Morgunblaðið - 12.12.1985, Síða 6

Morgunblaðið - 12.12.1985, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985 Ljós sannleikans Fjölmiðlarýnirinn getur ekki með góðu móti horft fram hjá Hafskipsmálinu því mála- vafstur þetta leggst nú með ofur- þunga á starfsmenn ríkisfjölmiðl- anna, einkum þá er starfa á frétta- stofunum. Er einkar fróðlegt að bera sam- an áhrif sjúkdómsins eins og hann lýsir sér annarsvegar hjá starfs- mönnum fréttastofu Ríkisútvarps- ins og hins vegar hjá starfsmönn- um fréttastofu Sjónvarps. Tökum dæmi af kvöldfréttum síðastliðins þriðjudags. í útvarpinu var eink- um dvalið við ræðu Ólafs Ragnars Grímssonar varaþingmanns en sá ágæti maður virðist blómstra í hvert sinn er fréttist að stórfyrir- tæki eigi í rekstrarörðugleikum og er skemmst að minnast Flugleiða- málsins. Hvað um það þá er Ólafur Ragnar nokkuð snjall ræðumaður og hafði ég lúmskt gaman af lýs- ingu hans á flóðlýsta skrauthýsinu móti Hljómskálanum en „höll“ þessi er í eigu hlutafélags er Stað- arstaður nefnist (þingheimur hló er hann heyrði nafngiftina.) Nú, en það er svo sem ekkert nýtt við það að menn stofni félög til að annast fasteignir en svo óheppi- lega vill til að forstjórar Hafskips eiga hlut í fyrrgreindu hlutafélagi og líka í tryggingarfélagi því er starfar í skrauthýsinu. Ekki nóg með það því Hafskip hf. voru helsti viðskiptaaðili fyrrgreinds trygg- ingarfélags. Ég rek ekki frekar ræðu Ólafs Ragnars í kvöldfréttum útvarpsins en fréttamennirnir höfðu lag á því að veiða bitastæðar glefsur úr ræðunni. Annað var uppi á teningnum í þingfréttaann- ál Páls Magnússonar sama kveld en þar var vart minnst á ræðu ólafs Ragnars en þess getið að ólafur hafi á sínum tíma ... þrá- beðið Albert Guðmundsson að setjast í formannsstól bankaráðs Útvegsbanka íslands! Ábyrgð fréttamanna: íhugum nánar fyrrgreindan vinnuhátt fréttamanna ríkisfjöl- miðlanna. Hugsum okkur mann er sest hér niður við sjónvarpstækið klukkan átta en kveikir ekki á kvöldfréttum útvarpsins. Fær sá einstaklingur ekki aðra mynd af gangi Hafskipsmálsins en hinn er aðeins kveikti á kvöldfréttum út- varps? Vissulega. Slík eru áhrif fjölmiðia eða eins og ögmundur Jónasson fréttamaður orðaði það í sínum ágæta Afganistanþætti téðan þriðjudag ... Ef fréttir bærust héðan reglulega og óhindr- að myndi heimurinn standa á öndinni dag hvern. En því er nú ekki að heilsa enda vitað mál að framvarðarsveit öreigabyltingar- innar er önnum kafin við að frelsa afgönsku þjóðina undan afgönsk- um heimsvaldasinnum en hvorki meira né minna en fjórar milljónir slíkra ofstopamanna -kvenna og -barna hirast nú í flóttamanna- búðum. Hvað varðar fjölmiðla um „frelsisstríð“ Kremlarherra í Afg- anistan? Er ekki allt í lagi að varpa eldsprengjum á heimsvaldasinn- uðu börnin er staulast með mæðr- um sínum, ömmum og öfum yfir fjallaskörðin í átt til flóttamanna- búðanna? Til allrar hamingju þegja ekki íslenskir fréttamenn yfir morðunum í Afganistan enda líta þeir á börn sem börn. Þeir ræða líka opinskátt um það er miður fer í íslensku samfélagi. Þó ættu fréttamenn að flýta sér hægt þegar lífshagsmunir saklausra manna eru í veði og helst ekki að setja lárviðarsveiga á höfuð þeirra manna er stunda þá iðju að klifra á bökum fallinna meðbræðra til æðstu metorða. Hitt er ljóst að hér þrífast harðskeyttir fjármála- menn er sjást lítt fyrir telji þeir hagsmunum sfnum eða valdastöðu ógnað. Hinn almenni launþegi er sér vart út úr skuldunum á rétt á því að fylgjast með athöfnum þessara manna. ölafurM. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP Gestagangur — hjálparstarf og safnanir 21 Gestagangur qq Ragnheiðar — Davíðsdóttur hefst að venju kl. 21.00 á rás 2 í kvöld og verður þáttur hennar að þessu sinni helgaður Hjálpar- stofnun kirkjunnar og þeim söfnunum sem í gangi eru hér á landi til styrktar þjáðum erlendis. Gestir Ragnheiðar verða þrír: Guðmundur Einarsson framkvæmda- stjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, Gunnlaugur Stefánsson starfsmaður stofnunarinnar, en hann er nýkomin heim frá flóttamannabúðum Afg- ana í Pakistan, og Þóra B. Hafsteinsdóttir, sem starfaði í sex fyrstu mán- uði ársins í flóttamanna- búðum í Eþíópfu. Þá verð- ur í þættinum leikin tón- list sem gefin hefur verið út til styrktar hjálpar- starfi. Spiluð verða lög frá Live Aid-tónleikunum sem haldnir voru sl. ágúst samtímis í Bandaríkjun- um og Bretlandi. Þá hafa íslenskir tónlistarmenn lagt hönd á plóginn nýlega með þvf að gefa út svokall- að „íslenskt Afríkulag" en ágóði af sölu plötunnar á að renna til hjálparstarfs- Poppgátan ■§■■1 Sjöundi þáttur OQOO poppgátunnar *jÓ — — spurninga- þáttar um popptónlist — hefst á rás 2 kl. 23.00 í kvöld og er þetta jafn- framt næstsíðasti þáttur- inn í forkeppninni. Um- sjónarmenn eru Jónatan Garðarsson og Gunnlaug- ur Sigfússon. í þættinum í kvöld etja þeir kappi Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður með meiru og Guðmundur Benediktsson sem m.a. er dagskrárgerðarmaður á rás 1 — sér nú um þáttinn Upptakt — en er þekktari sem hljómborðsleikari í ýmsum hljómsveitum svo sem í Mánum og Brimkló. í síðasta þætti sigraði Ólafur Jónsson með 25 stigum gegn Snorra Berg- mann, sem hlaut 16 V4 stig. Útvarp frá Alþingi 20 ■I I kvöld kl. 20.00 qq verður útvarp- að beint frá Alþingi. Rædd verður til- laga til þingsályktunar um skipun þingkjörinnar rannsóknarnefndar til að rannsaka viðskipti Haf- skips hf. og Útvegsbank- ans. Fyrsti flutningsmað- ur tillögunnar er Jóhanna Sigurðardóttir. Hver flokkur hefur 30 mínútna ræðutíma. UTVARP FIMMTUDAGUR 12. desember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurtregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Elvis Elvis" eftir Mariu Gripe. Torfey Steinsdóttir pýddi. Sigurlaug M. Jónas- dóttirles(t2). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Málræktarþáttur. Endurtekinn þáttur frá kvöld- inu áður sem Helgi J. Hall- dórsson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10Í5 Lesið úr forustugreinum dagblaöanna. 1040 „Égmanþátlð". Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liönum árum. 11.10 Úr atvinnulffinu. Vinnustaöir og verkafólk. Umsjón: Tryggvi Þór Aðal- steinsson. 11J0 Morguntónleikar. a. Ella Fitzgerald og André Previn flytja lög eftir Ira og George Gershwin. b. Elly Ameling og Louis van Dijk flytja lög eftir ýmsa höfunda. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12A5 Veöurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 14.00 Miödegissagan: „Feögar á ferð" eftir Heöin Brú. Aöalsteinn Sigmunds- son þýddi. Björn Dúason les (7). 