Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 25 trjágróðurinn í landi hans ætti ekki síður eftir að ylja mér og minni fjölskyldu, þegar stundir liðu fram. Mjög gestkvæmt var hjá Joni og Þórnýju í bústaðnum fyrir austan. Komu þar bæði innlendir og erlendir gestir. Á Syðri-Reykj- um var Jón vel í sveit settur að því leyti, að stutt var að fara með erlenda gesti til að skoða sögu- fræga og áhugaverða staði eins og Skálholt og Geysi. Naut Jón sín vel í hlutverki gestgjafans. En mestu gleðistundirnar voru áreið- anlega þær, þegar barnabörnin komu með afa og ömmu austur í sumarbústað. Var oft glatt á hjalla á fögrum sumardögum, þegar börnin skiptust á heimsóknum milli sumarbústaðanna. Sá, sem þessar línur skrifar, hafði kynnst Jóni Kjartanssyni löngu áður en leiðir lágu saman sem nágrannar á Syðri-Reykjum. í amstri og dægurþrasi stórborg- arinnar gáfust allt of fá fækifæri til að spjalla saman. Öðru máli gegnir, þegar komið er út fyrir skarkalann. Jón var hafsjór fróð- leiks um menn og málefni og fylgd- ist grannt með öllum hræringum í þjóðfélaginu. Sérgáfa hans var að sjá hinar broslegu hliðar lífsins, og þekkti ég engan, sem kunni betur að segja gamansögur, án þess þó, að meiða nokkurn. Jón færði það oft 1 tal við mig, að hann hlakkaði til að njóta elli- áranna fyrir austan, þegar anna- sömum starfsferli lyki. A prjónun- um hafi hann m.a. að byggja litla sundlaug og nýta heita vatnið á Syðri-Reykjum. Ræktun og fegrun umhverfisins var ofarlega á baugi, og á því sviði virtist hann alltaf finna ný og ný verkefni. Þegar Jón Kjartansson er nú horfinn á braut, verður allt miklu tómlegra. En fjöllin standa, há og tignarleg, og áin okkar rennur áfram milli bakka sinna, og minnir okkur á ódauðleikann. Alfreð Þorsteinsson Vinur minn, Jón Kjartansson, forstjóri, lést 21. nóvember sl. á heimili sonar síns í Hamborg og verður til grafar borinn frá Há- teigskirkju í dag (þriðjudag) kl. 13.30. Jón var fæddur í Siglufirði árið 1917. Hann var kominn af merkum prestum í báðar ættir og var það skaði fyrir íslensku þjóðkirkjuna að hann skyldi ekki verða prestur. Ungur missti Jón föður sinn og ólst upp með móður sinni umvaf- inn umhyggju og ást, sem hann endurgalt í ríkum mæli. Á upp- vaxtarárum Jóns var félagslíf og atvinnulíf Siglufjarðar með mikl- um blóma. Síldarbærinn mikli skilaði þjóðarbúinu gífurlegum gjaldeyristekjum árlega. Var hag- ur landsins eiginlega algerlega háður því að síldin veiddist. Jón fór snemma að vinna hörð- um höndum og taka þátt í atvinnu- og félagslífi staðarins. Að loknu prófi frá Samvinnu- skóla íslands gerðist hann 18 ára að aldri verkstjóri hjá einu stærsta fyrirtæki landsins, Síldarverk- smiðjum ríkisins á Siglufirði, og starfaði þar í mörg ár m.a. undir stjórn og handleiðslu hins þjóð- kunna athafnamanns, Jóns Gunn- arssonar verkfræðings, sem síðar byggði upp sölukerfi SH í Banda- ríkjunum. Þarna taldi Jón, að hann hefði öðlast dýrmæta reynslu í stjórnun og samskiptum við fólk og verið sér hinn besti skóli. Jón var mannblendinn og mjög félagslyndur og starfaði í mörgum félögum á Siglufirði ungur að árum. Hann fór snemma að helga sig stjórnmálum á vegum Fram- sóknarflokksins og afskiptum af bæjarmálefnum. Hann var kosinn bæjarstjóri Siglufjarðar 1949 og var það í tæpan áratug. Áratug sem var einn allra erfiðastur í allri sögu Siglufjarðar. Strax eftir heimsstyrjöldina síðari steðjuðu miklir erfiðleikar að þjóðarbúinu og ekki síst að Siglufirði. Síldveiðin hafði brugð- ist ár eftir ár og atvinnuleysi og fátækt hélt innreið sína í Siglu- fjörð. Tröllaukið