Morgunblaðið - 12.12.1985, Page 14

Morgunblaðið - 12.12.1985, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985 I 2 Komið til meginlandsins frá nokkrum úteyjum sögur eftir Kristján Karlsson Kristján Karlsson er eitt skarp- skyggnasta skáld og bókmennta- maður landsins. Hann sendir nú frá sér sjö smásögur, sem eru í senn spennandi og nýstárlegar. Kristján kafar undir yfirborð nútímalffs og sögurnar fylgja manni eins og skuggi að loknum lestri. KRtSTjAN KARLSSON KOIIIÐm,«e<WUNDS«S FRÁ nokkrum utevjun SÖGUR BOK AUÐVITAÐ ALMENNA BÖKAFÉLAOIÐ, AUSTORSTRÆTI 18. SfMI 25544 Reynir Pétur Við erum öll fötluð Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Eðvarð Ingólfsson: Reynir Pétur og íslandsgangan. Útgáfan Skálholt 1985 Reynir Pétur og íslandsgangan er heimildarrit um gönguna frægu og jafnframt er leitast við að draga upp mynd af Reyni Pétri og um- hverfi hans, Sólheimum í Gríms- nesi. Þar er nú að rísa íþróttaleik- húsið sem að miklu leyti er byggt fyrir fé sem safnaðist vegna göngunnar. Reynir Pétur og íslandsgangan er líka saga í myndum. Fjölmargar myndir lýsa göngunni sjálfri, fólki sem Reynir Pétur hitti á leið sinni og jafnframt ýmiskonar hátíðar- höldum. Alls staðar er Reynir Pét- ur þungamiðjan og oftast bros- andi. Eðvarð Ingólfsson hefur gætt þess að frásögnin einkenndist af hófsemi og er mátulega nærgöng- ull við Reyni Pétur. ómar Ragnarsson kemur víða við sögu. Á Lækjartorgi stjórnar Ómar samkomu til heiðurs Reyni Pétri, en þá hafði hann gengið 1.367 kílómetra. En Reynir Pétur tekur fljótt stjórnina í sínar hend- ur svo að Ómar segir: „Heyrðu, Reynir Pétur, ég átti að taka viðtal við þig en þú ert alltaf að taka viðtal við mig.“ Það stendur ekki á svari hjá Reyni Pétri: „Ég er nú bara fljótari en þú, góði.“ Reynir Pétur sannar að hann er líka „brandarakall" og eru þess mörg dæmi í bókinni. Iveislu hjá borg- arstjóra í Höfða var Reynir Pétur svo upptekinn af að segja brandara að hann hafði ekki tíma til að líta í kringum sig. Eðvarð Ingólfsson Reynir Pétur fékk fólk til að hlæja, þar sem hann fór var hvergi drungi. Langur kafli lýsir dagstund með Reyni Pétri á Sólheimum. Eg er engu minni maður en aðrir r)tt ég sé fatlaður, nefnist kaflinn. þessum kafla fjallar Reynir Pét- ur um ýmis mál, sem eru viðkvæm, en gerir þeim öllum góð skil. Þar er til dæmis að finna gullvæga lífsspeki um fötlun manna, dauð- ann, trúna á Guð. Niðurstaðan af lestri bókarinn- ar um Reyni Pétur er sú að enginn maður á jörðinni sé fullkominn, eða eins og hann segir sjálfur: við erum öll fötluð, bara misjafnlega mikið Stærðfræðiþekking hans er ótrúleg og sama er að segja um þekkingu hans og áhga á þjóð- fánum. Eðvarð Ingólfsson hefur unnið gott verk með ritun þessarar bók- ar. Hún er birta og krydd í skamm- deginu. i Einkastríð Creasys Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir AJ. Quinnell: Einfarinn Þýðandi Björn Jónsson Útg. BÓkaklúbbur AB 1985 CREAZY er gamall málaliði, sem er farinn að lýjast. Hann hefur tekið þátt í flestöllum styrjöldum, sem hafa verið háðar í heiminum undanfarna áratugi og allt í einu finnst honum líf sitt tilgangslaust streð. Hann fer að drekka og íhug- ar að svipta sig lífi. Fyrir atbeina vinar hans, tryggðatröllsins Guido, fellst hann þó á að fá sér nýtt starf. Gerist lífvörður ellefu ára telpu auðugra foreldra í Mílanó. Þrátt fyrir að Creasy sé hrjúfur á ytra borði og öróttur á líkama og sál, binst hann vináttu- böndum við telpuna og það gefur honum nýja trú á lífið. En einmitt þegar Creasy er að skríða saman andlega dynur áfallið yfir. Bófar úr Mafíunni ræna telpunni og líf- vörðurinn fær ekkert að gert. Hún er svívirt og deyr að lokum. Eftir það hefur Creasy ekkert að lifa fyrir nema hefndina og hann sver þess eið að linna ekki fyrr en hann hefur drepið alla sem báru beina eða óbeina ábyrgð á dauða stúlkunnar. Hriktir nú í undirstöðum Mafíunnar... Þetta er harla vönduð spennu- saga. Höfundur gefur sér góðan tíma framan af, meðan hann er að kynna Creasy og aðrar persónur og öllu meiri rækt er lögð við mannlýsingar en títt er um í reyf- urum. Fjöldi persóna kemur við sögu og sumar þeirra eru listilega gerðar. Eftir að Creasy hefur einkastríð sitt færist meiri hraði í frásögnina og hún verður veru- lega spennandi, en þó ætíð trúverð- ug. Það er augljóst að Quinnell hefur öllu meiri metnað en flestir spennusagnahöfundar og hæfi- leika góða. Björn Jónsson hefur annast þýð- ingu bókarinnar og snúið sögunni á afbragðs íslenzku, þjála og vand- aða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.