Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 Skammdegis- birta w ABókaþingi rásar 1 síðastlið- inn laugardag mætti meðal annarra Þórhallur Vilmundarson prófessor og las af blöðum föður síns Vilmundar Jónssonar fyrrum landlæknis. Sá lestur hreif mig ekki síst vegna stílsnilldar höfund- ar og einlægni. Lýsti Vilmundur kynnum sínum af óbrotnum al- þýðumanni Sigurði Vigfússyni en sá var bókabéus hinn mesti og leit varla upp úr bók þá tóm gafst. Vilmundur var drenghnokki er hann kynntist Sigurði og tókst með þeim svo fögur vinátta að hræra hlýtur steinhjarta lesandans. Slík vináttubönd verða trauðla færð í orð nema af snillingi. En hér má hvergi auka orði inní frásögnina er rýfur helgi, þess mannlega sambands sem lýst er. Vilmundur sagði það sem segja þurfti og ekkert þar fram yfir og því snart alskírt vináttubandið lesandann. Gildi upplestrar í útvarpinu er talsvert gert af því þessa dagana að lesa bók- menntatexta bæði á Bókaþingi og í hinum ágæta Sagnaseiði Einars Karls Haraldssonar á sunnudög- um. Ég er sannfærður um að slíkir upplestrar hafa margt sér til ágæt- is. Sjálfur fæst ég við bókmennta- kennslu og verð þess var að nem- endur þyrstir í góðan texta þótt stundum freisti nú myndbandið. En það er nú svo að því aðgangs- harðari er fjölmiðlarnir verða því kærkomnari verður hinn innhverfi heimur bókarinnar. Af miklum myndarskap og stórhug hefir Sverrir Hermannsson nýskipaður menntamálaráðherra blásið í her- lúðra og stefnt áhugamönnum um varðveislu íslenskrar tungu og bókmennta til þings í stuðlaberg- inu við Hverfisgötu. Vonandi berst sá lúðrahljómur inn í bergið til þeirra er miðla af öldum ljósvak- ans því tungutaki er gerir okkur Islendinga að mönnum. Og þá er margt óunnið í þessu efni í skólum landsins, þar verðum við að efla bókmenntakennslu á sem víðustu sviði og vænta kennarar hér mikils af hinum nýskipaða menntamála- ráðherra. Þó vil ég vara við því sem kennari að menn hlífist við í bók- menntakennslu að beita þeim hjálpargögnum er við ráðum nú yfir svo sem myndbandstækjum. Hér verður hið skáldlega innsæi að ráða ferðinni ekki síður en hin fræðilega afstaða. Undir þiljum í fréttaþættinum: Hér og nú er Þeir Gissur Sigurðsson, Þorgrímur Gestsson og Friðrik Páll Jónsson stýrðu í vikulokin var meðal ann- ars brugðið á það ráð að fara undir þilfar á yfirbyggðum smábát er lá við festar í Reykjavíkurhöfn sök- um kvótaþurrðar. í lúkarnum var að finna auk fréttamanns; trillu- karl, fisksala og nútímatónskáld. Einkennilegt samansafn manna sem áttu þó ágætlega saman þegar á reyndi þannig upplýsti trillu- karlinn að hann hlustaði mikið á músík og töluvert á nútímatónlist.. .Einhvern veginn verður maður að yfirgnæfa þessa valdstjórnarmenn í útvarpinu ég keypti þennan smábát vegna þess að ég missti heilsuna á stærri bát- unum og vildi ekki leggjast upp á samfélagið heldur verða minn eigin herra en nú lifi ég á víxlum því ekki get ég gengið í neina sjóði. Svo mörg voru þau orð veiði- mannsins er verður að sætta sig við hæstaréttardóm tölvuútskrift- arinnar í Sjávarútvegsráðuneyt- inu. ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP Hvað bíður okkar? ■■■■i Síðast á dag- 00 35 slirá sjónvarps LíLí — í kvöld er um- ræðuþáttur í beinni út- sendingu undir stjórn Ingva Hrafns Jónssonar. Þátturinn ber heitið „Hvað bíður okkar? í tilefni þess að ári æskunnar er að ljúka býð- ur sjónvarpið nokkrum hópi æskufólks til óform- legs fundar með Stein- grími Hermannssyni for- sætisráðherra og Sverri Hermannssyni mennta- málaráðherra. Til hinstu hvfldar ■■■■ Fjórði þáttur 01 25 breska saka- LiV — málamynda- flokksins „Til hinstu hvíldar" verður á dagskrá sjónvarps kl. 21.25 í kvöld. Þættirnir eru gerðir eftir sakamálasögu P.D. James og eru þættirnir alls sex talsins. I aðal- hlutverki