Morgunblaðið - 12.12.1985, Page 53

Morgunblaðið - 12.12.1985, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985 53 Sokkabandsár Ásthildar CesU Hljómplötur Árni Johnsen Sokkabandsár Ásthildar Cesil Þórðardóttur eru skemmtileg tilþrif og virðingarvert einka- framtak manns sem vill sjá drauma sína rætast. Hún er lýð- veldisbarn, fædd á ísafirði 1944 og um langt árabil hefur staðið til að koma lögum og textum á plötu. Nú er stundin runnin upp með glæsibrag, því platan er skemmtilega og vel unnin með fjölbreyttum útsetningum. Það eina sem mér finnst til lýta er hljóðblöndun í nokkrum lögum þar sem sönkonan er ekki nógu framarlega og afgerandi í lögun- um, hún hverfur of mikið í tón- listinni. Ásthildur Cesil hefur verið syngjandi frá barnæsku, enda er hún fljúgandi söngvin og hefur sérstæðan stíl. Hún söng ásamt vinkonum sínum í tríói fjórtán ára gömul, samdi gamanvísur og flutti á skemmtunum í heima- byggð sinni og frá tvítugsaldri hefur hún sungið með ýmsuih hljómsveitum svo sem Hljóm- sveit Ásgeirs Sigurðssonar, Að- ild og Ásthildur, Líparít og Gancía. Árið 1981 stofnaði hún Sokkabandið, hljómsveit ís- firskra stúlkna, en sú hljómsveit starfaði til 1983 og tók m.a. þátt í fyrstu SATT-keppni Tónabæjar og komst í undanúrslit ef rétt er munað. Ásthildur samdi mikið af lögum og textum Sokkabands- ins. A Sokkabandsárum Ásthild- ar eru 12 lög og textar eftir Ást- hildi sem jafnframt syngur öll lögin, en til liðs við sig í hljóm- listarflutninginn fékk hún marga af þekktustu tónlistar- mönnum landsins. Meðal skemmtilegustu laga plötunnar finnst mér ástæða til að nefna óð til eiginmanns, ljúf- ur blús, Nýtt líf, sem er mjög gott lag og söngurinn nýtur sín vel, Of seint, þar sem góð rödd Ásthildar skilar sér vel og stend- ur eðlilega fremst í hljóðblönd- uninni. Þá má nefna íslenska náttúru, sem er hið fjörugasta lag og Örðugleika, sem er frá- bært lag, skemmtilega sett út og sérkennilega sungið. Það bregður fyrir brasilískum frumskóga- takti í því lagi, en það er klárt að Elton og hinir strákarnir gætu verið stoltir af slíku lagi. Wterkurog k J hagkvæmur auglýsingamióill! ; fttOtT01SlUblötkÍ^ X ALISTAIR Mffl.EAN HJÚSHIR i HfíflHU Nýjasta bók konungs spennusögunnar gerist úti á reginhafi þar sem hvorki eru réttarsalir né óvilhöll vitni. Áhöfn spítalaskipsins „San Andreas" treystirhvorki Ijósum sem skína í náttmyrkr- inu né rauðum krossum á síðum þess til að halda yfir sér hlífiskildi. En fyrst og fremst treystir áhöfnin ekki kafbátum óvinanna. HAMMOND INNES OLÍUBYLGJAN BLAKKA Hver var maðurinn með mörgu nöfnin sem fór huldu höfði og hafði ótal sjóslys á samviskunni? Var hann kaldrifjaður glæpamaður og morðingi eða ástríkur faðir sem lét nota sig til óhæfuverka? Æsispennandi og margslungin bók eftir Hammond Innes sem hlotið hefurfádæma lof gagnrýnenda eins og eftirfarandi dæmi sýna: Alistair MacLean er aftur kominn til sjós og aftur kominn í stríð - Njósnir á hafinu er mögnuð MacLean bók. „Ævintýraleg atburðarás sem ger- ist í óvenjulegu umhverfi Austur- landa.“ Hljóðlaust og átakalaust og án aðvörunar, rétt eins og þegar rafstraumur fer af stórborg, slokknuðu Ijósin um borð í San Andreas klukkustund fyrir dögun. Evening News „Sjaldan hefur Hammond Innes tekist betur upp að skapa magnaða spennu." Daily Telegraph ÞU*SOFNAR' SEINTTJM*ÞESSI*JÓL - V sza vis/oavioo

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.