verkefni beið hins unga bæjarstjóra við að byggja upp nýja atvinnuþætti í stað síld- arinnar. Með persónulegri lipurð, þrautseigju og harðfylgi tókst Jóni að fá viðurkenningu ríkisvaldsins á skuld þess við Siglufjörð, vegna gjaldeyrisöflunar fyrri ára, með því að veita kaupstaðnum betri fyrirgreiðslu til uppbyggingar- starfsins en almennt var gert. Jón varð fljótt þjóðkunnur maður af skörulegri baráttu að framfaramálum Siglufjarðar. Bæjarstjórastarf í litlum bæ var enginn dans á rósum heldur dag- legt strið við fjárhagserfiðleika. Áður en atvinnuleysisbætur komu til var það hlutverk bæjarstjóra að greiða úr vanda atvinnuleys- ingja og fátæks fólks. Að geta ekki greitt úr erfiðleikunum var þung- bært fyrir mann eins og Jón, sem engan mann vildi láta synjandi frá sér fara. Árið 1957 var Jón Kjartansson skipaður forstjóri Áfengisverslun- ar ríkisins og helt hann þar um stjórnvöl til dauðadags. Eftir að Jón fluttist til Reykja- víkur hlóðust brátt á hann ýmis trúnaðarstörf m.a. í nefndum og ráðum fyrir Framsóknarflokkinn, sem hann fór í framboð fyrir í Norðurlandi vestra 1959. Sat hann á Alþingi sem 1. varamaður og síðar aðalmaður meira og minna í 8 ár. Þá var mjög eftir honum sótst til starfa og forystu af ýms- um félagasamtökum og líknar- stofnunum. Þannig var hann m.a. formaður Siglfirðingafélagsins í Reykjavík um langt skeið. Einn af stofnend- um Rotarýklúbbs Austurbæjar í Reykjavík, formaður Hjálpar- stofnunar kirkjunnar, í stjórn Aðstoðar íslands við þróunarlönd- in og fleira. Jón var einn af þessum duglegu mönnum sem alltaf hafði nógan tíma. Ekkert mannlegt lét hann sér óviðkomandi og var ávallt reiðubúinn að leggja góðum mál- efnum lið. Jón var vissulega mikill af fjöl- þættum störfum sínum. En meiri af mannkostum sínum, mannlegri hlýju og drengskap, sinni glöðu léttu lund og fordómaleysi. Hvar sem hann kom var hann hrókur alls fagnaðar. Kímnigáfa hans var einstök. Lítið atvik gat í frásögn hans og flutningi orðið spreng- hlægileg og ógleymanleg saga. Hann vár stórskemmtilegur mað- ur og sannkallaður gleðigjafi hvar sem hann fór. Á tímum, eins og nú, þegar nöldur og niðurrif er í tísku, var oft eins og að rekast óvænt á vin í eyðimörk að hitta Jón Kjartans- son og hlýða á græskulaust gaman hans. Mér finnst að með Joni sé að hverfa gamall og góður tími, sem aldrei kemur aftur. Árið 1945 gekk Jón að eiga unnustu sína glæsilega unga konu Þórnýju Tómasdóttur Jónssonar, kaupfélagsstjóra á Hofsósi og eig- inkonu hans ólafar Þorkelsdóttur. Hennar æskuheimili var annálað fyrir rausn og greiðasemi. Hefur Þórný í hvívetna verið manni sín- um stoð og stytta í 40 ár og mikið jafnræði meðþeim hjónum. Börn þeirra Jóns og Þórnýjar eru fjögur: Jónína Helga, gift Olafi Björnssyni forstjóra, Tómas óli hagfræðingur, kvæntur Matthildi Helgadóttur, Kjartan hagfræðing- ur, kvæntur Þórunni Tómasdóttur og ólöf Guðrún, enn í foreldrahús- um. öll eru börnin sóma og mynd- arfólk. Á fögru heimili þeirra hfa forn- ar dyggðir verið í heiðri hafðar. Þar ríkti gestrisni, umhyggja og ást. Heimilið hefur verið traustur griðastaður allrar fjölskyldunnar og samband foreldranna við börn- in var náið og innilegt. Þar þekkt- ist ekkert kynslóðabil. Við Sólveig og börn okkar send- um Þórnýju og fjölskyldu hennar vinar- og samúðarkveðjur í sorg þeirra, en fagrar minningar um elskulegan mann munu draga úr sviðanum er frá líður. Blessuð sé minning Jóns Kjart- anssonar. Ásberg Sigurðsson Það var sumarið 1957 og við fé- lagarnir með fyrsta háskólaárið að baki vorum mættir á Siglufjörð til þess að