er Roy Marsden. Hann leikur rannsóknar- lögreglumanninn Adam Dalgliesh, sem rannsakar dauða manns sem grunað- ur er um fíkniefnasölu. Hann rekur slóðina heim á sveitasetur þar sem ekki reynist allt með felldu. f síðasta þætti gerðist það helst að ungi læknir- inn tilkynnti öllum að óvörum að hann hygðist giftast Sally þótt hann hefði ekki þekkt hana nema um tveggja vikna skeið. Að kvöldi þess dags finnst Sally látin í her- bergi þeirra hjúa á sveita- setrinu og vandast nú málið enn meira hjá rann- sóknarlögreglumanninum þar sem hún var meðal þeirra grunuðu viðvíkj- andi þau morð sem áður höfðu verið framin. Spjall á síðkvöldi — jarðskjálftar og varnir ■■■■i Þátturinn 0025 »sPÍa11 á síð- LaLí — kvöldi", sem var á dagskrá rásar 1 5. nóv- ember sl., verður endur- tekinn í kvöld vegna þess að hann lenti á sama tíma og fræðsluþátturinn um AIDS í sjónvarpinu. Fjall- að verður um jarðskjálfta og jarðskjálftavarnir og eru umsjónarmenn þátt- arins Einar Þorsteinn Ás- geirsson og Inga Birna Dungal. Fyrst verður spjallað við Sigríði Guðmunds- dóttur, sem búsett er í Mexíkóborg og upplifði jarðskjálftann mikla sem varð þar í borg ekki alls fyrir löngu. Hún segir frá reynslu sinni og Iýsir ástandinu í borginni næstu daga eftir náttúru- hamfarirnar. Þá verður talað við Finn Jónsson, verkfræðing, um hvernig byggingarmálum íslendinga sé háttað, hvaða byggingar séu við- kvæmastar eða sterkastar ef komi til stjórjarð- skjálfta hér á landi álíka og Suðurlandsskjálftar undanfarinna alda. í þættinum verður talað við Guðjón Pedersen, framkvæmdastjóra Al- mannavarna, sem segir m.a. að orðið hafi mikil hugarfarsbreyting hjá sér varðandi almannavarnir hér á landi eftir að hafa heimsótt Mexíkóborg eftir hamfarirnar þar. Hann segist efast um að varnir hér séu eins góðar og til er ætlast ef til stórskjálfta komi. Útvarpið verður upp- töku í þættinum sem náð- ist fyrir algjöra tilviljun í stórum jarðskjálfta hér á landi árið 1976. Upptöku- tæki var í gangi í einu íbúðarhúsanna á staðnum og verður 30 sekúndna broti útvarpað. Upptakan lýsir vel þeim mannlegu sem upp koma í náttúru- hamförum sem þessum. Hingað til hafa viðkom- andi ekki viljað láta birta upptökuna. Barnaútvarpið ■i Barnaútvarpið í 00 umsjá Kristín- — ar Helgadóttur er á dagskrá rásar 1 í dag kl. 17.00. Henni til aðstoð- ar eru þau Pétur Snæland og Heiðveig Helgadóttir. Fjallað verður um jóla- föstuna og aðventuna í þættinum í dag. Séra Bernharður Guðmunds- son skýrir út hvað það í raun sé og Sigríður Sig- urðardóttir les pistil um þetta efni. Að öðru leyti verður fjallað um lestina eða eimreiðina, sem einu sinni var til staðar í Reykjavík. ÚTVARP ÞRIÐJUDAGUR 3. desember 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „ Elvis, Elvis" eftir Mariu Gripe Torfey Steinsdóttir þýddi. Sigurlaug M. Jónasdóttir les (5). 9.45 Þingfréttir. 10.10 Fréttir. 10.05 Daglegtmál Endurtekinn þáttur frá kvöld- inu áöur sem Margrét Jóns- dóttir flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesiö'úr forustugrein- um dagblaðanna. 10.40 .Egmanþátlö" Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.10 Úr atvinnullfinu — lönað- arrásin Umsjón: Gunnar B. Hinz, Hjörtur Hjartar og Páll Kr. Pálsson. 11J0 Ur söguskjóðunni — Þegar Reykjavikurbær gekk I Brunabótafélag danskra kaupstaöa. Umsjón: Ingvar Gunnarsson. Lesari: Ólöf Rafnsdóttir. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 13.30 I dagsins önn — Heilsu- vernd Umsjón: Jónlna Benedikts- dóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Sögur úr llfi minu" eftir Sven B.F. Jansson Þorleifur Hauksson lýkur lestri þýðingar sinnar (7). 14.30 Miðdegistónleikar a. Divertimentó I Es-dúr eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Hollenska blásarasveitin leikur. Edo de Wart stjórnar. b. Oktett I Es-dúr op. 20 eftir Felix Mendelssohn. Brandis- og Wetphal-kvart- ettarnir leika. 