Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 3. DESEMBER1985 Ég fagna þessari ákvörðun Þorsteins — segir Alexander Stefánsson um fyrirhugaða niður fellingu lánskjara- vísitölu af skammtímaskuldum „ÉG FAGNA þessari ákvörðun fjármálaráðherra. Þetta er nú eitt af því sem ég hef verið að puða við að fá rfkisstjórnina til að gera, en verið heldur þungur róður, ekki síst vegna þess að bankakerfiö er þversum á móti þessu,“ sagði Alexander Stefánsson um þá tillögu fjármálaráðherra, sem hann hyggst flytja á ríkisstjómarfundi í dag, að ríkisstjórnin ákveði að afnema lánskjaravísitölu á skammtímalánum og gefi bönkura fyrirmæli um að skuldbreyta styttri lánum til lengri tíma. „Ég tel löngu tímabært og nauð- stefnu næsta árs,“ sagði Alexand- Nýr lögreglustjóri í Reykjavík Morftunblaði/Júlfus. synlegt að afnema verðtryggingu af styttri lánum og jafnframt að gefa einstaklingum kost á því að skuldbreyta erfiðum lánum til lengri tíma,“ sagði Alexander. Hann var spurður hvað liði tillög- um milliþinganefndar í húsnæðis- málum, sem skipuð var í sumar: „Mér er sagt að nefndin muni skila áliti í þessari viku,“ sagði Alexand- er, „og á von á því að þar komi fram hugmyndir um hvernig best sé að verja þeim aukatekjum, 6—700 milljónum, sem samþykkt var í vor að skyldu renna til hús- næðismála á næsta ári, auk ann- arra tillagna um húsnæðismála- BÖÐVAR Bragason tók formlega við embætti lögreglustjórans í Reykjavík á fundi með yfirmönnum í lögregl- unni á sunnudagsmorgunninn. Böðvar sagði í samtali við Morgunblaðið að það leggðist ágætlega í hann að taka við þessu embætti, „það verður svo að koma í Ijós hvernig maður dugar í þessu starfi“ sagði hann. Hér afhendir Sigurjón Sigurðsson fráfarandi lögreglustjóri Böðvari Bragasyni lyklana að húsnæði lögreglu- stjóraembættisins að viðstöddum þeim Óskari Ólasyni, Bjarka Elíassyni, Árna Sigurjónssyni, Stefáni Hirst, Guðmundi Hermannssyni og Hjalta Zóphóníassyni. Samningur við Mikla norræna símafélagið rennur út um áramót: Ekki búist við gjaldskrárlækkun- um vegna krafna frá stjórnvöldum — segir Jóhann Hjálmarsson blaðafulltrúi Pósts og síma POSTUR og sími losnar úr sam- starfí við Mikla norræna símafélag- ið um áramót, en samningi við það var sagt upp fyrir tveimur árum. Talsambönd við útlönd verða nú eingöngu í gegnum jarðstöðina Skyggni, sem stofnunin er nú eig- andi að, og getur hún því sjálf ráðið verðlagningu á símaþjónustu við út- lönd. Jóhann Hjálmarsson blaðafull- trúi Pósts og Síma sagði í samtali við blaðamann að hann byggist ekki við að símagjöld til útlanda færu lækkandi í bráðina eins og Breytir engu um gildi uppsagna Hafskips — segir Þórarinn V. Þórarinsson um áhrif ákvæðis Ólafslaga á uppsagnir starfsfólks ÞÓRARINN V. Þórarinsson lög- fræðingur og aðstoðarframkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands ís- lands segir að ekki sé hægt að ve- fengja lagalegt gildi uppsagna Haf- skips á starfsfólki með vísan til Ólafslaga eins og stjórn Dagsbrúnar gerir. Umrætt lagagildi er á þá leið að tveim mánuðum fyrir ráðgerð- an samdrátt sem leiða mun til uppsagna fjögurra eða fleiri starfsmanna þurfi fyrirtæki að tilkynna uppsagnirnar til félags- málaráðuneytisins og viðkomandi verkalýðsfélaga. Þórarinn sagði að áhrif þessa lagaákvæðis hefði verið kannað hjá VSÍ fyrir nokkr- um árum. Niðurstaðan hefði orðið sú að það breytti engu um gildi uppsagna starfsfólks, enda gætu slík lagaákvæði því miður ekki haft áhrif á það hvort það kæmi til samdráttur í rekstri fyrirtækja eða ekki. Hann sagði að það eina