Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1986
Gamlir íslenskir fánar
dregnir að húni í Grófinni
GAMLIR fánar íslandssögunnar,
fjórir að tölu, hafa verið dregnir
að húni í Grófinni þrjá sl. laugar-
daga og verða áfram uppi á laug-
ardögum fram að jólum. Það eru
samtök verslana og fyrirUekja í
Grófinni sem standa að þessu til
að vekja athygli á fánasögu ís-
lendinga.
Danski fáninn er staðsettur
fyrir framan verslunina Geysi,
en þangað var danska kóngs-
verslunin flutt úr Örfirsey. Fáni
Jörunds hundadagakonungs er
fyrir framan bókaverslun Snæ-
bjarnar þar sem höfuðstöðvar
Jörunds voru. Fálkafáninn svo-
kallaði er dregin að húni fyrir
framan Fálkahúsið þar sem nú
eru verslanirnar Heimilistæki,
íslenskur heimilisiðnaður og
Hamborg. Hvítbláanum, hug-
mynd Einars Benediktssonar, er
flaggað á Vesturgötu 5, en Einar
byggði það hús og bjó í nágrenn-
inu.
Fyrstu hugmynd um þjóðfána
átti Jörundur hundadagakon-
ungur. Hann gaf út tilskipun um
að ísland skyldi hafa sérstakan
fána er hann tók hér völd árið
1809. Segir í auglýsingu Jörundar
að fáninn skuli vera blár með
þremur þorskfiskum í efsta
horni. Fáninn var dregin að húni
12. júlí 1809 en leið undir lok
með Jörundi sama ár.
Um 1870 vakti Sigurður Guð-
mundsson, málari, athygli á því
að þjóðin ætti fremur að hafa
íslenska fálkann heldur en þorsk-
inn í merki sínu. Máli hans var
vel tekið og urðu stúdentar og
skólapiltar fljótir til að taka
fálkann upp í merki sitt. Sumarið
1873 var blár fáni með hvítum
fálka í fyrsta skipti dreginn að
húni á Þingvöllum og ári síðar,
þjóðhátíðarárið, var fánanum
flaggað víða um land.
Arið 1897 skrifaði Einar Bene-
diktsson, skáld, grein í blaðið
Dagskrá, sem hann nefndi „ís-
lenski fáninn", þar sem hann
bendir á að fálkafáninn sé ósam-
ræmanlegur við flögg annarra
kristinna þjóða. Krossinn sé hið
algengasta og hentugasta flagg-
merki og leggur Einar til að
fáninn verði hvítur kross á blá-
um feldi. Sumarið 1897 var þessi
fáni í fyrsta skipti hafður á lofti
á þjóðminningunni í Reykjavík.
Ýmsir töldu fánann of líkan fán-
um annarra þjóða, þó einkum
Svía og Grikkja.
19. júní 1915 var því gefinn út
konungsúrskurður, sem ákveður
að fáninn skuli vera heiðblár með
hvítum krossi og hárauðum
krossi innan í hvíta krossinum.
í fyrstu var hér aðeins um að
ræða sérfána fyrir ísland, þ.e.
fána, sem nota mátti á íslandi
og innan íslenskrar landhelgi, en
1. desember 1918 var þessi fáni
löggiltur sem þjóðfáni fullvalda
ríkis.
Á myndinni má sjá tvo af gömlu fánum Islandssögunnar. Fremri fáninn
er fálkafáninn svokallaði, sem flaggað er fyrir framan verslunina ís-
lenskan heimilisiðnað, og hjá bókaverslun Snæbjarnar sést í fána Jör-
unds hundadagakonungs, en hann var blár með þremur þorskfiskum I
efsta horni.
Stjómunarfélagið:
Viðurkenning
fyrir bestu
ársskýrsluna
STTJÓRNUNARFÉLAG íslands af-
hendir í dag fimmtudag, árlega viður-
kenningu sína fyrir bestu ársskýrslu
fyrirtækis eða félags á sérstökum
fundi í félaginu, sem hefst kl. 12 á
Þingholti.
Alls sendu sextán fyrirtæki inn
ársskýrslur að þessu sinni. Dóm-
nefnd sem skipuð er þeim Stefáni
Svavarssyni, löggiltum endurskoð-
anda, Árna Vilhjálmssyni, pró-
fessor og Helga Bachmann fram-
kvæmdastjóra, hefur valið bestu
ársskýrsluna og verður álit nefnd-
arinnar kynnt á fundinum. Áður
flytur Stefán Svavarsson erindi
um hugmyndir á breyttum reikn-
ingsskilareglum.
