Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 41 MorgunblaöiÖ/Sv.P. Laufabrauðsgerö var í fullum gangi í Brauðgerð Kristjáns Jónssonar er fréttaritari Morgunblaðsins kom í heimsókn á dögunum. Þann dag var reiknað með því að gerðar yrði 10.000 kökur. Hér er verið að fletja deigið á borði, áður en kökurnar eru mótaðar. Laufabrauösgerö í full- um gangi á Akureyri 200.000 kökur gerðar fyrir þessi jól? Almennar sparisjóðsbækur: Vextir nei- kvæðir um 12% Draga þarf úr lánsfjárþörf aðila sem leita á erlendan lánsfjármarkað Laufabrauðsgerð hefur lengi tíðk- ast á Norðurlandi og í höfuðstað fjórðungsins hafa margir metrar af laufabrauðsdeigi rúllað á borð um á undangengnum dögum. Báðar brauðgerðir staðarins, Brauðgerð Kristjáns Jónssonar og KEA, hafa um áraraðir bakað laufabrauð fyrir jólin — „sem fólk síðan sker út og steikir sjálft," eins og Júlíus Snorrason, hjá Brauðgerð Kristjáns ALMANNAVARNIR héldu björg- unaræfingu 'laugardag. Æfingin fór fram í fjölbýlishúsum sem eru í byggingu á Ártúnsholti og voru þar settar á svið afleiðingar jarð- skjálfta. Æfinging var lokaverk- efni á námskeiði, sem hófst sl. miðvikudag, í vettvangsstjórn við meiriháttar áföll. Rúmlega tutt- sagði í samtali við Morgunblaðið. Nú stendur laufabrauðsgerðin sem hæst. Júlíus sagði fyrirtæki sitt hafa bakað 120.000 kökur af laufabrauði í fyrra en „draumur- inn er 150.000 kökur í ár. Við byrjuðum á laufabrauðsgerðinni árið 1970 og hún hefur aukist ár frá ári,“ sagði Júlíus. Brauðgerð Kristjáns sendir laufabrauð út um allt landi. „Þetta er gamall siður ugu manns tóku þátt í námskeið- inu, yfirlögregluþjónar, aðstoðar- yfirlögregluþjónar, slökkviliðs- stjórar og fólk frá landssamtökum björgunarsveita. Auk þess sendu björgunarsveitir í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Seltjarnar- nesi og Mosfellssveit hver um sig 15 manns á æfinguna. hér á Akureyri en þetta virðist vera að ryðja sér mikið til rúms í Reykjavík líka. Það er að verða fastur liður í jólaundirbúningnum að fjölskyldur setjist niður saman, skeri út laufabrauðskökur og steiki." Hjá Brauðgerð KEA fengust þær upplýsingar að líklega yrðu bakaðar um 50.000 laufabrauðs- kökur fyrir þessi jól og yrði það nokkur aukning frá því í fyrra. „Við seljum mikið hér i bænum og þá höfum við marga fasta við- skiptavini á Reykjavíkursvæðinu — burtflutta Ákureyringa sem ekki geta hugsað sér að halda jól án laufabrauðs," sagði Jónas Hall- grimsson bakari hjá KEA í samtali við Morgunblaðið. Jólalesbók barnanna EINS og undanfarin ár mun jólales- bók barnanna koma út með jóla- blaði Morgunblaðsins. Börn og unglingar eru hvött til að senda lesbókinni efni sem fyrst. Reynt verður að birta sem mest af efni frá börnum og unglingum og stefnt að því að hafa það sem fjölbreytilegast eftir því sem rúm leyfir. Sendið jólalesbók barnanna því frumsamið efni, sögur, ljóð, gátur, fræðsluefni, fréttir, hugleiðingar um jólaboðskapinn, skrýtlur og hvaðeina sem ykkur dettur í hug. Valið verður úr því efni sem berst og birt í blaðinu. Efnið þarf að berast fyrir 7. desember nk. Utanáskriftin er: Jólalesbók barnanna, c/o Morgunblaðið, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. Það er aðalreglan samkvæmt norrænum rétti að fara skal með kröfuréttindi eins og lausafé. Menn hafa rétt til að selja kröfur á því verði sem eigandi sættir sig við og kaupandi fellst á. Affoll eru því lögleg og teljast ekki okur, sagði Friðrik Sophusson efnislega í um- ræðu um okur á Alþingi fyrir skemmstu. í sumum tilvikum ákveður Seðlabankinn vexti, sagði þing- maðurinn, en annarsstaðar er það frjálst. „Nú er skekkjan orðin svo mikil að innlánsvextir á almenn- um sparisjóðsbókum, sem eru 22% samkvæmt ákvörðun Seðlabank- ans, eru, ef við tölum um raun- vexti, neikvæðir um 12%.