kæmi til skoðunar í þessu sam- bandi væri hvort viðkomandi fyr- irtæki gerðust brotleg með því að tilkynna uppsagnirnar ekki, en engin viðurlög virtust vera í lögun- um. „Menn verða að gá að því hver tilgangur þessa lagaákvæðis var,“ sagði Þórarinn, „en hann var sá að gefa stjórnvöldum og verkalýðs- félögum kost á því að fylgjast með atvinnurekstrinum almennt og hugsanlegum samdrætti. Rekstr- arerfiðleikar Hafskips hafa verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlun og hefur alþjóð fylgst með, þannig að þessar uppsagnir ættu ekki að koma þessum aðilum á óvart.“ fólk kannski ætti von á þar sem stjórnvöld hafa uppi hugmyndir um að rukka stofnunina um 250 milljónir króna á næsta ári. „í fyrsta lagi er fyrirhugað að taka 150 ínilljónir króna af stofnuninni og í öðru lagi er farið fram á að Póstur og sími hraði afborgunum sínum af langtímaskuldum sem nema 100 milljónum króna. Því er lítið svigrúm til gjaldskrárlækk- ana úr því sem komið er, vegna lakari fjárhagsstöðu stofnunar- innar nú miðað við það sem áður var fyrr á árinu. Greiðslubyrði stofnunarinnar eykst því um 250 milljónir króna miðað við það sem áætlað var í haust." Póstur og sími þarf að greiða hlutdeild Mikla norræna símafé- lagsins í jarðstöðinni Skyggni nú um áramót. Hún nemur 31 milljón króna og eru þær á fjárlögum fyrir árið 1986. Þá á stofnunin ógreiddar viðskiptaskuldir vegna ársins 1985 og er gert ráð fyrir að það taki eitt ár að greiða þær að fullu. Stofnunin hættir því endanlega samstarfi við símafélagið um ára- mót samkvæmt gamla samningn- um, en leigðar verða 12 varalínur í Scottice sæsímanum, sem er eign Mikla norræna símafélagsins, og verða þær til taks ef Skyggnir bilar. Varalínurnar kosta 3 til 4 milljónir á ári. Símafélagið hefur fengið greiðslu fyrir 48 rásir til Evrópu og ákveðna símaumferð á þeim. Skipta þær upphæðir nokkrum tugum milljóna sem Póstur og sími hefur þurft að greiða á ári. Hvatning til leng- ingar lána — segir Halldór Blöndal alþingismaður „ÉG ER algerlega sammála Þorsteini Pálssyni fjármálaráð- herra með að leggja til að lán- skjaravísitölubinding skamm- tímalána verði felld niður. Þetta er nauðsynlegt eins og á stendur og mun hafa góð áhrif út í þjóð- félagið," sagði Halldór Blöndal alþingismaður þegar leitað var álits hans á þessum fyrirætlun- um. Halldór sagði að það væri óeðlilegt að lán til skamms tíma væru bundin við lán- skjaravísitölu vegna þess að hún mældi skyndisveiflur mjög nákvæmlega. Um gagnrýni bankastjóra á þessa fyrirætlan sagði Halldór að íslenskir bankar yrðu eins og erlendir að geta búist við að vextir færu niður fyrir verðbólgu í skamm- an tíma þegar stuttar sveiflur gengju yfir. Engin leið væri að tryggja þá frekar en aðra fyrir öllum áföllum. Hann sagði að nú væri búið að tryggja hag sparifjáreig- enda vel og nú væri kominn tími til að bæta stöðu skuldara eitthvað og gerðist það með þessu. Hann sagði að breyting sem þessi myndi verða hvatn- ing til lengingar lána þar sem bankarnir myndu vafalaust minnka meðallöng lán, lán sem hvorki væru stutt né löng, eins og tíðkast hefði svo mjög hjá þeim. Lögfræðingur Útvegsbankans kominn til Antwerpen: Kröfum á Skaftána fjölgar enn Biitasel, 2. desember. Frá Önnu Bjnrnadótt »r, fréturiura Mbl. LÖGFRÆÐINGUR Útvegsbankans, Sveinn Snorrason, kom til Ant- werpen í dag til að afgreiða mál Skaftárinnar, sera hefur legið kyrrsett full af vörum og með 13 manna áhöfn í Antwerpen síðan 22. nóvember. Hann vildi engar upplýsingar veita þegar það náðist í hann seint í eftir- miðdag. Beigískur