14.30 A frlvaktinni. Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. (Frá Akureyri). 15.15 Spjallað við Snæfellinga. Eövarð Ingólfsson ræöir viö séra Guðmund Karl Agústs- son I Ólafsvlk. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 „Fagurt galaöi fuglinn sá“. Sigurður Einarsson sér um þáttinn. 17.00 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Kristin dóttir. Helga- 17.40 Listagrip. Þáttur um listir og menning- armál. Umsjón: Sigrún Björnsdóttir. Tónleikar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.55 Daglegtmál. Sigurður G. Tómasson flytur jjáttinn. 20.00 Utvarp frá Alþingi. Tillaga til þingsályktunar um skipun þingkjörinnar rannsóknar- nefndar til að rannsaka við- skipti Hafskips hf. og Ut- vegsbankans. Fyrsti flutn- ingsmaður er Jóhanna Sig- urðardóttir. Hver flokkur hefur 30 mlnútna ræðutlma. Veðurfregnir. Fréttir. 23.25 Kammertónlist Klarinettukvintett I A-dúr K.581 ettir Wolfgang Ama- deus Mozart. Sabine Meyer og Fllharmonlukvartettinn I Berlln leika. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 12. desember 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Asgeir Tómas- son og Kristján Sigurjóns- son. Hlé SJÓNVARP 19.15 Adöfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. 19.30 Svona gerum við Tvær sænskar fræðslu- myndir sem sýna hvernig hattar og stlgvel eru búin til. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. (Nordvision — Sænska sjón- varpið). 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.45 Þingsjá Umsjónarmaður Páll Magn- ússon. FÖSTUDAGUR 13. desember 20.55 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Einar Örn Stefánsson. 21.40 Derrick Nlundi þáttur. Þýskur sakamálamynda- flokkur. Aðalhlutverk: Horst Tappert og Fritz Wepper. Þýðandi Veturliði Guðnason. 22.40 Seinni fréttir 22.55 Svefninn langi (The Big Sleep) Bresk blómynd frá 1977 gerð eftir sakamálasögu eftir Raymond Chandler. Leik- stjóri Michael Winner. Leik- endur: Robert Mitchum, Sarah Miles, Richard Boone, Candy Clark, Edward Fox, Joan Collins, John Mills og James Stewart. I stað Los Angeles er sðgusviöið Lund- únaborg. Philip Marlowe einkaspæjari er ráðinn til að gæta óstýrilátrar auðkýf- ingsdóttur og hafa uppi á fjárkúgara og horfnum eigln- manni. Atriðl I myndinni geta vakið ótta hjá börnum. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 00.40 Dagskrárlok 14.00—15.00 I fullu fjöri Stjórnandi: Vignir Sveinsson. 15.00—16.00 I gegnum tlöina Stjórnandi: Jón Ólafsson. 16.00—17.00 Bylgjur Stjórnandi: Asmundur Jóns- son. 17.00—18.00 Einu sinni áöur var Vinsæl lög frá rokktlmabil- inu, 1955—1962. Stjórnandi: Bertram Möller. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan 11.00, 15 00 16.00 og 17.00. Hlé. 20.00—21.00 Vinsældalisti hlustenda rásar 2 Tlu vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 21.00—22.00 Gestagangur Stjórnandi: Ragnheiður Dav- (ðsdóttir. 22.00—23.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00—24.00 Poppgátan Spurningaþáttur um popp- tónlist. Stjórnendur: Jónatan Garð- arsson og Gunnlaugur Sig- fússon. 17.00—18.00 Rlkisútvarpiö á Akureyri — Svæðisútvarp
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.