afla fjár og reynslu síldarævintýrisins. Stóratburðir virðast hafa gerst þar hvern dag, svo ríkar eru minningarnar, en einn atburður sker sig þó frá í minni reynslu. Ég vann í SR 46 og þar voru engar geðlurður, yfir- leitt voru þeir heimamenn, þrótt- miklir og glaðværir, þar sem mestum krafti stafaði af Jóhanni Möller. En hlátrasköllin gengu hinsvegar í bylgjum, þegar kóntór- klæddur maður gekk um og hafði hnyttniorði að víkja að sérhverjum starfsmanni. Þetta var bæjarstjór- inn, Jón Kjartansson, sem var reyndar líka í framkvæmdastjórn verksmiðjanna. Árla morguns sat ég við einn snigilinn til þurrkofnanna og mjaltaði í hann mjöli sem ekki hafði þurrkast nógu vel. Vinnu- törnin var orðin löng og svefn- þreytan sótti á. Skyndilega hrekk ég upp við mikinn sársauka og í svefnrofunum greini ég hlýlegt, glettið andlit og heyri rödd segja: „Þú verður að passa það vinur að sofna ekki í vinnunni þegar stjórn- arherrar eru á stjái." Þarna var kominn Jón Kjartansson. Hann var á gangi fram hjá þurrkofnin- um, þegar hann sá mig falla fram og hægri höndina lenda í sniglin- um. Með snarræði sínu tókst hon- um að forða því að ég stórskaðaði eða jafnvel missti höndina. En viðbrögðin voru einkennandi fyrir Jón Kjartansson. Hann gerði lítið úr eigin hlut, hvort sem það var slík björgun sem ég hlaut eða gagnrýni sem yfirmenn verða að veita, en færði allt í hlýlegan, glettinn búning, þannig að auðvelt var við að taka. Við Jón Kjartansson áttum síðar nokkur samskipti, bæði meðan hann var stjórnarformaður Hjálp- arstofnunar kirkjunnar og eins þegar við sátum saman á fundum Þróunarsamvinnustofnunar ís- lands. Og ævinlega var eins með honum að vera, dugnaður hans og óbrengluð yfirsýn, hlý og græsku- laus kímni og holl ráð sem byggð- ust á því lífsviðhorfi hans að allt sem lifir eigi jafnan rétt til þess að njóta sín og njóta lífsins. Hann var maður mannúðar og veitti öllum virðingu sína svo að þeir nutu sín sem i návist hans voru. Ég hef ekki getað nógsamlega þakkað Jóni Kjartanssyni þá björgun sem ég af honum þáði og hvernig hann stóð við hlið mér á stundu þegar harka og alvara lífs- ins litu svo óþyrmilega eitt andar- tak inn í áhyggjulausa æskuveröld og knúðu til nýrra hugsana og jafnvel lífssýnar. Ég vildi ég hefði sagt honum hvers virði þessi atburður var mér, ég vildi ég hefði átt meiri kynni af þessum heilsteypta manni, en punktur hefur verið settur við lífs- sögu hans og okkar er aðeins að fela hann þeim Guði sem gaf hann. Bernharður Guðmundsson Kynni okkar Jóns Kjartansson- ar hófust í Reykjavík veturinn 1934—’35. Hann var þá nemandi í Samvinnuskólanum en ég í Kenn- araskólanum. Við tókum báðir þátt í félagslegum samskiptum skólanna og einnig við aðra skóla. Þá tókst með okkur vinátta, sem enginn bilbugur hefur verið á í meir en hálfa öld. Mér finnst stutt síðan ég sá Jón í fyrsta sinn, glað- legan en virðulegan, leiftrandi af góðum áformum og háum hugsjón- um. Hann hefur æ síðan verið í hópi minna kærustu vina. Góðvild hans og umhyggjusemi hefur veirð sem ljós á lífsbrautinni. Það syrtir að er slíkir menn kveðja jafn snögglega. I brjósti hans sló stórt og hlýtt hjarta. Hann var mótaður við móðurkné af góðhug og ástúð til alls sem lifir. Slíkur maður hlaut að njóta mannhylli og vin- áttu margra. Sú varð og raunin á. Nú er skarð fyrir skildi: „En á bjartan orðstír aldrei fellur umgjörðin ergóðra drengja hjörtu“ Ég kom fyrst á æskuheimili Jóns í Siglufirði í desember 1939. Þá kynntist ég móður hans, Jónínu Tómasdóttur, eftirminnilegri ágætiskonu, sem ég lærði margt af. Jónína var