásögur eftir skáld og rithöfunda, bæði íslenzka og erlenda. Einnig var nokkuð um það, að gestir kæmu á félagsfundi og flyttu erindi um ýmis málefni. Nokkrum sinnum voru fluttir stuttir leikþættir á félagsfundum í tengslum við kaffikvöld, sem haldin voru á hverjum vetri. Lengi framan af árum efndi Framtíðin til opinberra skemmtana í fjáröfl- unarskyni, og rann ágóði af þess- um skemmtunum einkum til styrktarsjóðs, vinnudeilusjóðs og dagheimilis félagsins. Fram til 1938 var afmæli félagsins haldið hátíðlegt með skemmtun á hverju ári, en frá 1940 hefur afmælið verið haldið hátíðlegt á fimm ára fresti. Félagið hélt lengi jólatrés- skemmtanir fyrir börn félags- kvenna, og á kreppuárunum gekkst það fyrir jólatrésskemmtunum fyrir aldrað fólk í samvinnu við Verkakvennafélagið Hlíf og Sjó- mannafélag Hafnarfjarðar. Eitt af markmiðum Verka- kvennafélagsins Framtíðarinnar var að efla og bæta hag félags; kvenna á sem flestum sviðum. í því skyni var m.a. stofnaður styrktarsjóður innan félagsins í janúar 1926. Tilgangur hans var STJÓRN Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar árið 1985. Talið frá vinstri: Helga Guðjónsdóttir gjaldl Sigurjónsdóttir varaforpiaður, Guð/íður Elíasdóttir formaður, Þorbjörg Samúelsdóttir ritari og Kristíi meðstjórnandi. Mynd: Árni Stefán Arnason. keri, Dagbjört ristín Þórðardottir vébanda heildarsamtaka verka- lýðsins, Alþýðusambands fslands og Verkamannasambands íslands. Margvíslegur árangur hefur náðst á undanförnum áratugum í barátt- unni fyrir bættum kjörum verka- fólks fyrir utan beinar kaup- hækkanir, og hefur Verkakvenna- félagið Framtíðin lagt sitt lóð á vogarskálarnar í þeim efnum. Fyrstu 20 árin sem Verka- kvennafélagið Framtíðin starfaði, voru eingöngu í því konur, sem stunduðu fiskvinnu. í desember 1944 var stofnuð deild fyrir þvotta- og ræstingakonur innan félagsins. í janúar 1945 var auglýstur kaup- taxti fyrir deildina, og þar eð strax var unnið eftir honum gilti hann sem samningur. Á næstu árum samdi félagið við alla þá aðila í bænum, sem höfðu í vinnu hjá sér þvotta- og ræstingakonur. Árið 1957 gengu starfsstúlkur á Sól- lagið lýsti yfir stuðningi við frum- vörp til laga um sömu laun karla og kvenna, sem flutt voru á Al- þingi. Árið 1961 samþykkti Alþingi lög um launajafnrétti í áföngum. Janframt því að gera samninga um kaup og kjör, beitti félagið sér fyrir bættum hag verkakvenna á öðrum sviðum. Má þar nefna betri aðbúnað á vinnustöðum. Félagið stóð einnig vörð um þá samninga, sem höfðu verið gerðir og var á varðbergi gegn því að þeir væru brotnir. Á fundum Verkakvennafélags- ins Framtíðarinnar var ekki ein- ungis rætt um þau mál, er lutu að kaupi og kjörum félagskvenna og öðrum hagsmunamálum þeirra, heldur var þar einnig boðið upp á fjölbreytt skemmti- og fræðslu- efni. Mörg fyrstu árin sem félagið starfaði, var það fastur liður í fé- lagsstarfinu, að lesin voru upp i að styrkja félagskonur, sem urðu fyrir veikindum eða einhvers kon- ■ar skakkaföllum, sem ollu vinnu- tapi. Aðrir sjóðir félagsins eru sjúkrasjóður, lífeyrissjóður og or- lofsheimilissjóður, en slysatrygg- ingasjóður og vinnudeilusjóður starfa ekki lengur. Verkakvennafélagið Framtíðin opnaði skrifstofu í Alþýðuhúsinu við Strandgötu árið 1956. Frá 1971 hefur skrifstofan verið á Strand- götu 11. Starfsmenn á skrifstof- unni eru Halldóra Valdimarsdóttir og Ásta Úlfarsdóttir. Félagið eign- aðist félagsfána árið 1930, og var það ein félagskvenna, Sigríður Erlendsdóttir, sem saumaði hann. Trúnaðarmannaráð félagsins var stofnað árið 1941, og eiga sæti í því fjórar félagskonur. Stjórn fé- lagsins og trúnaðarmannaráð geta lýst yfir vinnustöðvun og aflett henni. Verkakvennafélagið Fram- Rekstri Ódals hætt Nýr skemmtistaður verður opnaður á staðnum Ilyrum veitingahússins Oðals við Austurvöll var lokað hinsta sinni, eftir 16 ára starfsrækslu, í síðustu viku. Jón Hjaltason hefur nú hætt rekstri staðarins en þar með er ekki sagt að ekkert verði um aó vera í húsnæðinu í framtíðinni. Þannig er nefnilega mál með vexti að þrír synir Jóns, Sigurður, Hjalti og Friðgeir, munu reka skemmtistað þar sem Óðal var til húsa — og munu þeir opna staðinn um miðjan desember. Miklar breytingar verða gerðar á húsnæðinu og er nú unnið að þeim. Búið er að rífa niður allar innréttingar sem voru í óðali og var ekki hægt að sjá nokkur merki um þann stað er blaðamaður leit við á dögunum — nema styttu eina af indíána með vasaklút um háls- inn, en styttan sú stóð í Óðali þau fjögur ár sem staðurinn var inn- réttaður í kántrý-stíl. „Það er fyrst og fremst klúturinn sem okkur þykir merkilegur — en Hallbjörn Hjartarson gleymdi honum hér eitt sinn er hann skemmti hjá okkur," sagði Jón Óðalsbóndi Hjaltason, er hann afhenti Jakobi Magnússyni, tónlistarmanni, styttuna (og klútinn) til varðveislu á Poppminjasafninu í framtíðinni. Sagði Jakob við það tækifæri að syttunni yrði fundinn veglegur sess í safninu þar sem hún yrði geymd. Jon sagði fleira til úr „dánarbúi" Óðals og yrði kántrýkóngnum Hallbirni leyft að gramsa í því þegar hann vildi — en hann áform- aði að sögn að koma á fót kántrý- stað í borginni. Að sögn þeirra bræðra Sigurðar, Hjalta og Friðgeirs verður nýji staðurinn frábrugðinn Óðali — skipulagður öðruvísi, en plássið sem opið verður gestum verður mjög svipað að stærð og var í óðali. Jón „kúreki" er lengst til vinstri á myndinni, og þá synir hans þrír: Signrð- ur, Hjalti og Friðgeir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.