Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 61 frá því fyrirtæki sem hann lengst vann fyrir. Nær óslitið í meira en hálfa öld starfaði Jón Kjartansson fyrir Síldarverksmiðjur ríkisins. Hann hóf störf hjá fyrirtækinu sem sendill 13 ára gamall vorið 1931. Síldarverksmiðjur ríkisins hófu starfsemi sína 19. júlí 1930. Þær voru fyrsta stóriðja á fslandi, um langt skeið stærsta atvinnufyrir- tæki landsins og höfðu ómetanlega þýðingu fyrir framgang síldveiða, sem í mörg voru ein helsta tekju- lindþjóðarinnar. Þetta var sá farvegur sem Jón Kjartansson þroskaðist upp í og kom snemma í ljós hvað í honum bjó, 18 ára gömlum voru honum falin verkstjórastörf hjá SR yfir mörgum sér eldri mönnum. Gegndi hann verkstjórastörfum næstu átta árin. Óslitið frá 1947 var Jón Kjart- ansson í stjórn Síldarverksmiðju ríkisins. Þar urðum við vitni að hve hann var gæddur ríkri réttlæt- isvitund. Jón var bæði málafylgju- og málamiðlunarmaður, sem bar oft klæði á beitt vopn og tókst öðrum fremur að sætta ólík sjón- armið. Jón Kjartansson var sannur og trúr Siglfirðingur, hann unni Siglufirði bæði heima og heiman. Eg heyrði hann oft segja: „Mér þykir vænt um öll þau fyrirtæki, sem ég hefi unnið fyrir, en vænst þykir mér um S.R.“ Það varð því öllum viðstöddum mikil ánægja að fylgjast með gleði Jóns er hann vígði með gangsetn- ingu hina nýendurbyggðu ogglæsi- legu verksmiðju S.R., Siglufirði í september síðastliðnum. Við félagar Jóns Kjartanssonar í stjórn Síldarverksmiðju ríkisins færum við leiðarlok okkar hjart- ans þakkir fyrir samstarfið og þá gleði og upplífgun sem hann færði með sér á liðnum árum. Við söknum hans allir. Starfsfólk S.R. og fjölskyldur okkar sendum ástvinum og allri fjölskyldu Jóns Kjartanssonar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Þorsteinn Gíslason Skammdegið grúfir yfir landinu okkar fagra. Eftir því sem nær dregur sólhvörfum styttast dag- arnir og myrkrið verður svartara. En að liðnu skammdeginu birtir jafnan á ný. Þegar fregn berst um andlát góðs vinar og samferðamanns á lífsleiðinni, er eins og skamm- degisskuggarnir verði þyngri en ella. Þá er nauðsynlegt að svipast um eftir ljósgeislum sem lýst geta upp myrkrið svart. Við leitum þá gjarnan á vit minninganna, í von um bjarta sólargeisla, sem geta lýst upp og yljað dimma, kalda daga. Jón Kjartansson var fæddur á Siglufirði, sem barn vorsins. Hann var sonur ágætra foreldra, Kjart- ans Jónssonar trésmíðameistara og Jónínu Tómasdóttur, konu hans. Þau voru bæði komin af göfugum og góðum ættum. í báð- um ættum hans ber mikið á menntamönnum og þá sér í lagi prestum, sem sómdu sér með prýði í embættum. Foreldrar Jóns eign- uðust sex börn, en aðeins tveir synir komust til fullorðinsára. Annar sonurinn, Helgi féll þó fyrir sigð hvíta dauðans, aðeins 27 ára gamall. Jónína, móðir Jóns var þá orðin ekkja og hann því von hennar og styrkur. Því trausti brást hann ekki. Hið nána og ástúðlega sam- band þeirra mæginanna gleymist ekki þeim, sem til þekktu. Þar komu fram þeir eðliskostir Jóns, sem einkenndu hann alla ævi, umhyggja, góðvild og drengskap- ur. Þessara kosta hans fengu vinir og vandamenn að njóta. Eftir að Jón Kjartansson hafði stundað nám á Siglufirði og út- skrifast úr Samvinnuskólanum 1935 eftir eins vetrar nám þar, tóku störfin við. Hann gerðist verkstjóri hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði aðeins 18 ára að aldri og þar starfaði hann þar til hann tók að sér skrifstofustjórn hjá Þormóði Eyjólfssyni á árunum 1943 til 1946. Síðan rak hann eigið fyrirtæki, sem var verslun, um- boðsskrifstofa og síldarsöltun, þar til að hann var fenginn til að taka að sér starf bæjarstjóra á Siglu- firði, haustið 1949. Það var ekki auðvelt að taka að sér, að verða forystu og fyrirsvars- maður bæjarins, sem átti í mjög miklum fjárhagslegum erfiðleik- um á þeim tíma. Síldin var horfin og síldarævintýrinu lokið. Grund- völlur atvinnulífs Siglfirðinga orðinn að engu. Atvinnuleysi var mikið í bænum og fólksflótti til Reykjavíkur og Suðurnesja vaxandi. Þegar þessum mikla flótta lauk nokkrum árum seinna, hafði þriðjungur bæjarbúa horfið, í leit að „gulli og grænum skógum". Þetta er líklega meira félagslegt áfall, en nokkurt annað íslenskt byggðarlag hefur orðið fyrir á seinni tímum í sögu okkar. Hinn ungi bæjarstjóri var fullur bjartsýni, og framkvæmdahugur hans var uppörvandi. Við vorum samstarfsmenn í átta ár á þessum erfiðu tímum. Hann var fram- kvæmdastjóri bæjarfélagsins, en ég bæjargjaldkeri, sem leysti hann af í fjarveru og forföllum. Það voru því mörg viðfangsefni, sem við þurftum að glíma við. Aldrei brást Jóni bjartsýnin, góðmennsk- an og glaðværðin, sem gerði hann að vini okkar, sem með honum unnum. Hann var alveg einstak- lega lipur og laginn samningamað- ur. Með ljúfri framkomu sinni og greiðvikni við alla, ávann hann sér mikla hylli, jafnt samherja, sem pólitískra andstæðinga. Á Siglu- firði hefur löngum verið hörð stjórnmálabarátta en gegnum alla þá boða, sigldi Jón fleyi sínu heilu í höfn. Viðreisnarstarfið í þágu bæjar- búa var framtíðarverkefnið. Það virtist illviðráðanlegt eftir hin stóru áföll. En markvisst var unnið að því að skapa nýjan atvinnu- grundvöll. Helsta ráðið var að auka bolfiskveiðar og koma upp hraðfrystihúsi. Nýsköpunartogar- inn Elliði hafði verið keyptur árið 1947. Hraðfrystihús Síldarverk- smiðjanna tók til starfa 1953. Eftir erfiða og langa samninga tókst bæjarstjóranum að fá annan tog- ara til bæjarins. Hann hlaut nafn- ið Hafliði. Með togaranum kom Jón heim til Siglufjarðar eftir langa fjarveru og var tekið á móti honum með viðhöfn og fögnuði bæjarbúa. Þar sem fjárhagur bæjarins var erfiður, af eðlilegum ástæðum, voru framkvæmdir ekki eins mikl- ar og óskir stóðu til hjá ráðamönn- um bæjarins. Þó var unnið að byggingu sundlaugar, sem var vígð vorið 1950 og einnig við skólabygg- ingar. Hin nýja bygging gagn- fræðaskólans var tekin í notkun haustið 1957. Jörðin Efri-Skúta var keypt 1953. Þar voru heitar uppsprettur, og með kaupunum voru opnaðir möguleikar fyrir hitaveitu í bæinn. Arið 1956 var byrjað á nýjum vegi til Siglufjarðar, um Almenn- inga að fyrirhuguðum jarð- göngum. Það átti eftir að gjör- breyta samgöngumálum bæjarins til hins betra. Þarna komu einnig aðrir góðir menn við sögu. Er Jón Kjartansson gerðist for- stjóri Afengisverslunar ríkisins árið 1958 og flutti til Reykjavíkur, sleit hann ekki sambandinu við æskustöðvar sínar. Hann varð formaður í félagsskap brottfluttra Siglfirðinga, sem af miklum hlý- hug hafa styrkt málefni staðarins í hvivetna og sent norður margar góðargjafir. Jóni var mjög lett um mál og flutti hann skoðanir sinar sköru- lega. Hann hafði mikið og gott skopskyn og sagði vel frá, en aldrei