I fyrra var það Iðnaðarbankinn
sem hlaut verðlaun Stjórnunarfé-
lagsins fyrir besta ársreikninginn.
Leiðrétting
I RITDÓMMI um bók dr. Þórs
Whitehead, Stríð fyrir ströndum,
misritaðist nafn Trausta Jónsson-
ar, veðurfræðings. Eru hlutaðeig-
endur beðnir velvirðingar á þeim
mistökum.
Mánudagsmynd Regnbogans:
Mynd um landflótta
vesturlandabúa í Moskvu
Stjómvöld marki
ákveÖnari stefnu
— í baráttunni gegn vímuefnum
REGNBOGINN sýnir nýja mánu-
dagsmynd sem hlotið hefur nafnið
„Annað föðurland". Hún fjallar um
mann sem gerist landráðamaður, flýr
föðurland sitt og sest að í Moskvu.
Aðalhlutverk leika Rupert Everett og
Kolin Firth.
Landráðmaðurinn Guy Bennett
fær síðan heimsókn af vestrænum
blaðamanni, sem kemur til þess að
HÍJSEININGAR hf. á Siglufirði
hafa reist 340 fermetra hótelbygg-
ingu á Hvammstanga og tók verkið
aðeins tvær vikur. Tveir smiðir
unnu við byggingu hússins og hófu
þeir verkið 25. nóvember síðastlið-
inn. Hinn 7. desember var húsið
upp komið, tilbúið að utan, með
gleri, járni og útihurðum og rúmlega
fokhelt að innan.
Bergsteinn Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Húseininga h.f.
sagði i samtali við Morgunblaðið
að samningur um byggingu húss-
ins hefði verið undirritaður 15.
nóvember. Húsið hefði siðan verið
sent frá Siglufirði til Hvamms-
tanga hinn 25. nóvember. Smiðirn-
ir Vernharður Skarphéðinsson og
Jón Bergsveinsson hófust þá
ræða við hann. Er hann þá kominn
á efri ár og skýrir þá frá því hvað
hafi komið honum til þess að stíga
þetta skref, að flýja land. Einnig
segir hann frá uppeldisárum sínum
og skólavist.
Að sögn kvikmyndahússins hefur
kvikmynd þessi alls staðar hlotið
mjög góða dóma og vakið athygli.
Leikstjóri er Marek Kanievska.
handa við smíðina og reistu húsið
á þessum stutta tíma.
Það er hlutafélagið Vertshúsið
hf. á Hvammstanga, sem stendur
að þessum framkvæmdum. Hlut-
hafar eru Kaupfélag V-Húnvetn-
inga, Hvammstangahreppur, Þór-
haílur Jónsson, Ólafur H. Stefáns-
son, Ingvar H. Jakobsson ogólafur
Jakobsson. Þórhallur Jónsson,
stjórnarformaður fyrirtækisins,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að ætlunin væri að hafa hótelið
opið allt árið. í húsinu verða sex
tveggja manna herbergi og mat-
salur fyrir 50 manns. Þá væri
ætlunin að reka ferðamannaversl-
un á hótelinu. Þórhallur sagði að
reiknað væri með að reksturinn
gæti b.afist í apríl á næsta ári.
Menntamálaráðherra, Ingvar
Gíslason, skipaði árið 1981 nefnd til
þess að fjalla um æskulýðsstarfsemi
í landinu, skipulag hennar, fjár-
mögnun og aðstöðu. Nefnd þessi
hefur nú lokið störfum og lagt álit
sitt og tillögur fyrir menntamálaráð-
herra, Sverri Hermannsson.
Æskulýðsstarf greinist í þrjá
höfuðþætti, þ.e. starf æskulýðs-
félaga, félagsstarf í skólum og
æskulýðsstarf sveitarfélaga. Álit
æskulýðsmálanefndarinnar var
kynnt fréttamönnum á dögunum
og er það byggt á þessari skiptingu.
Helstu ' tillögum nefndarinnar
varðandi þessa þrjá þætti fara hér
á eftir. Nefndin telur að æskulýðs-
starf eigi að vera sem mest í
höndum æskulýðs- og félagasam-
taka, enda hafi starf þeirra ótví-
rætt sannað gildi sitt. Þá telur
nefndin, að ríki og sveitarfélög eigi
að efla stuðning sinn við æskulýðs-
félögin og setja sér ákveðnar regl-
ur um fjárveitingar til þeirra.