15.15 Bariðaðdyrum Inga Rósa Þóröardóttir sér um þátt frá Austurlandi. 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Hlustaðu með mér — Edvard Fredriksen. (Frá Akureyri). 17.00 Barnaútvarpiö Stjórnandi: Kristln Helga- dóttir. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.45 Daglegtmál Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 19.50 Lestur úr nýjum barna- og unglingabókum Umsjón: Gunnvör Braga. Kynnir: Sigurlaug M. Jónas- dóttir. 20.30 Aðdragandi sprengjunn- ar — Slðari hluti Flosi Ólafsson les slðarl hluta erindis eftir Margaret Gow- ing um ástæður þess að kjarnorkusprengjum var varpað á japðnsku borgirnar Hlróslma og Nagasakl 1945. Þýöandi: Haraldur Jóhann- esson hagfræðingur. 20.55 Konan Þórunn Elfa Magnúsdóttir les frumort Ijóð. 21.05 Islensk tónlist a. Trompetsónata op. 23 eftir Karl O. Runólfsson. Björn Guðjónsson og Gísli Magnússon leika. b. „Unglingurinn I skógin- um“ eftir Ragnar Björnsson. Eygló Viktorsdóttir, Erlingur Vigfússon og Karlakórinn Fóstbræður syngja. Gunnar Egilson, Averil Williams og Carl Billich leika með á klar- inettu, flautu og planó. Höf- undurinn stjórnar. 21.30 Utvarp>ssagan: „Saga Borgarættarinnar" eftir Gunnar Gunnarsson. Helga Þ. Stephensen les (23). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.15 Veöurfregnir. Orð kvölds- ins. 22.25 Spjall á slðkvöldi — Um jaröskjálfta SJÓNVARP 19.00 Aftanstund. Endursýndur þáttur frá 25. nóvember. 19.25 Ævintýri Olivers bangsa. Fjórtándi þáttur. Franskur brúöu- og teikni- myndaflokkur um vlðförlan bangsa og vini hans. Þýð- andi Guöni Kolbeinsson, lesari með honum Bergdls Björt Guðnadóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáll. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingarogdagskrá. 20.45 Halastjarna Halleys Ný bresk heimildamynd um EdmondHalley (1656-1742) og halastjörnuna sem kennd er við hann. Hún sést með berum augum á 76 ára fresti ÞRIÐJUDAGUR 3. desember og stefnir nú óðfluga I átt til jarðar. I myndinni eru m.a. leiðbeiningar um hvernig helst megi fylgjast með ferð- um halastjörnunnar er hún nálgast. Þýðandi og þulur Ari Trausti Guðmundsson. 21.25 Til hinstu hvíldar (Cover Her Face) Fjórði þáttur. Breskur sakamálamynda- flokkur l sex þáttum, gerður eftir sakamálasðgu eftir P.D. James. Aöalhlutverk: Roy Marsden. Adam Dalgliesh rannsakar dauða manns sem grunaður er um flkniefnasölu. Hann rekur slóðina heim á sveita- setur þar sem ekki reynist allt með felldu. Þýðandi Kristrún Þórðar- dóttir. 22.35 Hvað blður okkar? Umræðuþáttur I beinni út- sendingu. ( tilefni þess aö ári æskunnar er að Ijúka býöur sjónvarþið nokkrum hópi æskufólks til óformlegs fundar með Steingrlmi Her- mannssyni, forsætisráð- herra, og Sverri Hermanns- syni, menntamálaráðherra. Umræðum stýrlr Ingvi Hrafn Jónsson. 23.45 Fréttir I dagskrárlok. Umsjón: Einar Þorsteinn As- geirsson og Inga Birna Dungal. Aður útvarpað 5. þ.m. 23.05 Kvöldstund I dúr og moll með Knúti R. Magnússyni. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 3. desember 10.00—10.30 Ekki á morgun, heldur hinn Dagskrá fyrir yngstu hlust- endurna frá barna- og ungl- ingadeild útvarpsins. Stjórnendur: Kolbrún Hall- dórsdóttir og Valdls Óskars- dóttir. 10.30—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. Hlé. 14.00—16.00 Blöndun á staðn- um Stjórnandi: Sigurður Þór Salvarsson. 16.00—17.00 Frlstund Unglingaþáttur. Stjórnandi: Eðvarð Ingólfs- son. 17.00—18.00 Sögur af sviðinu Stjórnandi: Þorsteinn G. Gunnarsson. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan 11.00. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—18.00 Rlkisútvarpið á Akureyri — Svæöisútvarp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.