var þar að finna kerskni eða hót- fyndni. Hann tók mikinn þátt í landsmálum og sat á Alþingi, bæði sem varaþingmaður og síðar, sem þingmaður Norðurlandskjördæm- is vestra eftir fráfall Skúla Guð- mundssonar fyrrverandi ráðherra. Hnna átti sæti í ýmsum nefndum og ráðum, bæði fyrir flokk sinn og á vegum annarra samtak. Þann 17. júní 1945 kvæntist Jón eftirlifandi konu sinni, Þórnýju Tómasdóttur Jónassonar kaup- félagsstjóra á Hofsósi. Hún bjó honum fagurt og gott heimili, sem ber vott um menningu og smekk- vísi þeirra hjóna. Þau eignuðust fjögur börn, sem öll eru uppkomin og bera vitni um ágæti foreldr- anna. Eftir fjörutíu ára sambúð er nú skarð fyrir skildi. Þegar syrtir að við fráfall ástvinar, er það huggun gegn harminum, að rifja upp glað- ar minningar um góðan dreng- skaparmann, sem gekk í gegnum lífið glaður og reifur til hinstu stundar. Þær eru Ijósgeislar, sem lýsa upp skammdegismyrkur sorg- ar og saknaðar við hin miklu sól- hvörf. Við Guðrún sendum innilegar samúðarkveðjur til Þórnýjar og ailra ástvina hennar, um leið og við þökkum fyrir liðna tíð. Þ. Ragnar Jónasson Það er ætíð svo þegar einhver sem er náinn manni hverfur yfir móðuna miklu að við spyrjum okkur sjálf af hverju? Hvers vegna hann afi okkar sem var ætíð svo hress og kátur. Jón afi sem var ekki nema 68 ára þegar hann lést. Afi fæddist í Siglufirði og var sonur hjónanna Kjartans Jónsson- ar byggingameistara og Jónínu Tómasdóttur. Afi Jón var verk- stjóri hjá SR í Siglufirði árin 1935 til 1943. Næstu árin þar á eftir var hann skrifstofustjóri hjá Þormóði Eyjólfssyni hf. Á árunum 1947— 1949 rak hann útgerðar- og söltun- arstöð með Hannesi Guðmunds- syni. 1949 varð afi bæjarstjóri í Siglufirði og gengdi hann því starfi í 9 ár eða til 1958 er hann varð forstjóri ÁVR síðar ÁTVR. Afi var einn af þeim bestu mönnum í lífi okkar og sem hafði ætíð gaman af því að gleðja fólk, ekki síst okkur barnabörnin. Einnig hafði hann gaman af samkomum, þó sérstak- lega innan fjölskyldunnar. Við barnabörnin eigum góðár minn- ingar úr sumarbústaðaferðum í Reykjakot með þeim afa og ömmu. Alltaf gátum vð opnað okkar barm og sagt honum afa hvað okkur bar í brjósti. Alltaf fann afi góð svör og lausnir á vandamálum okkar. Öll höfum við misst mikið þó sérstaklega amma Þórný. Að lok- um viljum við þakka afa fyrir allar góðar samverustundirnar og biðj- um góðan Guð að vernda hann. Föðurminning Vakin minning viðkvæmt hjalar víkkar sýn um gengin svið. Allt frá bernsku brautin okkar best var æ við föðurhlið. Ljós hann var á vegum sinna vakti gleði svæfði harm græddi sár með ljúfu Ijóði leiddi bros á hrelldan hvarm. Mildi okkar muna ætið minning hans sé ljósi glóð. Munumföðurástúðalla öll hans hollu föðurráð. Brosin hlýju blæmild svörin björtu sýn á hverri stundu Verði hvöt til dýrra dáða dæmið hans að síðasta blund. (ÞóraJónsdóttir) Barnabörn í dag, þriðjudag, verður tengda- faðir minn Jón Kjartansson for- stjóri, Háteigsvegi 44, Rvík, jarð- sunginn frá Háteigskirkju. Jón fæddist á Siglufirði 1917 og var því 68 ára þegar hann lést. Kynni mín af Jóni Kjartanssyni hófust fyrir rúmum 20 árum og man ég vel þær móttökur sem ég fekk þegar ég fyrst kom á heimili tengdaforeldra minna. Sá kærleikur sem þessi heiðurs- maður bauð af sér þá og æ síðan var einstakur og kynnin af honum voru þannig allt hans lífshlaup eftir það. Mannkostir