orðin ekkja, þegar hér var komið. Jón var einkasonur hennar, augasteinn og eftirlæti, stolt hennar og framtíðarvon. Eldri sonur hennar, Helgi, var lát- inn fyrir all mörgum árum, rúm- lega tvítugur að aldri. Mikill myndarmaður að allra dómi. Þarna kynntist ég því best, hvernig fóður einkasonur er móður sinni. !g átti eftir að fylgjast með því betur. öll árin sem Jón bjó í Siglu- firði eftir þetta eða til 1958 kom ég árlega þangað vegna sérstakra starfa minna þar og raunar tals- vert lengur. Ég var þvi tíður gestur á heimili þeirra. Eftir að Jón og Þórný Tómasdóttir stofnuðu sitt myndarlega heimili 1945 var sama uppi á tengingnum. Ég sá þrjú elstu börnin vaxa þar upp, kát og fjörug, við ástríki góðra foreldra. Það fjórða fæddist eftir að flutt var til Reykjavíkur. Jónína bjó áfram í húsinu sínu við Norðurstíg, en Jón byggði að nokkrum árum liðnum, stórhýsi norðan við það. Gestrisnin, góðvildin og hlýjan, sem einkenndi æskuheimili Jóns, setti einnig svipmót á hið nýja heimili. Þórný stóð strax á glæsi- legan hátt við hlið hans og það hefur hún gert af miklum sóma í 40 ár. Þeir eru margir, sem eiga góðar minningar frá þeim rausn- argarði. Þrír voru meginþættirnir í ævi- starfi Jóns. Verkstjóri hjá Síldar- verksmiðjum ríkisins, bæjarstjóri á Siglufirði og forstjóri ÁTVR, auk fleiri verkefna í styttri tíma. Öll þessi störf fórust honum vel úr hendi. Samstarf hans við fólkið, sem vann við framangreindar stofnanir var með sérstökum ágætum. Hann átti hvarvetna vinsældum að mæta og vitnis- burður hans um starfsfólkið var sérlega góður. Allt bar þetta vott um góðan starfsanda á vinnustöð- unum, enda vart við öðru að búast. Áhugi Jóns fyrir þjóðmálum kom fljótt í ljós og rúmlega þrítug- ur að aldri var hann kjörinn bæj- arstjóri á Siglufirði. Hann var 1. varaþingmaður Framsóknar- flokksins í Norðurlandskjördæmi vestra frá 1959 og þingmaður þar 1969—’79, eftir fráfall Skúla Guð- mundssonar alþingmanns. Hann sat alls á 11 þingum, einhvern tíma. í Miðstjórn Framsóknar- flokksins var hann í áratugi og gegndi auk þess mörgum trúnaðar- störfum fyrir flokkinn, sem hann rækti með ágætum. Lifandi áhugi Jóns fyrir málefnum Framsóknar- flokksins og þátttaka hans í ýms- um félagsmálahreyfingum, gerðu hann að áhrifamanni innan flokks- ins um langt skeið. Hann var áhugamaður um mál- efni kirkjunnar, enda kominn af kunnum prestaættum i báðar ættir. Var formaður Hjálparstofn- unar kirkjunnar í 10 ár, auk fleiri trúnaðarstarfa á þeim vettvangi. Siglfirðingur var fagurt orð í munni Jóns. Mér fannst hann bera það fram með sérstökum mál- hreim og setja upp hátíðlegan svip. Það fól í sér djúpa merkingu og snerti marga strengi. Það fól einn- ig i sér viðkvæmni og stolt. Jón var bæjarstóri í Siglufirði í 9 ár. Hann hóf störf sín nokkrum árum eftir að síldin hvarf endanlega eða 1949. Jón barðist ótrauður fyrir nýrri uppbyggingu atvinnulífsins með togurum og öðrum atvinnutækj- um. Áður hafði Siglufjörður nær eingöngu treyst á síldina. Þegar hún hvarf fyrirvaralítið varð ógn- vekjandi atvinnuleysi. Mér líður seint úr minni sú bjartsýni, kjark- ur og stórhugur, sem einkenndi baráttu Jóns á vígstöðvunum hér syðra fyrir endurreisn atvinnulífs- ins á Siglufirði. Honum varð ótrú- lega mikið ágengt, svo okkur vin- um hans ýmsum, þótti árangurinn stundum nálgast kraftaverk. Hann sótti ekki mál sitt með betlistarf í hendi, heldur á þeim sögulegu staðreyndum að Siglufjörður hefði í áratugi verið gullkista fyrir þjóð- arbúið, og nú væri komið að endur- greiðslu af illri nauðsyn. Hann bar höfuðið hátt og flutti