Morgunblaðið - 12.12.1985, Side 16

Morgunblaðið - 12.12.1985, Side 16
i 16 MORGUNBLASJID, RIMMTUD AG13R!121 DBSEMBER' 1985 J Fasteignaviðskipti: Morgunbladið/Július Þeir kynntu nýju fasteigna.skrána og kannanir Fasteignamatsins: frá vinstri eru Guðmundur Gylfi Guðmundsson hagfræðingur, Guttormur Sigurbjörnsson forstjóri Fasteignamatsins, Stefán Ingólfsson deildarverkfræðingur og Gunnar Pálsson skrifstofustjóri. Fasteignamat lækkar I um 3—7 % miðað við byggingarkostnað MlSTTEIGNAMAT íbúðarhúsa hækkar um 28%og fasteignamat atvinnuhús- verið hækkun á þessu atriði frá v--*" næðis og bújarða um 33% skv. nýrri fasteignaskrá sem lögð var fram 1. 1979 þar til í fyrra en þá var desember. Hækkunin er hin sama um allt land. Byggingarkostnaður hefur hækkunin nálægt 50%. hækkað frá 1. nóvember í fyrra til sama tíma á þessu ári um 37% og gagn- vart honum hefur því fasteignamat lækkað um 3-7 %. --------------- Söluverð at- vinnuhúsnæðis hækkar um 25 % FASTEIGNAVERÐ hefur ekki fylgt hækkunum á almennum markaði síð- asta ár skv. könnun sem Fasteignamat ríkisins hefur gert. Söluverð íbúðar- húsnæðis hefur hækkað nokkuð jafnt á nýloknu matsári (1. nóv. til 1. nóv.) þegar litið er á meðalverð í heilum ársfjórðungum og nemur hækkunin um 1 % á mánuði frá nóvember 1984. Síðasta umtalsverða hækkun varð í sept- ember og október í fyrra og sú hækkun er ein meginorsök þess að hækkun fasteignamats á íbúðarhúsum er nú nokkru hærri en nemur hækkun á söluverði milli áranna 1984 og 1985. Þessi hækkun kom fram í upphafi verkfalls BSBR í fyrrahaust og mældist ekki í könnunum Fasteignamatsins fyrr en eftir framlagningu fasteignaskrár. Hækkun á söluverði íbúðar- húsnæðis hefur verið mjög hlið- stæð á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Sama máli gegnir um einstakar tegundir íbúða. Inn- byrðis munur á verði þeirra virðist svipaður nú og hann var fyrir ári. Söluverð atvinnuhúsnæðis hækkaði mjög mikið 1984. Við ákvörðun á fasteignamati var matið ekki látið fylgja þeirri sveiflu alveg, en frá haustinu 1984 til haustsins í ár hefur söluverð atvinnuhúsnæðis hækkað um tæp 25%. Söluverð íbúða í fjölbýlishúsum í Reykjavík hefur hins vegar farið jafnt og þétt lækkandi á þessu ári ef reiknað er með föstu verðlagi. Stefán Ingólfsson, deildarverk- fræðingur FMR, sagði að hann teldi hér ekki um verðhrun að ræða, heldur frekar að verðið undanfarin ár hefði verið mjög hátt. Frá haustinu 1984 til jafn- lengdar í ár lækkaði söluverð um 18% gagnvart lánskjaravísitölu. Fasteignaverð reiknað á þennan hátt stefnir nú í að vera með því lægsta frá árinu 1978. Enn er þó langt frá því að verð sé hið lægsta sem mælst hefur í könnunum FMR. Söluverð íbúðar- húsnæðis er nú til dæmis hærra en það var öll árin 1975 til 1978. Lægsta söluverð sem kannanir FMR hafa sýnt reiknaðist 1969 og 1970. Það var rúmlega 20% lægra en söluverð íbúða í fjölbýlishúsum var nú í haust ef borið er saman við byggingarvísitölu. Söluverð er mjög breytilegt eftir landshlutum. Þannig hefur til dæmis söluverð á Akureyri og Suðurnesjum, sem eru stærstu markaðssvæðin utan höfuðborgar- svæðisins, verið nálægt 70% af verði í Reykjavík. Annars staðar er verðið lægra og þekkjast dæmi um að verð sé 40—50% af verðinu á höfuðborgarsvæðinu — og jafn- vel enn lægra. Hlutfall útborg- unar hækkar á ný Heildarmat allra fasteigna á landinu eru 244,5 milljarðar króna og skv. því er eign hvers íslendings í fasteignum liðlega milljón krón- ur að jafnaði. Endurstofnverð allra mannvirkja, þ.e. sú upphæð sem ætla má að kosti að reisa öll þessi mannvirki nú, er talið 318,3 milljarðar. Á landinu eru samtals 191 þús- und fasteignir. Meðal þeirra má telja tæplega 85 þúsund íbúðir. Skv. því eru liðlega 2,8 íslendingar til jafnaðar um hverja íbúð. Sam- anlagt rúmmál allra mannvirkja á landinu eru 70,4 milljón rúmmetr- ar. Ef því væri deilt jafnt á alla landsmenn koma 293 rúmmetrar í hlut hvers. Þá má nefna að heild- arstærð allra túna í sveitum lands- ins er talin 138 þúsund hektarar. Það er 1,3% af flatarmáli landsins. Sem dæmi um fasteignamat nokkurra eigna má nefna að tveggja herbergja íbúð í blokk í Breiðholti, 65 fermetrar að stærð, er metin á 1.534.000 krónur, einlyft steinsteypt einbýlishús í Fossvogi, reglulega af ölmm fjöldanum! 