lögfræðingur, sem hefur annast mál Skaftárinnar, sagðist hafa heyrt að það ætti að leysa skipið út og það myndi sigla um miðja vikuna. Ákveðið var að losa skipið ekki í dag og koma farminum ekki fyrir í skip Eimskips, sem siglir frá Ant- werpen á morgun, eins og jafnvel stóð til. Belgíska fyrirtækið Antigoon, sem lestar og losar skip, lét kyrrsetja Skaftána, en nú hafa tvö þýsk fyrirtæki einnig krafist kyrrsetningar skipsins. Annað vann störf fyrir Hafskip í febrú- ar og á um 1 millj. belg. franka inni hjá fyrirtækinu, en hitt er eigandi húsa og krefur Hafskip um 6 millj. belg. franska skulda- greiðslu. Skuldakröfurnar sem nú hvíla á skipinu eru orðnar hærri en verð skipsins á frjálsum markaði samkvæmt heimildum Mbl. Belgíski lögfræðingurinn sagði að hann hefði ráðlagt íslenska skipafélaginu að semja við Ant- igoon og fá bankatryggingu fyrir skuldunum svo að skipið yrði látið laust fyrir helgina. Hafskip skuldar Antigoon 26 millj. belg. franka. Lögfræðingurinn taldi bókhaldsdeild fyrirtækisins hafa varað stjórnendur Antigoon nokkuð lengi við skuldaupphæð- inni en þeir hefðu talið að um skammtímavandamál væri að ræða hjá Hafskip. „Það var til- tölulega gamalt og stórt fyrir- tæki og Antigoon hafði góð og stöðug viðskipti við það. Stjórn- endur hafa líklega borið traust til fyrirtækisins og þess vegna leyft skuldunum að hækka svona mikið.“ Lögfræðingur Antigoon sagði að viðskipti i skipasigling- um væru ekki alltaf eins og best væri á kosið: „Menn treysta hverjum öðrum og taka og gefa lofoð svo að hreyfing sé á hlutun- um. En oft ganga hlutirnir ekki upp og menn ganga á bak orða sinna." Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Eimskips- skrifstofunnar í Rotterdam, sagði að erfiðleikar Hafskips væru farnir að hafa nokkur áhrif á starf skrifstofunnar. „Það hef- ur orðið einhver aukning á vörum til íslands hjá okkur en við vitum ekki fyrir víst hvort þær hefðu annars farið með Hafskip," sagði Guðmundur. „Við finnum hins vegar að erfiðleikar Hafskips hafa haft neikvæð áhrif á okkar starf á Norður-Atlantshafsleið- inni til Ameríku. Keppinautar okkar setja samnefnara á milli fyrirtækjanna og tala um „ís- lendingana" eins og við séum allir eins. Við stöndum í ströggli við að sannfæra viðskiptavini okkar um að Eimskip sé við bestu heilsu. Þeir hugsa sig tvisvar um áður enn þeir senda með okkur, þó sérstaklega eftir að Dalsáin var látin snúa til baka frá Banda- ríkjunum full af vörum.“ Eigend- ur hennar í Hamborg kröfðust þess svo að hún yrði ekki kyrrsett í New York. „Skipið sem fór frá okkur til Bandaríkjanna í síðustu viku var fullt," sagði Guðmund- ur. „Og ég vona að Bakkafoss verði fullur í næstu viku en við þurfum að hafa meira fyrir því og verðum að tala við alla við- skiptavini okkar og segja þeim að Hafskip og Eimskip hafi verið tvö aðskilin fyrirtæki.“ Bragi Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Hafskipsskrifstof- unnar í Rotterdam, sagði, að þeir væru hættir að geta sagt fyrri viðskiptavinum nokkurn hlut. „Við fáum engar upplýsingar að heiman," sagði hann. „Bankar og lögfræðingar hafa tekið völdin í sínar hendur og öll formfesta í viðskiptum er rokin út í veður og vind. Það er ekki verið að hugsa um hvað er þægilegast fyrir viðskiptavininn. Við erum orðin ansi þreytt á þessu og vinnum að þvi að loka skrifstof- unni.“ Umboðsmaður Hafskips í Antwerpen tók í sama streng og sagðist engar upplýsingar fá, ekki einu sinni upplýsingar um að hlutirnir væru enn óráðnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.