Morgunblaðið - 03.12.1985, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 03.12.1985, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 37 Pamela Sanders Brement og Marshall Brement. Ljósmynd/Roloff Beny af Roloff Beny sérstaklega til birt- ingar í þessari bók. En ferðafélag- ar þeirra Pamelu Sanders og Rol- off Benys um landið voru Brement sendiherra og Steven Martindale, bandarískur lögfræðingur og bók- menntamaður, sem raunar átti hugmyndina að því, að sendiherra- frúin og víðkunnur ljósmyndari tækju upp samstarf um samningu slíkrar bókar. Formála skrifar John Julius Norwich, sem kynntist íslandi, þegar hann varð starfs- maður við Norðurlandadeild utan- ríkisráðuneytisins í Washington 1954 og kom til íslands 1974 og 1984. Heiti bókarinnar er ICE- LAND 66° north. Pamela Sanders er þjálfaður rithöfundur og Roloff Beny er list- rænn myndasmiður. En það leynir sér ekki, að ferðafélagarnir eiga sinn þátt í því hversu vönduð og skemmtileg bókin er, ekki sízt Marshall Brement. Meginbygging bókarinnar er þannig, að hún er lýsing á ferðum um landið: að Gullfossi, Geysi og til Þingvalla, um söguslóðir Njálu, um Snæfells- nes, að Skálholti og Hólum, á vikulangri hringferð um landið, um Kirkjubæjarklaustur að Höfn og í Öræfi, til Hallormsstaðar og að Dettifossi, til Mývatns, í Náma- skarð óg til Akureyrar, að Goða- fossi og um Skagafjörð og Borgar- fjörð til Reykjavíkur. Kjarni ferðasagnanna er í raun og veru saga íslendinga í hnotskurn, frá- sögn af því, sem merkast gerðist á hverjum stað, á söguöld, á tímum erlendra yfirráða, þegar eldgos, jarðskjálftar og pestir herjuðu á þjóðina, og þegar hún hóf sig úr fátækt til bjargálna. Og ekki er aðeins sagt frá atburðum, heldur einnig frá einstaklingum og örlög- um þeirra. Á því er fullur skilning- ur í hversu ríkum mæli saga ís- lendinga hefur verið saga einstakl- inga. Frásögnin er látlaus og skemmtileg, hvorki stíll kennslu- bóka né dagblaða. Og hvarvetna skín í gegpum frásögnina undrun- in yfir öllu því, sem gerzt hefur á þessari afskekktu eyju, og aðdáun á fólkinu, sem þar hefur lifað, hugsað og skrifað. En ferðasögurnar eru ekki að- eins orð, vel sögð og sönn. Þær eru einnig fólgnar í frábærum ljós- myndum, sem sýna landslag og fólk, náttúruundur gerð af guði, fábrotnar byggingar, gerðar af manna höndum og fólkið sjálft. Ein sér hefðu orðin ekki sagt alla söguna. Og einar sér hefðu mynd- irnar ekki veitt fullan skilning á því, hvað ísland og íslendingar í raun og veru eru. En í sameiningu reynist þetta ein heild. Gott dæmi um þá aðferð höfund- ar að tengja saman heimsókn á söguslóðir og frásögn af söguhetj: um er fimmti kafli bókarinnar: í leit að Njáli. Hún hafði fengið Svein Einarsson, son þess vísinda- manns, sem mest hefur rannsakað Njálssögu, til þess að fylgja þeim á þessar slóðir. Sagan er sögð í megindráttum og sögusviðinu lýst. Sveinn las kafla úr Njálu og eru þeir prentaðir. Að loknum kaflan- um um víg Höskuldar vekur höf- undur athygli á því, að atburðarás- in minni á víg Sesars, Mörður hafi leikið sama hlutverk gagnvart Njálssonum og Cassius gagnvart Brútusi, og vitnar í ritgerð, sem Matthías Johannessen hafi ritað um þetta efni. Pamelu Sanders tekst í þessum kafla að kynna persónur og atburði Njálssögu með skýrum hætti. Þetta er einn bezti kafli bókarinnar. Síðasti kaflinn er frásögn af dags ferð til Þingvalla í glampandi sólskini. Það var síðasti dagur Roloffs Beny á íslandi. Auðvitað er Þingvöllum lýst og því, sem þar hefur gerzt. Og þar eru framúr- skarandi myndir frá Þingvöllum. En Pamela Sanders hefði ekki verið sú, sem hún er, hefði hún ekki notað tækifærið til þess að koma við á Gljúfrasteini hjá Auði