mál sitt af myndugleika. Hæfileikar hans voru miklir til að laða saman hin ólíkustu öfl til sameiginlegrar baráttu fyrir málstað Siglufjarð- ar. Eitt sinn samþykkti ríkisstjórn- in tiltekinn stuðning við málefni Siglufjarðar gegn því, að bærinn afhenti ríkinu Skeiðsfossvirkjun, sem þá var ekki margra ára gömul. Þá þótti Jóni umbjóðendum sinum misboðið og sagði nei á stundinni, án þess að ræða það við einn eða annan. Honum fannst virkjunin þá vera eina ljósglætan í því svart- nætti, sem fram undan væri í málum bæjarins. Fallið var frá skilyrði þessu vegna einbeitni Jóns og er Siglufjörður einn eigandi Skeiðsfossvirkjunar. Þegar Jón hvarf úr starfi bæjarstjóra í árs- byrjun 1958 hafði mikið áunnist og atvinnulífið byggt upp af togur- um og fiskibátum, sem ekki voru bundnir síldveiðum. Þannig var bænum bjargað frá eyðingu sem annars hefði orðið á nokkrum árum. Jón var ákaflega félagslega sinnaður maður. Kom víða við og eftirsóttur til forustu. Hann var starfssamur, bjartsýnn og óragur að takast á við verkefnin. Hann vildi ætíð láta gott af sér leiða í hverju máli, sem hann vann að. I góðra vina hópi var hann glaður og reifur. Hafði skemmtilega frá- sagnargáfu og gat á stundum brugðið sér í gerfi leikarans. Hátt- vísin brást honum hinsvegar aldr- ei. Hann var allra manna vinsæl- astur. Margir sakna nú góðs vinar, er hann hverfur af þessum heimi. Það á við um Jón sem sagt var um annan merkan íslending, sem féll svipiega frá, á öldinni sem leið: „Áður sat ítur með glöðum ogorðumvelskipti. Nú reikar harmur í húsum og hryggð á þjóðbrautum." Hugljúfur vinur er kvaddur. Honum er þökkuð samfylgdin og fjölskyldunni sendar einlægar samúðarkveðjur. Dan. Ágústíunsson Jón Kjartansson forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins er kvaddur í dag. Þegar Jón Kjartansson varð forstjóri Áfengisverslunar ríkisins átti ég því láni að fagna að leiðir okkar lágu saman og einkum eftir að mer var falin forsjá Lyfjaversl- unar ríkisins. Hin nánu tengsl Lyfjaverslunar ríkisins og Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins kröfuðst náins samstarfs okkar, sem hefur reynst snurðulaust og án árekstra í öll þessi ár og hefur með tímanum þróast í einlæga vináttu og gagn- kvæmt traust. í rekstri fyrirtækja skiptast á skin og skúrir og hefur þar verið ómetanlegt fyrir mig á erfiðum stundum að geta snúið mér til Jóns Kjartanssonar og þegið af honum holl ráð og átt hjá honum vísan stuðning. Undir þetta veit ég að fleiri geta tekið, bæði starfsfólk hans og aðrir, þvi að þótt Jón Kjartansson hafi oft verið önnum kafinn, þá var hann laginn á að finna stund til þess að leggja sitt til að leysa vandamál annarra og sparaði þá hvorki tíma né fyrir- höfn. Jón Kjartansson var með hátt- vísustu mönnum og hafði næma tilfinningu fyrir því hvað bæri að gera og hvað ekki á viðkvæmum stundum og víst er um það, að notalegt var að vera í návist hans. Minnist ég þess sérstaklega i ferð- um, sem við fórum saman ásamt eiginkonum okkar, bæði hér heima og á hinum norðurlöndunum, vegna samstarfs norrænna áfeng- isverslana. Ég veit að norrænir starfsbræður báru virðingu fyrir Jóni Kjartanssyni, mátu hann mikils og minnast hans með sökn- uði. Þegar það spurðist út á sínum tíma, að Jón Kjartansson yrði næsti forstjóri Áfengisverslunar ríkisins, spurði ég sameiginlegan kunningja: „Hvernig maður er Jón Kjartansson?" og hann svaraði að bragði: „Hann er góður drengur, hann Jón.“ Þá vissi ég ekki hver Jón Kjartansson var, en nú eftir Sjá bladsíðu 58.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.