“ Á sama tíma eru aðrir vextir, sem eru verðtryggðir í lánskjaravísitölu, að meðaltali 5% jákvæðir raun- vextir. Þingmaðurinn vék síðar að samanburði á „útreikningi á vöxt- um í íslenzkum krónum annars- vegar og í bandariskum dollurum hinsvegar". Ef tekið er tímabilið frá 1. janúar 1980 til 31. október 1985 og vaxtastigið borið saman á lánum í dollurum samkvæmt „líb- orvöxtum" (útlánavextir á dollara- lánum á millibankamarkaði í London, sem gjarnan er miðað við í alþjóðlegum lánasamningum) í upphafi hvers tímabils og hinsveg- ar í islenzkum krónum, og þá er miðað við meðalvexti verðtryggðra útlána, þá kemur í ljós að á þessu tímabili þurftu þeir, sem höfðu íslenzk lán, að greiða 3,63% í raunvexti, en þeir sem greiddu í erlendum gjaldmiðli (bandaríkja- dölum) 16,52%. Þetta eru meðal- talstölur yfir þetta tímabil. Hitt er svo annað mál að þetta hefur gerbreytzt á þessu ári. Vextir af lánum, sem eru í döl- um, frá Iðnþróunarsjóði, sem er stofnlánasjóður, hafa á þessu sama tímabili verið 14,6% raun- vextir að meðaltali, en af innlendu afurðalánunum hefur meðaltalið verið mínus 13,24%. Það munar 28% og þá er talað um liðið tíma- bil. Þingmaðurinn vék og að því, hvern veg mætti lækka vexti. Bezta ráðið sé að draga úr láns- fjárþörfinni hjá aðilum, sem drýgstir hafa verið í erlendum lán- tökum, en þeir séu ekki sizt innan ríkisgeirans og á áhrifasvæði stjórnmálamanna. Ef það takizt að draga saman segl þá minnki eftirspurn og vaxtastigið lækkar. Háir vextir eigi ekki sízt rætur í stórhækkun erlendra skulda, sem að stærstum hluta var stofnað til 1981 og 1982. Friðrik Sophusson taldi mikil- vægt að setja lagareglur um verð- GUÐMUNDUR Einarsson (BJ) hef- ur lagt fram í nedri deild fnimvarp til laga um breytingu á lögum um vidskiptabanka. Þar er lagt til, að viðskiptaráðherra skipi bankaráð ríkisviöskiptabankanna og alþingis- mönnum verði óheimil seta í banka- ráðum. Þingmaðurinn flutti tillögur sama efnis við meðferð frumvarps til laga um viðskiptabanka á siðasta þingi, en þær voru þá felldar. I greinargerð með frv. segir hann, að nú hafi skapast sérstakar að- stæður er réttlæti að tillögurnar séu endurvaktar: „Einn ríkisbank- anna stendur frammi fyrir stór- kostlegum skaða, jafnvel svo að Friðrik Sophusson, alþingismaður. bréfamarkað. Að því væri nú stefnt. Þá þurfi að hverfa frá miðstýrðum vaxtaákvörðunum. Ef okurlög verða felld úr gildi um leið og Seðlabankalögum verður breytt þurfi hinsvegar að halda i 7. grein þeirra (misneytingar- greinina), annað hvort með sér- stökum lögum eða setja þá grein inn í kaupalög eða aðra löggjöf. Fyrirspumir: Upptaka ólög- legs sjávarafla ÞRJÁR nýjar fyrirspurnir hafa verið lagðar fram í sameinuðu þingi. Eiður Guðnason (A) spyr forsæt- isráðherra: „Hefur verið staðið við loforð um fjármagnsfyrirgreiðslu sem ríkisstjórnin gaf þegar togar- inn Már var keyptur til Ólafsvík- ur?“ Skúli Alexandersson (F) spyr sjávarútvegsráðherra: „1. Hvert er andvirði upptæks ólöglegs sjávar- afla frá 1. janúar 1980 til 1. nóv- ember 1985 og hverjar eru vaxta- tekjur af því fé? 2. Hvaða fiskur hefur verið gerður upptækur, hjá hvaða skipum og hvað eru háar greiðslur í hverju tilfelli? 3. Hvernig hefur þessu fjármagni verið ráðstafað, sundurliðað eftir málaflokkum og aðilum?" Guðrún Helgadóttir (Abl.) spyr fjármálaráðherra um kaup á Dauphine-þyrlu Landhelgisgæsl- unnar. Spurt er m.a. hvenær samið var um kaup á þyrlunni, hver undirritaði samninginn, hvert kaupverðið var og hvaða aðili eða aðilar hafa haft umboð hér á landi fyrir Aerospatiale-verksmiðjurn- ar, sem þyrluna framleiddi, frá árinu 1980. skiptir liundruðum milljóna. Þar er um eignir skattborgara þessa lands að ræða. Alþingi hefur kjörið bankaráðsmenn bankans og er þannig beinn aðili að þessu máli.“ í greinargerð flutningsmanns er sú skipan mála, að Alþingi kýs bankaráðsmenn, harðlega gagn- rýnd. Hann bendir m.a. á, að þegar þingið kjósi bankaráðsmenn verði það beinn aðili að rekstri bank- anna og beri þar með ábyrgð. Samkvæmt lögum heyri bankarnir hins vegar undir viðpskiptaráð- herra. Þannig beri Alþingi ábyrgð á störfum embættismanna í bönk- um án þess þó að þeir heyri undir þþingið eða að þingmenn fái upp- lýsingar um störf þeirra. Morgunbladið/Bjami Frá björgunaræfingunni sem Almannavarnir stóðu fyrir á laugardaginn. Björgunaræfing á Ártúnsholti Frumvarp Guðmundar Einarssonar (BJ): V iðskiptaráðherra skipi í bankaráð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.