og Halldóri Laxness, birta af honum skemmtilega mynd og segja frá honum og verkum hans. Henni finnst ekkert sjálfsagðara. Og hún hefur eftir manni sínum: „Laxness er ísland". III. ICELAND 66° north er ekki eingöngu lýsing á ferðum um ís- land, prýdd fögrum myndum, og frásögn af sögu íslendinga og sögustöðum. Þar er einnig fjallað um þjóðlíf á íslandi. Fyrsti kaflinn: ULTIMA THULE er lýs- ing á því, er Pamela Sanders sótti þá félaga Roloff Beny og Steven Martindale snemma morguns til Keflavíkurflugvallar. Ljósmynd- aranum leizt ekki á landslagið. Og ekki heldur á útsýnið úr gluggum sendiherrabústaðarins við Laufás- veg. Þegar gestirnir höfðu hvílt sig, snæddu þeir hádegisverð með sendiherrahjónunum, og voru ís- lenzkir réttir á borðum. Þau hófu þá þegar að segja gestunum frá Islandi og fslendingum. Það er til marks um þá gamansemi, sem víða bregður fyrir í bókinni, að höfund- ur segir, að það hafi hún tekið sem ták um að allt mundi fara vel, þegar Beny hafi viljað bragða tví- vegis á hákarli og brennivíni. Það höfðu aðeins gert tveir menn áður í þeirra húsi: Vísindamaður frá Oxford og bandarískur flotafor- ingi. Annar kaflinn er lýsing á Bessa- stöðum og heimsókn til forsetans. Þar er ýtarlega sagt frá Grími Thomsen. Og í þriðja kaflanum er fjallað um Reykjavík og lýst mið- degisverði hjá Kristjönu og Baltas- ar Samper. Þar er tækifæri m.a. notað til þess að segja frá reglum íslendinga um nafngiftir. En lítið atvik úr veizlunni er til marks um það, að hinn víðfrægi og veraldar- vani ljósmyndari hefur fljótt verið farinn að kynnast háttum á ís- landi og læra að meta þá. Að spönskum sið hófst kvöldverðurinn ekki fyrr en hálf ellefu og var hinn glæsilegasti og tók langan tíma. En Roloff Beny syfjaði og hallaði aftur augunum. Hann var búinn að biðja húsmóðurina um að fá að taka mynd af henni við matseld- ina, og hefur þá kannske fundizt tiigangi sínum náð. En þegar hún sér, að hann er að sofna, hrópar hún upp yfir sig: „Dr. Beny, þér eruð ekki búinn að fá matinn." Þá lyftir hann þungum augnlokunum og segir, mills svefns og vöku: „Kallaðu mig Roloff." Það má vera íslendingum fagn- aðarefni, að bókin ICELAND 66° north er komin út. Það er ánægju- legt, að kona bandarisks sendi- herra, sem bjó hér í fjögur ár, skuli hafa lært að meta ísland og íslendinga í þeim mæli, að finnast ástæða til þess að segja heiminum frá því. Óg það gefur bókinni auðvitað sérstakt gildi, að jafn- ágætur listamaður og Roloff Beny skuli hafa tekizt á hendur að sýna ísland í því ljósi, sem hann gerir. í síðasta kafla bókarinnar segir Pamela frá því, að kvöldið áður en Roloff hafi- haldið aftur til Rómaborgar hafi þau gengið umhverfis tjörnina. Það var útsýn- ið, sem hann hafði séð fyrsta morguninn og hafði ekki vakið hrifningu hans. En þegar þau komu að sendiherrabústaðnum, segir hún, að hann hafi litið til sín, brosað kankvíslega og sagt: „Þú hafðir, þegar öllu er á botninn hvolft, rétt fyrir þér varðandi ís- land.“ Síðast en ekki sízt ber þess að geta, að óbeinn þáttur Marshall Brements sendiherra í öllu verkinu og þeim anda, sem gegnsýrir það, er ótvíræður. Skilningur hans á íslenzkri tungu og bókmenntum, á íslenzkri þjóðarsögu og þjóðarsál, er einstakur. Þess munu íslending- ar ávallt minnast. Karsten Andersen stjórnandi og Staffan Scheja píanoleikan. Sinfóníu- tónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Efnisskrá: Jón Nordal.. .Concerto lirico Beethoven .. .Píanókonsert nr. 4. Tsjaikofský— Sinfónía nr. 4 Stjórnandi: Karsten Anersen, Ein- leikari: Staffan Scheja. Conserto lirico eftir Jón Nor- dal er fyrir strengjasveit og hörpu og var samið fyrir tíu árum fyrir Kammersveitina í Uppsölum