Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.12.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1985 47 Morgunblaöiö/Bjarni • Neeei væni minn, ég sá hann fyrst... Uppkast er eina lausnin þegar svona er komið enda leist Torfa Magnússyni úr Val og Val Ingimundarsyni ekki meira en svo á blikuna. Naumur sigur hjá Njarðvík VALSMENN máttu una sköröum hlut er þeir mættu íslandsmeist- urum UMFN í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í Seljaskóla á sunnudagskvöld. Leikurinn var mjög jafn og spennandi allan tímann og tóku Njarövíkingar ekki hlut sinn á þurru landi. Voru þeir undir nær allan leikinn og í seinni hálfleik komust þeir t.d. ekki yfir fyrr en Hreiðar Hreiöarsson skor- aöi sigurstigin úr vítaskotum þremur sekúndum fyrir leikslok. Lokatölurnar urðu 95-93 en í hálf- leik höföu Valsmenn 6 stiga for- skot, 44-38. Njarövíkingar máttu þola þunga ágjöf allan leikinn og voru Vals- menn óheppnir aö vinna ekki. Komust Valsmenn í mikil villuvand- ræöi undir lokin og uröu aö halda aftur af sér af þeim sökum. Leikur- inn var mjög góöur og sem slíkur góö auglýsing fyrir körfuboltann. Spilið var gott, hraöi mikill, skot- dirfska í fyrirrúmi, varnir góöar, fléttur faliegar og sendingar glæsi- legar. Stórkostlegar körfur voru skoraöar oft og kunnu áhorfendur aö meta heriegheitin. Undir lokin var spennan í Selja- skóla mikil og enda þótt Valsmenn virtust hafa undirtökin og væru meö 4-7 stiga forystu, þá tókst þeim ekki aö láta kné fylgja kviöi því Njarövíkingar böröust um á hæl og hnakka og jöfnuöu, 91-91, þegar 2% mínúta var eftir. Valsmenn skor- uöu 20 sekúndum seinna en i næstu sókn sinni var dæmd á þá sóknar- villa og Jóhannes Kristbjörnsson jafnaöi úr bónusskotum, 93-93. Upphófst þá mikill darraöardans. Jón Steingrímsson stóö einn og óvaldaður undir körfu Njarövíkinga í næstu sókn en náöi ekki haldi á knettinum. Njarövíkingar brunuöu upp og er 50 sekúndur voru eftir sækir Kristinn Einarsson aö Vals- körfunni en missir knöttinn einnig. Virtist á honum brotiö en dómarar voru á ööru máli. Valsmenn reyndu nú aö skapa sér skotfæri, en tíminn hljóp frá þeim og Njarövíkingar náöu knettinum er 18 sekúndur voru til leiksloka. Reyndu Valsmenn nú hvaö þeir gátu aö hrinda sókn Valur — UMFN 93:95 UMFN og gekk þaö vel eöa þar til Torfi Magnússon varö fyrir því óláni aö brjóta á Hreiöari Hreiöarssyni 3 sekúndum fyrir leikslok er Hreiöar reyndi aö finna sér leið aö Valskörf- unni. Var þaö fimmta villa Torfa og fékk Hreiöar bónusskot, þ.e. hann varö aö hitta úr fyrsta vítaskoti til aö fá aö reyna tvisvar. Áhorfendur reyndu aö setja Hreiöar útaf laginu en án árangurs. Hann tók skotin sallarólegur þótt pressan væri mikil og skoraöi úr báöum. Valsmenn geröu síöan árangurslausa tilraun til aö jafna og fékk Jóhannes Magn- ússon knöttinn í góöri skotstööu, en leikurinn var stöðvaöur því tíma- veröir settu klukkuna ranglega af staö er innkast var tekiö i staö þess er Jóhannes fékk knöttinn. Þrjár sekúndur voru settar á klukkuna aö nýju og innkast tekiö viö hliöarlínu. Gátu Njarövíkingar því stiltt vörn sinni upp. Reyndi Tómas Holton langskot er sekúnda var eftir, knötturinn snerti hringinn en hrökk til baka og náöi Valur Ingimundar frákastinu. Sigur Njarövíkinga var í höfn. Eins og áöur segir var leikurinn mjög góöur. Hjá Val voru Tómas Holton, Torfi og Jón Steingríms sýnu beztir. Skoraöi Tómas 5 glæsilegar 3ja stiga körfur í seinni hálfleik. Hjá UMFN voru Jóhannes Kristbjörnsson og Valur Ingimund- ar atkvæöamestir, skoruöu þeir tveir 46 af 57 stigum UMFN í seinni hálfleik. Ingimar Jónsson var góöur ífyrri hálfleik. Stig Valr Tómas Holton 25, Jón Stein- gríms 18, Torfi Magnússon 17, Einar Ólafs- son 11, Leifur Qústafs 8, Björn Zoega 6, Jóhannes Magg 4 og Sturlaörlygs 4 Stig UMFN: Valur Ingimundar 32, Jó- hannes Kristbjörns 23, ísak Tómasson 9, Helgi Rafns 8, Hreiöar Hreiöars 8, Ingimar Jóns 8 og Krlstinn Einars 7. -ágás. crístal vönduðu bresku vegg-og gólfflísarnar Umboðsmaður á Akureyri: ^skapíií 15 steinprýði hf. I Stórhöfða16 sími 83340-84780 Pipulagningarþjónustan Ægisbraut 27 300 Akranes Vélsmiöjan Þór 400 isaf jöröur Bókaversl. Þórarins Stefánssonar 640 Húsavík Skíöaþjónustan Fjölnisgötu 4 600 Akureyri Versl. Skógar 700Egilsstaðir Versl. Einars Guöfinnssonarhf. 415Bolungarvík Versl. Húsiö 340 Stykkishólmur Gestur Fanndal 580Siglufjöröur Jón Halldófsson Drafnarbraut8 620 Dalvík DACHSTEIN Enn sem fyrr eru Fischer fyrstir með nýjungamar. Fischer gönguskíði og svigskíði henta öllum, stómm og smáum, byrj- endum jafnt sem keppendum. TYROLIA adidas ^ ■j® Skíðaskómir frá Dach- stein eru heimsfrægir fyrir vandaðan frágang og góða einangrun gegn kulda. Henta sérlega vel íslensku fótlagi. Adidas skíðagönguskór, bindingar og fatnaður handa þeim alkröjuhörð- ustu. „TOTAL ÐIAGONAL" er einkaleyfisvemduð upp- finning frá Tyroha, sem veitir skíðafólki fullkomn- asta öryggi, sem völ er á (á hæl og tá). ---—--— ÞEKKING -REVNSLA-ÞJONUSTA FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 91-84670 Við bjóðum aðeins topp- merki í skíðavörum. Starfsfólk okkar leggur sig fram um að veita skjóta og ömgga þjón- ustu. Bindingar em sett- ar á meðan beðið er. TOPPmerkin ííkíðavörum Aðrir útsölustaöir:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.