Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1986 15 Borgarbragur, söng- leikur um Reykjavík Hljómplötur ÁrniJohnsen Borgarbragur Gunnars Þórðar- sonar er hugljúfur söngleikur um Reykjavík, með þeirri breidd sem borgin býður upp á og aldrei hefur tónlist Gunnars verið þéttari, margslungnari, þótt hann leggi fyrst og fremst áherslu á meló- díuna í lögum Borgarbrags. Það er þrumustemmning í Borgarbrag og það er eins og Gunnar hafi virkjað nið borgarinnar, umferð- arþungann og mannmergðina. Þannig er eins og tónlist Gunnars rími við undiröldu borgarinnar og þess vegna minna sum lögin frem- ur á eitthvað sem er hluti af lengra tónverki. Borgarbragur ber þess merki hve Gunnar Þórðarson er orðinn þroskaður tónlistarmaður og tónskáld, því þótt hann sé búinn að semja nær 300 lög fer hann sífellt ótroðnar slóðir í útsetning- um og uppbyggingu laga sinna. Ég elska þig er upphafslag plöt- unnar, skemmtilegt lag og lífs- glaður texti, góður texti sem Pálmi Gunnarsson syngur af alkunnri snilld. Gull er spegilmynd af leit- inni að gullinu sem hver og einn sér sínum augum, þrumandi mús- íkk. Þá er Sjóferðabaen, fyrsta sjó- mannalag Gunna Þórðar og var þó kominn tími til frá sjálfum Keflvíkingnum. Sjóferðabænin er gullfallegt lag sem Gunnar sækir í minningu á síldarbát fyrir norð- an land, þegar himinn og haf runnu saman í eina sæng, þegar tíminn stöðvaðist í kyrrð við eilífð- ar útsæ og eina hreyfingin var vaðandi síld um allan sjó. Góður texti hjá ólafi. Við Reykjavíkur- tjörn heitir eini textinn sem ekki er eftir Ólaf Hauk, en það er Davíð borgarstjóri sem samdi þann texta að beiðni Gunnars. Það var skemmtilegt uppátæki hjá Gunn- ari og ekki bregst Davíð bogalistin fremur en fyrri daginn, hann skil- ar hrífandi texta, sem andi Tómas- ar býr í en með sérsniði Davíðs eins og honum er lagið. Það væri skemmtilegt ef tækist að lokka fram meira af ljóðum hjá Davíð. Æskan, ástin og vonin er það sem Davíð leggur áherslu á í farteski lags Gunnars Þórðarsonar. Á hlið A er Borgarblúsinn á endasprett- inum þar sem borgarbúi fer með eintal sálarinnar, blúsar eigin hugarheim. Á hlið B er Vesturbæjar- stemmning ríkjandi, enda heita lögin Steini strætó, mikið stuðlag, fullt af takti og haldgóðri laglínu, Gaggó Vest sem er ofsa rokklag og hugsunina á bak við textann kannast ugglaust margir við. Þá bregður Olafur Haukur sér á Melavöllinn og það er stór dagur, því það er úrslitaleikur milli Akra- ness og KR. Vesturgatan kemur síðan í rólegheitum á móti manni i ljúfri og fallegri melódíu með fiðluþil í bakgrunni og gítar undir veggnum. Það er einvala lið söngvara sem tekur á í Borgarbrag, Björgvin Halldórsson sem syngur fjögur lög, Egill Ólafsson sem syngur þrjú lög, Pálmi Gunnarsson syng- ur tvö lög og Eiríkur Hauksson syngur tvö lög. Bakraddir eru Sverrir Guðjónsson og Jóhann Helgason. Textar ólafs Hauks eru margir góðir, en misjafnir. Þar sem hann fjallar á eðlilegan hátt um það jákvæða er hann bestur eins og í lögunum Ég elska þig, Sjóferða- bæn, Steini strætó og Vesturgata. Borgarbragur er strax heillandi fyrir vönduð vinnubrögð, en samt vinnur hún á við nánari kynni, menn þurfa að læra á hana því hún er fremur fljót en lækur. Satt að segja er ekki laust við að Gunn- ar Þórðarson sé á þessari plötu að brjótast úr böndum, brjóta sér leið til stærri tónverka sem hann tekst vonandi á við, því hann hefur allt til brunns að bera í þeim efnum. Engin vettlinga- tök hjá Elton John Hljómplötur Siguröur Sverrisson Elton John Ice on fire Rocket/Fálkinn Svei mér ef hann Elton John _besnar“ bara ekki með árunum? I fyrra sendi hann frá sér hina mjög svo áheyrilegu Breaking Hearts og núna er það Ice on Fire, einkar áheyrilegur gripur eins og Eltons var von og vísa enda þótt um talsverða breytingu sé að ræða frá því á Breaking Hearts. Breytingin í tónlistinni liggur einkum og sér í lagi í því að Elton nýtur aðstoðar góðra blásara í nokkrum laganna og þeir gefa viðkomandi lögum dálítinn soul/fönk blæ og ekki dregur sá gamli úr því með breyttum takti og viðeigandi bassaleik. Fyrsta lag plötunnar er einkar gott dæmi um þetta, This Town, svo og lagið Soul Glove og Wrap Her Up. Þess á milli heldur