hans hafa snemma orðið mönnum ljósir því þegar hann er aðeins 18 ára er hann orðinn verkstjóri og æ síðan hefur hann valist til forustu. Öllum verkum sem Jón kom nærri skilaði hann af sér með mesta sóma hvort sem var stjórnun fyrirtækisins sem hann hafði að aðalstarfi eða í öðrum störfum sem á hann hlóð- ust. Það hafði verið ætlun Jóns að hætta störfum sem forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins á komandi sumri. í raun hafði Jón annað starf og hafði haft um langan tíma því vakandi og sofandi < vakti hann yfir velferð barna sinna og barnabarna. í því starfi var hann ýmist einkabílstjóri, leikari, sögumaður eða jafnvel sáttasemj- ari þegar afabörnin sem nú eru orðin 9, urðu eitthvað ósátt. Þannig var hann boðinn og bú- inn þegar síminn hringdi og sagt var „afi geturðu" eða „afi viltu". Þannig var alúðin og umhyggjan sem hann sýndi börnum sínum öllum. Öllum þeim fjölmörgu sem þekktu Jón ber saman um að hann var einstakur maður að allri gerð. Hann skildi eftir svo mikið í hverj- um manni sem hann kynntist að menn sögðust ekki bara þekkja hann heldur væri hann mjög góður vinur þeirra. Elskuleg tengdamóðir mín hefur misst mikið og við öll og söknuður er sár en samt erum við svo óend- anlega rík að hafa þekkt hann og elskað og þannig vil ég muna tengdaföður minn. Hafi hann þökk fyrir samver- una. Tengdasonur Nemendur Lögreglu- skólans um borð í v/s Tý NEMENDUR Lögregluskólans fóru á dögunum í kynnis- og fræðsluferð til Landhelgisgæslunnar og hittu starfsmenn hennar að máli um borð í varðskipinu Tý við Ingólfsgarð. Með nemendunum í förinni voru Bjarki Elíasson, yfirlögregluþjónn og Magnús Einarsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn. Forstjóri Landhelgisgæslunnar Gunnar Bergsteinsson tók á móti hinum verðandi löggæslumönnum um borð í varðskipinu Tý. Jón Magnússon, lögmaður Landhelgis- gæslunnar, og Helgi Hallvarðsson, skipherra, ásamt varðskipsmönn- um, veittu nemendum Lögreglu- skólans þvínæst fræðslu og upplýs- ingar um sögu og störf Landhelgis- gæslunnar. Jón Magnússon, lögmaður Land- helgisgæslunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að í gegnum árin hefði verið mjög gott samstarf milli Landhelgisgæslunnar annars vegar og lögreglunnar í Reykjavík og úti á landi hins vegar. Þetta væri þó í fyrsta skipti sem nem- endur Lögregluskólans kæmu í heimsókn til Landhelgisgæslunnar til að kynna sér starfsemi hennar. Ætlunin væri að hafa þennan háttinn á árlega framvegis enda væri eðlilegt að nemendur Lög- regluskólans kynntust starfsemi Landhelgisgæslunnar áður en þeir útskrifuðust. Sagði Jón að nem- endur Lögregluskólans hefðu verið mjög ánægðir með þessa dagstund hjá Landhelgisgæslunni. Á kom- andi vori myndu þeir svo heim- sækja flugdeild Landhelgisgæsl- unnar og kynna sér starfsemi hennar og myndi þá væntanlega fara fram samæfing lögreglu og Landhelgisgæslumanna. Þess má að lokum geta að í Lögregluskólanum eru nú um 18 nemendur úr öllum landshlutum og taka þeir sín lokapróf á kom- andi vori. Morgunbladid/RAX Jón Magnússon, lögmaður Landhelgisgæslunnar, ræðir við nokkra af nem- endum lögregluskólans um borð í varðskipinu Tý. Blariburðarfólk óskast! Úthverfi Skerjafjöröur Laugarásvegur 37—77 Gnitanes Blesugróf Hörpugata og Vesturbæ Fossagata fyrir noröan Faxaskjól flugvöllinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.