226 fermetrar, er metið á 5.891.000 krónur, og sex hæða skrifstofu- bygging í miðborg Reykjavíkur, 1208 fermetrar, er metin á 26.853.000 krónur. Til dæmis um mat eigna utan höfuðborgarsvæðisins má nefna að 251 fermetra tvílyft einbýlishús úr steinsteypu á Akureyri er metið á 3.623.000 krónur og að jörð í Borgarfirði með liðlega 40 hektara túni er metin á 4.604.000 krónur. < Fasteignamat íbúðarhúsnæðis úti á landi hefur farið lækkandi miðað við Reykjavík undanfarin ár. 1980 var matið á Akranesi 70% af því sem það var í Reykjavík og 85% í Keflavík miðað við Reykja- vík. í fyrra voru sambærilegar tölur 60% á Akranesi og 70% í Keflavík. Eins og fram kemur í upphafi hækkaði mat á atvinnuhúsnæði meira en mat á íbúðarhúsnæði. Að sögn Guttorms Sigurbjörns- sonar og hans manna hafði ekki í ÁRSLOK 1984 var útborgunar- hlutfall í fasteignaviðskiptum komið niður í um 70% á höfuðborgarsvæð- inu og hafði þá farið lækkandi frá miðju ári 1984 en síðan hefur þró- unin aftur snúist við — og nú síð- sumars var hlutfall útborgunar orð- ið 74%. Þess má geta að heildarupp- hæð verðtryggðra lána, sem kaup- andi yfirtekur í fasteignaviðskipt- um, er nú orðin hærri en upphæð óverðtryggðra lána, sem gefin eru út við kaupin. Þetta kemur fram í könnun FMR. Skipta má íbúðum í þrjá flokka eftir því hvernig þau lán, sem við sögu koma, skiptast: 1. Um 17% allra notaðra íbúða seljast á fullverðtryggðum kjörum. Öll lán, sem við sögu koma, eru verðtryggð. Útborgun er þá lág, tæplega 65%. 2. Um 22% allra íbúða eru seldar skuldlausar á óverðtryggðum kjör- um. Af þeim er nálægt fimmti hluti greiddur út á einu ári. 3. Þær íbúðir, sem eftir eru, seljast á blönduðum kjörum þar sem bæði verðtryggð og óverð- tryggð lán koma við sögu. Átvinnuhúsnæði selst oftast á verðtryggðum kjörum. Útborgun hefur farið lækkandi en þó er erfitt að tala um ákveðnar reglur í því sambandi því kjör eru mjög breytileg. Eftirstöðvar eru oftast verðtryggðar og hæstu löglegir vextir reiknaðir. Kjörum við sölu bújarða á milli óskyldra aðila svip- ar til atvinnuhúsnæðis. Lenging bankalána myndi minnka greiðslubyrði mikið — segir Stefán Ingólfsson deildarverkfræðingur hjá FMR KANNANIR Fasteignamals ríkis- ins sýna að talsverður hluti þeirra lána, sem kaupendur húsnæðis taka er þeir kaupa í fyrsta skipti, eru til skamms tíma og segja for- stöðumenn stofnunarinnar að ætla megi að greiðslubyrði af þeim lán- um sé að raunvirði 16% af kaup- verði eignarinnar strax á fyrsta ári. Hér er um að ræða bankalán, sem yfirleitt eru veitt til 24 mán- aða þannig að greiða þarf helm- ing þeirra á einu ári, lán frá seljendum, sem almennt eru veitt til 4 ára, og lán frá ættingjum. Við þetta bætast afborganir af langtímalánum eins og lífeyris- sjóðslánum, húsnæðisstjórnar- lánum og yfirteknum lánum. Því má ætla að greiðslubyrði þeirra sem eru að kaupa í fyrsta skipti geti farið upp í 21% af kaupverði á ári fyrst eftir kaupin. Þegar litið er á hlut þeirra sem eru að kaupa í fyrsta skipti á fasteignamarkaðinum má áætla að greiðslubyrði hverrar fjöl- skyldu geti numið um 290 þúsund krónum á fyrsta ári eftir kaupin. Þá er reiknað á verðlagi og markaðsforsendum þessa árs, sem nú er að Ijúka. Þrír fjórðu þessarar fjárhæðar eru tilkomn- ir vegna skammtímalána. Stefán Ingólfsson, deildar- verkfræðingur hjá Fasteigna- matinu, sagði ekki nokkurn vafa á því að lenging bankalána, sem rædd hefur verið, myndi minnka greiðslubyrði fólks mikið og sama gegndi um hin óverð- tryggðu skammtímalán. Hann tók sem dæmi að ef lánstími bankalána og eftirstöðvalána væri lengdur í 10 ár mætti áætla að greiðslubyrði þeirra sem eru að kaupa i fyrsta skipti minnkaði fyrst eftir kaupin um liðalega 40%. í stað þess að greiða 24.000 krónur á mánuði næmu greiðslur 14.000 krónur á fyrsta árinu eftir kaup. En veltukostnaðurinn væri mikill þannig að kostnaðurinn myndi aukast þegar frá liði. Liðlega tvo þriðju hluta þessarar breytingar mætti rekja til leng- ingar bankalána en tæplega þriðjung til lengingar lánstíma á skuldabréfum, sem gefin hafa verið út af kaupendum fyrir eft- irstöðvum kaupverðs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.