Morgunblaðið - 12.12.1985, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 12.12.1985, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985 Sólheimar í Grímsnesi: Lionsklúbburinn Ægir gaf tækja- búnað í mötuneyti heimilisins Lionsklúbburinn Ægir afbenti 1. desember sl. Sólheimum í Gríms- nesi aö gjöf fullkominn tækjabún- að í mötuneyti heimilisins Ægir hefur allt frá stofnun klúbbsins, árið 1957, stutt dyggi- lega við starfsemi Sólheima í Grímsnesi með vinnu og gjöfum. Fyrstu rafmagnstækin sem komu til Sólheima voru gjöf frá klúbbn- um, en á sl. árum hefur klúbbur- inn m.a. endurbyggt sundlaug heimilisins og gefið fullkomið símkerfi. Auk tækjagjafa og annars bún- aðar hefur klúbburinn unnið við gróðursetningu trjáplanta á Sól- heimum, en elstu reitirnir eru nú yfir 20 ára gamlir. Kemur klúbb- urinn í árlegar gróðursetninga- og vinnuferðir til Sólheima og vinna þá saman vistmenn og klúbbfélagar, oft ásamt fjölskyld- um. Það samstarf er Sólheimabú- um einkar kært og mikilvægt. Ein mesta hátíð Sólheima er skemmtun Lionsbræðra á Litlu jólunum. Þá halda Lionsbræður fjölbreytta skemmtun fyrir vist- menn á Sólheimum sem er svo eftirsótt að fólk kemur jafnvel úr öðrum landshlutum einungis til að vera viðstatt hana. Gunnar Ásgeirsson, formaður Sólheimanefndar klúbbsins, af- henti eldhústækin sem eru gufu- suðupottur, þurrsteikingarpanna, bökunarofn, djúpsteikingarpottur og uppþvottavél auk fylgibúnað- ar. Halldór Kr. Júlíusson, for- stöðumaður Sólheima, þakkaði Lionsklúbbnum góðar gjafir og Gunnari sérstaklega starf hans að málefnum Sólheima. FrétUtilkynning frá Sólheimum í Grímsnesi. Klúbbfélagar við eldhústækin. Lengst til vinstri er Gunnar Ásgeirsson. Minmngar Huldu A. Stefánsdóttur — bemska Hulda Á. Stefánsdóttir er ein þeirra kvenna sem sett hafa svip á öldina og þjóðin öll þekkir og ann. Frásögn hennar stendur djúpum rótum í þjóðlífi og sögu. Mannlýsingar eru skýrar og hispurslausar, yljaðar kímni og næmum skilningi. Minningar Huldu munu, efað líkum lætur, skipa henni á bekk með nokkrum þeim löndum hennar sem samið hafa merkastar minningabækur á síðustu áratugum. 1 hópi MlNNlNGABOKA minn/ngar HULDU á. STEFANSDÓTTfiP Bernska txi <miYGtjn KNUT 0DEGÁRD JÓLALJÓS SÍGILDAR JÓLASÖGOR VÍSNA GÁTUR fyrir futiorðna eftir SIGURKARL STEFANSSON Amungar efllr Knut 0degaard, fors(jóra Norræna hússins, í þýðingu tleimis Pálssonar Ari, ungur drengur af Arnungaættinni, fékk nisti í arf eftir föður sinn sem myrtur var af Eiríki konungi blóðöx og fjölkunn- ugri drottningu hans, Gunnhildi. Arnungar er fýrsta skáldsagan í flokki sem greinir frá örlögum drengsins með nistið. Jolaljos Helgiblær jólanna i síglldum jólasögum og listaverkum Snorra Sveins listmálara f bókinni eru sígildar sögur og ævintýri um jólin — úrval þess helsta sem birst hefur af slíku efni á íslensku. Sumar sögurnar eru góðvinir úr æsku ömmu og afa og pabba og mömmu, aðrareru fáum kunnar. Litmyndir Snorra Sveins Friðrikssonar flytja sérstakan helgiblæ og gera bókina einstæða. Visnagátur fyrir fullorðna eftir Sigurkarl Stefánsson fyrrum menntaskólakennara Þctta er skemmtileg bók sem þroskar mál og hugsun og svo er einnig til nokkurs að vinna því verðlaun eru í boði fyrir réttar ráðningar á tíu gátum af þeim 157 sem eru í bókinni. TÍU VERÐLAUHAGÁTUR BÓKAÚTGÁFAN ÖRN & ÖRLYGUR Síðumúla 11. sími 84866 Orð skulu standa endur- útgefín IÐUNN hefur gefið út nýja bók Jóns Helgasonar, Orð skulu standa, en fjórtán ár eru nú liðin frá frum- útgáfu hennar. Útgefandi kynnir bókina m.a. með svofelldum orðum: „Þetta er saga vegfræðings sem fæddist fyrir sunnan og dó fyrir norðan. í bernsku kenndi gömul kona honum ellefta boðorðið: Orð skulu standa. Hann gat aldrei kvænst vegna þess að hann hafði heitið sjálfum sér því að eiga stúlku, sem hann sá í svip á kirkjustétt í Noregi, eða enga ella“. Og ennfremur segir: „Tvisvar gaf hann aleigu sína. Jón Helgason Fimmtugur gerðist hann fyrir- vinna barnmargrar ekkju í Bisk- upstungum, því að maður hennar drukknaði við ferjustað, sem hann hafði valið. Henni vann hann kauplaust í níu ár. Áttræður sendi hann ríkisstjórninni árskaup sitt óskert, svo að hún gæti grynnt á skuldum í kreppunni. Hann var dæmalaus. En sjálfum fannst honum ofurauðvelt að rata rétta leið: Einungis að vera haldinorður við sjálfan sig og vilja heldur það sem betra var.“ Orð skulu standa er þriðja rit- verk Jóns Helgasonar sem Iðunn gefur út að nýju í samstæðri út- gáfu. Áður eru komin út Tyrkjar- ánið og íslenskt mannlíf I-IV. Bók- in er að öllu leyti unnin í Prent- smiðjunni Odda hf. en Auglýsinga- stofan Octavo hannaði kápu. Cterkurog L/ hagkvæmur auglýsingamiðill!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.