Morgunblaðið - 12.12.1985, Page 28

Morgunblaðið - 12.12.1985, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985 ÚT6ERDARMENN SKIPSTJÓRAR Nýr öryggisbúnaður - lægri útgerðarkostnaður Neyðar~og öryggisbúnaðurinn frá Hanssons FVrotekniskaog Carl Flemming hefur heldur betur hrist upp í íslenska neyðan/örumarkaðnum. Hér fara saman gaeði og ótrúlega lágt verð á neyðarvörum, sem eru viðurkenndar af Siglingamálastofnun ríkisins. Ikaros-línubyssa. 310 m lína. Nýjung í hönnun, aukið öryggi. Vatnsheidur hólkur. (slenskur leiöarvísir. Manoverboard Ijós- og reykbauja. Gefurappelsínu- gulan reyk í 15 mínúturog2rafljós lýsa í 45 mínútur. Flothaus á línubyssu, sem skrúfaöur er á rakettu. Haggast ekki þegar skotið er af byssunni. Ikaros-svifblys, rautt. Notist í neyö. Helios-svifljós. Lýsiruppsvartnætt- iö svo lesbjart verður í 25 sek. á u.þ.b. 350 m breiðu svæði. Endurnýjunar- raketta í Ikaros-línubyssu Eini hluturinn sem skipta þarf um í byssunni á 3 ára fresti. Pólar-handblys, rautt. Notist í neyð. Reykbauja í gúmmíbáta, gefur appelsínugulan reyk í 4 mínútur. Pólar-handblys, hvítt. Lýsir upp hafflöt næst síðu skips. Útgerðarmenn - skipstjórar - björgunarsveitir. Vinsamlega leitið upplýsinga og gerið pantanir tímanlega á þeim vörum semyðurvantar. Flugeldar eru okkar fag! LANDSSAMBAND HJALPflRSVEITfl SKATft Snorrabraut 60, Reykjavík, símar 91 -26430 og 91 -621400 Vængjuð drottning húsamaurs. Þad eru einkum nýklaktar drottningar, sem angra íbúa, þegar þær koma fram í dagsljósið í hundruðum eða þúsundum upp úr löskuðum skolp- lögnum. Náttúrufræðingurinn: Birt kort af höfuðborgar- svæðinu þar sem húsa- maura hefur orðið vart í NÝJASTA hefti „Náttúrufræðings- ins“, tímariti Hins íslenska náttúru- fræðifélags er meðal annars grein um húsamaur og birt kort sem sýnir hvar þeirra hefur orðið vart í Reykjavík, Kópavogi og á Seltjarn- arnesi. Maurarnir lifa aðallega þar sem skolplögn undir húsum er úr lagi færð og getur það kostað mikið rask á íbúð og högum fólks að út- rýma þeim. Þetta nýjasta hefti „Náttúru- fræðingsins" er hið þriðja í 55. árgangi og flytur efnið að vanda forvitnilegar greinar um náttúru- fræði. í grein Ólafs Karvels Pálssonar um fæðu botnlægra fiska við ís- land kemur m.a. fram, að loðna er um 30% af heildarfæðu þorsks hér við land. Þá er það athygli vert, að fæða þorsks, sem er stærri en 1 m er allt að 21% yngri þorsk- ar. Vera kann, að þess háttar „sjálfrán" hafi áhrif á nýliðun stofnsins. Þorskurinn heyr því harða baráttu við fiskimenn um mikilvæga fiskistofna. „Fylgst með landselum í látrum" heitir grein eftir Erling Hauksson. Þessi athugun var gerð á vegum Hringormanefndar til þess að afla upplýsinga um það hvenær dags flestir selir sjást á landi og áhrif sólargangs og sjávarfalla á hegðun þeirra. í ljós kom m.a., að selirnir halda tryggð við ákveðinn stað og koma af tur og liggj a j af nan á sömu steinunum. Þá eru þrjár stuttar greinar í ritinu. Árni Hjartarson segir frá halastjörnu Halleys, sem heim- sækir nágrenni jarðar á 76 ára fresti og getið er oft um í íslenzk- um annálum frá 1066. Ágúst H. Bjarnason skrifar um fléttuteg- und, sem fannst hér á landi í 58 ára gömlu hrauni inni á Land- mannaafrétti 1971 og Ingibjörg Kaldal lýsir gjóskugígnum Vatna- öldum á Tungnaáröræfum í máli og myndum. Eins og áður segir er ítarleg grein um húsamaur eftir Erling Olafsson og Sigurð H. Richter. Maurinn hefur víða orðið meiri- háttar plága í híbýlum manna, einkum í Reykjavík. Þar segir frá lífsháttum, skaðsemi og útbreiðslu mauranna og birt er kort, sem sýnir hvar þeirra hefur orðið vart í Reykjavík, Kópavogi og á Sel- tjarnarnesi. Maurarnir lifa aðal- lega þar, sem skolplög undir hús- um er úr lagi færð og getur það kostað mikið rask á íbúð og högum fólks að útrýma þeim. Þetta er m.a. eitt af þeim atriðum, sem kaupendur íbúða ættu að athuga vandlega og geta þeir stuðzt við kortið, sem fylgir greininni. tm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.