Nefndin gerir það að tillögu sinni,
að endurskoðuð verði reglugerð um
félagsstörf í skólum með það í
huga að stórefla félagsstarf í
samvinnu við nemendur, foreldra
og starfsfólk skólanna.
Nefndin leggur til að skipaður
verði námsstjóri eða umsjónar-
maður félagsstarfs og félagsmála-
fræðslu i skólum og ennfremur að
hér á landi gefist kostur á námi
fyrir Ieiðbeinendur í félags- og
tómstundastarfi. Þá leggur nefnd-
in til að sveitastjórnir, hver fyrir
sig, setji ákveðnar reglur varðandi
skipan æskulýðsmála og stuðning
við æskulýðsstarf og einnig að
Samband íslenskra sveitarfélaga
beiti sér fyrir stóraukinni sam-
vinnu þeirra ráða og nefnda sveit-
arfélaganna sem vinna að æsku-
lýðs- og tómstundastörfum.
Nefndin telur að ekki þurfi að
gera grundvallarbreytingar á skip-
an og stjórnun æskulýðsmála frá
því sem nú er. Með auknum tóm-
stundum fólks verði þó ekki hjá
því komist að veita þessum málum
enn meiri athygli en áður. Varð-
andi æskulýðsmálin í heild leggur
nefndin m.a. til að gildandi lög um
æskylýðsmál verði endurskoðuð á
grundvelli þeirra tillagna sem
nefndin leggur fram. Ennfremur
að stofnaður verði ákveðinn sjóður
(Æskulýðssjóður) er hafi það hlut-
verk að veita styrki til æskulýðs-
starfsemi og að gerð verði ítarlega
könnun á samnýtingu skólahús-
næðis til kennslu annars vegar, og
félags- og tómstundastarfa nem-
enda og íbúa viðkomandi byggðar-
laga hins vegar.
Þá gerir nefndin það að tillögu
sinni að stjórnvöld marki ákveðn-
ari stefnu í baráttu gegn hvers
konar vímuefnum og auki stuðning
sinn við þau félög, samtök og stofn-
anir sem vinna að fyrirbyggjandi
aðgerðum gegn þeim í samræmi
við mótaða stefnu. Þá telur nefnd-
in að herða þurfi verulega refsing-
ar og aðgerðir gegn þeim sem
standa að innflutningi og sölu
REGNBOGINN frumsýnir kvik-
myndina „Óvætturinn", sem fjallar
um baráttu við risagölt í Ástralíu og
nefndur er „Razorback". Göltur
þessi getur orðið mjög stór, illvígur
og grimmur, segir í fréttatilkynn-
ingu frá kvikmyndahúsinu.
Inn í þessa baráttu fléttast svo
ólöglegra vímuefna.
Reynir G. Karlsson, deildar-
stjóri í íþrótta- og æskulýðsráði,
formaður nefndarinnar sagði á
blaðamannafundinum, að álit
nefndarinnar hefði fyrir nokkru
verið afhent menntamálaráðherra
og þar yrðu tillögur hennar metn-
ar. Reyndar hefði ráðherra þegar
skipað nefnd til að endurskoða lög
um æskulýðsmál, samkvæmt til-
lögum nefndarinnar, sem getið var
um hér að framanverðu. Auk
Reynis G. Karlssonar voru eftir-
taldir skipaðir í æskulýðsmála-
nefnd: Arnaldur Björnsson sveit-
arstjóri, Myvatnssveit, Arnfinnur
Jonsson skólastjóri Reykjavík,
Guðmundur Guðmundsson for-
maður Æskulýðsráðs ríkisins,
Reykjavík, Kristján Valdimars-
son, framkvæmdastjóri Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík, Unnar
Stefánsson ritstjóri, Reykjavík,
Ómar Einarsson, framkvæmda-
stjóri Æskulýðsráðs Reykjavíkur
og Níels Árni Lund, æskulýðsfull-
trúi ríkisins.
örlög bandarískrar blaðakonu, sem
kemur á þessar slóðir í fréttaleit,
en hverfur. Unnusti hennar kemur
til þess að leita hennar og lendir
í furðulegustu ævintýrum.
Aðalhlutverk leika Gregory
Harrison og Bill Kerr. Leikstjóri
er Russell Mulcahy.
Nýtt hótel á Hvammstanga:
Reistu húsið á
hálfum mánuði
Regnboginn sýnir „Ovættinn“