Elton sig við gamla stílinn og nýtur að- stoðar góðra manna hér og þar. Það lag, sem þegar hefur orðið vinsælast af Ice on Fire, er hið gullfallega og rólega Nikita. Fyrir þá, sem ekki hafa heyrt plötuna enn en kannast við eldri verk knattspyrnuliðseigandans, sakar ekki að geta þess að Nikita er að uppbyggingu svipað laginu Daniel frá ca. 1971—’72. Önnur lög plötunnar eru flest í „millitempói" ef undan eru skilin Candy by the Pound (ísl. þýð. Súkkulaði í sekkjavís) sem er ekta rokklag í anda Eltons, sem og Tell Me What the Papers Say, sem er jafnvel enn dæmi- gerðara fyrir Elton. Eins og að framan greinir eru Elton John. margir góðir popparar, sem leggja Elton lið á plötunni. Má þar nefna Nik Kershaw, George hinn eina og sanna Michael, John Deacon og Roger Taylor úr Queen, söngkonuna Kiki Dee og Sister Sledge. Tónlist Rush hefur á undan- förnum árum verið að breytast hægt og bítandi frá því að vera kröftugt, einfalt en vel spilað rokk í það að vera kraftminna, flóknara og enn vandaðra. Há- marki náði þessi þróun á plöt- unni Grace Under Pressure, sem kom út í fyrra. Þar var — þrátt fyrir óumdeilanlega fagmannleg vinnubrögð — orðið harla lítið eftir af þeirri Rush sem yljaði aðdáendum þyngra rokks á árun- um fram undir og í kringum 1980. Power windows er á vissan hátt afturhvarf til 1980 er Per- manent waves kom út. Ekki get ég sagt að ég harmi þessa breyt- ingu. Þrátt fyrir augljóst afturhvarf fer því fjarri að hægt sé að leggja t.d. Power Windows og Perman- ent Waves að jöfnu. Sú fyrr- nefnda er öll miklu mun fágaðri og um leið kraftminni en hin síðarnefnda og sér í lagi sakna ég þess hversu mjög gítarleikur Lifeson hefur horfið í skugga hljómborða á seinni árum. Það er miður því Lifeson er firnagóð- ur gítarleikari. Gersamlega meó- vitunarlaus Russ Ballard The Fire Still Burns EMI America/Fálkinn Merkilegt nokk en þrátt fyrir að hafa átt gnægð góðra laga á liðnum árum hefur Russ Ballard aldrei tekist að afla sér þeirrar frægðar, sem hann virðist að flestra áliti hafa átt skilið. Mörg laga hans hafa hins vegar orðið afar vinsæl í flutningi annarra hverju sem um er að kenna.- Sjálfur er Ballard hinn fram- bærilegasti, þ.e. þegar hann er í sínum besta ham. Hér er hann hins vegar fjarri því að vera sannfærandi. Samsetning plötunnar er ákaf- lega hefðbundin, þ.e. blanda rokkaðri laga og rólegri í góðu jafnvægi. Þrátt fyrir einstaka spretti nær Ballard aldrei að hefja sig til flugs heldur geysist fram af flugbrautarendanum og beint út í mýri. Þar er ég hrædd- ur um að hann fái að sitja þar til hann kemur fram með eitt- hvað betra en þetta. Ég veit hann getur betur og Ballard veit það eflaust líka. Spor afturábak en í rétta átt Rush Power Windows Mercury/Fálkinn Verzlunarráð íslands auglýsir eftir umsækjendum um starfsnám hjá fyrirtækjum innan ráðsins, sem fram fer 15. janúar til 15. mars 1986. Hvað er starfsnám? Starfsnám er kynning á starfssviði og einstökum þáttum í starfsemi fyrirtækisins. Nemendur fá yfirsýn yfir starfsemina og verða þannig betur í stakk búnir að velja sér starf við hæfi eða ákveða frekara nám. Ekki er veitt þjálfun í neinu einu starfi. Markmið Markmið með starfsemi Verzlunarráðs Islands er að auka tengsl atvinnulífs og skóla með því að bjóða hagnýtt nám innan veggja fyrirtækja. Framkvæmd Starfsnámið tekur 3 mánuði. Unnið er eftir námsáætlun sem liggur fyrir áður en nám hefst. Á námstímanum fá nemar styrk sem samsvarar rúmum hálfum lágmarkslaunum. Fyrir hverja? Starfsnámið er einkum ætlað ungu fólki sem er að velja sér framtíðarstarf eða ákveða námsleiðir. Fyrirtækin Fyrirtækin sem bjóða starfsnám eru úr ýmsum greinum atvinnulífsins, tryggingum, tölvuþjón- ustu, iðnaði, innflutningsverslun, samgöngum o.fl. Þau eiga það sammerkt að vera með umfangs- mikla og fjölbreytta starfsemi. Umsókn Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Verzlunar- ráðs íslands ásamt öllum nánari upplýsingum. Umsóknum þarf að skila inn fyrir 20. desember nk. éá VERZLUNARRÁÐ ISLANDS Hús verslunarinnar 108 Reykjavik. simi 83088 MetsöluHad á hverjum degi! Laugavegi 62 — 101 Reykjavík — Sími 23577 Póstsendum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.