og er nú í fyrsta sinn flutt af Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Blæheimur verksins er angurvær „lýrikk" þar sem átök og spenna eru óþörf því gerður hefur verið sáttmáli við sam- hljómum fegurðarinnar. Con- certo lirico og falleg samhljóm- an, elskulegt og lýriskt tónverk og fallega flutt undir stjórn Karsten Andersen. Fjórði kon- sertinn, píanókonsertinn eftir Beethoven, er í raun sinfónía fyrir píanó og hljómsveit, stór- kostlegt skáldverk er rýmir vel Bach og Þriðju tónleikar Tónlistarfé- lags Kristskirkju voru haldnir um helgina og var flutt tónlist eftir Bach og Hándel. Flytjendur voru Camilla Söderberg á blokk- flautu, Helga Ingólfsdóttir á sembal og Ólöf Sesselja óskars- dóttir á gamba. Á efnisskránni voru þrjár sónötur eftir Handel og tvær eftir Bach. Sónöturnar eftir Hándel eru upprunalega samdar fyrir blokkflautu og bera ópusnúmerið 1 og voru nr. 11, 7 og 2 leiknar að þessu sinni, allt falleg verk og mjög vel flutt. Sónöturnar eftir Bach voru ekki eins ekta blokkflautuverk og hjá Hándel. Fyrsta sónatan mun vera nr. 1020 samkvæmt við- bótarskrá Schmieder (BMV) og talin vera eftir Carl Philipp Emenúel. í þeirri gerð er hún i g-moll og ætluð fyrir fiðlu og sembal. Hvað sem þessu líður er þetta fallegt verk og hattar hvergi fyrir, þó verkið sé eftir soninn, sem var frábært tón- skáld. Seinni sónatan er merkt 1031, samkvæmt BMV í uppruna- gerð í Es-dúr. Camilla Söderberg er feikna góður blokkflautuleik- ari og samstarf hennar við Helgu Ingólfsdóttur og ólöfu Sesselíu Óskarsdóttur er að nálgast hið óaðfinnanlega, því fyrir utan að fyrir stórbrotnum leik og list- rænni túlkun. Staffan Scheja er teknískur píanóleikari og lék einstaka skala mjög vel og allt að þvi glæsilega, en mikið vant- aði á að leikur hans næði jafnt og tónlistin og í raun dró hann úr ágæti verksins. Það er ekki nóg að spila, jafnvel þó á köflum mætti heyra fallega mótaða tón- hendingar, þegar um er að ræða stórfenglegt skáldverk, þar sem ekkert minna dugar en stórfeng- legur leikur. Síðasta verkið var sú fjórða eftir Tsjaíkofský og svo undarlegt sem það kann að virð- ast eiga margir tónlistarunnend- ur erfitt með að gleðjast við hlustun á verkum Tsjaíkofskýs og margir eru þeir sem telja hann ekki gott tónskáld. Karsten Andersen og Sinfóníuhljómsveit- in gerðu margt mjög vel i þessari „hasar" sinfóníu Tsjaíkofskýs. Þá var leikur hljómsveitarinnar í píanókonsertinum góð og greinilegt að Karsten Andersen kann mjög vel til verka í að stjórnaundirleik. Hándel hér leika saman góðir listamenn, eiga þeir að baki margra ára samvinnu og að því leyti hefur þessi kammerkór nokkra sér- stöðu hér á landi. Það sem að nokkru gerir erfitt um vik að halda tónleika í Kristskirkju er yfirmáta mikil enduróman kirkjuskipsins. Trúlega þarf að gera athugun á því hvar endur- ómanin er minnst en líklega er ekki alls kostar gott að hljóðgjaf- arnir séu fyrir miðju skipi. Þrátt fyrir að tónn sembalsins sé ekki mjög sterkur er hann viðkvæmur fyrir enduróman og í hröðum leik vilja tónar hans renna út í eitt. Ef hljóðfæraleikarar eru staðsettir í miðju kirkjuskipi veldur það krosssamslætti hljóðsins en ef þeir væru stað- settir fyrir öðrum hvorum enda langskipsins, mætti ætla að hljóðfærið yrði með öðrum hætti, svo sem eins og þegar tónflytj- endur eru upp á altarispallinum eða jafnvel að baki altarisins. Þetta minnir á að orgelið hljóm- ar ekki með mikilli enduróman, enda kastast hljóðið þar frá vegg um endilangt kirkjuskipið. Þetta er hér sagt til athugunar því Kristskirkja er elskulegt hús Guðs, þar sem vistarverur eru margar og ein fyrir fagrar listir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.