Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 Heilbrigðisráðuneytið var- ar við sælgætisalmanökum aðrar þjóðir og tannskemmdir eru í samræmi við það. Aðeins með fræðslu og sameiginlegu átaki tekst að breyta þessu og rjúfa þennan vítahring. Vonandi sjá viðkomandi aðilar ástæðu til að breyta hér um fyrir jólin á næsta ári. o INNLENT Innanlandsflug Flugleiða: HEILBRIGÐIS- og tryggingamála- ráðuneytið hvetur forráöamenn barna til að stilla í hóf kaupum á svokölluðum sælgætisalmanökum, sem algeng eru hér á landi fyrir jól- in og flest börn þekkja. Þau eru hönnuð með það í huga að börnin opni eitt hólf á dag í desembermán- uði fram til aðfangadags og nái þar í súkkulaðimola, eða annað sælgæti. í tilkynningu frá heilbrigðisráðu- neytinu segir að eitt af því sem heil- brigðisyfirvöld á Norðurlöndum hafi barist hvað mest á móti sé einmitt dagleg sælgætisneysla barna, sem leiki tennurnar grátt. Segir í til- kynningunni að á síðasta tann- verndardegi hafí verið reynt að koma á þeim sið hérlendis að börn neyttu sælgætis í mesta lagi einu sinni í viku. í tilkynningu ráðuneytisins seg- ir orðrétt: „Vitað er að sum félaga- samtök hafa staðið fyrir sölu og dreifingu á fyrrnefndum almanök- um og öðru sælgæti undanfarin ár. Þess vegna var þeim félögum sent bréf í mars sl. til að vekja athygli á þessu með góðum fyrir- vara, í þeirri von að hægt yrði að finna aðra heppilega fjáröflunar- leið eða breyta þessari, til dæmis með því að hafa annað en sælgæti í hólfunum. Því miður hafa ekki allir séð sér það fært og því er ástæða til að hvetja forráðamenn barna til að stilla í hóf kaupum á sælgætis- dagatölum eða reyni að minnsta kosti að fá börnin til að safna sælgæti vikunnar saman, svo að þau neyti þess aðeins einu sinni í viku. íslendingar neyta meiri sykurs, sælgætis og gosdrykkja en flestar Adventukvöld í Bústaðakirkju HÚSFYLLIR var á aðventukvöldi í Bústaöakirkju á sunnudagskvöldið. Halldór Reynisson forsetaritari flutti ræðu kvöldsins. Kirkjukór Bústaða- kirkju og Lögreglukórinn sungu og Blokkflautusveit ungra barna úr Tónlistarskóla Hafnarfjarðar lék undir stjórn Guðna Þ. Guðmunds- sonar organista í Bústaðakirkju. Síð- an var helgistund í umsjá séra Ólafs Skúlasonar. Að henni lokinni fékk hver kirkjugestur kerti. Ljósið var slökkt í kirkjunni og tveir menn gengu með logandi kertaljós með- fram bekkjunum og kveiktu Ijós hjá þeim sem sátu í ystu sætunum. Síðan kveikti hver Ijós hjá sínum sessu- naut og að lokum héldu allir kirkju- gestir á logandi kertum sem lýstu upp kirkjuna. Yfir sautján þúsund farþegar í nóvember FLUGLEIÐIR fluttu 17.253 farþega f innanlandsflugi í nóvember sam- kvæmt bráðabirgðatölum og er þetta mesti fjöldi farþega sem félag- ið hefur flutt í nóvembermánuði til þessa. Næstmestur fjöldi farþega í nóvember var f fyrra en þá fluttu Flugleiðir 15.849 manns. Áður hafði farþegafjöldi tvisvar komist jrfir 15.000 í nóvember, en það var á árunum 1977 og 1978. Að sögn Einars Helgasonar yfir- manns innanlandsdeildar Flug- leiða er ástæöan fyrir þessari fjölgun aðallega sú að óvenjumikið hefur verið um fundi og ráðstefnur nú miðað við árstíma. Auk þess hefur töluvert verið um helgar- ferðir fólks utan af landi til Reykjavíkur og einnig Reykvík- inga út á land. Einar sagði að góða veðrið hefði einnig haft sitt að segja. Ríó-plata eftir 8 ára hlé: „Lengi getur vont versnaÖ“ Nýr sendiherra páfa- stóls á Norðurlöndum „LENGI getur vont versnað" heitir ný plata með fimmmenningunum í Ríó, sem síðast sendu frá sér plötu fyrir átta árum. Þeir tóku við sér á ný í fyrrahaust þegar þeir byrjuðu að skemmta í veitingahúsinu Broad- way í Reykjavík — og héldu fullum dampi fyrir fullu húsi í nær átta mánuði. Á nýju plötunni eru ellefu ný lög úr ýmsum áttum — léttar grín- vísur, ástarljóð og norræn sönglög, svo eitthvað sé nefnt. Um tuttugu ár eru liðin síðan Rió-trióið var stofnað en síðan hefur fjölgað í „tríóinu" og skipa það nú þeir Ágúst Atlason, Gunnar Þórðarson, Helgi Pétursson, Jónas Friðrik og Ólafur Þórðarson. Lögin eru öll erlend utan eitt, sem Olafur Þórðarson hefur gert. Textarnir eru allir eftir Jónas Friðrik, skáld og aflraunamann á Raufarhöfn. Upptaka plötunnar fór fram í Hljóðrita í Hafnarfirði í október sl., undir stjórn Gunnars Þórðarsonar. Vélamenn voru Jón- as R. Jónsson og Sigurður Bjóla Garðarsson en hljóðblöndun var gerð í London undir stjórn Geoff Calvers. Platan er gefin út af Ríó og mun nú vera til í hljómplötuverslunum um allt land. Á síðastliðnu hausti lét Luigi Bell- otti erkibiskup af embætti sem sendifaerra páfastóls á Norðurlönd- um. „Katolsk orientering“, málgagn kaþólsku kirkjunnar í Danmörku, segir frá 27. f.m. að brátt taki nýr maður við embættinu og komi til Kaupmannahafnar, þar sem aðsetur sendiherrans er, en um komutíma hans þangað er blaðinu ókunnugt ennþá. Hinn nýi sendiherra sem þegar hefur verið skipaður í embættið, er belgískur, Henri Lemaitre að nafni, erkibiskup, 64 ára að aldri. Lemaitre erkibiskup fæddist í Antwerpen 17. október 1921 og þáði prestvígslu 28. júlí 1946. Hann las siðan kirkjurétt og tók doktors- gráðu i honum og biskupsvigslu hlaut hann 1969. 1952 var honum falið fyrsta embættið í utanríkis- þjónustu Vatikansins. Hann hefur gegnt embættum i Jerúsalem, Líbanon, íran, Madagaskar, Hol- landi og Vínarborg. 1969 var hann skipaður sendiherra páfastóls i Saigon og 1975 i Uganda. Lemaitre erkibiskup er góður tungumála- maður og talar auk hollensku, frönsku, ensku, þýsku, itölsku og spænsku. Þess má vænta að hinn nýi sendiherra afhendi embættisskil- ríki sín hér á landi á næsta ári. Lýst eftir yitnum FIMMTUDAGINN 28. nóvember varð árekstur á mótum Suður- landsbrautar og Hallarmúla. Þrjár bifreiðir skullu þar saman laust fyrir miðnætti. Tvö vitni gáfu sig fram við ökumann, en voru farin af vettvangi þegar lögreglu bar að. Lögreglan í Reykjavík biður við- komandi vinsamlega að gefa sig fram. Kaupmenn gera ráð fyrir svipuðu verði og í fyrra á jólarjúpunni Sala á rjúpum hefst í næstu viku Jólarjúpurnar eru komnar í flestallar verslanir, en sala á þeim hefur ekki hafist þar sem útsölu- verð er óákveóið. Sigurður Garðarsson, verslun- arstjóri í Víði, Austurstræti, sagði í samtali við blaðamann, að líklega yrði verðið ákveðið í þessari viku. „Ég reikna með álíka verði og í fyrra, en þá var óhamflett rjúpa seld á 150 krón- ur.“ Ómar Gunnarsson, verslunar- stjóri í Kjötbæ á Laugavegi, sagðist vera að bíða eftir lækk- andi verði þar sem svo mikið framboð virtist vera á rjúpunni í ár. „Ég held að verðið nú verði lítið hærra en í fyrra. Óham- flettar rjúpur hjá okkur þá voru á 135 krónur og 150 krónur hamflettar." Ragnar Halldórsson hjá Hag- kaup sagði að búið væri að kaupa nokkrar rjúpur inn af gömlum vana þó lítið væri upp úr sölunni að hafa. „Pekingendur virðast ætla að verða vinsælar í jóla- smatinn ef marka má eftirspurn- ina eftir henni undanfarið. Kílóið af pekingönd kostar aöeins 167 krónur. Hver önd er um tvö kíló, sem ætti að næga fjögurra manna fjölskyldu. Salan dróst þó heldur saman við lambakjöts- útsöluna en er nú að glæðast á ný. Verð á rjúpum er hinsvegar óákveðið." Hrafn Bachmann, verslunar- stjóri í Kjötmiðstöðinni, Lauga- læk, sagðist hafa selt nokkrar rjúpur á 155 krónur stykkið til viðskiptavina, sem senda vildu þær til vina og ættingja erlendis fyrir jólin, en þó hefði almenn sala í versluninni ekki enn hafist þar sem verðið væri ekki endan- lega ákveðið. „Fleiri rjúpnaskytt- ur virðast hafa farið á fjöll nú en endranær. Þó virðist hver þeirra koma með færri rjúpur en oft áður.“ Hrafn sagði að verð á rjúpum héldist yfirleitt í hendur við kíló- ið af góðu lambakjöti og ætti því að vera á bilinu 150-170 krónur í ár. „Síðustu þrjú til fjögur árin hefur rjúpnasalan lítið sem ekk- ert gefið af sér. Samkeppnin er orðin svo gífurleg og fólk hefur einfaldlega ekki það mikla pen- inga milli handanna að það geti keypt sér dýrar steikur. Nokkrir kaupmenn hafa t.d. tekið sig saman um að hætta að selja hreindýrakjöt vegna of hárrar verðlagningar. Veitinga- húsin eru að selja 200 grömm af hreindýrakjöti á 1.000 krónur, sem þýðir að við þyrftum að selja kílóið á milli 1.300 og 1.400 krón- ur. Fólk kaupir kjötið ekki á þessu verði. Ekki má heldur gleyma því að búið er að selja yfir 25.000 pekingendur að und- anförnu, sem allar fara á jóla- borð landsmanna og hafa þær lækkað um 120 krónur frá því í fyrra," sagði Hrafn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.